Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990.
27
LífsstQI
Metár í berj asprettu
- góð og jöfn spretta um land allt
Það virðist stefna í metár hvað
varðar beijasprettu. Um allt land er
mikil og góð spretta og berin eru stór
og safarík. Nú er aðalbeijatínslu-
tíminn að ganga í garð og vafalaust
munu margar íjölskyldur halda til
beija næstu daga og helgar.
Það er misjafnt hvaða ber fólk vill
tína, krækiber, bláber eða aðalblá-
ber. Flestum ber saman um að aðal-
bláberin séu bestu berin og aðalblá-
ber með ijóma eru svo sannarlega
hið mesta lostæti. Það eru hins vegar
alltaf einhveijir sem ganga rakleitt
framhjá blábeijalynginu og kjósa
krækiber umfram aUt.
Aðalbláber á stærð við vínber
Bláberjalyng og krækibeijalyng
finnast um allt land en útbreiðsla
aðalbláberjalyngs er takmarkaðri.
Það er til dæmis ekki að finna á Suð-
urlandi og á hálendinu. Aðalbláberin
þrífast venjulega ekki í snjóléttum
byggðarlögum eða á láglendi. Hins
vegar er þau að finna í hhðarbollum,
mólendi og kjarri þar sem snjóþungt
Utbreiðsla aðalbláberjalyngs
Helstu
berjatínslusvi
Aðalbláberjalyng vex víða um land en ekki eru öll svæði jafngjöful á ber. -
Aðalbláberjanna skal helst leita í snjóþungum hlíðarbollum í kjarrlendi
Barðastrandarsýslu eða Austfjarða.
Það hafa allir gaman af því að fara til berja. Sumir safna i stórar fötur á meðan aðrir tina bara upp i sig.
DV-mynd JAK
er og snjórinn nær aö hlífa lynginu
á vetuma.
Því eru góð aðalblábeijalönd á
Vestíjörðum, til dæmis í Barða-
strandarsýslunni, sem og í fjarðar-
botnum og brekkum upp af Aust-
fjörðunum. Reyndar segja Austfirð-
ingar að bláberin þar séu á viö vín-
ber og að fólk verði hreinlega vott í
fæturna við að vaða safaríka
lyngmóana. Vafalaust engar ýkjur!
Frést hefur af góðri sprettu blá-
beija fyrir norðan, svo sem í Reykja-
dal og Aðaldal, en annars viröist
sprettan vera jöfn og góð um allt
landið. í nágrenni Reykjavíkur er
víða hægt að finna bláber í hraun-
bollum, svo sem á Þingvöllum og í
Heiðmörk eða í Grímsnesi og Grafn-
ingi.
Hægt er að tína krækiber með
beijatínu en þá ber að varast að rífa
lyngið upp. Það skiptir miklu máb
að ganga vel um lyngið og skilja vel
við það. Hafa skal í huga að það koma
engin ber á lyng sem hefur verið rif-
ið upp árið áður. Bláber vilja kremj-
ast ef þau eru tínd með berjatínu og^
því er best að nota hendurnar til að
tína þau. -BÓl
Sulta og saft úr bequm
Það er leikur einn að búa til sultu
og saft úr beijum. Bláber era með-
höndluð öðruvísi en krækiber. Hægt
er að frysta bláberin heil. Þá eru þau
þvegin og síðan rúllað aðeins upp úr
sykri svo
Neytendur
að þau festist ekki saman og fryst í
hentugu plastíláti.
Krækiber er hins vegar ekki hægt
aö frysta og þvi verður að pressa þau
strax. Berin eru hökkuð í hakkavél
eða beijapressu og látin síast í gegn-
um bleiugas. Þá er komin hrákræki-
beijasaft sem síðan má nota í hlaup
og grauta. Hægt er að blanda saftina
tæplega til helminga með sykri og
geyma þannig. Eftir nokkra daga er
hún tilbúin beint til drykkjar eða út
á grauta. Einnig má nota sömu að-
ferð tíl að búa tíl saft úr blábeijum.
Bláberjasulta
Berin eru hreinsuð og þvegin. Á
móti 1 kílói af beijum fer 1 kíló af
sykri (eða örbtiö minna, t.d. 700
grömm, eftir smekk). Bláberin eru
sett í stóran pott og sykrinum er
stráð yfir og á mibi. Berin eru látin
bggja yfir nótt eða þar til að sykurinn
hefur bráðnað. Potturinn er þá látinn
yfir vægan hita þangað tíl berin hafa
hitnað í gegn og suðan kemur upp.
Gott er að hræra í leginum og
sprengja berin. Lögurinn á að sjóða
örbtla stund við væga suðu áður en
sultuhleypirinn er settur út í. Þá er
hert aðeins á suðunni í 2-3 mínútur.
Sultan er svo látín kólna.
Krækiberjahlaup
Einum lítra af krækibeijahrásaft
er blandað saman við kíló eða örbtíð
minna af sykri og lögurinn er hitaður
að suðu. Sultuhleypirinn er svo sett-
ur út í og allt er látið sjóða í ör-
skamma stund áður en hlaupið er
látiö kólna. Athugið að hleypirinn
má ekki sjóða lengi eftir að hann er
kominn út í löginn, í mesta lagi 2-3
mínútur.
Það getur verið gott að blanda blá-
beijum og krækibeijum saman í eina
sultu. Þá er annaðhvort 500 grömm-
um af krækibeijahrásaft, með eða
án hrats blandað saman við 500
grömm af blábeijum og kíló af sykri.
Aðferðin er að öðru leyti eins.
Krækiberjasúpa
Krækibeijahrásaft er blandað með
sykri tíl helminga og örbtlu vatni
bætt út í. Örbtíð salt, svona rétt á
milh fingra, er sett saman við og
þetta látiö sjóða saman. Kartöflumjöl
er svo notað tíl að hleypa súpunni
aðeins saman. Svona súpu er gott að
bera fram með tvíbökum.
Sætsúpa
í sjóðandi vatn eru sett perlugrjón,
sveskjur, rúsínur og kanilstöng.
Þetta er soðið saman í svobtla stund.
Þá er bætt út í dágóðum slatta af
krækibeijahrásaft og sykri til jafns
við það. Suðan er látin koma aðeins
upp aftur og sítrónusneiðum bætt út
í en við það kemur fallegur btur og
gott bragð á súpuna.
-BÓl
íslenska landsliðið í matreiðslu hefur æft i tvo mánuði fyrir norræna mat-#~
reiðslukeppni. DV-mynd JAK
Landsliö íslands í matreiðslu:
Hefur æft í tvo mánuði
Landsbð íslands í matreiðslu æfir
nú af kappi fyrir norræna mat-
reiðslukeppni sem fram fer í Noregi
næstkomandi laugardag.
Fimm þjóðir taka þátt í keppninni;
ísland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk
og Finnland. í hverju landshöi eru
fimm matreiðslumeistarar og mun
það íslenska vera skipað vabnkunn-
um úrvalskokkum. Það eru þeir Gísb
Thoroddsen frá Hótel Óðinsvéum,
Ásgeir Erbngsson, Hótel Hohday
Inn, Guömundur Guðmundsson,
veitingahúsinu Gafl-Inn, Örn Garö-
arsson, veitingahúsinu Lækjar-
brekku og Jakob H. Magnússon frá
veitingahúsinu Horninu.
Keppnisfyrirkomulagiö er frá-
brugðið því sem venjulegast er í
svona keppni. Keppnisliðin fá úthlut-
að hráefniskörfu í upphafi keppninn-
ar og verða að vinna úr því hráefni.
Þeir fá síðan 20 mínútur til að ákveða
og skrifa þrírétta matseðil og svo'
þrjá klukkutíma til að laga matínn.
Fyrirfram vita keppendurnir ekkert
hvað verður í hráefniskörfunni og
því geta þeir ekki æft sig fyrir ein-
hverja ákveðna matreiöslu.
íslenskir keppendur í matreiðslu er-
lendis hafa ávabt verið mjög sigursæbr
og nú er að bíða og sjá hvað fimm-^
menningarnirgeraíNoregi. -BÓl