Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. Fréttir i>v Yfirvinnukvóti lögreglu í Ámes- og Gullbringusýslu hindrar Kuhma-rallið: Erum múraðir inni í Reykjavík með rallið - keppendur og bílar á leið til landsins frá Bretlandi „Við erum að lenda í miklum vand- ræðum vegna löggæslumála í Ámes- og Gullbringusýslu en þar höfðum við óskað eftir eftírliti vegna Kuh- ma-rallsins sem áttí að byrja 29. ágúst. Okkur var synjað um eftirlit í þessum umdæmum vegna tak- mörkunar á yfirvinnukvóta lögregl- unnar. Við erum því múraðir inni með rallið í Reykjavík. Þetta er mjög bagalegt þar sem núna eru rallbílar á leið til landsins frá Englandi til að taka þátt í keppninni," sagði Ólafur Guðmundsson, formaöur Landssam- bands íslenskra akstursíþrótta; manna, við DV. „Við höfum haldið rallkeppni í 15 ár en nú er okkur skyndilega synjað í þessum tveimur umdæmum - yfir- vinnukvóti lögreglunnar er á þrot- um. Það sem er merkilegast er að við höfum sjálfir borgað hundruð þús- unda króna vegna yfirvinnu lögregl- unnar í rallkeppnum. Þess vegna er skrýtíð að við fáum neitun núna. Viö fáum sem sagt ekki að kaupa yfir- vinnu lögreglunnar," sagöi Ólafur. Hann segist telja að með þessu séu lögregluembættin að knýja á dóms- og fjármálaráðuneytið um aukinn yfirvinnukvóta: Þessi svör frá Árnes- og Gull- bringusýslu þýða að við komumst ekkert út í aðrar sýslur frá Reykja- vík. Viö vitum ekki betur en að Reykjavík, Borgaríjarðar- og Rang- árvaÚasýslur verði opnar fyrir okk- ur en ofangreindar tvær sýslur setja okkur stóhnn fyrir dyrnar. I svarbréfi sem LIA fékk frá Gull- bringusýslu sagði meðal annars: „Ástæða þess að beiðninni hefur ver- ið hafnaö er að lögregluembættið hefur ekki meiri aukavinnukvóta. Eingöngu er hægt að halda uppi lág- markseftírlití á svæðinu og því ekki forsvaranlegt að eyða aukavinnu- kvótanum í eftirUt með raUkeppni. Þrátt fyrir að lögregluvinna í raU- keppni sé greidd af mótshöldurum dregst sú vinna af heildaryfirvinnuk- vóta segir í svarbréfi frá Gullbringu- sýslu. Embættí sýslumanns í Ámessýslu svaraði beiðni LÍA á þá leið að ekki væri unnt að verða viö henni vegna takmörkunar á yfirvinnu lögregl- unnar. Auk þess var þess getið að Francois Mitterrand Frakklands- forseti verði að öllum líkindum á ferð um umdæmið á sama tíma og keppn- in veröur haldin - og því ekki nógu margir lögreglumenn fyrir hendi tíl aö sinna rallkeppninni. -ÓTT Draga fjóra Skóda með einum putta. Ekkert mál - fyrir Njál - Torfason kraftakarl. Þessi sérstæði gerningur átti sér stað í Laugardalnum í gær. Njáll lagði það á sig að draga bílana til þess að afla fjár fyrir bekkpressukeppni sem haldin verður í Grimsey. DV-mynd JAK Brottför þeirra tefst til morguns íslensku gíslamir: Leiðin I gegnum Irak er löng og ströng eða 1200 til 1300 kílómetrar. Ljóst þykir að brottfór íslending- anna átta í Kúvæt tefjist um einn dag enn. Vonir stóðu til að seinni hópur sænsku ríkisborgaranna legði af stað í morgun en samkVæmt fréttaskeytí frá sænsku fréttastofunni TT þá tókst ekki að koma hópnum af staö í dag. Ekki hefur fengist endanlega stað- fest hvort að íslensku gíslamir í Kúvæt verða með sænska hópnum. AUar líkur voru þó taldar á því. í morgun bárust síðan þær upplýs- ingar að fyrri hópurinn, sem lagði af stað í gærmorgun, hefði náð að landamærum fraks og Tyrklands klukkan 8 í morgun aö íslenskum tíma. í þeim hópi voru á annað hundraö Svíar og Finnar. Var gert ráð fyrir aö þeir kæmust yfir landa- mærin þá og þegar. Ljóst er að ferðalagið í gegnum írak er geysierfitt enda munu vera 1200 til 1300 km að landamærunum um írak sem býr nú við hemaðarástand. Þá verður að fara um byggðir Kúrda sem eiga í stríöi við stjómir íraks og Tyrklands. Eftir að komið veröur yfir landamærin þarf síðan að aka nokkur hundrað kílómetra að borg- inni Diybarbakir, þar sem er mikil herflugvöllur, en þaðan verða gísl- amir fluttír til Svíþjóðar með flugvél frá SAS. Sænska utanríkisþjónustan hefur ekki getað útskýrt af hveiju þessi leið var valin, að öðru leytí en því að hún var talin öruggust. Hún hefur hins vegar gefið í skyn að mögulegt sé að breyta um áfangastaö og halda til Amman í Jórdaníu. Þá er það haft eftir Sten Anders- son, utanríkisráöherra Svia, að þeir hafi ekki orðiö að ganga að neinum afarkostum hjá írökum til að fá að flytja fólkið úr landi -SMJ Tæpt stóð með mann og litla stúlku við Gróttu: Þau gerðu það eina rétta í stöðunni - sagöi björgunarmaður eftir aö hafa náö í fólkið í gúmbát „Maðurinn með telpuna treysti ser greinilega ekki lengra. Hann gerði það eina rétta úr því sem komið var - að láta fyrirberast á steininum. Það flæðir mjög snöggt aö þarna og það eina sem hann gat gert var að bíða eftir hjálp úr því að einhver hafði komið auga á þau úr landi - frá svo- kallaðri Snoppu sem er gegnt Gróttu," sagði björgunarmaður úr björgunarsveitinni Albert á Seltjam- amesi í samtali við DV í gær, skömmu eftir að karlmanni og lítilli stúlku var bjargað af flæðiskeri á grandanum við Gróttuvita um klukkan hálfsex síðdegis í gær. Stórstreymt var í gær og talsverður vindur. Um 20 mínútur Uðu frá því að nærstaddur maöur kallaði á hjálp þar til lögreglan og björgunarsveitar- maðurinn voru búin að bjarga mann- inum og telpunni um borð í gúmbát lögreglunnar. Voru þau þá orðin blaut og köld en sakaði ekki. Ekki máttí mikið tæpara standa að bjarga þeim því sjórinn var farinn að fallá yfir steininn sem maðurinn sat á með telpuna í fanginu. Lög- regluþjónn vafði hana strax í teppi er komið var í land og fór með hana inn í hlýjan bíl. Maðurinn var hinn hressasti og mjög þakklátur björgun- armönnunum. Sagði hann að flætt hefði ótrúlega snöggt að grandanum sem hggur á milU Gróttu og svokaU- aörarSnoppu. -ÓTT Lögreglan og björgunarsveitarmaðurinn koma að manninum þar sem hann heldur á telpunni í fanginu á steini við grandann sem liggur að Gróttu. Ekki mátti mikið tæpara standa með fólkiö en því var bjargað um 20 mínút- um eftir að hjálparbeiðni barst. DV-mynd S Stefán Valgeirsson: Ahugi á nýjum framboðslista „Eg hef orðið var við verulegan áhuga hjá ýmsum aðUum um land allt á sameiginlegu framboði í öUum kjördæmum fyrir næstu alþingis- kosningar. Þetta yrði nýr framboðs- Usti ef af yrði. Ég geri ráö fyrir að meginhlutínn af þjóðarflokknum yrði með í sumum kjördæmum eins og Vestfjörðum. Borgarar em inni í þessum samtölum og ýmsir óánægð- ir héðan og þaðan. Sumum hefur meira að segja dottið í hug að kanna hug Kvennalistans til þessa. MáUn em þó ekki komin í þann farveg að hægt sé aö segja fyrir víst hvað verð- ur,“ sagöi Stefán Valgeirsson, Sam- tökum um jafnréttí og félagshyggju, um möguleikann á nýju framboði í öUum kjördæmum fyrir alþingis- kosningamar næsta vor. Stefán sagði að þær samræður sem átt heföu sér staö um þessi mál væru alls óskyldar reglulegum fundum í Lækjarbrekku þar sem fuUtrúar ýmissa flokka hafa hist. Þar hefðu samtök hans átt fulltrúa er fylgdist með. Virtust þær umræður ekki langtávegkomnar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.