Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990.
öll aðstoð og þjónusta við sængurkonur er mjög bágborin. Er kona elur barn fær enginn,
ekki einu sinni faðir barnsins, að heimsækja hana fyrstu dagana.
Ávextir, grænmeti, kjöt, sápa, bómull og dömubindi. Allt munaðarvara í augum sovésku kon-
unnar sem sáröfundar kynsystur sinar á Vesturlöndum fyrir að geta gengið í næstu verslun
og keypt það sem hugurinn girnist. Þær sovésku standa í löngum biðröðum til að verða sér
úti um brauð og kartöflur sem er algengasta fæðan á diskum sovéskra fjölskyldna.
Að vera kona í Sovét
)
- þær þræla til að þóknast körlunum
Hin dæmigerða sovéska kona vinnur baki brotnu allan daginn i láglaunuðu starfi utan heimil-
isins. Þegar heim er komið biða hennar heimilisstörfin og barnaupeldið en sovéskir karlmenn
ætlast til þess að eiginkonur þeirra vinni tvöfalt á við þá. Sovésk kona lítur mjög upp til eigin-
manns síns og gerir allt til að þóknast honum.
Lífið og ástandið í austantjaldslöndum hefur
undanfarin misseri og ár verið mikið til um-
ræðu á Vesturlöndum. Umheimurinn fylgist
vel með þróun mála þar, jafnt á pólitísku, efna-
hagslegu og félagslegu sviði. Ekki síst í Sovét-
ríkjunum eftir að perestrojka Gorbatsjovs var
fyrst kynnt. Menn eru eigi á eitt sáttir um þær
breytingar sem þar hafa átt sér stað og þá sér-
staklega hvort þær hafi í raun verið einhveriar.
Konur í Sovétríkjunum eiga í það minnsta
enn erfitt uppdráttar. Þær búa viö ólíkar að-
stæður og kjör og kynsystur þeirra á Vestur-
löndum. Konan í Sovét er ekki hátt skrifuð;
reyndar mjög lágt skrifuð og þarf virkilega að
beriast fyrir sínu. Það fer ekkert á milh mála
aö þær sem vilja koma sér áfram utan heimil-
isins eiga mjög htla möguleika á að ná langt
eins og karlmaðurinn. Það telst til undantekn-
ingar ef kvenmaður haslar sér vöU úti í þjóð-
félaginu og nær því að komast í ábyrgðarmikið
og krefjandi starf. Þær sem það þó gera eru þá
í flestum tilfellum ógiftar og barnlausar því
heimUi og kröfuhart starf er nánast ósamrým-
anlegt og ógemingur fyrir sovéskar konur.
Gjarnan er litið á þá konu sem velur sér þaö
hlutskipti að gifta sig ekki og eiga ekki böm,
sem skrýtna, nánast stórfurðulega. Hún hafi
tapað kveneiginleikum sínum og er litin horn-
auga.
Konanþóknastog
hlýðir eiginmanninum
Hin dæmigerða kona í Sovét er undirgefin
karlmanninum. Gamla hugmyndin um hlut-
verkaskiptingu kynjanna er enn í fuUu gildi.
Starf konunnar er að hugsa um heimih og
börn, hlýða eiginmanninum og sjá til þess að
þörfum hans sé fúllnægt, auk þess að vinna
Ula launaö verkakonustarf utan heimilisins.
Algeng laun verkakvenna eru um 200 rúblur
á mánuði sem myndu reiknast um 2.500 krónur
íslenskar. Þess má geta að verð meðalbíls þar
er um 30.000 rúblur.
Og ekki eru þægindin mikil eða önnur að-
staða upp á marga fiska. Sovésk húsmóðir
lætur sig ekki dreyma um þvottavél og þurrk-
ara, ryksugu eða örbylgjuofn. Rennandi vatn
úr krönum er í augum margra sovéskra hús-
mæðra enn fjarlægur draumúr.
Þegar konumar koma heim úr verksmiðjun-
um á kvöldin tekur við mikið starf á heimilinu
því sovéskur karlmaður veit sjaldnast í hvaða
skúffu hnífapörin em geymd hvað þá meira.
Þaö kemur einfaldlega ekki til greina að hann
aðstoði við störfin á oft fjölmennum heimilun-
um.
Karlmaöurinn er í hugum sovéskra kvenna
þaö sem lifa ber fyrir. Þær líta á eiginmenn
sína nánast sem guði, svo er litið upp til þeirra.
Sovéskar konur vita að karlmaðurinn í þeirra
lífi kemur alltaf til með að vera sá sem ræður.
Til að halda eiginmanninum gera þær allt til
að þóknast honum. Konur í Sovét hafa heldur
ekki í nein hús að venda þótt þær vildu yfir-
gefa eiginmann sinn og heimili. Fátækt og
mjög bágborin félagsleg aðstoð kemur í veg
fyrir að konur geti veriö meö uppsteit. Konur,
hverra eiginmenn halda grimmt framhjá þeim,
reyna aö láta sem ekkert sé og kvarta því ekki
vegna þess. Margir karlar misnota því aðstöðu
sína og stöðu eiginkvennanna og bjóða þeim
hluti sem fáir kynbræður þeirra á Vesturlönd-
um kæmust upp með. Kona.sem hefur dreymt
um að komast í séríbúð vill frekar lifa í slæmu
hjónabandi en að þurfa að flytja með börn sín
inn á heimili þar sem tugir manna búa í sama
herbergi sem hún þyrfti að gera ef hún „færi
á hið opinbera“. Annað væri ekki til umræðu
fyrir hana.
Getnaðarvamir óalgengar
Ung hjón búa oft í mörg ár inni á foreldrum
sínum og hafa kannski ekki einu sinni sér-
herbergi heldur deila einni stofu með öðrum
ættingjum. Oft búa þrjár, fjórar kynslóðir sam-
an við mjög þröngan húsakost. Eins og gefur
að skilja er slíkt ekki ýkja eftirsóknarverður
kostur fyrir ung hjón sem eru að byrja bú-
skap. En það er ekki um neitt annað að ræða.
Og oft tekur bið eftir tveggja herbergja íbúð,
fyrir ung hjón með barn, mörg ár.
í Sovétríkjunum er mjög erfitt að verða sér
úti um nútímalegar getnaðarvarnir svo sem
pilluna og lykkjuna. Getnaðarvarnir eru yfir-
leitt ekki hátt skrifaðar og nota aðeins um þrjú
prósent kvenna getnaðarvarnir af einhverju
tagi. Af þessum sökum eru fóstureyðingar
mjög tíðar og eru nánast orðnar ein tegund
getnaðarvarna. Þó að fóstureyðingar séu lög-
legar þykja þær mikil skömm og vilja fæstar
konur láta það breiöast út að þær hafi gengið
í gegnum aðgerð af því tagi. Því er mjög al-
gengt að konur leiti til ólöglegra lækna og
stofnana í þær aðgerðir í þeirri von um að
ekkert muni spyrjast út um átburðinn. Yfir
helmingur fóstureyöinga í Sovétríkjunum á sér
stað á þennan hátt.
Hvort sem fóstureyðingar séu löglegar eður
ei eru þessar aðgerðir oft mjög óvandlega fram-
kvæmdar. Algengt er að kona sýkist eftir fóst-
ureyðingu og geti ekki gengið með eða getiö
barn. Einnig eru þó nokkur dæmi þess aö kon-
ur hafi smitast af eyðni við fóstureyðingu.
Léleg aðstaða á
fæðingardeildum
Þjónusta á heilsugæslu- og sjúkrastofnunum
er ekki síöur léleg við annars konar aðgerðir
eða meðferðir. Samanber á fæðingardeildum.
Mjög algengt er að mistök af ýmsu tagi eigi sér
stað við fæðingu, þannig að móðir og/eða barn
hljóti varanalegan skaða af. Eftirlit með verð-
andi mæðrum er mjög slakt. Sérþörfum er
ekki sinnt og ekkert tillit er tekið til tilfella sem
krefjast sérstakrar meðhöndlunar.
Húsmóðir í Sovétríkjunum Mtur með öfund-
araugum til „starfssystra" sinna á Vesturlönd-
um. „Að nugsa sér að geta gengið inn í næstu
verslun og keypt grænmeti, ávexti, kjöt og allt
það sem hugurinn girnist. Og skólafót á börn-
in. Hvílík dýrð. Bómull, sokkabuxur, súkkulaði
og dömubindi. Allt munaðarvara sem aðeins
er til í fjarlægjustu draumum. Frjálslegt yfir-
bragð vestrænna kvenna, það að geta rætt til-
finningar sínar, eiga einhverra kosta völ, aö
vera eitthvert númer - ekki síður öfundsvert.
Samkvæmt þessu er ekkert grín að vera
kvenkyns í Sovétríkjunum. Þjóðfélagsleg staða
kvenna þar er með eindæmum léleg. Konur
þræla áfram dag eftir dag; og láta ekkert í sér
heyra. Því þær óttast eitthvað enn verra. Eða
eins og sovéskar konur segja: „Þaö eina sem
byltingin 1917 gerði fyrir okkur var að færa
okkur út af heimilinu - til helvítis.“
Þýtt, RóG.