Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18, ÁGÚST 1990. Ágúst Hallvarðsson eróbikkkennari heldur utan til Sovétrikjanna á næstu dögum í tengslum við opnun nýrrar World Class-líkamsræktarstöðvar þar. Hann á að kenna Rússunum að tileinka sér vestræna heiísuræktarmenn- ingu, eróbikk. DV-mynd JAK Kennir eróbikk í Sovét - tekur þátt í að setja heimsmet „Mér býðst að fara þarna út til að kenna eróbikk, bæði væntanlegum kennurum og nemendum,“ sagði Ágúst Hallvarðsson í spjalli við DV. Ágúst heldur síðar í mánuðinum til Sovétríkjanna, nánar tiltekið til Leníngrad, þar sem World Class lík- amsræktarfyrirtækið mun opna enn eina likamsræktarstöðina. En World Class-fyrirtækið er sænskt að upp- runa og eru starfræktar líkamsrækt- arstöðvar undir því nafni víðs vegar um heiminn. Ágúst hefur síðast hðin fimm ár kennt eróbikk í World Class-stúdíó- inu í Reykjavík. Honum hefur að undanfórnu gefist kostur á að ferðast um heiminn á vegum World Class- fyrirtækisins til að kenna eróbikk og halda leiðbeinendanámskeið og hef- ur meðal annars farið til Möltu, Nor- egs, Svíþjóðar og Danmerkur í þeim tilgangi. - En hvernig líst honum á að halda til Sovétríkjanna til að kenna eró- bikk? „Þetta er mjög spennandi fyrir mig. Þarna eru allar aðstæður svo ólíkar því sem maður hefur átt að venjast og kynnst hingað til. Ég verð þarna í þetta skiptið í einn mánuð og mér skilst að það sé nógu langur tími í einu. Annars geri ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað bíður mín. Inn- fæddir eru ekki komnir langt í eró- bikki eöa annarri heilsurækt og eru heilsuræktarstöðvarnar víst mjög frumstæðar, Þar er notast við spýtur og alls kyns dót í stað lóðanna. Þessi líkamsræktarstöð verður því algjör bylting og reyndar meiriháttar við- burður þegar hún verður opnuð. í tengslum við opnunina er ráðgert að setja heimsmet í eróbikk. Það stend- ur til að fá 20.000 manns út á ein- hvern leikvang í eróbikk. Við leið- beinendurnir verðum á háum stalli fyrir framan og leiðum leikinn. Ef þetta tekst verður um fjölmennasta hóperóbikk í veröldinni að ræða.“ Verkefni Ágústs verður eins og áður segir að kenna væntanlegum leiðbeinendum og nemum og felst starfið ekki síst í því að leita uppi góða kennara. Auglýst verður eftir fólki og svo þarf hann að vera vel vakandi fyrir efnilegu fólki sem kem- ur í tímana og getur hugsanlega kennt eróbikk. Ágúst tók til við kennslu fljótlega eftir að hann byrjaði sjálfur í eró- bikk. Hann kennir nú um 6 tíma á viku og segir það alveg nóg samhhða annarri vinnu. „Eróbikkið gefur mér svakalega mikið. Brennslan er gífurleg og verð ég að passa að borða mjög kolvetna- ríka fæðu. Mér finnst mjög gaman aö dansa og reyni ég að blanda dansi í eróbikk sem ég kenni.“ Svo er bara að sjá hvernig fólki í Sovétríkjunum tekst viö vestræna heilsurækt, eróbikk. -RóG. Vorum að opna nýja myndbandaleigu að Réttarho I ts veg i 1 - sími 84388 Þar bjóðum við upp á allar nýjustu myndirnar og gott úrval af eldra efni Opnunartilboð: Þú greiðir fyrir eina mynd en færð tvær. Tilboðið gildir aðeins til 1. sept. Verið velkomin - Opið frá 14-23.30. Við viljum ennfremur minna á hinar leigurnar okkar: Háaleitisbraut Lóuhólar 2-6 Eddufell 4 Rangársel 8 Hringbraut 58-60 (Hólagarði) sími sími 119 sími 33460 Lottó sími 74480 Lottó 71366 71191 sími 17620 Traustar leigur í takt við tímann MYNDVER H/F

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.