Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990.
Ofát og aukaJdló
Hannbreytti aðferð-
inni og þá féll Noregur
Kaloríutal
IV. hluti
Heiti matvæla 100grömm Hitaeiningar kcal.: Kólesterol mg: Kolvetni g:
Franskbrauð 233 2,0 49,1
Heilhveitibrauð 220 1,0 48,0
Heilhveitibr., gróft 216 0 41,8
Trefjabrauð 222 44,4
Rúgbrauö 181 1,0 47,0
Rúgbrauð, seytt 234 0 54,2
Normalbrauð 259 0 51,0
Hrökkbrauð 388 0 36,9
Tvíbökur 252 0 52,0
Laufabrauð 342 5,3 49,0
Flatkökur 215 1,0 44,0
Saltstengur 384 0 75,3
Talið er samiö upp úr næringarefnatöflu eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson í
bókinni Næring og vinnsla sem Vaka/Helgafell gaf út.
Oft er dramb falli næst. Það mátti
hann vinur okkar reyna sem við
sögðum frá hér í dálkunum á sínum
tíma. Hann breytti um mataræði með
góðum árangri og náði af sér átta
kílóum á einum mánuði án áreynslu
og leið vel. En eftir að við sögðum frá
árangri hans hér í DV taldi hann sig
vera orðinn einhver alþjóðleg fyrir-
mynd í lifnaðarháttum og tók til
sinna ráða. Hann byrjaði að breyta
aðferðinni. Og þá féll Noregur.
Breytti aðferðinni
Hann létti sig um 9,3 kg á 46 dögum
sem erá 210 grömm að meðaltali á
dag og verður að teljast góður árang-
ur. Þá fékk okkar maður sér sum-
arfrí, fór í tíu daga ferð um landið
og þyngdist um 300 grömm sem er
þó nokkuð vel á málum haldið þrátt
fyrir allt. Ferðalög eru mikil röskun
á daglegum högum manna og nánast
útilokað að halda sömu reglu og
heima fyrir.
En eftir þessa ferð þóttist okkar
maður fær í flestan sjó og fór að
breyta aðferðinni, taldi sig vera að
laga hana að reynslu sinni en var í
raun að laga aðferðina að sjúk-
dómnum hömlulaust ofát. Þar með
lá leiðin niður hjarnið. Við breytum
nefnilega ekki því sem hefur reynst
okkur vel og gefið góöan árangur.
Alls ekki.
Fjölgaði máltíðum
En okkar maður fór að fjölga mál-
tíðum úr þrem í íjórar á dag og
breytti þar með reglunni 301 í 401.
Hann sagðist vaka lengur á daginn
yfir sumarið og þess vegna þyrfti
hann að borða oftar. Svona teygði
hann lopann og því fór sem fór.
í dag vegur karlinn 84,1 kíló og
hefur því þyngst um 3,3 kg síðan
best lét. Þannig hefur hann aðeins
lést um sex kíló aUs á þeim 73 dögum
sem eru liðnir síðan hann breytti um
mataræði og byijaði að léttast þann
29. maí sl. En það eru aðeins 80
grömm á dag og er það slakur árang-
ur miðað við góða byrjun og 260
grömm á dag fyrstu 30 dagana. Sam-
kvæmt eðlilegu framhaldi hefði hann
átt aö hafa náð réttri líkamsþyngd í
dag og hafa þá lagt að velli 15,6 kíló
eða rúm 200 grömm á dag.
AðbætaBiblíuna?
Enda gefur reynsla eins manns í
46 daga tæplega ástæðu til að breyta
aðferð sem þróast hefur í áratugi
með óbærilegum sársauka hjá
hundruðum þúsunda af þjáðu fólki.
Nú má segja að öll manna verk séu
ófullkomin en margt er þó svo vel
gert að breytingar eru ekki alltaf til
bóta. Eða dytti einhverjum guö-
hræddum manni í hug að leiðrétta
Biblíuna með rauðum penna? List-
elskum manni að laga hendurnar á
Venus frá Míló meoö múrskeið eða
brosið á Mónu Lísu með kúlupenna?
Við skulum láta okkur þessa
reynslu vinarins að kenningu verða
og látum hvert hliðarspor verða okk-
ar reynsluspor en ekki lokaspor.
Reynslan er gulls ígildi ef við berum
gæfu til að læra af henni og hver
hrösun getur þvi orðið okkur til góðs
á götunni fram eftir veg. Mistökin
kenna okkur að þyngja róðurinn og
vítin eru til þess að varast þau.
Erum við að taka börnunum
okkar gröf fyrir aldur fram?
Ofátið er sérstæður sjúkdómur og
banvænn. Hann ber engin opin sár
með sér og fyrstu einkenni hans eru
hvorki hósti né stuna, rauðir ílekkir
eða bólgnir kirtlar. Þess vegna gerir
hann engin boð á undan sér. Hömlu-
laust ofát hefur verið skilgreint á
margan hátt: meðfæddur erfðagalli
eða geðbilun eða áskapaður losti, svo
eitthvað sé nefnt. Okkur má í raun-
inni einu gilda hver niðurstaðan er
á því málþingi á meðan við eigum
fullt í fangi með ofátið.
Þó er rétt að staldra við erfðagall-
ann. Við getum ekki komiö í veg fyr-
ir að börnin taki ofátið í arf frekar
en aðra ættgenga sjúkdóma. Þá get-
um við aðeins búið þau eins vel og
kostur er undir að takast á við vand-
ann. Við getum því miður ekki kom-
ið í veg fyrir að mataræði okkar
gangi í erfðir. Því miður.
En þá er það áskapaður losti. Viö
getum hins vegar foröaö börnunum
frá því að taka matarvenjumar okk-
ar í arf. Hvað ungur nemur, gamall
temur. Við skulum því skoða strax í
dag hvaða ósiði við berum sjálf á
borð fyrir börnin í hverri máltíð.
Erum við að búa til litlar ofætur við
matarborðið? Erum við að leggja á
börnin okkar gröf fyrir aldur fram?
Lengi býr að fyrstu gerð. Börnin
okkar líta upp til okkar og vilja oft
líkjast okkur í uppvextinum. Það er
hluti af ástinni. Þeirra vegna verðum
við að ganga á undan með góðu for-
dæmi. Þau eiga þaö skiliö.
Minnkandi hreyfing
átölvuöld
Það standa mörg spjót á krökkun-
um okkar í dag. Hin öra framþróun
á tölvuöldinni bindur nú æ fleiri
krakka framan við sjónvörp og
myndbönd og tölvur og þess háttar
búnað á heimilum okkar. Þar með
minnkar stöðugt öll eðlileg útivist og
hreyfmg. Þessum vanda verðum við
foreldrar að mæta á réttan hátt og í
tæka tíð.
í fyrsta lagi með því að fræða
krakkana betur um heObrigt líferni
og hætturnar sem leynast við hvert
fótmál á lífsleiðinni.
í annan stað með því að hvetja
börnin til að hreyfa sig meira, taka
aukinn þátt í útivist og íþróttum og
leikjum og annarri líkamsrækt. Við
göngum að sjálfsögðu á undan með
góðu fordæmi.
í þriðja lagi með því að velja hollan
og kaloríusnauðan mat handa
krökkunum og hjálpa þeim til að
temja sér strax reglulegt mataræði
og matarvenjur í samræmi við boð-
skapinn í þessari bók.
Okkur kann aö þykja í lagi að fórna
eigin heilsu og líkama á altari ofáts-
ins en við höfum engan rétt til að
þyngja og stytta æviskeið barnanna
okkar með röngu mataræði og röng-
um matarvenjum. Þess vegna sýnum
viö strax gott fordæmi og beinum
krökkunum inn á rétta braut.