Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. Dýravinir i Ástralíu klæddu sig upp á á hrollvekjandi hátt til að mót- mæla sölu á varningi úr skinnum um helgina. Myndirnar eru teknar á George-stræti i Sydney. „Skinnum klæðast aðeins falleg dýr - og Ijótt fólk,“ mátti lesa á mótmælaspjöldum dýravinanna. Reuter Sviðsljós Það er nóg að gera hjá krökkunum í Vestmannaeyjum nú. Þeir eru úti öll kvöld og jafnvel fram á nætur - reyndar heilu fjölskyldurnar - að aðstoða viö að ná pysjum sem eru að fijúga úr holum sinum i nálægum klettum. Fljúga þær þá oft beint á Ijósin I bænum þegar dimma tekur. Krakkarnir sleppa þeim í sjóinn þegar birtir og á myndinni er Kjartan Stefánsson með lundapysju sem hann sleppti skömmu síðar. DV-mynd Ómar Garðarsson Ólyginn sagði... Meðspilari prinsins kallar á hjálp þegar Ijóst var að Karl var töluvert slasaður eftir að hann féll af hest- baki. konu sinni - nokkuð sem er hættu- legt fyrir hjónabandið, að sögn hjónabandsfræðinga - en það er önn- ur saga. Þegar slysið átti sér stað var Karl fluttur í sjúkrabíl á Cirencester sjúkrahúsið. Hjúkrunarfólkiö ætlaði Díana fylgir Karli út af sjúkrahúsinu þar sem gifs og fatli var settur á hann vegna handleggsbrotsins. Við útgöngudyrnar var prinsinn strax byrjaður að heilsa fólki með handabandi. Vandræðin voru bara að hann þurfti að gera það með vinstri. og hann fékk sína hjúknm. Þegar þetta gerðist var Díana í Lon- don - um 150 kílómtetra í burtu. Hún ætlaði að hætta viö að fara á óperuna La Boheme og vildi keyra í snatri til sjúkrahússins. Prinsinn vildi ekki heyra á það minnst og hvatti konu sína til að fara á óperuna með vin- konu sinni eins og hún hafði lofað. Hjónakomin sáust loksins daginn eftir þegar Díana kom á sjúkrahúsið eftir að Karl hafði dvalið þar nætur- langt. Prinsinn heilsar nú með vinstri að færa prinsinn fram fyrir í röð þeirra sjúklinga sem biöu en hann sagði nei: „Ég ætla að bíða þangað til röðin kemur að mér,“ sagði hann við lækn- ana. Eftir kvalafulla bið í eina klukkustund kom loksins að Karh - handleggsbrotnaði á hægri handlegg í pólóleik Díana hraðar sér í óperuna sama kvöld og Karl handleggsbrotnaði. Eiginmaðurinn tók ekki i mál að hún sviki vinkonu sína sem hún hafði lofað að fara með. Þegar maður, sem er þekktastur fyrir að taka í höndina á fólki, slas- ast og hefur hægri höndina í fatla verður hann annaðhvort að halda sig heima hjá sér eða að brjóta siðaregl- ur og heilsa bara með vinstri hend- inni. Karl Bretaprins valdi síðari kost- inn eftir að hann handleggsbrotnaði í pólóleik fyrir nokkru. Hann getur nú heilsað fólki eins og hann vill en póló getur hann ekki leikið í nokkrar vikur eða mánuði. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Einn er augljós kostur viö handleggsbrot prinsins af Wales: Díana prinsessa hefur nefnilega aldr- ei þolað þessa íþrótt, hvað þá að eig- inmaður hennar sé á kafi í sportinu. Hins vegar er hætta á því að Karl þurfi að vera meira heima við hjá Anna prinsessa Norðmenn vonast nú eftir að fá Önnu Bretaprinsessu í heimsókn til Noregs. Vonimar eru heldur langsóttar - en það er alltaf ljós í myrkrinu hjá mönnum með vík- ingablóð í æðum. Nú segja frænd- ur vorir að góðir möguleikar séu á því að Anna fái friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta er byggt á því að nokkur Afríkuríki hafa mælt með prinsessunni - eftir að móðir hennar hafði sjálf stungið upp á því við nokkra landstjóra í Afr- íku. Að vísu hefur prinsessan unnið mikið í þágu bágstaddra barna en heldur er þetta nú drau- mórakennt hjá Norðmönnum. Engu aö síður segja þeir: „Ef hún fær friðarverðlaunin kemur hún til Noregs þann 10. desember!!! ■ MargrétDana- drottning Meira um frændur vora. Fær- eyingar urðu heldur betur upp með sér fyrir nokkru þegar Margrét Danadrottning klæddist færyeyskum þjóðbúningi í tilefni af heimsókn sinni til eyjanna fyr- ir nokkm. Þrátt fyrir að mjög erfitt sé að lenda stórum flugvél- um á vellinum í Vogi fór drottn- ingin í flugvél til Færeyja - þó svo að hún vilji fremur ferðast á ann- an hátt. Margrét ferðaðist meira að segja einnig í þyrlu í Færeyj- um með Hinriki eiginmanni sín- um. Þetta var í fyrsta skipi í sex ár sem drottningin fór aö heim- sækja þegna sína í Atlantshafinu. John Cleese hefur munninn fyrir neðan nef- ið. Gamanleikarinn var giftur Barböm Trentham en þau skildu síðan eftir tveggja ára stapp: „Viö ákváðum að prófa hvemig það væri að skilja að skiptum. Eftir tvö slík ár sáum við að það gekk svo vel að við ákváðum að gera alvöru úr skilnaðinum," segir Cleese. Hann er nú farinn að gera hosur sínar grænar fyrir sjúkraþjálfaranum Alice-Fay Eichelberger.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.