Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990.
11
„Vinnudagurinn er ekki búinn,“
segir maður í hvítu húsi á tveimur
hjólum, með rauðu þaki og opnan-
legum glugga, við rætur Bláfells, á
Kili. Nú, nú, segi ég letilega, sest,
og sé sólarlag í uppsiglingu út um
gluggann. „Já, ég á eftir að fara
niður í Fremstaver. Það koma
hestamenn þangað í kvöld,“ svarar
hann, setur kafS, köku og kex á
borðið, segist heita Sigurjón Krist-
insson frá Vegatungu, og segir:
„Gerðu svo vel.“ Takk, segi ég, og
virði fyrir mér veðurbarið andlit
hans, úfið hárið og myndina á peys-
unni af einum manni í óbyggðum,
spyr svo: Mikið helvíti, getur þetta
hugsanlega verið sumarbústaður-
inn þinn, Sigurjón?
Hestar. Bílar.
„Onei,“ svarar Sigurjón í hvíta
húsinu, sem hann kallar Bláfells-
kot, sýpur á svörtu kaffi, segir: „Ég
var ráðinn af Biskupstungnahreppi
til að hafa eftirlit með hesthúsun-
um hér á Kih. Ég sé um hesthúsin
við Sandá, í Fremstaveri, Svartár-
botnum og Hvítárnesi, auk þess
sem ég sel gistingu í Svartárbotn-
um og Fremstaveri."
„Þetta er þriðja sumarið mitt
hérna,“ svarar hann aðspurður
hvort hann mögulega hafl getað
verið þarna alla ævi. „Þetta byggist
í rauninni á því að hestamenn
verða aö kaupa fóður í sína hesta
hjá Náttúruverndarráði. Svo fengu
þeir einhverja reglugerð sam-
þykkta eftir áramótin þar sem
sagöi að þeir ættu einkarétt á nafn-
inu landvörður. Ég verð að segja
að þetta finnst mér vera alveg fyrir
neðan allar 'hellur að eitthvert
snobbráð suður í Reykjavík skuli
geta tekið besta orðið sem er til
yfir þetta starf sem sína einka-
eign.“ Hvað ertu ef þú ert ekki
landvörður? „Ja, það er nú það,“
segir Sigurjón. „Starf mitt felst í
því að standa vörð um landið. Þar
af leiðandi hlýt ég að vera land-
vörður. Finnst þér þetta ekki rétt
athugað hjá mér?“
Ég horfi á manninn, sem hefur
áreiðanlega farið um hálendið
hundrað sinnum og trúlega aldrei
stigið fæti inn á skrifstofu Náttúru-
verndarráðs við Hverfisgötu, segi,
án umhugsunar: Jú, Sigurjón, ég
held að þetta sé hárrétt athugað
hjá þér.
Slagveður. Sæng.
Sigurjón Kristinsson; rúmlega
fimmtugur fjallamaöur, sem vakir
yfir hverju fótmáli hesta og
mennskra manna á Kili, spilar fyr-
ir sjálfan sig á harmónkíku þegar
einmanaleikinn knýr dyra og dreg-
ur sængina upp fyrir haus þegar
veður eru válynd. „Veður getur
verið afleitt á Kili. Eina nóttina
gerði slíkt slagveður hér að allt lék
Sigurjón Kristinsson - „Það er enginn einn á fjöllum."
Bláfell. Melur.
Karlmaður. Kjölur.
þegar þeir fara hérna yfir til að
hlífa gróðrinum. Hross Biskups-
tungnamanna voru tekin af afrétt-
inum fyrir einum tiu árum eöa
meira og þá gengur náttúrlega ekki
að ferðahestar éti landið í staðinn."
Þú ferð semsé á milli þessara
staða, selur hey handa hrossum og
stundum hestamönnum gistingu,
og hefur augu með að allt sé í
stakasta lagi, segi ég.
„Einmitt. Þaö eru hátt í tvö þús-
und hross sem hafa farið hérna um
að undanfórnu og bílaumferðin
hefur aldrei verið jafnmikil og í
sumar. Það má heita að bílar séu á
ferð hér allan sólarhringinn, svo
ég tali nú ekki um umferð gang-
andi fólks og hjólreiðamanna. Við
þetta bætist svo umferðin upp í
Kerlingarfjöll sem er alveg geysi-
leg. Það fjölgar öllu nema sauðfénu
á Kili held ég megi segja, og tóf-
unni, henni fækkar trúlega lika.“
Kjölur er þá eins konar Kringlu-
mýrarbraut hálendisins, botna ég,
borgarbarnið, og bíð þess að fjalla-
maðurinn haldi frásögn sinni
áfram.
Skilti. Sandur.
„Já, og það sem er verst við alla
þessa umferð er að áningastaðir
eins og Hvítárnes eru undir miklu
álagi. Miðað við ástandið þar í dag
tel ég aö það sé ekki um annað að
ræða en að banna alla hestaumferð
um svæðið og fara með hesthúsin
út á mel. Og ekki bætir úr skák að
bílaumferðin utan vega fer vax-
andi.“
Sigurjón hallar sér fram, segir:
„Ég mætti bíl við Sandá um daginn
sem var ekiö beint yfir melinn.
Þegar ég stoppaði hann gaf bílstjór-
inn mér þá skýringu að hann hefði
misst stjórn á bílnum.“
Ha? Sagðist hann hafa misst
stjórn á bílnum margra kílómetra
leið? „Ja, þetta var kannski ekki
langur spotti sem hann ók utan
vegarins en nóg til þess að mynda
för í melinn. Þetta verður svo til
þess að einhver annar fer sömu
leið. Mér finnst áróðurinn gagn-
vart svona akstri á hálendinu vera
alltof lítm.“
Ertu svo viss um það, Sigurjón,
segi ég efins. Það er alltaf veriö að
reka áróður gegn þessu. „Það dug-
ar þá bara ekki til,“ svarar hann
ákveðið. „Það væri strax til bóta
ef komið væri upp skilti þar sem
afrétturinn byrjar, til dæmis fyrir
ofan Gullfoss, þar sem stæði að all-
ur akstur utan vega væri bannað-
ur.“
Hann bætir við: „Sannleikurinn
er sá að melarnir hér á Kili eru að
gróa upp. Það gengur hægt, sést
varla frá ári til árs, en þetta er ör-
ugg þróun. Þegar ég kom hingað
fyrst sem lítill strákur voru hér
bara svartir sandar. Þetta hefur
mikið lagast síðan.“
Ég horfi á andlit hans, ímynda
mér hvernig hann leit út sem lítill
strákur, hugsa upphátt, og úr öllu
samhengi: Hvað ertu gamall Sigur-
jón?
Afturgöngur. Orð.
Spurningin kemur honum á
óvart, líkt og ég hefði spurt hann
um heimsmarkaðsverð á hráolíu
eða tilgang lífsins.
„Ég er fimmtíu og sex ára,“ segir
Sigurjón svo hægt og brosir,“ og
ekkert unglamb lengur. Ég er bú-
inn að vera bóndi í þrjátíu og fimm
ár, var með kindur undir það síð-
asta og rak vörubíl líka. Núna vinn
ég á veturna við húsbyggingar inni
á Selfossi."
Þetta segir hann, maðurinn í
hvíta húsinu á hjólunum, við veg-
inn, á Kili, þessum sögufræga stað,
sem heimildir herma að hafi verið
heimavöllur drauga í hundruð ára.
Heyrðu, Sigurjón, segi ég hress.
Hefur þú haft eitthvað af aftur-
göngunum á Kili að segja, til dæm-
is einhentu konunni sem hefst víst
við í einni kojunni í Hvítárnesi?
„Nei,“ svarar hann strax. „Ég hef
aldrei orðið var við neitt í Hvítár-
nesi.“ Hefur þú þá ef til vill rekist
á Reynistaðabræður? „Reynistaða-
bræður? Nei.“
Svo kveður Sigurjón niður allar
sögusagnir um afturgöngur í fiór-
tán orðum: „Það eru engir draugar
á Kili. Þeir bíta að minnsta kosti
ekki á mig.“
Hálendið.
Hverfisgata.
„Ég skal segja þér nokkuð,“ held-
ur hann áfram. „Ég varð fyrir
voðalegum vonbrigðum með Nátt-
úruverndarráð í fyrra.“
Nú, nú? segi ég.
„Þannig var að ég merkti bílinn
minn „Landvörður" og var kærður
af ráðinu fyrir vikið.“ Kærður?
„Já, kærður. Þeir vildu meina að
ég mætti ekki kalla mig landvörð
af því ég hefði ekki sótt námskeið
á reiðiskjálfi. Á slíkum stundum
þýðir ekkert annað en að draga
sængina upp fyrir haus og vona það
besta.“ Hann glottir, bætir við:
„Hræiö verður hirt ef eitthvað
kemur fyrir mann. Það er enginn
vafi á því.“
Vörður.
Handaband.
„Ejöll hafa alltaf heillað mig,“
segir hálendisvörðurinn, þegar ég
rís á fætur, og útskýrir það svo sem
ekkert frekar, segist aðspurður lík-
lega færa sig niður í byggð upp úr
næstu helgi. „Umferðin er orðin
það lítil um þetta leyti. Það er að
koma haust.“
Sóhn er stungin af út í löngd og
sem ég geng út í kvöldið og sé hann
standa í dyrum hvíta hússins, á
hjólunum, með rauða þakinu, og
opnanlega glugganum, og þakka
fyrir kaffið, kökuna, kexið, muldra
ég: Mér finnst nú hálfnöturlegt að
vita af þér hér einum, á Kili, að
kvöldlagi.
„Það er enginn einn á fiöhum,“
segir Sigurjón Kristinsson ákveðið
og kveður með handabandi.
Þorsteinn J. Vilhjálmsson