Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. Viðskipti Leigubflstjórar óánægðir með límúsínleyfi Bjama Pálmarssonar: Viljum að ráðherra skýri þessa f urðulegu úthlutun - afhentu samgönguráðherra bréf og 226 undirskriftir Fulltrúar leigubílstjóra afhenda Steingrími J. Sigfússyni samgönguráðherra undirskriftalista með nöfnum 226 starf- andi leigubílstjóra í gær. DV-mynd S „Við erum óánægðir með þau fimm útgerðarleyfi, til reksturs límúsín- þjónusutu, sem Bjami Pálmarsson fékk úthlutað fyrr á árinu, algerlega að tilefnislausu. Við getum ekkert sagt við því að Bjarni fái eitt leyfi til þessa límúsínaksturs þar sem hann hefur dundað sér við þetta í mörg ár. Við getum hins vegar fett fingur út í það ef Bjarni fær úthlutað fimm leyfum þegar hann notar leyfin ekki rétt og umsjónarnefndin eða einhver í ráðuneytinu heldur vemdarhendi yfir honum. Kærum vegna Bjarna hefur nefnilega veriö stungið undir stól og nú er okkur nóg boðið. Bjami hefur að okkar mati ekki stundað neina límúsínþjónustu undanfarið heldur stundað vinnu sem við teljum að flokkist undir almennan leigubif- reiðaakstur. Við teljum að Bjama hafi verið úthlutað aukaleyfum sem við teljum óheimilt samkvæmt lög- um um leigubifreiðar. Við viljum fá skriflegt svar frá ráðherra þar sem þessi furðulega úthlutun útgerðar- leyfa til Bjama Pálmarssonar er skýrð,“ sagði Gísli Sigurjónsson leigubílstjóri í samtali viö DV. Fulltrúar leigubílstjóra afhentu Steingrími J. Sigfússyni samgöngu- ráðherra mótmælaskjal ásamt und- irskriftum 226 leigubílstjóra í gær. Bílsfjóramir eru óánægðir með þau leyfi til límúsínaksturs sem Bjami Pálmarsson leigubílstjóri fékk út- hlutað fyrr á árinu. Þeir segja að útgáfa þessara leyfa sé ekki annað en dulbúin fjölgun í stétt leigubíl- stjóra á tímum þegar stefnt er að fækkun þeirra. Lengi hafi verið bar- ist fyrir afnámi útgerðarleyfa sem gera einum bílstjóra kleift að eiga marga bíla og ráða menn á þá. Þá fullyrða þeir að fjöldi bíla, sem notað- ir séu tíl leiguaksturs í dag, geti sinnt hlutverki límúsína eins vel og oft betur en bfiar þeir sem Bjarni Pálm- arsson hefur notað til þess ama. Reglur settar Reglur um límúsínakstur vom settar 31. janúar. Umsjónamefnd samdi þessar reglur en sú nefnd er skipuð af samgönguráðherra og hana skipa þrír menn: einn tilnefnd- ur af ráðherra, annar af Frama, fé- lagi leigubílstjóra, og sá þriðji af sveitarfélögunum á vinnusvæði Frama. Nefndinni er ætlað að sjá til að lögum og reglum um leigubíla- akstur sé fylgt. Eftir að nýju reglurnar voru settar sótti Bjarni Pálmarsson um leyfi og fékk úthlutað íjórum leyfum umfram það sem hann hafði fyrir. „Bjarni átti að sýna bíla sem hann ætlaði að nota til starfseminnar og eftir að hafa sýnt nokkra sem var hafnað var einn samþykktur, leigu- bíll í rekstri í Keflavík sem Bjarni á ekki. Málið er að Bjarni á að nýta sér sitt leyfi eins og reglurnar kveða á um. Ef hann fær leyfi fyrir ákveðinn bíl til starfseminnar viljum við að hann fari eftir settum reglum eins Hvítlist kaupir rekstur Jóns Brynjólfssonar Fyrirtækið Hvítlist hefur keypt rekstur Jóns Brynjólfssonar hf. sem er eitt gamalgróinna fyrir- tækja í Reykjavík. Yfirtekur Hvít- list annars vegar prentiðnaðar- deild fyrirtækisins, sem séð hefur um innflutning á og dreifingu á vörum fyrir prentiðnaðinn, og hins vegar starfsemi Leðurvöruversl- unar Jóns Brynjólfssonar sem felst í sölu skinna, tækja, áhalda ogann- arra fylgihluta fyrir leðurvinnslu. Fyrirtækið Hvítlist var stofnað 1987 og hefur fengist viö innflutn- ing og heildsölu á pappír fyrir pren- tiðnaöinn. „Með þessari sameiningu er þjón- ustusvið okkar við prentiðnaðinn nánast fullmótað. Nú eigum við að vera í stakk búnir tfi að þjóna prentsmiðjunum á sem flstum sviðum en það var einmitt mark- miðið með kaupunum á rekstri Jóns Brynjólfssonar," sagði Guð- jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hvítlistar, í samtali við DV. -hlh Fransk-íslenskt verslunarráð stof nað „íslendingar standa frammi fyrir þeirri þróun í Evrópu sem gerir þá kröfu að við höldum góðu sambandi viö forystuþjóðir álfunnar, bæði á viöskipta- og stjómmálasviöi. Stofn- un Fransk-íslenska verslunarráðsins er tímabær út frá þessari stað- reynd,“ segir í frétt frá Skrifstofu viðskiptalífsins vegna stofnfundar Fransk-íslenska verslunarráðsins á miðvikudag í næstu viku. Félag þetta mun starfa í senn á Is- landi og í Frakklandi. Hérlendis hafa um 80 fyrirtæki innan Verslunarráðs íslands og Félags íslenskra stórkaup- manna ákveðið að ganga í félagið. Franskur viðskiptafulltrúi hefur kannað áhuga á þátttöku í Boulogne á norðurströnd Frakklands og virð- ist útht fyrir að þar geti myndast kjarni áhugamanna um viðskipti við ísland. Tilgangur félagsins er að vinna að þróun viðskiptatengsla íslands og Frakkalnds með ýmsum hætti. Stjóm félagsins verður skipuð 15 mönnum frá hvoru landi og verða sendiherrar landanna sjálfkrafa heiðursforsetar. Á stofnfundinn, sem fram fer á Holiday Inn, mæta utanríkisráð- herrar landanna, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Roland Dumas. -hlh Saga bókabúðarinnar á ísafírði: Heillandi aldarspegill Inga Dan, DV, ísafiröi: Það er orðið klassískt að kenna nútímann við breytingar, jafnvel svo örar að jaðrar við rótleysi. Altént finnum við flest fyrir því hvað getur verið gott að eiga einhvern fastan punkt í tilverunni, að eitthvað sé ævinlega á sínum stað. í miðbæ ísafjarðar er Bókaverslun Jónasar Tómassonar til húsa, í ein- hverju fallegasta húsi bæjarins. Núna á lestrarárinu á hún stóraf- mæli. Hún hefur þjónað ísfirðingum í sjötíu ár. Saga þessarar verslunar er heill- andi aldarspegill. Það var Jónas Tómasson tónskáld sem stofnaði búðina í ágústmánuöi árið 1920 í eldra timburhúsi sem enn stendur en flutti hana í núverandi húsnæði 1928, þá nýbyggt. Jónas var jafnframt kirkjuorganisti á ísafirði yfir fimm- tíu ár og helsti hvatamaöur að stofn- un Tónlistarfélagsins og Tónlistar- skólans. Starfsaðstaða og verslunarhættir hafa sannarlega breyst í Bókhlöð- unni eins og annars staðar, frá því að beðið var með eftirvæntingu eftir fyrstu reiknivélinni. Lengi þurfti að flytja inn mikið af vörunum og það var ekki jafneinfalt og nú er, meðan innflutningur var flokkaður eftir kúnstarinnar reglum á frflista, leyfi og bátagjaldeyri. Á árunum fyrir stríð var talsvert verslað með hljóðfæri, orgel voru flutt inn frá Þýskalandi en þau voru þá algeng stofuhljóðfæri. Seinna kom skíða- og sportvörudeild sem nú er orðin sérstök verslun. Árið 1953 tók Gunnlaugur Jónas- son við búðinni af föður sínum og hefur hann rekið hana síðan með fjölskyldu sinni. Verslunin er nú rek- in á tveimur hæðum, bækur og skrif- stofuvélar á þeirri efri en ritföng og framköllunarþjónusta á jarðhæð. Til gamans má geta þess að veik- indadagar eigandans síðustu 37 árin eru alls sex eða sjö. Ef eitthvað er Bókaverslun Jónasar Tómassonar i einu fallegasta húsinu á isafirði. DV-mynd Inga gamaldags við þessa sjötugu verslun sem viðskiptavinirnir njóta og marg- þá er það sú ósérhlífna þjónustugleöi ur maðurinn mætti rifja upp. og aðrir bílstjórar og noti þann bíl. Það eru strákar sem eru búnir að keyra í þrjú til fjögur ár og hafa unn- ið sér inn réttindi sem eru alls ekki sáttir við að maður úti í bæ fái úthlut- að fimm útgerðarréttindum á einu bretti og það að tfiefnislausu," sagði Gísli. -hlh Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 3.0 Allir Sparireikningar 3ja mán.uppsögn 3-4 ib.Sp 6mán. uppsögn 4-5 ib.Sb 12mán.uppsögn 5-5,5 lb 18mán. uppsögn 10.5 Ib Tékkareikningar,alm. 0,5-1 Allir Sértékkareikningar 3.0 nema Ib Allir Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Innlán meðsérkjörum 3-3,25 Sb Ib.Bb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,6-7,2 Bb Sterlingspund 13-13,6 Sp Vestur-þýskmörk 6,75-6,8 Bb,Sp Danskarkrónur 8,5-9 Bb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,75 Allir Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 14,0 Allir Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 14-14,25 Sp SDR 10,75-11 Allir Bandaríkjadalir 9,75-10 nema Sb Bb Sterlingspund 16,5-17 Bp Vestur-þýskmörk 10 Allir Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23.0 MEÐÁLVEXTIR Óverðtr. ágúst 90 14,0 Verötr. ágúst 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala sept- 2932 stig ember Lánskjaravísitala ágúst 2925 stig Byggingavísitala ágúst 550 stig Byggingavísitala ágúst 171,9 stig Framfærsluvisitala júlí 146,8 stig Húsaleiguvísitala hækkar 1,5% 1 .júli. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,053 Einingabréf 2 2,750 Einingabréf 3 3,328 Skammtímabréf 1,706 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,174 Kjarabréf 5,005 Markbréf 2,663 Tekjubréf 2,011 Skyndibréf 1,492 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,427 Sjóðsbréf 2 1,788 Sjóðsbréf 3 1,695 Sjóðsbréf 4 1,444 Sjóðsbréf 5 1,022 Vaxtarbréf 1.7150 Valbréf 1,6125 Islandsbréf 1,048 Fjórðungsbréf 1,048 Þingbréf 1,047 Öndvegisbréf 1,045 Sýslubréf 1,050 Reiðubréf 1,035 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 525 kr. Flugleiðir 205 kr. Hampiðjan 171 kr. Hlutabréfasjóður 167 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 164 kr. Eignfél. Alþýðub. 126 kr. Skagstrendingur hf. 367 kr. Islandsbanki hf. 162 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Olíufélagið hf. 536 kr. Grandi hf. 184 kr. Tollvörugeymslan hf. 107 kr. Skeljungur hf. 546 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb=lslandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á limmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.