Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990.
Útlönd
Bush lætur framfylgja viðskiptabanni á Irak af vaxandi hörku:
Flotinn má
George Bush Bandaríkjaforseti
hefur gefið flotanum heimild til að
beita vopnum til að stööva skip sem
reyna að brjóta viðskiptabannið sem
Sameinuðu þjóðimar settu á írak.
Stjórnendum flotans var þó uppálagt
aö beita herskipum hóflega. Þó má
skjóta aðvömnarskotum að skipum
sem ekki hlýða.
Á sama tíma og hann gaf flotanum
þessa heimild vom fyrstu írösku her-
mennirnir að yflrgefa stöðvar sínar
við landamæri írans og var þeim
stefnt suður á bóginn til landamær-
anna við Saudi-Arabíu.
í allan gærdag héldu Bandaríkja-
menn áfram að auka flotastyrk sinn
á Persaflóa. Þeir hafa þar nú mesta
flota sem dreginn hefur yerið saman
frá því síðari heimsstyijöldinni lauk.
Dick Cheney, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, hélt í gær til Saudi-
Arabíu til að heimsækja landherinn
sem nú hefur komið sér fyrir í
landinu. í liðinu eru nú um 80 þús-
und Bandaríkjamenn, búnir skrið-
drekum og um 150 orrastuþotum.
Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna,
varaöi við að áframhaldandi vígbún-
aður gæti fyrr eða siðar leitt af sér
átök sem stigmögnuðust með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum. Hann hvatti
til pólitískrar lausnar á deilunni.
Stjórn íraks fullvissaði Banda-
ríkjastjórn í gær um að þeim Banda-
ríkjamönnum, sem eru í írak eða
Kúvæt, væri engin hætta búin. Mikil
óvissa ríkti þó um afdrif í það
minnsta 35 manna sem fluttir vom
frá hóteli í Bagdað á ókunnan stað.
Bandaríkjastjórn hélt fast við þá
stefnu að kalla þetta fólk ekki gísla.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
sat á lokuðum fundi í gær að ósk
Breta. Þar var rætt um leiðir til aö
ná útlendingum frá írak og Kúvæt.
Niðurstaða fundarins var sú að lýst
var áhyggjum vegna málsins og
hvatt til að þeim yrði leyft að fara
úr landi.
Óvissan viö Persaflóa leiddi til þess
í gær að verðbréf féllu í kauphöllum.
Einkum óttast kaupahéðnar að deil-
an leiöi til hækkaðs olíuverös til
langframa og vaxandi verðbólgu í
kjölfarið. Reuter
nota vopn
Bandarikjamenn bættu við flotastyrk sinn á Persaflóa í gær. M.a. voru flutt-
ir þangað léttir fallbyssubátar og landgönguprammar eins og þessi mynd
sýnir. Símamynd Reuter
Mandela harðorður í garð 1 Suður-Afríkustjómar:
Stjórnin æsir til ófriðar
Unglingar fiýja undan táragasi lögreglunnar i Soweto í gær. Þar var barist hart annan daginn í röð.
Simamynd Reuter
Melson Mandela sakar ríkisstjórn
hvíta minnihlutans í Suður-Afríku
um að æsa til ófriöar milli ólikra
kynþátta blökkumanna í landinu.
Þrátt fyrir að lögreglan hafi víða
gengið milli stríöandi fylkinga í hér-
aðinu umhverfis Jóhannesarborg
hefur gengið illa að koma á ró á
svæðinu.
Afríska þjóðarráðið sendi frá sér
yfirlýsingu í gær þar sem sagði að
lögreglan beitti þeirri aðferð að ala á
ótta og óöryggi meðal blökkumanna
til að auka líkur á deilum milli ætt-
flokka. Jafnframt var skorað á
blökkumenn að hætta átökum sín í
milli því hinn raunverulegi óvinur
væri stjóm hvítra manna í landinu.
Átökin hafa aðallega staðið milli
Ástralía:
Milljóna-
mæríngur
rændi banka
vopnaðurhnífi
Dómari í borginni Adelaide í
Ástralíu hefur úrskurðað að jafn-
mikil ástæða sé til að vorkenna
eins og dæma margfaldan millj-
ónamæring sem rændi banka
vopnaður hnífi á síðasta ári.
Milljónamæringurinn hafði
reyndar, þegar þetta gerðist, tap-
að öllum eigum sínum.
Maðurinn heitir Michael
Mimmo. Hann réðst í maí á síð-
asta ári inn í Westpacbankann í
Adelaide og heimtaði 1000 Ástral-
íudali af gjaldkeranum. Það svar-
ar til ríflega 40 þúsunda íslenskra
króna. Þegar gjaldkerinn halði
reitt af hendi helming af íjár-
hæöinni lagöi Mimmo á flótta.
Leslie Olsson, dómarinn í mál-
inu, komst að þeirri niðurstöðu
að gjaldkerinn hefði ekki átt að
taka manninn alvarlega. Mimmo
hefur átt við geðræn vandamál
að stríöa frá því hann varð gjald-
þrota en er á engan hátt hættuleg-
ur.
Dómarinn sagði að vel mætti
dæma Mimmo í fimm ára fang-
elsi en vegna aðstæðna var hon-
um sleppt án dóms gegn loforði
um að gera þetta aldrei aftur.
Reuter
fylgismanna Mandela af ættbálki
xhosa og farandverkamanna af ætt-
bálki zúlúmanna. Zúlúmenn fylgja
margir Inkathahreyfmgu ættarhöfð-
ingans Buthelezi að málum.
Zúlúmenn beittu skotvopnum í
átökunum í gær og er vitað um að
minnsta kosti þrjá menn fallna. Þá
em þeir ótaldir sem eru sárir. Vitni
vom að því þegar zúlúmenn hófu
skothríð úr sjálfvirkum rifflum á hóp
manna nærri Jóhannesarborg.
Mikið er um að unglingar taki þátt
í átökunum. Margir sem óttast árásir
Erkirabbíninn í ísrael hefur beðið
strangtrúarmenn í söfnuði sínum að
bera á sér skæri meðan stríösástand-
ið varir við Pesaflóa. Þetta gerir hann
vegna þess aö í ljós hefur komið að
þeir trúuðustu, sem aldrei klippa
skegg sitt, geta ekki notað gasgrímur
vegna skeggsins.
zúlúmanna héldu sig þó innandyra í
gær og flestir skólar voru lokaðir.
Unglingamir eru á verði, vopnaðir
bareflum, og víða hafa þeir reist
götuvígi úr brennandi hjólbörðum
og ónýtum bílum.
Lögreglan hefur skorist í leikinn
þar sem átök hafa blossaö upp. í gær
greip hún hvað eftir annað til tára-
gass í Soweto til að dreifa manníjöld-
anum. Ástandinu í Soweto er lýst
þannig að þar blandist saman reiði,
hræðsla og alger upplausn.
Fréttamenn, sem farið hafa um
Rabbíninn, Mordechai Eliahu, hef-
ur úrskurðað að vegna ástandsins
geti sannir trúmenn vikið frá annars
ótríræðu banni Biblíunnar við að
skerða hár og skegg. Þetta á þó að-
eins við ef lífið Uggur við.
Strangtrúaðir gyðingar telja að sítt
skeggið og slöngulokkar í hár greini
svæðið síðustu þrjá daga, hafa víða
ekið fram á illa útleikin lik og heima-
menn á svæðinu segja ótrúlegar sög-
ur af grimmdaræði zúlúmanna.
Dæmi eru um að gamalt fólk hafi
verið myrt á heimilum sínum.
Á sama tíma loguöu víða eldar í
bústöðum farandverkamanna af
zúlúættum og þeir saka xhosamenn
um að fara með ránum og morðum
um svæöið. Ekki eru aðrir zúlúmenn
þarna en karlmenn því ijölskyldur
þeirra búa sunnar í landinu, flestar
íNatalhéraðinu. Reuter
þá að boöi Biblíunnar frá öðrum
mönnum. Þessi kennisetning sætir
nú gagnrýni vegna þess að tilraunir
sýna að gasgrímur falla ekki nægi-
lega þétt að andlitinu á síðskeggjuö-
um mönnum.
Reuter
Ótti ísraelsmanna við eiturhemað:
Strangtrúaðir mega
klippa skegg sitt
Þjóðverjar handteknir:
Seldu írökum
Vestur-þýska lögreglan hand-
tók i gær sjö menn, gmnaöa um
að útvega trökum tæki til að
framleiöa eiturgas.
Mennimir voru handteknir í
kjölfar víðtækra rannsókna hjá
fyrirtækjum i Hamborg, Hanno-
ver og i fylkinu Hesse, að því er
haft er eftir saksóknaranum í
Dramstadt sem gaf út handtöku-
skipaniraar.
Engar nánari upplýsingar voru
um handtökurnar. Þó var í dag-
blaði í Hamborg haft eftir fyrrum
starfsmanni verktakafyrirtækis
að það hefði selt írökum tækja-
búnað til eiturefnaframleiðslu að
andvirði 32 milljóna marka. Það
jafngildir nærri einum milljarði
íslenskra króna.
Að sögn starfsmannsins var
þessi búnaður ætlaður til aö
framleiða taugagas. Fyrirtækið,
sem í hlut á, vildi ekkert láta
hafa eftir sér um málið.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) haest
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp
6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5,5 lb
18mán. uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb
Danskar krónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Utlántilframleiðslu
Isl.krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb
Húsnæðislán 4.0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. ágúst 90 14,0
Verðtr. ágúst 90 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala ágúst 2925 stig
Lánskjaravísitalajúli 2905 stig
Byggingavisitala ágúst 550 stig
. Byggingavisitala ágúst 171,9 stig
Framfærsluvísitala júlí 146,8 stig
Húsaleiguvisitala hækkar 1,5% l.júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,045
Einingabréf 2 2,746
Einingabréf 3 3,322
Skammtímabréf 1,702
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,174
Kjarabréf 4,995
Markbréf 2.658
Tekjubréf 2,007
Skyndibréf 1,490
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,425
Sjóðsbréf 2 1,786
Sjóðsbréf 3 1,693
Sjóðsbréf 4 1,44?
Sjóðsbréf 5 1,019
Vaxtarbréf 1,712
Valbréf 1,610
Islandsbréf 1,046
Fjórðungsbréf 1,046
Þingbréf 1,045
öndvegisbréf 1,043
Sýslubréf 1,048
Reiöubréf 1,033
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 525 kr.
Flugleiðir 205 kr.
Hampiöjan 171 kr.
Hlutabréfasjóður 167 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 164 kr.
Eignfél. Alþýðub. 126 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 162 kr.
Eignfél. Verslunarb. 140 kr.
Olíufélagið hf. 536 kr.
Grandi hf. 184 kr.
Tollvörugeymslan hf. 107 kr.
Skeljungur hf. 546 kr.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á (immtudögum.