Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. 15 Forgangsröð félagsmálaf urstanna Neyöarástand á heimilum sjúkra gamalmenna vegna lokana á spítulum: Fólk innilokað svefn- laust vikum saman .Viö finnum mun mcira fyrir x-ssu vandræöaástandi núna en i 'yrra. Kolk er veikara hcima og fieiri útsknfaöir af sjukrahusum. I sumar erum við meö marga sjúkl icm yfirleitt hafa getað fariö í hvildarinnlogn i fjórar vikur á scx vikna fresti. til að hvila aöstandend og heimilin. haö hafa þeir ekki gctaö i sumar vegna lokana á spit- ulunum Aöstandendur eru þvi meö þetta fólk hcima allt sumarið og á endanum getur lariö svo að viö stöndum uppi mcö tvo sjuklmga i staö eins." sagöi híúkrunarfræðing hjá heimahjúkrun Heilsuvemdar- stoövarinnar i samtali viö OV. í fréttatilkynningu sem félagsráö- gjafar i oldrunarþjónustu og sjúkrahúsum hafa sent frá sér - mikiöálagáheimahjúkrunina deildum sjukrahusa. Þar setór mcöal annars: „Góð hcilsuga-sla á Islandi er rómuð og þykir þaö skjota nokkuð skókku við þegar veikir aldraötr cin staklingar eru sendir hcim af sjúkra húsum vegna lokunar á deildum þeirra... Sumir þcssara cinstakl inga þurfa á mikilli umonnun og efi irliti að halda alla daga og hcfur heimkoma þeirra valdið neyöar- ástandi á morgum heimilum i Reykjavik i sumar... Sumar lokanir sjúkrastofnana valda tugum og jafn- vel hundruðum einstaklinga ómæld um crfiðleikum og eru hokstaficga mðurUcgjandi fynr þá scm hér ciga i hlut. Þessir aöilar ciga rétt á aö vita til hvers er unnið." Aö lokum er spurt: „Hver er raunverulegur heilbhgöisþjónustunni Halaekki undan Mikið álag er á heimahjukrumna mcöan lokun sjúkrarúma fyrir aldr aöa stendur yfir. Við hcimahjúkrun starfa um 60 hjúkrunarfræöingar. sumir i hálfu starfi. Mcðan ástandið cr jafnslæmt og nú hefur verið (jólg aö á kvoldvakt en engu aö siður hcf ur starfsfólk hcimahjúkrunar vart undan. 150 heimila er vitjaö hvem dag. margra Ivisvar og þrisvar á dag. „Viö höfum vart undan þar scm heitnahjúkranin er ckki i stakk búin aö nueta þcssari miklu þorf á hjukr un sem skapast viö lokanimar. Manni finnst maöur eiginlega ekki vinna markvisst og ekki leysa nein vandamál þegar astandið er svona Það cr ofl spummg hvort ódýrara sé unarfræöingunnn. I samtalinu kom fram da-mi um heimili þar sem eiginkona heima mcö sjukan ciginmann Kæmist hún ckkert út og væri lokuð inni mcstan part sumarsins. Sjúkl- ingunnn gæti vcrið crfiöur og oro legur og þvi ekki mikiö um svcfn á nætumar. „Kólk cr þvi innilokaö og svefnlaust langtimum saman og það heldur enginn út." j slikum tilfrllum hefðu hvildarinnlagnir reynst vel þcgar dcildunum væri lokaö i marga mánuöi vissi fólk hreinlega ekki hvert og hvernig það ætti aö „Þctta er mjog kreQandi starf fyrir okkur og heimilisfólkiö Kólk veit ekki hvemig það er fyrr en þaö próf- ar þaö. Við aösiæöur sem þcssar cr „I DV hafa m.a. birst frásagnir af þeim erfiðleikum sem þessar aógerð- ir hafa leitt yfir heimili og skyldfólk sjúklinga og gamalmenna", segir hér m.a. Sþ. 464. Breytingartillaga | við frv. til fjárlaga fyrir árið 1990. Frá Páli Péturssyni, Eiði Guðnasyni, Guðmundi Ágústssyni og Hjörleifi Guttormssyni. [1. mál] Vid 6. gr. Á eftir 6.1 komi nýr iiður sem orðist svo: Að kaupa dagblöð fyrir skóla, sjúkrahús og aðrar þjónustustofnanir rikisins, allt að 500 I eintökum af hverju blaði umfram það sem veitt er til blaðanna í 4. gr. og ílið 6.1. Breytingartillagan um að þrefalda skyldukaup rikisins á dagblöðum. - „Þessi viðbót ein kostar um 36 milljónir króna“, segir greinarhöf. enn- fremur. Að undanfornu hafa birst fregnir af því ófremdarástandi sem skap- ast hefur víða í heilbrigðiskerfinu vegna sparnaðarráðstafana ríkis- stjómarinnar. Hér í DV hafa m.a. birst frásagnir af þeim erfiðleikum sem þessar aðgerðir hafa leitt yfir heimili og skyldfólk sjúklinga og gamalmenna sem send hafa verið unnvörpum heim án þess að þar séu nokkrar aðstæður til viðhlýt- andi aðhlynningar. Þá hafa og verið sýndar myndir af sjúklingum sem orðið hefur að hola niður á göngum og í skotum sjúkrahúsanna. - Allt vegna niður- skurðar hjá ríkisstjóm jafnréttis og félagshyggju. Pólitísk ákvörðun um sparn- að Áður hefur að vísu oft þurft að loka einstökum sjúkradéildum á sumrin vegna viðhalds á húsnæði og sumarleyfa en ekki síst vegna skorts á hjúkrunarfólki og ööru starfsliöi. Hefur það vissulega oft komið illa við marga. En aldrei áður, a.m.k. ekki hin síðari ár, hefur deildum verið lokað vegna póhtískrar ákvörðunar.rík- isstjómar og stjómarmeirihluta á Alþingi um sparnaö. - Það er rétt að endurtaka þetta: Þær lokanir sem nú hafa dunið yfir ýmsa þá sem verst era við því búnir að mæta slíku eru til komnar með póhtískri ákvörðun um niður- skurð. Alveg er dæmigert að hinir svokölluðu félagshyggjuflokkar skuli bera ábyrgð á því. Ríkisspítalarnir fá á þessu ári rúma 5 milljarða króna til starf- semi sinnar samkvæmt íjárlögum. KjaUarinn Geir H. Haarde alþingismaður Mér er tjáð af þeim sem til þekkja, að með 60 milljón króna viðbótar- framlagi hefði mátt komast hjá erf- iðustu lokunum á öldrunar- og bæklunardeildum ríkisspítalanna og standa með mannsæmandi hætti aö því að draga úr starfsemi vegna sumarleyfa. Með hinum harkalegu sparnað- araðgerðum tekst sem sé að nurla saman 60 milljón króna sparnaði hjá ríkisspítulunum. Það má með sanni segja að allt sé hey í íjárhags- harðindum Ólafs Ragnars og félaga og eflaust verður gott fyrir þá að hafa þessa aura upp í fjárlagagatið sem gert er ráð fyrir að verði um 4 milljarðar. Flokkssneplarnir fengu auk- ið framlag En hafa menn gert sér grein fyrir því aö flokksblöðin í landinu fá hærri fjárhæð úr ríkissjóði en þess- um sparnaði nemur? Á síðasta degi þingsins fyrir jól var að fmmkvæði þingflokksform- axma stjómarhðsins samþykkt til- laga um að þrefalda skyldukaup ríkisins á dagblöðum og fjölga keyptum eintökum úr 250 í 750! Sú tillaga var aö sjálfsögðu sam- þykkt með atkvæðum þingmanna og ráðherra félagshyggjuflokkanna í harðri andstöðu við okkur sjálf- stæðismenn. . Þessi viðbót ein kostar ríkissjóð um 36 milljónir króna. Til viðbótar fá svo flokkssneplarnir, sem ekki er hægt að gef út án opinberra framlaga vegna þess hve fáir kaupa þá ótilneyddir, tugi milljóna í bein ríkisframlög. Fjárlögin í ár gera ráð fyrir tæp- lega 62 milljóna króna framlagi í þá starfsemi. - Þar finnst félgas- hyggjuliðinu ekki ástæða til að spara. Nei, félagshyggjuforingjamir hafa sína forgangsröð á hreinu! Flokksblööin þeirra og gæðingarn- ir þar skulu fá sitt, hvað sem tautar og hvað sem líður niðurskurði og sparnaði í brýnni og viðkvæmri heilbrigðisþjónustu. Þannig er vel- ferðarkerfi félgashyggjufurstanna í reynd. Geir H. Haarde „En aldrei áður, a.m.k. ekki hin síðari ár, hefur deildum verið lokað vegna pólitískrar ákvörðunar ríkisstjórnar og stjórnarmeirihluta á Alþingi um sparn- að.“ Konungsríki og gaddavír í fegursta veðri og hásumardýrð tókum við tveir félagar pkkur upp og riðum í tvo daga um Árnesþing, Holt og Rangárvelli. Enn laukst upp fyrir mér sá sannleikur, að landinu kynnist maður best af hestbaki. Leiðir þessar hafði ég oft farið akandi, en nú fyrst skynjaði ég landið, sveitirnar, bæina. Og ég fann líka hve sönn sagan um indjánana er, þá sem voru á ferðalagi og biðu annað veifið eftir sálinni sakir þess aö hún fór ekki eins hratt yfir og þeir. Það er eng- inn vafi á því að sálin á svolítið erfitt að fylgjast með þegar ekið er, þó ekki sé nema á löglegum há- markshraöa. Og það er líka satt að „knapinn á hestbaki er kóngur um stund“ eins og Einar Benediktsson orðaði það. Hann er kóngur sem horfir yfir ríki sitt, þá eign sem er fegurð landsins, hressandi norðangolan og „fjallhnúkaraðimar“ sem standa vörð um Suðurland. Þetta „á“ knapinn, það verður partur af honum meðan hestarnir tölta reið- götuna utan þjóðvegarins. Sagan og atburðir Einhvem tíma heyrði ég þá sögu að þegar Friðrik VIII. leit yfir Suð- urland af Kambabrún hefði hann sagt: „Ekki vissi ég að ég ætti svo stórt ríki.“ Kannski er þetta þjóð- saga, en þótt svo sé þá leikur vart váfi á því aö það hefir verið fyrir áhrif frá fórinni með Hannesi Haf- stein um landiö að hann mælti stuttu síðar hin áhrifamiklu orð um ríkin tvö. Þaö er annars undarlegt með sög- una og tengsl hennar við staði, og einkum í huga manns. Bæjarnafn vekur minningu um foma atburði, tiisvör, draugagang, óhugnanleg örlög eða fagurt mannlíf. Suður- land er hið víða svið Njálssögu, þeirrar sögu sem fjölbreytilegust er allra íslenskra bóka og þar sem víðast er skyggnst um í djúpum KjaHarinn Haraldur Ólafsson dósent mannlegra samskipta. Á sólheiðum morgni héldum við reiðgötur skammt frá Odda. Hug- urinn hvarflaði til Sæmundar, Jóns Loftssonar, og um þessa hóla skoppaði endur fyrir löngu litill sveinn, alinn upp við ættarsögur og frásagnir af skyldleika heimil- isfólksins við konunga á Norður- löndum. Vaknaði þá draumur þessa pilts úr Dölum vestur um að verða sjálfur höfðingi, jarl, jafnoki konunga eins og Erlingur Skjálgs- son eða Kálfur Árnason? Snorri Sturluson varð aldrei jarl, aldrei höfðingi íslands, en hann skóp sögu konunga, og hóf deilur um völd-og auð í æðra veldi með ritsnilld sinni. Konungsríki líða undir lok, ættir týnast, auður só- ast, en Heimskringla, saga konung- a, stendur óhögguð í aldanna rás. Að loka úti eða halda inni? En það er ekki sagan ein sem í hugann kemur á ferð um landið. Þegar farið er um helstu þjóðvegi er leiðin furðu greið og fáar hindr- anir sem tefja ferðamanninn. Hins vegar verður ýmislegt til að tefja reiðmanninn. Einhvers staðar hefi ég heyrt að gaddavír hafi fyrst veriö notaöur í Búastríðinu, og í heimsstyrjöldinni fyrri var þetta hernaðartæki vin- sælt á vígvöllum álfunnar, og allir kannast viö hve þessi framleiðsla hentaði vel í fangabúðum og út- rýmingarstöðvum. Þegar búið er að opna og loka tíu gaddavírshliöum á fáeinum klukkutímum vaknar sú spurning hvort hér sé p.ýlokið styrjöld og ekki hafi unnist tími til að rífa nið- ur öll þau ókjör af gaddavír sem strengdur er þvers og kruss um blómlegar lendur íslands. Þegar svo bætast við djúpir skurðir, gjarnan með gaddavír á bakkanum, þá er eins og farið sé um orrustuvöll. Það er allavega ekki auðvelt að vinna ísland með riddaraliði. „Garður er granna sættir" var sagt í gamla daga, og ekki efa ég að allur þessi gaddavír sé þaninn um hag a og engi í góðum tilgangi. Hins vegar er stundum eriftt að sjá, hvort heldur er verið að loka skepnur úti eða halda þeim inni. Margar girðingar em með þeim hætti að ótrúlegt er að nokkur skepna láti þær aftra fór sinni að ráði og gaddavírsdræsur hingað og þangað minna óþægileg á hernað fremur en friðsamt sveitalíf. Eins og fælinn hestur En ekki situr á gömlum sveita- manni, sem ahnn er upp við gaddavír, að fárast yfir girðingum. Mér lærðist ungum aö gaddavír getur rifið mann ilhlega og ber að umgangast hann með varúð. - Ég slapp því furðu vel frá samskiptum mínum við þetta vinsæla girðing- arefni í þetta sinn. Og ekki létum við félagar girðing- ar og misjafnlega vel hönnuð hlið hafa áhrif á gleði okkar yfir landi, hestum og veðri þessa sumardaga á Suðurlandi, minnugir þess að öll- um gaddavír verri er gaddavír hjartans (ef mér leyfist að umorða fræga setningu Hannesar Haf- stein), sá er fólk leggur milli sín og annarra og býr til girðingar sem eiga að halda öðrum úti en gera í raun ekkert annað en loka það sjálft inni. Rithöfundur, sem halda átti ræðu, var spurður um hvað hann ætlaði að tala. „Ég veit það ekki fyrr en ég er búinn að tala,“ svar- aði hann. Einhvern veginn finnst mér þetta hafa verið Oscar Wilde. En hver sem hann var þá er ég kominn í svipaða stöðu. Eg ætlaði að skrifa smápistil um fegurð landsins, en þvældist svo út í gaddavír og er nú eftir undarlegum leiðum farinn að vitna í erlenda rithöfunda. En svona er hugur mannsins illa taminn og hleypur út undan sér við minnsta tilefni eins og fælinn hestur. Haraldur Ólafsson „Þegar búið er að opna og loka tíu gaddavírshliðum á fáeinum klukku- tímum vaknar sú spurning hvort hér sé nýlokið styrjöld.“ Gaddavir, gaddavir... - „I heimsstyrjöldinni fyrri var þetta hernaðar- tæki vinsælt á vigvöllum álfunnar“, segir m.a. i greininni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.