Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUÐAGUR 22. ÁGÚST 1990.
3
Fréttir
Fjármálaráðherra heimsótti Shppstöðina á Akureyri:
Allt í óvissu með
sölu á nýja skipinu
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Fjármálaráöherra kom hérna í
fyrirtækið en þaö haföi staöið til
lengi að hann kæmi hingað og hann
kynnti sér m.a. ástandið hjá okkur
vegna þess að við höfum ekki getað
selt skipið sem við smíðuðum á sín-
um tíma,“ sagði Sigurður G.
Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar
á Akureyri, um heimsókn Ólafs
Ragnars Grímssonar í fyrirtækið fyr-
ir helgina.
„Þetta vandamál var rætt og menn
veltu fyrir sér þeim möguleikum sem
eru á því að við getum selt skipið.
Akureyri:
5og6árabörn
í umferðarskóla
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar,
Umferðarráð og lögreglan á Akur-
eyri eru að hrinda af stað umferðar-
fræðslu fyrir 5 og 6 ára börn en þetta
er í fyrsta skipti sem bömum á Akur-
eyri gefst kostur á að sækja nám-
skeið umferðarskólans.
Umferðarfræðslan fer fram í sam-
vinnu við gmnnskóla bæjarins en
fóstrur og lögreglumenn annast
kennsluna. Hvert bam kemur tví-
vegis í fræðsluna og er í um klukku-
stund í senn. M.a. er farið yfir nokkr-
ar mikilvægar umferðarreglur furir
gangandi fólk, íjallað um hjólreiðar
og nauðsyn þess að alhr noti bílbelti
og bílstóla.
Umferðarskóhnn verður á Akur-
eyri 27.-30. ágúst. Fyrri dagana tvo
við Bamaskóla Akureyrar, Síðu-
skóla og Oddeyrarskóla en síðari
dagana tvo við Lundarskóla og Gler-
árskóla.
Egilsstaðir:
íslandsmót í
torfæruakstri
Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödum:
Keppni í torfæruakstri - liöur í ís-
landsmótinu í torfæruakstri - var
háð á Egilsstöðum á sunnudag og
urðu úrslit þessi.
í flokki sérútbúina bíla sigraði Ámi
Kópsson, Bíldudal. Guðbergur Guð-
bergsson, Reykjavík, varð annar og
Gunnar Guðmundsson, Reykjavík
þnðji.
í flokki götubfla varð Gunnar
Smári, Höfn í Homafirði, sigurveg-
ari. Finrnu- Magnússon, Egilsstöð-
umm, varð annar og Steingrímur
Ami Thorsteinsson, Reykjavík,
þriðji.
700 hreindýr
felldíhaust
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum:
Nú er kominn tími hreindýraveiða.
Alls var úthlutað 600 dýrum til
hreppa hér austanlands og þar að
auki verða felld 100 dýr fyrir sjóð til
rannsókna.
Dýrin halda sig nú einkum inni við
Snæfefl og vom talin þar 1800 dýr
fyrir skemmstu. Það eru um 400 fleiri
en á sama tíma í fyrra og eru einkum
fleiri kálfar nú en þá. Veiðar em
ekki hafnar af ráði en sérstakir menn
í hverjum hreppi skipuleggja veið-
arnar og sjá um þær.
Það er ekki verið að horfa á neina
sérstaka leið í því sambandi heldur
er verið að leita leiða til þess að við
getum losnað við skipið.
Ég held að við höfum misst af ansi
góðu tækifæri til að selja skipið þegar
Meleyri á Hvammstanga vildi kaupa
það en fékk ekki. Þá gátum við selt
það á verði sem við gátum vel sætt
okkur við. Skipið hefur verið á sölu
bæði hérlendis og erlendis og ég er
nýbúinn að svara tveimur fyrir-
spurnum um það erlendis frá. Máliö
er bara í óvissu og veriö að leita leiða
til að losna úr þessu ástandi,“ sagði
Sigurður.
NYJUNG !
risjfi
- COLT
MEIRI ORKA - SAMA BENSÍNEYÐSLA
sm
nyir rnsrnM
1,3 lítrar/1,5 lítrar — 12 ventlar — Einn yfirliggjandi lcambós
Þessir nýhönnuðu 12 ventla hreyf lar hafa áberandi meira snúningsvægi yfir allt snúningshraða-
sviðið, en þeireldri. Þetta hefurtekist með því að koma fyrir þremurventlum fyrirhvern strokk,
tveimur mismunandi stórum sogventlum og einum mjög stórum útblástursventli. Með þessu
móti verður gegnumstreymi eldsneytisblöndunnar virkara og skolun útblástursloftsins betri.
Þannig afkastar 1,3 I hreyfillinn 79 hö. í stað 70 áðurog 1,5 I hreyfillinn 87 hö. í stað 75 áður.