Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990.
Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Ruglandi um vísitölu
Ríkisstjórnin ástundar blekkingar í tengslum við
lánskjaravísitöluna. Svo segir í málefnasamningi stjórn-
arinnar, að lánskjaravísitöluna á skuldir skuli leggja
niður. Viðræður um þetta eru enn einu sinni hafnar
við Seðlabankann, þótt seðlabankastjórar segi þær
óformlegar. Það er mikið áhugamál Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra að afnema lánskjaravísi-
töluna, en í rauninni er málið ruglingslegt. Hvað heldur
til dæmis hinn almennni borgari, að afnám lánskjara-
vísitölunnar mundi þýða? Halda menn ekki, að það
mundi þýða, að menn greiði minna af lánum sínum?
Jú, vissulega halda flestir það. En þetta er rangt. Afnám
lánskjaravísitölunnar mun að öðru jöfnu ekki þýða
neina eftirgjöf við lántakendur. Bankar munu bara
hækka vexti sína sem þessu nemur. Því er þetta ruglandi
hjá ríkisstjórninni. Vissulega þýðir það einhverjar
breytingar, hvaða aðferð er notuð. En í heildinni munu
menn ekkert græða. Ríkisstjórnin vill fyrir kosningar
geta sagt, að hún hafi afnumið lánskjaravísitöluna, eins
og það sé mikil búbót fyrr fátæka skuldara.
Ríkisstjórnin virðist stefna að afnámi lánskjaravísi-
tölunnar í áföngum. Það þýðir sennilega í fyrstu lotu
almenna hækkun vaxta á lánum. Ríkisstjórnin virðist
hugsa sér, að fyrst verði lánskjaravísitala til dæmis
bönnuð á lán til skemmri tíma en 3-4 ára. Síðar verði
stefnt að því, að hið sama gildi um lán til fjögurra ára,
og svo framvegis. Væntanlega munu þá aðrar ríkis-
stjórnir fjalla um framhaldið. Hér er alls ekki verið að
verja lánskjaravísitöluna - aðeins verið að benda á, að
afnám hennar verður engin bóbót fyrir almenning, þeg-
ar fram í sækir. Bankar og aðrar lánastofnanir munu
sjá um sig.
Lánskjaravísitalan kom upphaflega vissulega að
góðu. Hún reisti við að nýju fjármagnsmarkaðinn, sem
var í rúst.
En sjálfvirkni lánskjaravísitölunnar, sem var miðuð
við vísitölu framfærslukostnaðar og vísitölu byggingar-
kostnaðar, reyndist hættuleg.
Sjálfvirknin reyndist hættuleg árið 1983, þegar laun
hækkuðu nánast ekki en lánin hækkuðu mikið vegna
vísitölunnar. Þetta var svokallað misgengi. Margir íbúð-
arkaupendur hafa aldrei komizt úr þeim kröggum, sem
þetta olli, og þetta var ómaklegt. En nú eru við völd
sumir hinir sömu og þá voru og fóru illa með efnahag-
inn.
Þegar við lesum um vanda húsbyggjenda, til dæmis
í Grafarvogi, gerum við flest okkur grein fyrir, hvernig
hann er til kominn. Húsnæðisstofnun reyndi nokkuð
að hjálpa til, en það dugði fæstum.
Við getum því tekið undir með ríkisstjórninni, að
bezt væri, að sjálfvirkni lánskjaravísitölunnar hyrfi.
Nú er einnig tekið tillit til launavísitölu. En um launa-
vísitölu má það segja, að hún mun á velgengnistímum
reynast hækka meira en vísitala framfærslukostnaðar.
Það er því ekki að sleppa, þótt lántakendur njóti launa-
vísitölu, þegar til lengdar lætur.
Við getum alls ekki stutt forsætisráðherra, þegar
hann fer að stæra sig af minna vægi lánskjaravísitölu.
En við getum sagt, að slíkt sé fremur til bóta, þótt
ruglandi sé.
Vissulega er rétt, að markaðurinn, framboð og eftir-
spum, ráði hæð vaxta - ekki einhverjar vísitölur hag-
fræðinga.
Haukur Helgason
Von til samstöðu launamanna?
Hnekkjum ólögum
ríkisstjórnarinnar
Margir spyrja þessa dagana:
Hvaöa rugl er á forystumönnum
launþega á íslandi í dag? Hafa þeir
höndlað himnavist á jöröu? Er nú
loks búiö aö fmna réttláta skipt-
ingu launakökunnar hjá þjóðinni?
Ef einn hópur launafóíks fær ein-
hverja hækkun - þá eiga alhr aðrir
að fá sömu hækkun - alveg óháö
því hvernig þeim hefur vegnaö á
undanfömum árum.
Þegar maöur heyrir og sér svona
rugl verður manni á aö segja eins
og unglingamir: Oní hvaöa dós em
þeir? - Maður hlýtur aö efast um
hæfni þessara manna til aö vera í
forystu fyrir launþega.
Ýmsir hafa hækkað
Ef skipting launakökunnar er
svona réttlát þá hlýtur maður aö
hugleiða: Mikiö voru forystumenn
hjá ASÍ heppnir aö þeim hefur tek-
ist betur en öörum aö halda sínum
launum aðeins í horfinu á undan-
fórnum árum.
Meö samanburði á dagvinnu-
launum skrifstofumanna hjá ASÍ
og meðal-BHMR manns kemur í
Ijós að frá maí 1984 til maí 1990
hækkaði skrifstofumaður hjá ASÍ
úr 24.051 í 113.760 kr. á meðan
BHMR-maðurinn hækkaði úr
23.301 í 83.450 kr.
Þetta kemur í ljós sé framreiknað
út frá könnun sem Hagstofan gerði
1984 í samræmi við samning BHMR
við ríkið það ár. Þetta ætti forysta
BSRB að hugleiða þegar hún jarm-
ar um sömu hækkanir til allra. Mig
grunar að þróunin sé ekki ósvipuð
ef borin er saman hækkun launa
sambærilegra launþegahópa á al-
mennum vinnumarkaði og hjá
launþegum BSRB.
Metnaðarlaus vinnuveitandi
Það er því deginum ljósara að
ríkið er enn metnaðarlaus vinnu-
veitandi. Það hlýtur sífellt að missa
stóran hluta af sínum hæfustu
starfskröftum út á almennan
vinnumarkað. Og margir eru bara
ánægðir með það. Þeir segja: Ef
einhver töggur er í þér skaltu koma
þér í almennilega borgað djobb.
En þessir sömu aðilar bölva
hressilega þegar þeir fá lélega þjón-
ustu á skrifstofum ríkisins. Þar er
aldrei neinn við sem er nógu gam-
all í starfinu til að vita hvernig á
að afgreiða málið.
Oft er það svo að sá eini sem kann
starfið hefur svo mikiö aö gera að
hann er marga mánuði að vinna
sig í gegnum staflann af óafgreidd-
um málum. Ég tala nú ekki um
þegar menn fara svo að býsnast
yfir kennaraskortinum úti á landi
og öllum þessum óhæfu kennurum
úti um aÚt.
Ég held menn ættu að staldra
við. Það gengur ekki lengur að
borga ríkisstarfsmönnum svo lág
laun að stór hluti þeirra bestu fari
annað þegar ríkið hefur þjálfað þá.
Viö þurfum metnaðarfulla ríkis-
stjórn á íslandi og ekki síður ríkis-
sljóm sem stendur við gerða samn-
inga í stað þess að svíkja þá.
Vítur á forystu ASÍ og BSRB
Stjórnir nokkurra verkalýðsfé-
laga hafa sent frá sér harðorðar
ályktanir þar sem vítt er fram-
ganga forystumanna ASÍ og BSRB
í setningu bráðabirgðalaganna.
Það er full ástæða til að þakka
þennan stuðning við málstað
BHMR. En Ásmundur og Ögmund-
ur vilja ekkert við það kannast að
forystumenn í samtökum þeirra
hafi krafist setningar bráðabirgða-
laga.
Þeir mæta ábúðarfullir í fjölmiöl-
ana og furöa sig á því að slíku sé
haldið fram. Þeir leggja áherslu á
að þeir hafi frekar viljað að ríkið
semdi við BHMR. Þetta hefði mátt
koma skýrar fram hjá forystu ASÍ
og BSRB begar stjómmálamenn-
KjaUarinn
Hallgrímur
Hróðmarsson
framhaldsskólakennari
irnir hömruðu á því dag eftir dag
að forysta verkalýðsins krefðist
lagasetningar.
Þingmenn Alþýðubandalagsins
tregðuðust lengi við að samþykkja
lagasetningu og þegar þeir gengu
loks inn á hana voru helstu rökin
þau að forystumenn verkalýðsins
kreföust þess. Af hveiju sáu Ás-
mundur og Ögmundur ekki ástæðu
til að mótmæla þessum ummælum
stjórnmálamannanna? Það er sama
hversu oft þeir félagar koma fram
í fjölmiðlum landsins og reyna að
hvítþvo sig af þessum gjörningi nú
- þaö vita allir hvern þátt þeir áttu
í honum.
Hvers vegna fór málið í
hnút?
í umræðunni undanfarna daga
hefur athyglin beinst að niðurstöðu
félagsdóms og bráðabirgðalögun-
um. Ráðherrarnir hafa reynt með
lágkúrulegum hætti að gera dóm-
inn tortryggilegan en flestir sjá í
gegnum það - ríkisstjórnin gat
aldrei búist við annarri niðurstöðu
og sýndi því fádæma glópsku að
láta málið fara í þennan hnút.
Meginatriðin í samrdngnum, sem
ríkisstjórnin var að svíkja, voru
þau að endurskoða launakerfi há-
skólamenntaðra starfsmanna rík-
isins með tilliti til ábyrgðar, sér-
hæfni og menntunar og leiðrétta
kjör þeirra til samræmis við kjör
háskólamanna á almennum vinnu-
markaöi.
Ef ríkisstjórnin hefði snúið sér
að þessu verkefni með fullum heið-
arleik heföi refsiákvæðið, sem
hleypti öllu í bál og brand, aldrei
komið til - 4,5% hækkun á alla hn-
una. - Ef nefndimar, sem áttu að
vinna þessi verk, hefðu kappkostað
að komast að vitrænni niðurstöðu
þá hefði komið í ljós hver mismun-
ur er á kjörum BHMR-manna og
háskólamanna á almennum mark-
aöi og þá hefði veriö auöveldara
um vik að fá fram réttmætar leið-
réttingar.
Enn eru samningar sviknir
Háskólamenntaðir opinberir
starfsmenn fóru á síðasta ári f rúm-
lega sex vikna harðvítugt verkfall
til að knýja fram réttláta leiðrétt-
ingu á kjörum sínum. Leiðréttingu
sem kennarar í HÍK voru áður bún-
ir að semja um viö aðrar ríkis-
stjórnir eftir hörð átök 1985 og 1987.
Leiðréttingu sem þeir voru sviknir
um í báðum þessum tilvikum.
Fyrri ríkisstjórnir hafa því einnig
svikið gerða samninga og verið
jafnmetnaöarlausar gagnvart sín-
um starfsmönnum.
Svikin bitna á nemendum
Sem kennari hlýt ég að hafa af
því sérstakar áhyggjur að þessi
átök bitna illilega á þriðja aðila þ.e.
nemendum. Sem kennari hlýt ég
að harma það að enn einu sinni eru
kennarar beinlínis hvattir til af rík-
isvaldinu að sækja rétt sinn með
hörðum aðgerðum. Við undirritun
samninganna á síðasta ári talaði
Ólafur Ragnar Grímsson um tíma-
mót. Samningurinn átti að standa
til 31. des. 1994. Það mátti því með
sanni kalla þetta friðarsamninga -
með þeim átti að tryggja að ekki
þyrfti að koma til harðra átaka á
næstunni.
Ég segi að við kennarar séum
hvattir til harðra aðgerða því ef við
beygjum okkur nú mun það hafa
enn alvarlegri afleiðingar fyrir
skólastarf framtíðarinnar. Hæfir
kennarar munu í enn ríkari mæli
fara í önnur störf og þeir sem eftir
sitja í kennslu munu hlaða á sig
enn meiri yfirvinnu til að ná end-
um saman í heimihsreikningnum.
Nú þegar er alltof mikið um það
að kennarar þurfi að taka á sig
óhóflega yfirvinnu. Nemendur geta
best dæmt um að það skilar sér í
mun lakari kennslu. í skýrslu frá
OECD um skólamál á íslandi er
einmitt varað við þessari óheiha-
þróun.
Alvariegar kröfur
Ríkisstarfsmenn eru ekki að fara
fram á meira en aðrir. Þeir eru að
fara fram á að staðið verði við
samning um sanngjamar leiðrétt-
ingar á launakjörum þeirra til sam-
ræmis við laun hjá aðilum með
sömu menntun og ábyrgð og í sam-
bærilegum störfum á almennum
vinnumarkaöi. - Krafan um að við
þetta sé staðið er ennþá alvarlegri
vegna þess að tvisvar áður hafa
ríkisstjómir svikið svipaða samn-
inga við kennara 1985 og 1987.
I þessari stöðu er því rétt að ráð-
leggja ríkissljóminni að hætta við
ólög sín áður en Alþjóða vinnu-
málastofnunin skipar íslandi á
bekk með bananalýöveldum. Ríkis-
stjórnin ætti að láta sér hneisuna
í Félagsdómi að kenningu verða.
Hún ætti að fá sér aðra og betri
ráðgjafa - eða er það kannski eigin
heimska stjórnarherranna sem
ræður ferðinni?
Krafan á hendur launþegum hjá
ASÍ og BSRB er að þeir styðji sam-
tök háskólamenntaðra manna til
að hnekkja ólögum ríkisstjómar-
innar. Það er í þeirra þágu - með
betri launum til ríkisstarfsmanna
batnar þjónustan til ahra lands-
manna.
Einnig má benda á að sanngjarn-
ar hækkanir til launþega í BHMR
skila sér seinna til þeirra sem eiga
það skihð. En þá á ég ekki við að
hækkanir sem viö fáum vegna
samanburðar viö háskólamenntað
fólk á almennum vinnumarkaði
leiði til sjálfvirkrar hækkunar hjá
þeim og þannig koll af kolli. Þá
hringavitleysu vildi forysta VSÍ
innleiða og forysta ASÍ og BSRB
baulaði tvíraddaö undir.
Ég hefði kosið aö geta sleppt öll-
um hnjóösyröum í garð forystu-
manna annarra launþegahreyf-
inga. Þvi miður hefur framvinda
mála verið með þeim hætti að ekki
er hægt að komast hjá því. Ég vona
að launamenn snúi bökum saman
á ný og ólögum ríkisstjómarinnar
verði hnekkt.
Hallgrímur Hróðmarsson
„Ríkisstjórnin ætti að láta sér hneisuna
í Félagsdómi að kenningu verða. Hún
ætti að fá sér aðra og betri ráðgjafa.“