Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 27
MUGARDAGUR' 18. ÁGÚST' 1990. 39 j ^j^j L° Hóll í fi Grfiubakki Kclduhverfi Hrísar Stóra- VatnsskarS Haugar íSkriSdal (* ■taöarskóli Fljótatunga. Hvltárslöu Fcll í Brciðdal Hunkubakkar ó SI6u / Rjúpur Gæsir Rjúpur og gæsir Smóratún I Fljótshlfö Lífsstm Boðið upp á gæsaskyttirí Gæsaveiöitíminn er aö ganga í garð og með haustínu hefst svo rjúpnaveiöitímabilið. Eins og undan- farin ár munu bændur, sem eru inn- an vébanda Ferðaþjónustu bænda, bjóða ferðamönnum aö veiða gæsir og ijúpur í landi sínu. Á síðasta ári gaf ferðaþjónustan út ákveðið við- miðunarverð fyrir skotveiðimenn, 800 krónur dagurinn, en viðmiðunar- verð hefur ekki enn verið gefið út fyrir veiðitímabibð í ár. Reyndin mun og hafa verið sú í fyrra að bænd- ur rukkuðu ekki sérstaklega fyrir skotveiðileyfin heldur buðu mönn- um upp á sérstaka pakka eða tilboð. Það er því í raun og veru undir hverj- um og einum ferðabónda komið hvort hann rukkar sérstaklega fyrir veiðileyfin eða ekki. Gisting í uppbúnu rúmi á bóndabæ kostar 1500 krónur. Gisting í svefn- pokaplássi kostar 1000 krónur. Fjög- urra manna sumarhús kostar 24.500 krónur vikan og sex manna sumar- hús kostar 28.000. Sumarhúsin er einnig hægt að leigja til styttri tíma. Veiðimenn, sem áhuga hafa á aö komast á skyttirí, geta annaðhvort bókað veiðileyfi í gegnum Ferðaþjón- ustu bænda í síma 91-623640 eða haft samband beint. -J.Mar Bretland: Nýir peningaseðlar í notkun Englandsbanki gaf út nýjan 5 punda seðil þann 7. júní síöast hðinn og er seöillinn sá fyrsti í nýrri seríu sem bankinn mun gefa út á næstu fjórum árum. Nýi 5 punda seðillinn er mun minni en sá gamh og verður því handhægari í notkun. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær alfarið veröur hætt að nota gömlu 5 punda seðlana og verða því báðar gerðirnar notaðar jöfnum höndum á næstunni. Á næsta ári verður nýr 20 punda seðill tekinn í notkun, 1992 kemur nýr 10 punda seðill og 1994 verður gefin út nýr 50 punda seöill. Konunglega myntsláttan gaf út nýja 5 pensa mynt fyrir skömmu og er nýja myntín mun minni um sig en sú gamla. Hætt veröur að nota gömlu 5 pensa myntína um næstu áramót. Á næsta ári kemur svo nýr 10 pensa mynt í staö þeirrar sem nú er notuð en ekki hefur verið ákveðið hvenær árs það verður. Ljósmyndakeppni DY og Ferðamálaárs Myndir í ljósmyndasamkeppni DV og Feröamálaárs Evrópu streyma nú inn en eins og áður hefur verið greint frá er keppnin helguð ferðalögiun og útivist. Myndir í keppninni verða að tengjast þessu efni og er skilafestur til 30. ágúst. Innsendar myndir skulu vera pappírsmyndir, í ht eða svarthvítar, ekki stærri en 20x30 cm, eða lit- skyggnur. Verðlaunin í samkeppninni eru glæsileg: 1. Lundúnaferð fyrir tvo með Flug- leiöum. Innifalin er hótelgisting með morgunverði í þrjár nætur. 2. Farseölar að eigin vali fyrir tvo til áætlunarstaða Flugleiða innan- lands. 3. Dvöl á Edduhóteh aö eigin vah fyrir tvo, gistíng og morgunverður í fimm nætur. 4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið með sérleyfisbhum. 5. Helgarferö fyrir tvo í Þórsmörk með Ferðaskrifstofu BSÍ og Aust- urleið. 6.-10. Bókaverðlaun. Besta myndin frá hveiju landi fer sjálfkrafa í hina evrópsku loka- keppni sem fer fram í Grikklandi seint á þessu ári en þar verða þijár bestu myndirnar verðlaunaðar. Ein myndanna sem borist hafa I keppnina. Ferðamannaflóð til Singapore Fyrir tveimur árum var óhætt að fara th Singapore án þess að eiga vísan næturstað. Það var nóg að koma á flugvöhinn og athuga þar hvar væru laus hótelherbergi enda var þá hægt að bóka hótelherbergi með örstuttum fyrirvara á lúxus- hótelum fyrir aðeins 50 dollara nótt- ina. En nú er öldin önnur því ferða- mannastraumur th borgarinnar hef- ur aukist gifurlega, svo mikið að menn eru farnir að tala um ferða- mannasprengingu. í kjölfariö hefur verð á hótelherbergjum hækkað svo um munar. Samkvæmt upplýsingum ferða- málaráðs borgarinnar kostaði með- algott eins manns herbergi 67 dohara nóttín í ágúst í fyrra en kostar nú 71 dollara, tveggja manna herbergi kostaði fyrir ári 98 dohara en kostar nú 106 dohara. Verð á hótelherbergjum hækkaði um síðustu áramót og á bestu hótel- um borgarinnar hækkuðu herbergin enn frekar í vor. Á The Century Park Sheraton hótelinu hækkaði verð á herbergjum um 50 prósent, um 20 prósent á Plaza hótelinu og 12 pró- sent á Mandarin Singapore hótehnu. Ferðamálayfirvöld í borginni hafa nú farið þess á leit við hóteleigendur að þeir hækki verð á hótelherbergj- um ekki meira en oröið er en fæstir þeirra taka tílht til þeirra óska. Á þessu ári er talið að um 5 milljón- ir ferðamanna muni heimsækja borgina og er það mestí fjöldi ferða- manna sem nokkru sinni hefur heimsótt Singapore. í febrúar jókst ferðamannastraumurinn um 20 pró- sent miðað við árið áður og var það mesta aukning ferðamanna á einum Talið er aö um fimm milljónir manna heimsæki Singapore i ár. mánuði síðast hðin fimm ár. Menn hafa verið að reyna að finna skýringuna á þessum aukna íjölda ferðamanna. Ein skýringin er sú að eftir þá sorgaratburði sem áttu sér stað á Torgi hins himneska friðar í Peking á síðasta ári forðist ferða- menn aö fara til Kína og Hong Kong. Styrk staða japanska jensins hafi og hjálpað tíl og gert það að verkum að flöldi Japana sæki Singapore heim, og í þriðja lagi hafi mörg stórfyrir- tæki í Asíu flutt höfuöstöðvar sínar til borgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.