Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 24
24
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990.
Smáauglýsingar -
■ Tilsölu
Barnaskóútsölunni lýkur í þessari viku.
Mikil verðlækkun. Dæmi: var 2290,
nú 1290. Stærðir 22 til 27.
Smáskór, Skólavörðustíg 6B, sérversl-
Vin með barnaskó. Sími 622812. Opið
laugardaga 10-13.
Bátamódel.Fjarstýrð bátamódel í úr-
vali, fjarstýringar og allt efni til mód-
elsmíða. Póstsendum. Tómstundahús-
ið, Laugavegi 164, s. 21901.
■ BOar til sölu
Til sölu er Scout II, árg 1977, 8 cylindra,
304 cup., sjálfskiptur, vökva-
stýri,veltistýri, 33" dekk, White-Spoke
felgur, no-spin læsingar að aftan og
framan, skoðaður, mjög gott eintak.
Uppl. í síma 91-666765 e.kl. 19.
Subaru statlon ’88, ljósblár, ekinn 49
þús. km, rafmagn í rúðum, aukadekk
á felgum, vel með farinn, verð 1.050
þús. Uppl. í vs. 44666 og hs. 32565.
Mercedes Benz 190, árg 1987, gullsans-
eraður, sjálfskiptur með vökvastýri,
centrallæsingum, leðurlíkisáklæði,
vetrardekkjum aukalega o.fl. Einn
eigandi frá upphafi. Sérstakur dekur-
bíll. Uppl. í síma 12066.
Suzuki Swift 1300 GL, árg. '87, til sölu,
5 gira, ekinn 49 þús. km, sumar- og
vetrardekk, er í fullkomnu lagi. Uppl.
í síma 91-41424 e.kl. 18.
Volvo F 1025 árg 78 til sölu. Góöur bíll.
Uppl. í síma 91-672080 á daginn og
98-65504 e.kl. 20.
Honda Civic árg. '86 til sölu. Ekinn 64
þús. km, rauður, beiriskiptur, 5 gíra,
2ja dyra. Verð 500 þúsund eða staðgr.
400 þúsund. Einnig til sölu Daihatsu
Charade ’88. Uppl. í síma 623138.
■ Ymislegt
Ágústtilboð. 10 tíma kort sem gildir í
15 daga kostar 2300. 10 tíma kort sem
gildir í 1 mán. kostar 2700. Ath. kortið
gildir aðeins fyrir einn. Tahiti sólbað-
stofa, Nóatúni 17, s. 21116.
Afmæli
Baldur Stefánsson
Baldur Stefánsson verkstjóri,
Hófgerði 28, Kópavogi, er sjötugur í
dag. Baldur er fæddur á Fáskrúös-
firði og ólst þar upp til átján ára
aldurs. Hann fluttist frá Fáskrúðs-
firði 18 ára til Hjalteyrar við Eyja-
fjörð. Baldur var starfsmaður í Síld-
arverksmiðjunni á Hjalteyri í tæpan
áratug til 1947 er haún fluttist til
Reykjavíkur en hefur búið í Kópa-
vogi frá 1950. Hann hefur unnið hjá
Áfengisverslun ríkisins, síðar
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,
frá 1947, fyrst sem bifreiðastjóri en
yfirverkstjóri frá 1966. Baldur
kvæntist 27. júní 1942 Margréti Stef-
ánsdóttur, f. 18. ágúst 1917. Foreldr-
ar Margrétar eru: Stefán Sigurjóns-
son, b. í Hallfríðarstaðakoti í Hörg-
árdal, og kona hans, Ella Stefáns-
dóttir. Börn Baldurs og Margrétar
eru: Stefán, f. 18. júní 1944, leikstjóri
í Rvík, kvæntur Þórunni Sigurðar-
dóttur, f. 29. september 1944, leik-
stjóra og rithöfundi, börn þeirra
eru: Baldur, f. 2. apríl 1971, nemi í
MR og Unnur Ösp, f. 6. apríl 1976;
Þorgeir, f. 17. júlí 1952, verslunar-
maöur hjá ÁTVR, býr í Kópavogi,
kvæntur Regínu Arngrímsdóttur, f.
11. apríl 1955, verslunarmanni, börn
þeirra eru: Guðmunda, f. 19. júlí
1972, nemandi í MK, Margrét, f. 9.
ágúst 1975 og Ólafur Jakob, f. 12.
mai 1983 og Vignir, f. 26. september
1956, trésmiður í Kópvavogi, kvænt-
ur Þóreyju Bimu Ásgeirsdóttur, f.
30. apríl 1958, fóstru, dætur þeirra
eru: Björg Ragnheiður, f. 11. mars
1980, Arna, f. 12. mars 1984 og óskírð
dóttir, f. 2. júlí 1990. Systkini Bald-
urs eru: Ásta, f. 17. október 1916,
gift Sveini L. Bjamasyni, bifvéla-
virkja í Hafnarfirði, böm þeirra eru:
Gerður, Stefán og Bjárni; Laufey, f.
11. júlí 1922, gift Karli Sigurðssyni,
vélvirkja á Hjalteyri, börn þeirra
eru: Stefán, Sigurbjörn, Sigurður og
Anna Jóna; Sigurður Bragi, f. 26.
mars 1925, húsasmíðameistari í
Kópavogi, kvæntur Sigurveigu
Jónsdóttur, böm þeirra eru: Jón,
Hallsteinn, Þorgerður, Stefán og
Guðrún; Birgir, f. 11. september
1928, útsölustjóri ÁTVR, kvæntur
Erlu Júlíusdóttur bankastarfs-
manni í Rvík, börn þeirra eru: Þor-
geröur Edda og Brynhildur; Halla,
f. 23. nóvember 1932, gift Páli Þor-
valdssyni, trésmiði í Rvík, börn
þeirra em: Þorgeir, Sævar, Stefán
og Gerða Dóra.
Foreldrar Baldurs voru: Stefán P.
Jakobsson, f. 8. maí 1880, d. 1. júlí
1940, kaupmaður og útgerðarmaður
á Fáskrúðsfirði og kona hans, Þor-
gerður Sigurðardóttir, f. 18. júlí 1893,
d. 23. október 1982, hótelstýra á
Hjalteyri. Stefán var sonur Jakobs,
b. á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, Pét-
urss'onar, b. á Oddsstöðum á Sléttu,
Jakobssonar, alþingismanns á
Breiðumýri, Péturssonar. Móðir
Péturs var Þuríður Jónsdóttir, um-
boðsmanns á Breiðumýri, Sigurðs-
sonar. Móðir Jakobs á Brimnesi var
Margrét, systir Þórarins, afa Gunn-
ars Gunnarssonar skálds. Margrét
var dóttir Hálfdánar, b. á Oddsstöð-
um á Sléttu, bróður Stefáns, langafa
Einars Benediktssonar, skálds.
Hálfdán var sonur Einars Árnason-
ar, prests á Sauðanesi, og konu
hans, Margrétar Lárusdóttur Sche-
vings, systur Jórunnar, ömmu Jón-
asar Hallgrímssonar skálds. Móðir
Stefáns, kaupmanns á Fáskrúðs-
firði, var Ólöf Stefánsdóttir, prests
á Kolfreyjustaö, Jónssonar, prests á
Krýnastöðum, bróður Helgu, ömmu
Stephans G. Stephanssonar. Jón var
sonur Guðmundar, b. á Krýnastöð-
um í Eyjaflrði, Jónssonar, bróður
Benedikts Gröndals, yfirdómara og
skálds, afa Benedikts Gröndals
skálds. Móðir Stefáns var Margrét,
Baldur Stefánsson.
systir Einars, afa Einars Benedikts-
sonar skálds. Margrét var dóttir
Stefáns, prests á Sauðanesi, Einars-
sonar. Móðir Stefáns var Margrét
Lárusdóttir Scheving, systir Jór-
unnar, ömmu Jónasar Hallgríms-
sonar. Móðir Margrétar var Anna,
systir Benedikts, langafa Sigurðar
Nordals. Anna var dóttir Halldórs
Vídalíns, klausturhaldara á Reyni-
stað. Móðir Halldórs var Hólmfríður
Pálsdóttir Vídalíns, lögmanns í
Víðidalstungu. Móðir Páls var Hild-
ur Arngrímsdóttir lærða Jónssonar.
Þorgerður var dóttir Sigurðar, b.
á Bakka í Borgarfirði, bróður Þór-
höllu, langömmu Halldórs Ás-
grímsssonar ráðherra. Sigurður var
sonur Steins, b. á Borg í Njarðvík,
Sigurðsonar, b. í Njarðvík, ættföður
Njarðvíkurættarinnaryngri. Sig-
urður var sonur Jóns prests á Eið-
um, Brynjólfssonar og konu hans,
Ingibjargar Sigurðardóttur, b. á
Surtsstöðum, Eyjólfssonar. Móöir
Ingibjargar var Bóel Jensdóttir
Wium, sýslumanns á Skriðu-
klaustri. Móðir Þorgerðar var Guð-
ríður Jónsdóttir, b. í Breiðuvík,
Bjarnasonar og konu hans, Sesselju
Guðmundsdóttur. Baldur dvelst í
Bræðraborg á Hjalteyri á afmælis-
daginn.
Jón Kr. Ólafsson
Jón Kr. Ólafsson söngvari, Sæ-
bakka, Bíldudal, er fimmtugur í dag.
Jón Kristján er fæddur á Nesi á
Bíldudal og ólst upp á Bíldudal.
Hann hóf að vinna í Matvælaiðjunni
á Bíldudal 1954 og vann þar til 1970.
Jón hefur verið umsjónarmaður
Bíldudalskirkju frá 1958 og umsjón-
armaður kirkjugarös Bíldudals frá
1967. Hann hefur verið húsamálari
á Bíldudal frá 1970 og hefur unnið
við rækjuvinnslu hjá Rækjuveri hf.
á Bíldudal frá 1984. Jón hefur sung-
ið í Kirkjukór Bíldudalskirkju frá
1954 og verið einsöngvari með
kirkjukórnum frá 1968. Hann söng
með hljómsveitinni Facon á Bíldu-
dal 1960-1970 og hefur sungið með
ýmsum hljómsveitum í Rvík, aöal-
lega með hljómsveit Jóns Sigurðs-
sonar frá 1970. Jón söng inn á hljóm-
plötu með Facon 1969 og einsöngs-
platan „Ljúfþýtt lag“ með honum
var gefin út 1983. Hann söng inn á
danslagakeppnisplötu Hótel Borgar
1986. Jón hefur veriö frístundamál-
ari síöastliðin tíu ár, hefur haldið
samsýningar með Hafliöa Magnús-
syni á Bíldudal 1979 og 1980 og
einkasýningu á Bíldudal 1987. Hann
stóð fyrir því ásamt Magnúsi
Bjömssyni, þáverandi oddvita
Bíldudalshrepps, að reistur var
minnisvaröi af Guðmundi Thor-
steinssyni „Mugg“ á Bíldudal 1981,
svo og að láta reisa stóran minnis-
varða 1987 um sjóslys í Arnarfirði
og einnig Þormóðsslysið 1943. Jón
stóð fyrir því að reisa minnisvarða
um Samúel Jónsson, alþýðulista-
mann í Selárdal, 1978 ogað reistur
var blágrýtisvarði á hundruöustu
ártíð Samúels 1984. Hann hefur ver-
ið í sóknarnefnd Bíldudalskirkju frá
1978 og formaður Kirkjukórs Bíldu-
dalskirkju til 1986. Þáttur um Jón
var í þáttaröðinni Fólkið í landinu
9. desember 1989. Systir Jóns, sam-
mæðra, er Fjóla, f. 1926, starfsmaður
Kjötiðnaðarstöðvar Sambandsins á
Kirkjusandi í Rvík, gift Baldri Ás-
geirssyni, starfsmanni Kjötiðnaðar-
stöðvarinnar.
Foreldrar Jóns voru: Ólafur Jó-
hann Kristjánsson, f. 18. júní 1898,
d. 5. júní 1943, sjómaður í Flatey og
síðar á Bíldudal, og kona hans, Sig-
urósk Sigurðardóttir, f. 4. desember
1900, d. 29. mars 1964. Fósturfaðir
Jóns var Hallgrímur Ottósson, f. 22.
Jón Kr. Ólafsson.
júlí 1905, d. 12. janúar 1989, sjómaður
og b. á Bíldudal. Ólafur var sonur
Kristjáns, sjómanns í Flatey á
Breiðafirði, bróður Hermanns, föð-
ur Jens, skólasjóra, skálds ogfræði-
manns á Bíldudal. Kristján var son-
ur Jóns, formanns í Flatey, Jóns-
sonar. Móðir Ólafs var Björg Jörg-
ensdóttir Maul. Móðir Siguróskar
Sigurðardóttur var Ólína Guð-
piundsdóttir frá Kirkjubóli í Mos-
dal.
FYRSTU SKREFM ERU
- SMÁAUGLÝSMGAR!
S 27022