Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. 11 Utlönd Persaílóadeilan eykur á efnahagsvanda Filippseyinga: Stjórn Aquino spáð falli Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, stendur nú frammi fyrir vandamálum sem gætu gert það að engu sem hún hefur fengið áorkað með baráttu sinni allt frá því eigin- maður hennar var myrtur fyrir sjö árum. Hægri sinnaðir uppreisnarmenn úr hernum róa að þvi öllum árum að koma Aquino úr valdastóh og þeir standa nú fyrir nýrri röð sprengjutilræða í höfuðborginni Manila. Það þykir ekki einleikið að þessi nýja herferð gegn Aquino hefst á saman tíma og útiit í efna- hagsmálum fer versnandi með hækkandi olíuverði. Bæði stjómmálamenn á Fihpps- eyjum og stjónmálaskýrendur hta á sprengjutilræði síðustu daga sem undanfara nýrrar atlögu við Aquino. Verðbólga fer vaxandi og fátækt er landlæg. Ef þessi atriði duga ekki ein sér til að koma af stað ógnaröld í landinu þá má í það minnsta reyna að kveikja ófriðar- bál með tilviljunarkenndum sprengjutilræðum. Og þá vantar enn eitt atriði inn í myndina. Skæruhðar kommúnista halda áfram baráttu sinni á sama tíma og verið er að ræða um framtíð bandarískra herstöðva á eyjunum. Liðónýtir og spilltir ráðherrar Teodoro Benigno, fyrrum tals- maður forsetans, hefur sagt að mjög eigi eftir að þrengja að stjórn Aquino á komandi mánuðum. Vin- sældir forsetans fara minnkandi og aukast ekki á meðan uppreisn- arforingjar á borð við Gregorio Honsan leika lausum hala. Maximo Sulhvan, ritstjóri dag- blaðs sem hingað til hefur verið þekkt að stuðningi við Aquino, sak- ar hana um að safna að sér liðónýt- um ráðherrum sem hafi aðeins áhuga á að skara eld að sinni eigin köku. Þegar Marcos, fyrrum forseti, hrökklaðist frá völdum vakti Aquino vonir almenning um betra líf í framtíðinni. Margir töldu að með valdatöku hennar hefðu orðið þáttaskh í sögu eyjanna. Nú finnst mörgum sem Aquino hafi brugðist. Valdatíð hennar hefur verið tími stöðugra blóðsúthehinga. Sex sinn- um hefur verið reynt að steypa henni af stóli og efnahagsmálin virðast vera í enn meiri ólestri en þegar hún kom til valda. „Það hafa margir þá tilfinningu að enginn ráði í raun og veru í landinu," er haft eftir einum þing- manni sem er að gefast upp á stuðningnum við Aquino. EnrUe, fyrrum vamarmálaráðherra, lýsti ástandinu svo í ræðu í þinginu að á Fihppseyjum ríkti póhtískur óstöðugleiki, ofbeldi og spilhng. Glæpaflokkar vaða uppi Þrátt fyrir að nánast fullkomin harðstjórn hafi ríkt á valdatíma Marcosar þá bendir fátt til að úr mannréttindabrotum hafi dregið eftir að hann hvarf úr embætti. Glæpirnir eru ekki framdir af hinu opinbera lengur því nú hafa flokk- ar stigamanna tekið við hlutverki harðstjórans. Þá þykir það dæmigert um erf- iðleikana við að stjórna landinu að nú, sjö árum eftir að Benigno Aquino, eiginmaður Corason, var myrtur, hafa morðingjar hans ekki enn verið dæmdir. Almennt er tahð að Fabian Ver hershöfðingi hafi staðið á bak við morðið. Persaflóadeilan og miklir jarð- skjálftar í síðasta mánuði valda Fihppseyingum miklum erflðleik- um. Efnahagurinn mátti ekki við miklu þannig að nú má sjá fram á veruleg vandræði ef olíuverð helst jafnhátt næstu mánuði og það hef- ur verið frá því deilan hófst. Þeir eru tU sem halda því fram að vandamál landsins séu svo stór- kostleg að enginn forseti með tak- markaö vald geti ráðið við þau. Fyrr eða síðar komi að því að her- inn taki völdin og stjórni landinu með hervaldi. Reuter Corason Aquino forseti hefur reynt að halda friði í landinu en nú magn- ast vandamálin með hækkandi oliuverði og nýrri sprengjuherferð öfga- manna. Símamynd Reuter Tóbaksstríð í Austur-Evrópu Daglega látast átta þúsund manns úr lungnakrabba víðs vegar um heiminn. Vísindamenn vita að reykingar eru aðalorsökin og á heimsráðstefnu um krabbamein, sem haldin er í Hamborg, er þess vegna lögð mikU áhersla á hvernig hægt sé að koma í veg fyrir reyking- ar. En tóbaksframleiðendur láta sem ekkert sé og ætla sér nú að leggja undir sig markaðinn í Austur-Evr- ópu. í hverjum smábæ í Austur- Þýskalandi má sjá skilti með Marl- boro og Camelauglýsingum og þykir ljóst að stríð sé í vændum milli heU- brigðisyfirvalda og tóbaksframleið- enda. DN Sakar Stasi um fleiri morð Austur-þýska öryggislögreglan, Stasi, hefur ekki aðeins myrt land- flótta Austur-Þjóðverja í Vestur- Þýskalandi. Vestur-þýska dagblaðið Berliner Morgenpost skrifar að að minnsta kosti fimm Vestur-Þjóðverj- ar hafi verið myrtir af austur-þýsku öryggislögreglunni. HeimUdarmað- ur blaðsins er sagður vera einn helsti sérfræðingur Vestur-Þjóöverja í við- skiptum við Austur-Þýskaland. Sagði hann fómarlömb Stasi hafa verið vestur-þýska kaupsýslumenn sem fallið hefðu í ónáð hjá Austur- Þjóðverjum. Meðal annars átti einn Vestur-Þjóðverjinn, Uwe Harms, að hafa verið myrtur eftir að hafa gert athugasemdir við vopnasendingar Austur-Þjóðverja tU þróunarlanda. Harms var myrtur í Hamborg 1987. Hafði hann verið skotinn tU bana og líkið sett í plastpoka. Þegar lögreglan fann líkið nokkrum vikum seinna var máhð afgreitt sem uppgjör milli manna. Austur-þýska öryggislög- reglan á einnig að hafa myrt tvo hátt- setta menn í aust-vestur-þýsku fyrir- tæki þegar þeir voru í heimsókn í Austur-Þýskalandi. Upplýsingar þessar koma í kjölfar skrifa vestur-þýskra fjölmiðla í síð- ustu viku um að ýmsir landflótta Austur-Þjóðveijar hefðu verið myrt- ir af Stasi. í einu tilfellanna fannst morðinginn sem reyndist vera bU- stjóri frá Berlín. Hann viðurkenndi að hafa í áraraðir unnið fyrir austur- þýsku öryggislögregluna. í nýjasta hefti vestur-þýska tíma- ritsins Der Spiegel segir að fyrrum leiðtogum austur-þýska kommún- istaflokksins hafi veriö kunnugt um morðin í Vestur-Þýskalandi. Sam- kvæmt Spiegel ríkti þó ágreiningur um þau innan austur-þýsku stjórnar- innar. í tímaritinu segir að ráðherrann Willi Stoph hefði með aðstoð milli: göngumanns látið vestur-þýsku gagnnjósnaþjónustuna vita að Stasi ráðgerði morð á landflótta austur- þýskum hermanni sem á flóttanum hefði skotið til bana tvo austur-þýska hermenn. Ritzau Fjöldi bílasala, bíla- umboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum með góöum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugið aó auglýsingar í DV-BÍLAR þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09.00tiI 22.00 nema laugardaga frá kl. 09.00 ti I 14.00og sunnudaga frá kl.18.00til 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður aö berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.