Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUK 18. ÁGÚST 1990. 19 Sviðsljós Vetrartískan Óneitanlega glæsilegur kvöldfatn- aður. Viðamikið gyllt piis við lát- lausa brúna blússu. Tískukóngar hamast nú viö að kynna haust- og vetrartískuna fyrir komandi misseri. Jafnan er nýjustu línunnar beðið með mikilh eftir- væntingu og streymir ríka, fræga fólkið á tískusýningarnar til að kynna sér það nýjasta. í vetur verður það stutt og sítt, þröngt og vítt, sem og hinir ýmsu lit- ir og efni. Sem sagt frjálsleg tíska líkt og undanfarin ár. En þó verður um ákveðnar áherslur að ræða. Flauel og „tweed-efni“ verða vinsæl í hvers- dagsfatnaði en satín, silki og blúndur verða áberandi í kvöldklæðnaði. Gyllt í fatnaði og skærir litir eru í tísku og gjaman er dekkri fatnaður, svo sem svartur eða brúnn, lífgaður upp með blúndum og útsaumi af ýmsu tagi. Línumar eru kvenlegar og fylgihlutir notaðir óspart. En ann- ars tala myndimar sínu máli. Gitte giftir sig Stutt, útsaumað pils í skærum litum, sem því miður sjást ekki hér, og frjálsleg peysa við í brúnum lit. Skórnir eru gylltir, í stíl við eyrna- lokkana. Hvað gerir ung kona í örvæntingu sinni, vön sviðsljósinu, laíhrædd um að heimurinn sé húinn að gleyma henni? Hún giftir sig. Þannig nær hún athyglinni og sú auglýsing stendur fyrir sínu, a.m.k. um tíma. Hún Gitte, sem varð fræg er hún gekk í það heilaga með Rambo- stjömunni um árið, hefur eftir skiln- að þeirra verið óð í fjölmiðla og gert hvað hún hefur getað til að koma sér á framfæri. Frægðin er Gitte mikils virði því henni fylgja oft aurar sem stúlkan kann vel að meta. Frá því shtnaði upp úr sambandi hennar og Stallone hefur Gitte verið iðin við að reyna að vekja athygh á sér. Oft hefur hún þurft að hneyksla fólk til að ná athyglinni og hefur henni oftar en ekki tekist ætlunar- verkið. En svo kemur að því að heim- urinn fær nóg af fólki eins og henni sem gerir ekkert markvert en reynir að troða sér áfram á engu. Fyrir stuttu tók Gitte upp á því að gifta sig í þriðja sinn og var vel séð fyrir því að fjölmiðlar væra á staðn- um. Sá lukkulegi er Sebastian Cope- land, enskur sjarmör sem starfar við framleiðslu á tónhstarmyndböndum. Giftingin kom mjög á óvart en þau hafa rétt svo verið orðuð hvort við annað. Gitte segir þó að samband þeirra hafi staðið yfir í rúmt ár og þykir umheiminum sem hún hafi þá falið piltinn mjög vandlega. Ljóskan fræga hafði gjörbreytt um hárgreiðslu og htað hár sitt kolsvart. Brúðarkjóllinn vakti einnig mikla athygh en hann var úr svörtu silki og þótti nokkuð ögrandi af brúðar- kjól að vera. En hvort kjólhnn var hvítur eða svartur ætti kannski ekki að skipta máli, aðalatriðið er að hún hafi valið rétt í þetta skiptið. En margir em á því að giftingin hafi ekki verið neitt annað en auglýsing; örvæntingarfull thraun til að ná at- hygli umheimsins aftur. Gitte í svarta, ögrandi brúðarkjóln- um, með brúðgumanum. LAUGARDAGUR Oöhi TesNA^e . september Dregið verður úr miðanúmerum allra sem kaupa miða á risarokkið laugardaginn 8. september. Miðana þarf aðeins að kaupa fyrir sunnudaginn 26. ágúst. 1.-2. verðlaun: Fjögurra daga ferð á Monsters of Rock hljómleikana í París 3. sept. Whitesnake verður þar aðalhljómsveitin. Einnig leika þar Aerosmith, Poison og Vixen. 3.-7. verðlaun: Kvöldverður fyrir tvo á veitinga staðnum L.A. Café, Laugavegi 45. 8.-50. verðlaun: Litlar og stórar plötur og geisla diskar með Whitesnake og Quireboys. Athugið: Aðeins verður dregið úr miðum á laugardagsrisarokkið. Kaupið miða í síðasta lagi 25. ágúst. S • K • I • F • A • N Forsala aðgöngumiða STEINAR o LO cö oc * O oc UJ > < Q 5 Reykjavik: Skifan, Kringlunni og Laugavegi 33; Hljóðfærahús Reykjavikur, Laugavegi 96; Sfeinar, Austurstræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Laugavegi 24, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi; Myndbandaleigur Steina; Plötubúðin, Laugavegi 20. Hafnarfjörður; Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. Ésafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: KEA. Húsavik: Bókaverslun Þórarins Stefánsson. Neskaupstaðun Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar Adam og Eva. Sctfoss: Ösp. Keflavfk: Hljómval. Einnig er hægt að panta miða i sima 91-667 556. Gíróseðill verður sendur og er hann hef ur verið greiddur verða miðarnir sendir um hæi. Munið að greiða strax. Munið: Flugleiðir veita 35% afslátt af verði flugferða gegn framvisun aðgöngumiða að rísarokktónleikunum. Beint þotuflug til Akureyrar nóttina eftir risarokkið. Athugið Enn eru nokkrir míðar eftir á tónleika Whitesnake og Quireboys i Reiðhöllinni f östudaginn 7. séptember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.