Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. 13 Lesendur „Með dreginn ljá“ Björn Egilsson frá Sveinsstöðum skrifar: Ég vil ekki vanþakka það sem skrifað var um mig í DV í fyrra- dag, 7. ágúst. Mér finnst það dular- fullt hvernig blaðamenn gátu fund- ið mynd af mér og kirkjugarðsvís- una. Blaðamenn eru næmir að þefa uppi smátt og stórt enda þeirra starf. Þessa mynd af mér tók Pétur Hannesson, ljósmyndari á Sauðár- króki, faðir Hannesar skálds Pét- urssonar, þegar ég var um tvítugt. Kirkjugarðsvísuna orti Sigurjón Sveinsson, bóndi í Byrgisskarði í Vesturdal. Sigurjón sá það að heiman frá sér yfir Jökulsána að einhver var að slá kirkjugarðinn í Goðdölum og áleit að það væri ég, sem og var, en á þeim tíma átti ég að sjá um hirðingu garðsins. Vísan er ekki rétt í blaðinu, hefur skolast á löngum tíma, svo ég noti orðalag Marka-Leifa. Ef eitthvað var missagt kallaði Leifi það skol. Rétt er vísan þannig: Oddvitinn er eins í flestum grein- um, alla að flá. Djöflast yfir dauðra manna bein- um, með dreginn ljá. Það leiðréttist að ég var oddviti 1958 til 1970 en ekki til 1974. Eftir 1970 var ég einhver ár fjallskilastjóri í þjónustu hreppsnefndar. Samkvæmt ættarskrá minni, eins og hún er rakin í DV, er ég kominn af Goðdalaprestum er héldu þann stað nær alla 18. öldina. Sveinn Pálsson var Bjöm Egilsson I Bjöm Egilsson frá Sveinsstööum. I núbúsetturáDvalarheimilialdr- I aðra á Sauöárkróki. er áttatíu og I flmmáraidag. I Bjöm teddist á Sveinsstööum í I Lýtingsstaðahreppi og ólst þar upp. I Hann var á Mælifelli hjá séra I TryggvaKvaran 1920-1925 enflutt 1 istþáafluraðSveinsstööummeð I foreldrum stnum. Bjöm var bóndi á I Sveinsstöðum 1930-1970. Hannvar I ekki i formlegum skóla en faðír hans 1 kenndi honum fram að fermingu og einnig lærði hann hjá séra Tryggva I á Mælifelli. Fullnaöarprófl lauk I Bjöm 1919 og fékk góða einkumi í I kristnumfræöum.landafræöiog I söguenheldurslakaraíreíkningi I og skrifl. Hann var tiu vetrarvertið- I irsuðurmeösjóáárunum 1929-1940 I og var varðmaður á 1 lofsafrétt mcð I Jökulsá eystrisumrin 1946-1949. |rmeðhiálpari i Goödala- kirkju 1952-1970 og formaöur sókn amefndar og safnaðarfulltrúi 1958- 1970. Hann var oddviti Lýtings- staðahrepps 1958-1974 og var þá ort um hann þessi visa er hann var að slá kirkjugaröinn: „Oddvitinn er eins í öllum greinum. /alltaf aö slá: /djöflast um i dauðra manna bein- um. 'meö deigan ljá." Bjöm er mik- ill feröagarpur og hefur safnað þjóö legum fróöleik. Hann hefur skrifaö mikiö í blöö og timarit. Foreldrar Bjöms voru Egill Bene- diktsson. b. á Sveinsstööum. og kona hans, Jakobína Sveinsdóttir. Egjll var sonur Benedikts, b. á Skoröugili. Kristjánssonar. Móöir Benedikts var Sigriöur Benedikts- dóttir, b. í Gilkoti, bróöur Sveins læknis og náttúrufræðings. Bene- dikt var sonur Páls. b. og gullsmiös á Steinsstööum. Sveinssonar. prests i Goödölum. Pálssonar. Móðir Sveins var Þorbjörg Oddsdóttir. annálaritara á Fitjum. Eirikssonar. b. á Fitjum, Oddssonar. biskups i Skálholti. Einarssonar. Móöir Egils var Ingibjorg. systir Indriða rithöf- undar. Faðir þeirra var E inar. b. á Krossanesí. Magnússon. prests í Glaumbæ. Magnússonar. Móðir Einars var Sigriöur Halldórsdóttir Vidalín. klausturhaldara á Reyni- stað, systir Önnu. langömmu Elnars Benediktssonar skálds. Móðir Hall- dórs var Hólmfriöur Pálsdóttir Vídalin. lögmanns i Vlöidalstungu. Móöir Páls var Hildur Arngrims- dóttir læröa, offlóalis á Mel. Jóns sonar. Móöir Ingibjargar var Eup- hemia. systir Konráös Fjólnis manns. Euphemía var dóttir Gisla. sagnaritara og skálds. Konráösson Jakobina var dóttir Sveins. b. á Lýtingsstööum. Arasonar, b. á B|öm EgilMOn. Vatni. Arasonar. b. i Leyningi. Sveinssonar. prests á Knappstöö- um. Jónssonar. Móöir Jakobínu var Guðbjörg Ijósmóðir Beniaminsdótt- ir. b. á Lýtingsstööum. Jónssonar, b og blóötpkumanns á Tunguhálsi, bróöur Jóns Godda galdramanns. Móöir Guöbjargar var Björg Olafs- dóttir. b. i Valadal. Andréssonar. ættfööur Valadalsættarinnar. prestur í Goðdölum um miðja þá öld. Hann var mikill búsýslumaður og rík- ur en Ludvík Harbó gerði lítið úr gáfum hans og bókmenntaiðju. Kristnihald hans var þó vitalaust og hann flutti góðar bænir fyrir sóknarbörnum sín- um. Eftirfarandi bæn er sagt að séra Sveinn hafi flutt af prédikunarstóli: Ó drottinn miskunna þú aumum lýð, einkum á Hofi og Bjarnastaðahlíð, Bakkakoti og Bústöðum, Breiðargerði og Ánastöðum, komdu seinast að Sveinsstöðum. Ég lærði ekki að aka bíl, langaði ekki til þess og þegar ég var í embættinu í minni sveit fór ég gangandi milli bæja og flýtti mér ekki. Þá kvað Sigfús Stein- dórsson: Mjög í fang á meyjunum, manninn langað hefur. Hingað og þangað hleypur um, hingað og þangað sefur. Eitt vantar í afrekaskrá mína sem gerð er í DV. Á árunum milli 1970 og 1980 var ég fjögur ár kirkju- og kirkju- garðsvörður á Króknum og eitt sinn með endemum. Það var við messu í Sauðárkrókskirkju. Presturinn mátti ekki bera hökul í prédikunarstól og þegar ég átti að afskrýðg hann var ég steinsofandi. En lánið var með svo ekki urðu helgispjöll. Helgi Rafn kaupfé- lagsstjóri sat hið næsta mér og ýtti við mér. Fyrir austan Sauðárkrókskirkju heitir Kirkjutorg, fallegasta svæðið í bænum. Á kirkjustjórnarárum mínum á Króknum hætti ég að brúka neftóbak og annað var talað um. Tíkin hans Ármanns var sí og æ á hlaupum um Kirkjutorg en Ármann bjó í stórhýsi við torgið er sumir kalla Rússland. Vondir menn uppnefndu Kirkjutorg- ið og kölluðu það Tíkartorg. Rósberg G. Snædal kvað: Nú er einn í okkar borg, orðinn hreinn um nefið. Varla neinn um Tíkartorg, tekur beinna skrefiö. RIKISSPITALAR Kópavogshæli Starfsmenn óskast til starfa við umönnun vistmanna. Starfið felur í sér þátttöku í þjálfun, útiveru og al- mennum heimilisstörfum, þ.m.t. þrif og ræsting. Æskilegt er að umsækjendur hafi starfsreynslu með þroskaheftum. Starfsmenn óskast til starfa við ræstingar. Um er að ræða 50% starf, vinnutími frá 8.00-12.00 eða eftirsamkomulagi. Sjúkraliðar óskasttil starfa á deild 8 sem er hjúkr- unar- og ellideild. Starfshlutfall samkomulagsatriði, dag- og kvöldvaktir. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið framhaldsnámi fyrir sjúkraliða í elli- eða geðhjúkrun. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Sigríður Harðardóttir hjúkrunarforstjóri í síma 602700. Reykjavík 22. ágúst 1990. Islendingarnir í Irak Jón Gíslason hringdi: Nú er ofarlega á baugi hvernig koma eigi Vesturlandahúum í írak og Kuwait til aðstoðar og fá þarlenda valdhafa til að sleppa þeim lausum. Þeir íslendingar, sem þarna eru, eitt- hvað 7 til 8 manns, eru sagðir vera í sama hópi og aðrir Norðurlandabú- ar. Þó eru fréttir ekki traustari en svo að ekki er fyllilega hægt að greina á milli hvort það eru Svíar einir sem hafa milligöngu eða ein- hver sameiginlegur aðili fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar. Þó skilst mér frekar að það séu Svíar sem þarna fara með umboðið, alla vega fyrir okkur íslendinga. Það er þarna sem mér finnst hníf- urinn standa í kúnni. Ég er nefnilega ekkert hrifinn af því að það skuli vera Svíar sem beðnir hafa verið um að hafa forsjá fyrir málum þarna eystra. Ég treysti ekki Svíum fyrir neinu sem okkur varðar. Ég held að betra hefði verið að íslenska utanrík- isráðuneytið hefði sjálft reynt að hafa þarna áhrif, milliliðalaust. Nú eru þær fréttir líka að berast þarna austan frá að Svíar ætli að afþakka boð íraka um að sleppa þessu fólki frá írak! Og þá íslending- ar meðtaldir. Ef svo er að Svíar eru farnir að taka ákvörðun fyrir okkur íslendinga upp á eigin spýtur finnst mér þeir vera farnir að taka sér nokkuð mikið vald. Nema þeir hafi áður ráðgast við íslenska utanríkis- ráðuneytið og ákveði þetta með þess samþykki. Ég held að við íslendingar ættum að gera sjálfstæða tilraun til að fá þá íslendinga lausa sem vilja fara frá þessum löndum en ekki treysta á Svía eða aðra. Nú erum við Islend- ingar þátttakendur í aðgerðum þarna eystra með því að vera eitt af ríkjum Sameinuðu þjóðanna og því er það kannski bara út í bláinn að reikna með því að íslenskir ríkis- borgarar sæti öðrum örlögum en aðrir Vesturlandabúar sem taldir eru eiga í erjum við íraka. En ekki skað- ar að gera sjálfstæða tilraun til bjarg- ar. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðið hefur verið að velja nemendur til náms í flug- umferðarstjórn sem væntanlega hefst í byrjun vetrar 1990. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlis- fræði verða haldin í september nk. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast tilskildar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdentsprófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmálastjórn á fyrstu hæð flugturnsbyggingar á Reykjavíkurflug- velli og á skrifstofu flugvallarstjóra, Leifstöð, Kefla- víkurflugvelli, og ber að skila umsóknum þangað fyrir 1. september ásamt staðfestu afriti af stúdents- prófsskírteini og sakavottorði. Flugmálastjóri - EINSTAKT A ISLAND 1 íslenskur starfsmaður S.Þ. í írak: Allt í góðu gengi? Margrét Sigurðardóttir skrifar: Ég hlustaði á fréttir nú nýlega þar sem rætt var við íslenskan starfs- mann Sameinuðu þjóðanna sem er þar á vegum samtakanna. Þessi starfsmaður lét hið besta af sér, sagði að nóg væri að bíta og hrenna og ekki væsti um hann. Hann myndi starfa þarna eins og ekkert hefði ískorist og eiginlega skildist manni á þessum íslenska starfsmanni að þarna væri allt í besta gengi. Ég er ekki viss um að þessi starfs- maður (þótt hann sé á vegum S.Þ.) viti hvað ástandið er alvarlegt. Ég held að hann geri sér vonir um að vegna þess að hann er þarna á vegum S.Þ. þá séu hann og aðrir slíkir starfsmenn óhultir. Ég veit ekki hvað þessi maður starfar þarna, það er kannski eitthvað alveg sérstakt verk- efni sem hann hefur verið kallaður til að gegna og er því þarna með sam- þykki hins ógnvekjandi einvalds sem flestir óttast nú frekar en hitt. Ef svo er þá er þetta bara gott og blessað. Ég er hins vegar hrædd um að brátt verði komið annað hljóð í strokkinn þar sem S.Þ. liðið er áreiðanlega ekki velkomið þama í írak frekar en aðr- ir Vesturlandabúar. - Ég yrði ekki hissa þótt næsta viötal við íslenska piltinn hjá S.Þ. í írak yrði með öðrum blæ en það sem heyrðist á öldum ljós- vakans fyrir nokkrum dögum. Mér varð satt að segja um og ó að heyra þennan íslending tala með sérstöku steigurlæti (að mér fannst) um dvöl sína þarna á vegum S.Þ. Getur verið að íslendingar geri sér enga grein fyrir þeirri ógn sem öllum stafar af ástandinu við Persaílóann, ástandi sem getur þá og þegar borist til flestra ef ekki allra landa Evrópu og gert hana að einum vígvelli eina ferð- ina enn? ösö\us Efni meóal annars: Ætti aó lögleióa fíkniefnin? Hvaóa gagn gera trén? Hann bjó til rifu ó jórntjaldiö Hinn ógleymanlegi Laurence Olivier Hugsun í oróum Meó tímasprengju í höfóinu • Heimshöfin snjóboltar utan úr geimnum? • Dularfullu Michelin-mennirnir • í helgreipum óttans • Ertu örgeója? • Þeim tókst ekki aó deyja • Ríki ryksins • Lótra-Björg • Hver ó aó annast foreldrana? • Þú getur sigrast ó þunglyndi • Krosstölugótan sími 27022 TIMARIT FYRIR ALLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.