Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 18. AGÚST 1990.
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990.
35
Þeir tóku líka rúmið
undan mér
- segir Gunnar Hallgrímsson sem tapaði aleigunni á því að skrifa upp á víxla íyrir kunningja
„Ég hef ekki sofið vel í nokkur ár
og er með stöðuga vanlíðan. Áhyggj-
umar hvíla alltaf á mér og maður sér
ekkert í framtíðinni nema svartnættið
eitt,“ segir Gunnar Hallgrímsson, 61
árs, fyrrum byggingameistari og vel
stæður þriggja bama faðir. Gunnar
treysti náunganum, gerðist ábyrgðar-
maður á lánum og situr nú uppi tóm-
hentur. Skórnir em götóttir því engir
peningar eru til fyrir nýjum og hann
segist ekki eiga nærföt til skiptanna.
Saga Gunnars er eitt af mörgum slá-
andi dæmum um greiðsluerfiðleika
fólks - jafnvel þótt það hafi aldrei skul-
dað neinum neitt.
Gunnar hefur 37 þúsund krónur á
mánuði í laun sem húsvörður í húsi
aldraðra við Dalbraut en hann tók það
starf að sér til að hafa húsnæði. Lög-
fræðingar hafa hirt allt af honum
nema forláta stól sem hann erfði eftir
móður sína, gamlan skáp og verðlaust
sjónvarp. Hjá Gunnari býr tvítug dótt-
ir hans sem stundar nám í íjölbrauta-
skóla. Hún er í tveimur störfum í sum-
ar til að safna sér peningum og er í
fullu starfi með skólanum á vetuma.
Þau feöginin urðu sér úti um gamalt
sófasett til að sitja í og dóttirin komst
yfir sófaborð á 100 krónur fyrir stuttu.
Eldhúsborðið er fengið að láni úr mat-
sal hússins. Gunnar smíðaði sér rúm
úr spónaplötum því hjónarúmið fór til
lögfræðinganna eins og allt annað.
Vel stæður
bygginga-
meistari
„Ég var byggingameistari á Selfossi,
átti einbýlishús, verkstæði, var með
tuttugu menn í vinnu og hafði það
mjög gott. Árið 1983 var ég að vinna
uppi á þaki þegar ég féll niöur og
hryggbrotnaði. Eg haföi áður lent í
svipuðu slysi og brotið var verra vegna
þess. Um hkt leyti missti ég eiginkonu
mína úr krabbameini en hún hafði
verið mikið veik í níu ár þegar hún
dó. Vegna slyssins varð ég að hætta
allri byggingavinnu og fá mér rólegra
starf þar sem ég var dæmdur 65% ör-
yrki. Ég seldi allt sem ég átti á Sel-
fossi og ákvað að flytja til Reykjavík-
ur. Fyrir einbýlishús á Selfossi gat ég
keypt fjögurra herbergja íbúð í
Reykjavík en þurfti samt að bæta við
heilmiklum peningum. Þá tók ég líf-
eyrissjóðslán upp á 300 þúsund sem
eru 900 þúsund nú og ég er enn að
borga af. Ég fékk húsvarðarstarf í
Austurbæjarskólanum og líkaði það
ágætlega," segir Gunnar.
Þegar hann hafði verið um tíma í
Reykjavík kynntist hann fjölskyldu
nokkurri og myndaðist mikill vin-
skapur þar á milii. „Mér líkaði vel viö
þetta fólk og treysti því. Einn aðih, sem
tengdist fjölskyldunni, var í viðskipt-
um og þar sem mér þótti þetta við-
kunnanlegur maður og heiðarlegur
skrifaði ég upp á fyrir hann sem
ábyrgðarmaður. í fyrstunni voru þetta
litlar fjárhæðir en síðan jukust þær
jafnt og þétt og ahtaf treysti ég mann-
inum. Síöan gerist það einn daginn að
hann stingur af til Bandaríkjanna frá
eiginkonu og tveimur ungum börnum
án þess aö greiöa krónu og skuldin
lenti öh á mér og eiginkonunni."
Gunnar Hallgrimsson var vel stæður byggingameistari á Selfossi. Nú er hann allslaus. Hann gengur í ónýtum skóm og á ekki föt til skiptanna. Lögfræðingar hafa þó ekki hirt þennan gamla stól sem
Gunnarerfðieftirmóðursínaenþeirtókualltannað. DV-myndJAK
Endalaus
hótunarbréf
Gunnar átti góða íbúð og sex hundr-
uð þúsund króna bíl. „Þessimaður var
að fjárfesta í myndbandaleigum, bón-
stöð, fiskverkunarhúsi og 'fínum bíl-
um. Hann spilaði sig stórkarl. Ég
treysti honum fuUkomlega en maður
má víst engum treysta í þessu þjóð-
félagi,“ heldur Gunnar áfram.
„Þegar maðurinn var faripn úr landi
urðu lögfræðingarnir eins og vargar -
þeir hafa farið mjög Ula með mig. Hót-
unarbréf og símhringingar allan sólar-
hringinn frá þessum mönnum hafa
dunið á mér. Þeir hafa lagt mig í ein-
elti.
Ég lá t.d. eitt sinn fárveikur þegar
lögfræðingur kemur og segist vera að
sækja bíhnn minn sem ég var ekki til-
búinn til að afhenda. Þá fór hann út,
kom aftur hálftíma síðar með borgar-
fógeta og þeir settu upp rétt í svefn-
herberginu mínu. Mér var hótað að
ef ég léti ekki lykilinn af hendi kæmu
lögregluþjónar og sæktu mig. Bíllinn
var sóttur, hann var settur á uppboð
og lögfræöingurinn keypti hann fyrir
150 þúsund krónur og ekur á honum
sjálfur.
Þegar þeir voru búnir að taka bílinn
heimtuðu þeir að íbúðin yrði seld. Mér
tókst aö selja hana og lögfræðingamir
vissu nákvæmlega hvenær ahar
greiðslur kæmu því þeir hirtu hverja
einustu krónu og eftir stóð samt
tveggja milljóna króna skuld. Þeir
hirtu auk þess aht mitt innbú. Það sem
mér þykir verst er að ég sat í óskiptu
búi og lögfræðingamir hirtu móðurarf
barnanna. Ég hef ekki haft efni á að
kanna hvort það er löglegt.
Fyrir tveimur árum missti ég föður
minn og fékk tvö hundruð þúsund
króna arf eftir hann. Þetta vom pen-
ingar sem gamli maðurinn haföi spar-
að saman. Eg ákvað að nota þessa pen-
inga til að kaupa föt á dóttur mína og
sjálfan mig en lögfræðingarnir voru
fljótir aö hirða þá af mér. Þá sámaði
mér allra mest.“
Enga aðstoð
aðfá
Gunnar segist hafa gengið frá manni
til manns og óskað eftir einhvers kon-
ar aðstoð en enginn vill neitt fyrir
hann gera. „Ég rekst alltaf á vegg,
meðal annars hef ég talað við fjóra
ráðherra en ekki fengið neitt út úr
því. Á Selfossi var ég skuldlaus mað-
ur,“ segir Gunnar ennfremur.
„Á síðasta ári greiddi ég fjögur
hundmð þúsund krónur í vexti en
fékk ekki krónu í vaxtabætur þar sem
ég á enga eign. Það eru tugir manna
sem eiga engar eignir en greiða stórfé
í vexti, þeir fá engar vaxtabætur. Ég
þekki vel stöndugan mann sem á
margar eignir. Hann telur sig borga
mikla vexti og fær stórar upphæðir í
vaxtabætur. Þetta er réttiætið - skrítið
kerfi,“ segir Gunnar.
Þegar Gunnar var búinn að missa
aleigu sína reyndi hann að fá inni með
dóttur. sinni í verkamannabústöðum.
Hann tók sér lán til að fjárfesta í íbúð-
inni. Gunnar segir að ekki hafi liðið á
löngu er lögfræðingarnir fréttu það,
fóm í stjórn verkamannabústaða,
heimtuðu að íbúðin yrði tekin af hon-
um og að þeir fengju alla þá peninga
sem settir höföu verið í hana. Þetta
gekk eftir og Gunnar situr uppi með
lánið.
Áekki
fyrir brauði
„Ég var ekki hálaunaður sem hús-
vörður í Austurbæjarskólanum, leigu-
húsnæði er dýrt og þess vegna var ég
feginn þegar mér bauðst vinnan hér.
Hins vegar er íbúðin metin í launum
og þau 37 þúsund, sem ég fæ útbor-
guð, fara beint í að greiða vexti af lán-
um. Þar sem ég er 65% öryrki fæ ég
bætur en þær era aðeins 2.795 krónur
á mánuði. Ég fæ ekki krónu því 1.112
krónur fara í skatt og 1.683 krónur
fara í afborgun af láni,“ segir Gunnar.
„Það sér hver maður að ég lifi ekki
á laununum og held því áfram að safna
skuldum. Brauð eða mjólk hef ég ekki
efni á að kaupa og ég skammast mín
ekkert fyrir að segja að ég borða af-
ganga frá gamla fólkinu í hádeginu.
Ég skammta mat hér og ef eitthvað
verður afgangs fæ ég að borða. Það er
hrikalegt að hrynja svona niður og fá
enga aðstoð til að rétta sig við aftur.
Ólánið viröist elta mig.“
Gunnar leitaði th G-samtakanna í
örvæntingu sinni. Þar kynntist hann
stórum hópi manna sem svipað var
ástatt fyrir, mest ungu fólki. „Þaö er
hrikalegt hvernig margt fólk hefur
farið út úr hlutunum. Vaxtabyrðin er
að drepa marga. Ég get t.d. ekki séð
að ég komist úr mínum sjcúldum á
þessum launum enda hækka lánin
stöðugt á meðan kaupið stendur í stað.
Mér þætti gaman að sjá þann mann
sem á minna en ég,“ segir Gunnar.
„Það versta er þó hvernig svona álag
fer með fólk. Maður dregur sig inn í
skel og fer einförum. Ég þarf að vera
með lyf vegna stöðugs kvíða yfir að
geta ekki staðið í skilum. Maður er
alinn upp við heiðarleika og vill standa
skil á skuldum sínum. Ég var stór og
hraustur maður og vel á mig kominn.
Nú er ég flak á sál og líkama," segir
Gunnar.
Margir
eiga bágt
„Tvö barna minna, sem eru búsett á
Selfossi, hafa hjálpað mér gríðarlega
mikið, stutt mig og skrifað upp á lán.
Það er ekki síst vegna þeirra sem ég
verð að standa í skilum. En það eru
margir sem eiga bágt. Mig minnir að
það hafí verið fjögur hundruð fjöl-
skyldur sem voru í G-samtökunum en
þeir eru margir sem gefa sig ekki fram.
Á fundum hjá G-samtökunum sögðu
alhr frá erfiðleikum sínum og það
mæltist mjög vel fyrir. Fólki létti við
að tala og heyra af öðrum sem hefðu
það svipað.“
í starfi sínu þarf Gunnar stöðugt að
vera með vakandi auga yfir að aht sé
í lagi og vera viðbúinn að hlaupa th,
hvort sem er að nóttu eða degi. Hann
sér um að halda húsinu hreinu utan
og innan, hugsar um eldhús, viðgerð-
ir, brunaboða og neyðarbjöllu, svo
eitthvað sé nefnt, auk þess sem hann
fer í sendiferðir fyrir íbúana. Það er
því ekki auðvelt fyrir hann að taka sér
frí enda hefur ekki verið um slíkt að
ræða í þau þrjú ár sem hann hefur
starfað í húsinu fyrir utan niu daga í
sumar. „Ég hef gaman af að ferðast
og einnig að veiða en um slíkt er ekki
að ræða. í eitt skipti hef ég komið til
útlanda og það var árið 1960. En ég er
heppinn að hafa þetta starf því hér hef
ég húsnæði."
Gunnar segir það hrikalegt að geta
ekki treyst nokkrum manni en hann
segist verða að vara fólk við að skrifa
upp á fyrir aðra. Hann segir að stór
hópur þess fólks, sem leitað hafi th
G-samtakanna, hafi einmitt lent í
sömu sporum og hann. „Það er htið
fyrir þetta fólk að gera enda hafa
margar fjölskyldur flutt til annarra
landa til að freista gæfunnar."
Sjálfsvíg
algeng
Gunnar segist einnig vita th þess að
sjálfsvíg séu algeng meðal þessa fólks.
„Ég veit um fjöldamörg dæmi þess,“
segir hann. „Maður á kannski ekki að
segja frá svona hlutum en ég veit dæmi
þess að hjón hafi fyrirfarið sér vegna
greiðsluerfiðleika. Þar sem ekki er tal-
að um svona hluti gerir enginn sér
grein fyrir hversu algeng sjálfsvíg eru
hér á landi. Þá er einnig algengt að
fólk leiðist út í víndrykkju.
Vextir og verðbætur hér á landi hafa
farið hroðalega með fólk. Meðan
ástandið er áfram óbreytt hækka lánin
stöðugt og lítið breytist hjá þessu fólki
sem er að reyna að standa viö sínar
skuldbindingar. Þótt fólk verði gjald-
þrota losnar það ekki við að greiða
skuldir sínar eins og margir halda,“
segir Gunnar Hahgrímsson og spyr:
„Máttu þeir taka rúmið mitt?“
-ELA
Erfiðleikarnir eru hvað mestir hjá fólki á milli þritugs og fimmtugs. Sjálfsvíg hafa aukist og sorglega mörg
dæmi eru um að böm hafa dregið foreldra sina með sér i skuldafenið.
„Því er ekki að neita að ástandið þá finnst mér erfiðleikarnir fyrst
erhörmulegt.Égverðaðmestuvör byrja.“
við það þar sem ég er með neyðar- Ásta segist því miður þekkja ótal
síma. Það er allt upp í tíu, tólf mörg dænh þess að fólk gefist upp
manns sem hringja á hverju ehi- á lifinu og margir hafa fahið fyrir
asta kvöldi til mín,“ segir Ásta Sig- eigin hendi. „Hingað leita konur
valdadóttir en hún er einn af tals- sem eiga menn í sjálfsmorðshug-
mönnum G-samtakanna - samtaka leiðingum, einnig fólk sem róar sig
gjaldþrota og greiðsluerfiðleika- á alls kyns ólyijan og er komiö í
fólks. „Þetta virðist ganga í bylgj- þessar hugleiðingar. Stundum
um, t.d. var mikið hringt áður en hringir fólk, hágrætur og segist
borgarfógeti fór í frí og svo aftur ekki geta meira. Þetta er hræði-
nuna þegar hann er að koma úr legt,“ segir Ásta.
fríi. Þegar neyöin stendur í dyrun- Hún telur að bankakerfið bjóði
um veit fólk ekkert hvað það á að upp á þetta að vissu leyti þar sem
gera. Viö ræöum viö fólkið og reyn- fólk viröist endalaust geta bætt á
um aö leiðbeina því enda liafa þeir sig lánum - bara ef það hefur ein-
sem í samtökunum eru gengið í hvern ábyrgöarmann. „Þegar fólk
gegnum það sama,“ segir Ásta. kemst í greiðsluerfiöleika missir
Flestir sem leita th samtakanna það alla stjórn á peningamálum.
eru á aldrinum mihi þrítugs og Þaö má líkja þessu við alkóhól-
fimmtugs. Ásta segir aö því miður isma.“
sé oft um að ræöa að fólk hafi reist
sér huröarás um öxl en einnig er
rnjög algengt aö fólk lendi i þessu
vegna uppáskrifta á lánura. „Það
era sorglega mörg dæmi þess að
foreldrar eru að hjálpa börnum sín-
um en dragast slðan meö þeim í
skuldafenið."
Asta telur aö þjóðfélagiö eigi sök
á hvenhg komiö er fyrir þessari
kynslóö. „Lánskjaravísitalan og
vaxtabyrðin er helsta orsökin.
Tímarnir breyttust rajög/ört og
peningamat fólks brenglaðist. Það
haföi áöur getað íjárfest oghlutim-
ir redduðust en þaö er bara ekki
þennig lengur. Fólk leitar til okkar
ahs staðar frá. Mér þykja vanda-
málin frekar aukast úti á landi með
tilkomu atvixmuleysis. Akureyri,
Ásta sagði að ftmdir heföu legið Suðumesin og Austfiröir era hvað
niöri hjá samtökunum vegna anna verst. Manni virðist aö Vestfiröir
þess fólks sem að þeim standa. „Þaö búi við meiri stöðugleika.“
er sammerkt meö öllu þessu fólki, Aukið atvinnuleysi hefur ekki
sem til okkar leitar, aö þaö vhl bætt ástandið aö sögn Ástu og hún
borga skuldimar sínar. Þó fólk segist ekki vera að tala um ein-
verði gjaldþrota era skuldirnar hverja tugi fólks heldur þúsundir.
ekkert famar. Sumir líta þannig á „við tölum ekki í hundruöum leng-
að gjaldþrot sé einhver lausn en ur,“ segii- hún.
Jóhanna dýrkuð
Ásta segir þaö frábært að sett
hafi verið upp ráðgjafarstöð hjá
Húsnæðisstofnun og segir miklu
bjartar framundan hjá ibúöar-
kaupendum við þessa breytingu.
„Ég ætla nú bara ekki aö segja
hvað Jóharína Sigurðardóttir er
dýrkuð í okkar hópi. Hún hefur
lijálpað mörgum sem átt hafa í
vanda. Maður vonar að lífsgæða-
græðgin fari að réna og fólk veröi
ánægðara með sitt Ég fmn á ungu
fólki að það athugar hvar gahabux-
ur era ódýrastar áður en þær era
keyptar. Dýru merkin era ekki
keypt eins mikið og áður,“ segir
Ásta Sigvaldadóttir.
Prestar, sem DV ræddi viö, staö-
festu aht sem Ásta segir en mikiö
er leitað th þeirra vegna greiðslu-
erfiðleika. Prestur í nýbyggðu
hverfi í Reykjavík sagði að hann
þekkti mjög vel mörg dæmi þess
aö fólk væri hla fariö vegna
greiðsluerfiðleika. „Viö eram
bundnir trúnaöi við okkar skjól-
stæðinga og eigum því erfitt raeö
aö tjá okkur um einstök dæmi. Hitt
er Ijóst aö erfiðleikamir eru miklir
og víöa. Prestar hafa rætt þetta sín
á mihi og það hefur komið til tals
aö kirkjan setjl upp eins konar fjöl-
skylduráögjöf, bæöi í sambandi við
skilnaði sem margir tengjast pen-
ingaerfiöleikum og sálarástandi
fjölskyldnanna vegna greiðsluerf-
iöleika. Viö erum þakklátír fyrir
aö svo virðist sem fólk leiti æ meira
til kirkjunnar í vandræöum sín-
um.“
-ELA