Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1990, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91J27022- FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Hélgarblað 115 kr.
Munaður hins fátæka
Sigurfór vestrænna mannréttinda í Austur-Evrópu
er þegar byrjuð að hafa áhrif í þriðja heiminum. Harð-
stjórar hans sæta nú vaxandi þrýstingi heima fyrir og
geta ekki lengur hlaupið í skjól heimsveldanna til að
komast upp með ófyrirgefanleg brot á mannréttindum.
Til skamms tíma kepptu heimsveldin tvö og her-
gagnaframleiðsluríki Evrópu um hylli Saddams Huss-
eins í Bagdad. Valdamenn lokuðu augunum fyrir
grimmdarlegum stjórnarháttum hans heima fyrir, notk-
un efnavopna gegn Kúrdum og innrás hans í Persíu.
Nú þarf enginn að hafa áhyggjur af, að harðstjórar
heimsins hlaupi í faðm Sovétríkjanna. Þau vilja ekki
lengur hafa með útlenda dólga að gera. Þau eru í þann
veginn að þvo hendur sínar af Castro á Kúbu. Þau eru
að losa sig úr erlendum hernaðarskuldbindingum.
Endurnýjuð aðild Austur-Evrópu að hugmyndaheimi
Vesturlanda hefur meira að segja gefið hugsjónum lýð-
ræðis og mannréttinda aukið innihald. Vaclav Havel,
hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu, er viðurkenndur í Vest-
ur-Evrópu sem bezti talsmaður hugsjóna Vesturlanda.
Lýðræði og mannréttindi þýða frjálsar kosningar,
frjálsa myndun félaga, frjálsa útgáfu fjölmiðla, frjáls
skrif. Lýðræði og mannréttindi þýða, að vestrænar hug-
myndir endurspeglast í lagabálkum, sem eru æðri geð-
þótta valdhafa. Nema kannski í ráðherraveldi íslands.
í þriðja heiminum þýða lýðræði og mannréttindi, að
fólk þarf ekki að óttast ofsóknir lögreglu og hers. Það
getur hfað lífi sínu í friði og tekið þátt í þjóðmálaumræð-
unni, ef því þóknast. Þetta er undirstaða þess, að þriðji
heimurinn geti orðið vel stæður og vestrænn.
Smám saman er að renna upp fyrir þriðja heims
fólki, að leiðin til farsældar er um hugsjónir Vestur-
landa. Hitt var bara risastór lygi, að ekki væri rúm fyr-
ir lýðræði í þriðja heiminum, að hver þjóð yrði að sam-
eina krafta sína undir öruggri stjórn harðstjórans.
Eins manns kerfið er hrunið um allan heim. Daniel
Arap Moi í Kenýa fær nú að heyra á Vesturlöndum, að
hann er einfaldlega glæpamaður. Menn eru hættir að
tala af virðingu um Julius Nyerere, sem eyðilagði efna-
hag Tanzaníu með hjálp norrænna þróunarsérfræðinga.
Sannleikurinn er beizkur harðstjórum hinna ný-
frjálsu ríkja. Augljóst er, að alþýða manna hefur aldrei
átt eins góða daga og hún átti í skjóli lagahefðar og
annarra formsatriða lýðræðis á tímum nýlenduveld-
anna. Eftir sjálfstæði hefur allt sigið á ógæfuhliðina.
Augljóst er orðið, að eins flokks kerfi og ofanstýrt
atvinnulíf gekk ekki 1 Sovétríkjunum og leppríkjum
þeirra. Enn frekar er orðið ljóst, að eins flokks kerfi og
ofanstýrt atvinnulíf hefur sett mestalla Afríku á höfuð-
ið og valdið íbúum álfunnar óbærilegum þjáningum.
Nú dugar harðstjórum heimsins ekki að nota komma-
grýluna og kanagrýluna. Doe í Líberíu og Mobutu í
Zaire eru Bandaríkjunum einskis virði. Castro á Kúbu
og Najib 1 Afganistan eru Sovétríkjunum einskis virði.
Þróunaraðstoð verður ekki framvegis sólundað í
sama mæh og áður. Þeir, sem aðstoð veita, munu í aukn-
um mæh gera kröfur um viðunandi stjórnarhætti í þró-
unarlöndum. Með viðunandi stjórnarháttum er ekki átt
við neina þriðju leið, heldur vestrænt lýðræði.
Nú hafa Vesturlönd byr til að fylgja fast eftir þeirri
staðreynd, að lýðræði og mannréttindi eru ekki munað-
ur ríkra þjóða, heldur forsenda framfara fátækra þjóða.
Jónas Kristjánsson
Bandarikjaforseti á fundi með yfirherráðinu i Pentagon, byggingu landvarnaráðuneytisins. F.v.: Schwarz-
kopf, yfirmaður herafla i löndum fyrir Miðjarðarhafsbotni, Cheney landvarnaráðherra, Bush forseti og Pow-
ell, forseti yfirherráðsins.
Símamynd Reuter
Hungurvofan og CIA
sett til höfuðs
Saddam Hussein
Hernaðaráætlun Bandaríkja-
stjórnar gagnvart írak er nú að
verða ljós. Hún er að forðast vopna-
viðskipti í lengstu lög en leitast við
af fremsta megni að hrekja Saddam
Hussein frá völdum í Bagdad. Að
því er einkum stefnt með tvennum
hætti. Annars vegar að setja íraka
í svelti. Hins vegar að beita úrræð-
um og samböndum leyniþjón-
ustunnar CIA til að grafa undan
íraksforseta og steypa honum af
stóli.
George Bush Bandaríkjaforseti
er fyrrverandi yfirmaður CIA.
Bandarísk blöð skýrðu frá því að
eitt fyrsta verk hans eftir hertöku
íraka á Kúvæt hefði verið að gefa
CLA sérstök fyrirmæli um aö beina
nú öllum tiltækum kröftum að því
að koma í kring leiðtogaskiptum í
írak. Síðan hafa öðru hvoru birst
fregnir um sérstaka fundi forsetans
með yfirmönnum leyniþjón-
ustunnar um áform í þessu skyni.
Tiltölulega auðvelt er fyrir CIA
að koma njósnurum eða flugu-
mönnum inn í írak. Bandaríska
leyniþjónustan hefur um langan
aldur haft öfluga aðstöðu í Tyrk-
landi, ríki í NATO með löng landa-
mæri að írak, að mestu í fjalllendi,
þar sem gæsla getur aldrei orðið
þétt. Vestur af þeirri landamæra-
línu taka svo við landamæri íraks
að Sýrlandi. Þar situr við völd
erkióvinur Saddams Husseins,
Hafez Assad og fer hvor fyrir sinni
fylkingu í Baath sósíalistaflokkn-
um sem stofnaður var til að veröa
stjómmálahreyfing arabiskrar ein-
ingar.
Til skamms tíma var Bandaríkja-
stjóm hliðhollari Hussein en Assad
sem var eini bandamaður írönsku
klerkastjómarinnar meðal araba-
ríkja í stríðinu við írak. Sýrland
er til að mynda enn á skrá Banda-
ríkjastjórnar um ríki sem styðja
hryðjuverkastarfsemi og því úti-
lokað frá eðlilegum viðskiptum við
bandaríska aðila. En ein ráðstöfun
Bush eftir að írak réðst inn í Kúvæt
var að senda til Damaskus John
H. Kelly, aðstoðarutanríkisráð-
herra sem fer með málefni land-
anna fyrir Miðjarðarhafsbotni, til
skrafs og ráðagerða við sýrlenska
ráðamenn.
Samband við Sýrland hefur eins
og nú er komið sérstaka þýðingu
fyrir CIA því Assad hefur lengi
haft á sínum snærum íraka and-
stæöa Hussein og stutt þá til neðan-
jarðarstarfsemi gegn honum innan
íraks. Hæfir þama skel kjafti því
Assad er síst minni grimmdarsegg-
ur en Hussein, lét til að mynda stór-
skotalið sitt skjóta í rúst gamla
borgarhverfið í Homs með tug-
þúsunda mannfalli þegar strang-
trúarmenn þar gerðu uppreisn.
Búa á svo í haginn fyrir undirróð-
ursstarfsemi utan og innan frá
gegn Saddam Hussein með því að
sjá svo um að sem mest sverfi að
írökskum almenningi. Talið er að
írak hafi flutt inn sjö tíundu hluta
matvæla sem neytt er í landinu á
síðustu ámm. í samþykkt Öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna eru mat-
væli og lyf „af mannúðarástæð-
um“ undanþegin viðskiptabanni.
Bandaríkjaforseti hefur síðan
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
einhliða lýst þeim skilningi á mál-
inu að mannúðarástæður til mat-
vælaaðdrátta liggi þá fyrst fyrir
þegar sýnt hafi verið fram á að
bein hungursneyð sverfi að. Við-
skiptabanninu verði svo framfylgt
af hálfu Bandaríkjaflota með bein-
um aðgerðum herskipa gegn kaup-
skipum. Bretlandsstjórn hefur tek-
ið í sama streng.
Hér er að sjálfsögðu um hafnbann
að ræða þótt forðast sé að nota það
orð. Hafnbann er hernaðaraðgerð
og til þess þarf sérstaka samþykkt
Öryggisráðsins samkvæmt þeim
kafla stofnskrárinnar sem ályktun-
in um viðskiptabann er byggð á.
Því hefur komið upp kurr meðal
ríkja í ráðinu yflr að Bandaríkja-
stjórn hafi í frammi sjálftekt í
heimildarleysi. Fundir um málið
hafa verið lokaðir en vitað er að
fulltrúar Sovétríkjanna, Frakk-
lands, Kanada og Malajsíu hafa
haldið uppi mótmælum. Svo hafa
Sovétríkin lagt til að fjölþjóðaflot-
inn á Persaflóa verði að minnsta
kosti að einhveiju leyti settur und-
ir sameiginlega stjórn á vegum SÞ
til að samræmi verði í aðgerðum.
Því hefur Bush forseti hafnað og
gerir sig nú líklegan til að færa
hafnbannið út að geðþótta sínum
til einu hafnarborgar Jórdans. í
Persaflóastríðinu fóru aðdrættir
íraks frá umheiminum mestan part
fram um höfnina Aquaba við botn
samnefnds flóa inn úr Rauða hafi.
Um leið varö atvinnulíf í Jórdaníu
yfirgnæfandi háð viðskiptum við
írak og svo er enn.
Þegar þetta er ritað er Hussein
Jórdaníukonungur í Bandaríkjun-
um og bíður eftir viðtali við Bush.
Meðan hann var á leiðinni lét
Bandaríkjaforseti hafa eftir sér aö
Jórdanía yrði að taka fullan þátt í
framkvæmd viðskiptabanns á írak,
ella áskildu Bandaríkin sér rétt til
að láta hafnbannið ná til Aquaba.
Ekki fylgdi með hvemig sjóliðar
Bandaríkjaflota ættu að aðgreina
vaming ætlaðan Jórdaníu annars
vegar og írak hins vegar í farmi
skipa.
En austan að írak liggur íran með
miklu meiri möguleika til að ónýta
viðskiptabannið en Jórdaníu. Nú
hefur Saddam Hussein lagt drög
aö því að þau landamæri opnist
með því að ganga til fulls að skil-
málum íransstjórnar fyrir friðar-
gerð eftir Persaflóastríðiö. Eftir er
að sjá hver áhrif sú eftirgjöf hefur
á afstöðu til hans í hernum, sem
fómaði hálfri milljón mannslífa við
að beijast fyrir því sem nú er látið
af hendi við íran.
Nú sést haft eftir bandarísku her-
stjóminni að áætlanir hennar geri
ráð fyrir að liðsflutningar til
Saudi-Arabíu geti við tilteknar að-
stæður numið 200.000 manns. Ekki
nægði það samt til að hrekja álíka
fjölmennan her íraks frá Kúvæt, í
slíkri sókn er gert ráð fyrir að yfir-
burðir þurfi að vera þrír á móti
einum eigi hún að heppnast.
Bandaríkjamenn eru gjarnir til
að vilja reka hernað úr ijarlægð
með flugvélum og eldflaugum til
að njóta tækniyflrburða sinna.
Ekki bar grimmilegur lofthernaður
samt árangur í Víetnam. Við bætist
að við Persaflóa hafa írakar líka
eldflaugar sem ekki draga bara til
herflugvallanna, sem Bandaríkja-
menn þurfa að nota heldur einnig
helstu olíulindasvæðanna.
Hernaður á þessum slóðum er því
líklegur til að gera auðugasta olíu-
lindasvæði heims ónothæft um
árabil. Afleiðingin yrði heims-
kreppa.
Það er meginástæðan til að Bush
vill komast hjá vopnaviðskiptum
en koma þó Saddam Hussein frá
völdum. Beittasta vopnið til þess
telur hann hungurvofuna með
stuðningi af undirróðri.
Annað mál er hvernig úrvals-
sveitir Bandaríkjahers verða til
reika eftir máske missera dvöl í um
49 stiga lofthita um hádegisbil í
eyðimörk í landi þar sem hýðing
liggur við áfengisneyslu jafnt út-
lendra sem innlendra en ekki er
amast við hassi.
Magnús T. Ólafsson