Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1990, Side 22
22
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1990.
Sigrún Finnsdóttir, 28 ára gamall Reykvíkingur:
Gj örbreytt
eftir eina aðgerð
- þráði mest að geta lokað munninum almennilega
Sigrún fyrir tannréttingarnar og lýtalæknisaðgerðina. „Þegar ég var krakki
var gert grín að framstæðu tönnunum í skólanum. Ég gat ekki einu sinni
lokað munninum almennilega og ég átti erfitt með að bíta saman. Misræmið
í kjálkunum var mikið,“ segir hún í viðtali við helgarbiaðið í dag.
„Ég var með hræðUega Ula hann-
aðar tennur og góma. Tennurnar
voru aUt of margar fyrir gómana sem
áttu að bera þær. Auk þess var mik-
ið misræmi á mUU kjálkanna. Ég
hugleiddi lengi að láta laga tennurn-
ar en hafði dregið það allt of lengi.
Um haustið 1984 fékk ég svo hvatn-
ingu frá vinnufélögunum. Þeir
hvöttu mig endanlega tU þess að fara
í tannréttingar og ég lét þá loksins
verða af því - sem betur fer. Fram
að þeim tíma hafði ég ekkert hugleitt
að það þyrfti að gera eitthvað meira.
En tannlæknirinn minn, Helgi Ei-
ríksson, talaði um að það þyrfti að
færa kjálkana eitthvað tU. Hann
sagði að tannréttingamar vaém að-
eins hluti af meiri aðgerð. Eftir þetta
datt mér raunar aldrei annað í hug
en að fara líka í kjálkaaögeröina fyrst
ég var á annað borð byijuö í tannrétt-
ingunum,“ segir Sigrún Finnsdóttir,
28 ára gamaU Reykvíkingur, sem
fékk andliti sínu gjörbreytt með viða-
mikUli lýtaaðgerð á Landspítalanum.
Sigrún starfar hjá Lífeyrissjóði
Málm- og skipasmiða. Hún á átta ára
gamla dóttur. Hún er hress í við-
móti, henni líður greinilega vel og
hefur viðkunnanlegt bros - hún
brosir líka með augunum.
Var aldrei
nein spurning
Sigrún segir að þó svo að hér hafi
verið um þriggja ára tímabil að ræða
hafi ekki verið erfltt að gera upp hug
sinn.
„Þetta var aldrei nein spurning.
Tannréttingarnar vora aðeins fyrsta
skrefið og það tímabil stóð yfir í tvö
ár - þangað tU ég fór í stóru aðgerð-
ina þar sem kjálkamir vora lagaðir.
Sú aðgerð fór fram í október árið
1988.
Lýtalæknisaðgerðin var ákveðin í
samvinnu Helga og Siguijóns H. Ól-
afssonar munn- og kjálkaskurðlækn-
is. Hann er einn af tveimur eða þrem-
ur slíkum hér á landi. Siguijón sá
að mestu leyti um að koma lýtaað-
gerðinni í kring, panta tíma og koma
öUum gögnum á rétta staði. Aðgerðin
var síðan gerð í sameiningu af hon-
um og lýtalækninum Knúti Bjöms-
syni.
Áöur en kom að kjálkaaðgerðinni
þurfti ég að fara í nokkrar skoðanir
til Siguijóns. Hann mældi allt út og
ég fór í myndatökur hjá honum. Að-
dragandinn var langur og það tekur
líka tíma fyrir fóUc að komast aö á
lýtalækningadeUd Landspítalans.
Þetta dróst lengi og ég var orðin held-
ur leið á að bíða eftir því að kæmi
að þessu. En einhvem tímann um
sumarið hringdi ég til Sigurjóns.
Honum tókst samdægurs að pota
mér inn - aðgerðin átti að fara fram
sex vikum seinna.
Ég var forvitin og vUdi fá að vera
með nefið niðri í öUu. Siguijón er
yndislegur maður og hann leyfði mér
aö fylgjast með öUum ráðagerðum
sínum, teikningum, afstöðu og öllu
saman. Mér finnst miklu máU skipta
að fá að fylgjast með. Manni er auð-
vitað ekki sama um hvernig viða-
mikil breytingaaðgerð er skipulögð.
Ég hugsaði sem svo að ég væri ekk-
ert eintak sem bara bíður eftir með-
höndlun. Ég fór líka í skoðanir tíl
Knúts,“ segir.Sigrún.
Andlegtog
líkamlegt álag
Enginn reyndi að ráða Sigrúnu frá
fyrirætlunum sínum varðandi þessa
meðferð sem náði yfir þrjú ár. Sjálf
var hún heldur aldrei í neinum vafa
um að hún ætti að stíga skrefið tU
fuUs. Hún var ákveðin í að láta ekki
tannréttingarnar duga enda voru
kjálkarnir og gómarnir svo ósam-
stæðir að hún átti erfitt með að bíta
saman - neðri kjálkinn var of aftar-
lega en efri gómurinn of framstæður.
„Þetta er ekkert sem maður stekk-
ur út í án þess að velta mikið fyrir
sér hvað tekur við á eftir. Ég þurfti
líka að byggja mig upp líkamlega
enda var ég á fljótandi fæði í sex vik-
ur á meðan kjálkarnir vora að gróa.
Ég gat ekki einu sinni opnað munn-
inn. Kjálkarnir voru reyrðir saman
allan þann tíma. Þaö eina slæma við
sjúkrahúsvistina var fæöið. Ég
nærðist þannig að vökva var komið
inn á miUi tannanna. Að öðru leyti
var þetta hrein sæluvist. Lýtalækn-
ingadeildin, sem er í gamla spítalan-
um, er með fjórum stofum og hún
er mjög heimilisleg. Ég lá inni á spít-
alanum í tvær vikur.“
Nokkurra klukku-
stunda aðgerð
„Þegar kom að aðgerðinni var ég
svæfð. Knútur Björnsson og Sigurjón
Ólafsson framkvæmdu hana báðir
ásamt aðstoðarfólki sínu.
Efri kjálkinn var tekinn í sundur
og styttur um einn og hálfan sentí-
metra. Neðri kjálkinn var hins vegar
færður fram. Hann var fleygaður á
ská í sundur, dreginn fram og ein-
hvem veginn var hann víraður sam-
an aftur. Þetta var allt gert í einni
og sömu aðgerðinni sem tók um fjóra
klukkutíma. Ég myndi vUja sjá
myndir af því hvemig læknamir
fóru að þessu. Munnurinn var ein-
hvem veginn þvingaður upp á gátt
og mér er eiginlega óskiljanlegt
hvernig læknamir bára sig að þegar
þeir löguðu kjálkana.
Ekkert af þessu var gert utan frá -
engir skurðir eða saumar. Mér finnst
ótrúlegt að þetta skuli vera hægt.
Andlitinu var breytt mjög mikið. Það
var eiginlega stytt um hálfan annan
sentímetra. Áður hafði ég verið mun
langleitari. Ég gerði mér grein fyrir
því aö andlitið myndi breytast mik-
ið,“ segir Sigrún. Hún hafði engar
umbúðir á andlitinu eftir aðgerðina
sem var öU gerð „innan frá“.
Vaknað upp
eftir aðgerðina
„Þegar ég vaknaði upp kom yfir
mig sama óþægUega tilfinningin og
kemur yfir flesta sem vakna upp af
svæfingu. Læknarnir gættu þess vel
að ég fyndi ekkert til. Ég gat varla
komið upp nokkru hljóði. Um daginn
varð mér óglatt og benti þá á magann
á mér. Þeir voru fljótir að átta
sig og komu strax með sprautu við
því.
Fyrstu dagana var ég mikið veik.
Ég var þá í hálfgerðu móki og man
lítiö eftir því. En' þegar ég jafnaði
mig var ekkert mál að tala, þó svo
að tennurnar væru víraðar saman -
þannig var ég í hálfan mánuð. En ég
gat loksins lokað munninum al-
mennilega,“ segir Sigrún og sýnir
hve auðvelt er að tala með saman-
bitnar tennurnar.
„Mamma kom strax til mín eftir
aðgerðina. Hún sagðist aidrei vilja
sjá neitt svona aftur. Henni fannst
þetta hræðUegt, enda var ég rosalega
bólgin. Ég var búin að gera mér grein
fyrir því að það yrði mikil breyting
á mér. Ég hafði til dæmis undirbúið
mig með því að skoða myndir af mér
og halda fyrir neðri hluta andlitsins
á myndunum. En svo varð auðvitað
ekkert eins og ég gerði mér í hugar-
lund áður. Þetta varð dálítið öðruvísi
en ég ætlaði.
Ég sá sjálfa mig fyrst í spegh eftir
þrjá daga. Þá hafði bólgan hjaðnað
töluvert. Mér fannst þetta ekki fall-
egt. Þar að auki hafði undirstaðan
fyrir nefinu losnað. Nefið lagðist
bara út að hægri kinn,“ segir Sigrún
og hlær. „Það varð ekki til að bæta
útlitið. Mér fannst bólgumar vera
mjög lengi að hverfa. Eiginlega finnst
mér þær ekki farnar að fullu ennþá.
Allajafna má þó ætla að það taki um
eitt ár fyrir allar bólgur að hverfa.
Ég sat aldrei einsömul í rólegheit-
um og skoðaði mig í spegU. Ég hugs-
aði þó um hvað leyndist fyrir innan
bólgurnar. Þetta gekk hægt fyrir sig
og ég aðlagaðist breytingunum á
löngum tíma. Dóttir mín var sex ára
gömul þegar aðgerðin var fram-
kvæmd. Hún var smeyk við mig þeg-
ar hún sá mig fyrst. Það sem hún sá
var auövitað ekki mamma hennar.
En hún var tíltölulega fljót að venj-
ast mér. Ég held að hún muni Utið
eftir því núna hvemig ég leit út áð-
ur,“ segir Sigrún.
Ég hafði skánað
„Fyrstu vikurnar eftir aðgerðina
var ég dálítið óörugg. Bólgurnar fóru
ekki nærri strax. Mér fannst ég asna-
leg í framan svona bólgin. Þetta var
svo óeðlfiegt. Ég var ekki bara breytt
heldur vissi ég í rauninni ekki hvern-
ig ég kæmi til með að verða. TU að
byrja með var erfitt að gera sér grein
fyrir því hvemig ég yröi. Ég sá þó
að ég hafði skánað - aUavega ekki
versnað," segir Sigrún og glottir.
Hún segist aldrei hafa fundið fyrir
neinum verkjum að ráði. Hún var
íjarverandi úr vinnu í þrjár vikur.
„Leiðinlegast þótti mér að vera úr
umferð um stundarsakir. Ég var
heima í tvær vikur eftir spítalavist-
ina en fór svo að vinna aftur. Þegar
ég ætlaði aö hitta fólk, sem ég hafði
ekki séð lengi, fékk ég aUtaf óþægi-
lega eftirvæntingartilfmningu. Fjöl-
skyldan brást þó mjög vel við.
í dag er ég ekki alveg sátt við mig.
En hver er alveg dús við sjálfan sig?
Finna ekki allir eitthvað að sér,“ seg-
ir Sigrún og bætir því við að sér finn-
ist það hreint og beint pjatt að hug-
leiða aðra aðgerð.
Nefið lá út á hlið
„Við vorum þrjár sem lágum sam-
an á lýtalækningadeUdinni. Ein var
að láta laga í sér neðri kjálkann.
Báðir kjálkarnir voru lagaðir í hinni.
Auminga konurnar komu inn á
deildina um einni viku eftir aö ég fór
í mína aðgerð. Þær urðu taugaó-
styrkar þegar þær sáu mig í allri
minni hryggðarmynd. Á þessum
tíma var nefið á mér laust og komið
út á hUð. Þær spurðu sín á milli:
„Hvað er eiginlega að þessari stúlku?
Af hverju lét hún ekki laga á sér
nefið í leiðinni?" Þær skildu þetta
ekki.
Nefið á mér var svo lagað. Það var
ekki beint þægUegt því Knútur
treysti mér ekki í svæfingu. Ég átti
svo erfitt með að anda. Ég var vak-
andi og mér þóttu handtökin ekki
beint mjúk. Fyrst var ég deyfö og
nálum var stungið á nokkra staði.
Knútur ýtti síðan af öllu afli - þetta
var óhuggulegt. En það tók hann
aðeins þrjú handtök að rétta nefið.
Hann er snUlingur, þessi maður,“
segir Sigrún.
Kunningjar
þekktu mig ekki
„Þegar farið er í stóra aðgerð, sem
maður sér ekki greinilega fyrir end-
ann á, blundar eitthvað óljóst á bak
við. Eflaust var ég með of miklar
væntingar. Á eftir hafði ég fengið
nýtt andUt að sjálfsögðu. En sáUn
breyttist ekkert. Ég tel að ég hefði
átt að búa mig betur undir þetta and-
lega. Lýtalæknisaðgerð af þessu tæi
er mun erfiðari að því leyti en líkam-
lega.
Erfiðast þótti mér þegar ég var á
gangi niðri í bæ og sá gamla skólafé-
laga og þeir þekku mig ekki - jafnvel
einhveijir sem höfðu heilsað mér
nokkrum mánuðum áður. Ég fór þá
gjarnan til viðkomandi og kynnti
mig. Viðbrögðin eru alltaf að fólk
verður hissa. „Svakalega ertu
breytt!“ Þetta er ennþá að koma fyr-
ir - tveimur árum seinna. Það kom
að því að ég gafst upp á þessu - að
ganga að fólki og láta það vita hver
ég væri. Ég nennti ekki að ganga í
gegnum þessa dagskrá. Ég sagði við
sjálfa mig: „Ég læt þetta bara eiga
sig.“ Það er voðalega skrýtin tilfinn-
ing að standa andspænis kunningj-
um sem þekkja mann ekki. Ég er
ennþá að hitta fólk með þessum
hætti. Samt hitti ég stundum ótrúleg-
asta fólk sem þekkir mig strax.“
Sjálfsöryggið óbreytt
Sigrún telur að mun erfiðara hefði
verið fyrir ungling að ganga í gegn-