Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990. Fréttir Hin gömlu kynni gleymast ei: Haf a skrif ast á í sextíu og tvö ár - þrír ættliöir tveggja ^ölskyldna á íslandi og í Noregi halda uppi bréfasambandi Sigurdur Sverrisson, DV, Akranesi: Þaö má heita einstakt aö þrír ættliðir sömu íjölskyldu skrifist á við jafn- marga ættliði annarrar íjölskyldu erlendis. Þannig er því þó farið með Ragnheiði Þórðardóttur, dóttur hennar og dótturdóttur. Þær eiga all- ar pennavini innan sömu fjölskyld- unnar í Álasundi í Noregi. Þessar sex konur hittust á Akranesi í síðustu viku. „Það var árið 1928 að við Oddrun Björlo hófum að skrifast á,“ sagöi Ragnheiður, er DV ræddi við hana. „Tildrög þess voru þau að norskur kennari, Anders Steinnes, og Svafa Þorleifsdóttir skólastjóri kynntust á námskeiði í Danmörku og upp úr því sendi Anders bréf til hennar með nöfnum nokkurra barna sem höfðu áhuga á að skrifast á við krakka á Akranesi." Bréfaskriftir Ragnheiðar og Oddr- un hafa staðið óslitið í 62 ár ef undan er skilin síðari heimsstyrjöldin þegar allar póstsamgöngur lágu niðri. „En um leið og styrjöldinni lauk fékk ég póstkort frá henni í gegnum Rauða krossinn. Það sýnir vel hversu trygg hún er.“ Fyrir nokkrum áratugum hóf Margrét, dóttir Ragnheiðar, að skrif- ast á við Guri, dóttur Oddrun. Þau samskipti hafa staðið óslitið síðan og ekki alls fyrir löngu hóf Kristín Lauf- ey Guöjónsdóttir, dóttir Margrétar, að skrifast á við Birgitte, dóttur Guri. Þannig skrifast nú þrír ættliðir á. Ragnheiður hefur þrívegis heim- sótt Oddrun, vinkonu sína, síðast 1988 en Oddrun var nú á íslandi í annað sinn. Kom hingað fyrst 1981 ásamt eiginmanni sínum sem nú er látinn. Oddrun, sem er mikil áhugamann- eskja um málefni aldraðra, skoðaði m.a. Dvalarheimilið Höfða á meðan hún dvaldi á Akranesi og þótti gam- an aö sjá hversu vel er búið að gamla fólkinu. „Við erum orðnar eins nánar og um systur væri að ræða,“ sagði Ragnheiður er DV ræddi við hana. „Oddrun er hér hjá okkur eins og heima hjá sér og þannig hefur það líka verið þegar ég hef heimsótt hana. Hún er ákaflega hrifm af ís- landi og íslendingum og finnst mikið til koma um gestrisni okkar.“ Oddrun, sitjandi til vinstri, og Ragnheiður. í aftari röð: Birgitte, Guri, Mar- grét og Kristín Laufey. DV-mynd Árni S. Árnason Vestfirðir: „Erfittaðhafa Þorvaldog Matthíasefsta“ „Ástæðan fyrir þessari ályktun var sú að við teljum að það verði erfitt fyrir flokkinn hér á Vest- fjörðum ef þeir Þorvaldur Garðar og Matthias verða látnir leiða listann. Við teljum að það verði erfitt að fá utanflokksfólk til að kjósa listann með þá efsta,“ sagði Steinþór Kristjánsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum, en sam- bandið sendi nýlega frá sér álykt- un þar sem sagt var að það bæri að stuðla að eðlilegri endumýjun á framboðslistum flokksins. Sagði Steinþór að þetta væri meint á landsvisu en greinilegt er þó að meðal margra ungra sjálfstæðismanna á Vestfjörðum er megn óánsegja með að þeir Þorvaldur Garðar Krisfjánsson og Matthias Bjarnason skuli ætla sér aftur í framboð. Steinþór sagði að það gerði auð- vitað öðmm vonbiðlum erfiðara fyrir enda ávallt erfitt að fara fram gegn sitjandi þingmanni. Kom til dæmis fram hjá Steinþóri að enginn úr SUS á Vestfjörðum hygðist fara í baráttusæti. Þá má geta þess að aðrir sem hafa verið nefndir í sambandi við framboð á Vestfjörðum eru Einar K. Guöfinnsson, framkvæmda- sfjóri í Bolungarvík, og Guðjón A. Kristjánsson, forseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands. Þá hafa deilur þær er staðið hafa á Isafirði skapað erf- iðleika enda talið erfitt að stilla fólki úr hringiðu deilunnar þar uppáframboðslista. -SMJ Þeir eru ekkert að tvinóna við hlutina, strákarnir í álverinu í Straumsvík. Þeir hafa tekið upp á þeim sið eftir vakt á föstudögum að stökkva fram af bryggjunni og fá sér snöggt bað. DV-mynd BG Kapphlaup um nýskráningar Síðasti dagur til að fá veiðiheimild- ir á nýja smábáta er í dag. Miklar annir hafa verið hjá Siglingamála- stofnun síðustu daga. Á síðustu tveimur vikum hefur verið sótt um skoðun fyrir um eitt hundrað smá- báta. Magnús B. Jóhannesson siglinga- málastjóri sagði í samtali við DV í gær óvíst hversu margir bátar yrðu skráðir á tilsettum tíma. Til að fá veiðiheimildir verða eigendur bát- anna að fá haffærisskírteini í síðasta lagi í dag. Til þess þurfa bátarnir að vera sjóklárir en á þá má vanta lausabúnað. -sme Starfsmenn 1 álverinu: Þrif abað á föstudögum „Þetta var ein af þeim leiðum sem stjórnendur álversins fundu til aö fækka starfsmönnum. Þeir sem ekki geta synt í land verður ekki bjarg- að,“ sagði starfsmaöur í álverinu skellihlæjandi þegar hann var að því spurður hvers vegna nokkrir starfs- menn hefðu tekið upp á þeim sið eft- ir vakt á fóstudögum að stökka fram af bryggjunni við álverið í Straums- vík og fá sér bað í sjónum. Sjórinn viö bryggjuna er um 14 m djúpur og hitastigiö er ekki nema 6 tfi 7 gráöur. „Við ákváðum að prófa þetta síð- astliðinn fóstudag og okkur líkaði sjóbaðið ágætlega. Það er bara kalt í fyrsta sinn sem maður stekkur út í en svo venst þetta. Það má eiginlega segja að þetta sé helvíti hressandi," sagði einn af strákunum og annar bætti viö: „Það er ágætt að fá sér bað fyrir helgina. Sumir stökkva líka í fótunum og þá þarf ekki að setja þau í þvott.“ Þeir voru sjö strákarnir í álverinu sem ákváöu að fá sér þrifabað í gær. Þeir stukku ýmist fram af lyftara- gaffii eða fram af bryggjunni sjálfri og út í sjóinn. Það var ekki löng stund sem þeir voru í sjónum, bara rétt á meðan þeir voru aö komast í land aftur. En það var ekki annað á þeim að heyra en þetta væri afar gaman og virkilega hressandi, jafnvel þó aö tennurnar glömruðu nú ískyggilega í sumum. „Það hefur engum orðið meint af volkinu ennþá og enginn þeirra sem stokkið hafa hefur veikst. Það hefur ekki verið amast við því aö við fengj- um okkur þrifabað viö bryggjuna svona áður en helgin gengur í garð,“ sögðu strákarnir áður en þeir skelltu séríheitasturtu. -J.Mar Keppni um fiskmatreiðslumeistara Evrópu: Var boðið að taka þátt í keppninni - segir Hilmar B. Jónsson „Mér var boðið sérstaklega að taka þátt í keppninni um hver væri besti fiskmatreiöslumeistari í Evr- ópu. Ég var staddur úti í Boston á sjávarútvegssýningu fyrir nokkru og þá hitti ég framkvæmdastjóra þessarar keppni. Hann kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera með og ég sagði strax já,“ sagði Hilmar B. Jónsson mat- reiðslumeistari. Keppnin um besta fiskmat- reiöslumeistara Evrópu veröur haldin í Kaupmannahöfn 27. til 29. nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni fer fram en hér eftir á hún að verða árlegur við- burður. Keppnin fer fram í Bella Center og verndari hennar er Hen- rik prins. Fulltrúum 20 landa hefur verið boðið að koma til Danmerkur og keppa um hver útbúi besta fisk- réttinn. Þaö er til mikils að vinna því fyrstu verðlaun eru 100.000 dan- skar krónur eða um ein mifijón ís- lenskra króna, önnur verðlaun eru 50.000 danskar krónur eða um hálf mfiljón íslenskra króna, þriðju verðlaun eru 25.000 krónur eða um 250 þúsund íslenskar krónur. í keppninni fá þáttakendur þrjá tíma til að matreiöa heitan fiskrétt fyrir sjö manns. Þeir geta valið á milli þess aö búa hann til úr laxi, reyktum laxi, sandhverfu, sólflúru, sfiungi, rauðsprettu, þorski, hum- ar, múslingum eöa grænlenskum rækjum. „Ég hef ekki ákveðiö hvað ég ætla að matbúa en ég verð að fara að ákveða það því það líður brátt að því aö ég þurfi að skila inn upp- skriftum. Ég þarf að hafa tvær slík- ar á takteinunum því ef ég kemst í úrslit þarf ég að elda annan rétt,“ segir Hilmar. Þaö er Samband veitinga- og gisti- húsa í Danmörku sem gengst fyrir keppninni og er hún haldin í tengslum við evrópskt ferða- mannaár. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.