Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990.
Útlönd
M ■ ■ Æ *
FlPiri fá
■ Ivll I I d
fararieyfi
írösk yfirvöld hafa tilkynnt aö anura í Kúvæt þessa ákvöröun í
þegnum sex Vestur-Evrópuríkja gær,
veröi leyft að fara frá Kuvæt. Tals- Þeir sem fá fararleyfi eru ftalir,
maöur ítalska utanríkisráðuneyt- Danir, Belgar, Hollendingar,
isins sagði í morgun aö írösk yfir- Grikkir og Spánverjar.
völd hefðu tjáð ítalska sendiherr- Reuter
Bréf til Bush
„Við erum hræddar og í uppnámi.
Kæri forseti, vertu ekki fljótfær held-
ur hlustaðu á Hussein konung sem
vill leysa málin diplómatískt." Þessa
bón mátti lesa í opnu bréfi til George
Bush Bandaríkjaforseta sem banda-
rískar og breskar konur búsettar í
Jórdaníu sendu honum í gær. Banda-
ríkjaforseti hafði áður hvatt þá fjög-
ur þúsund Bandaríkjamenn sem búa
í Jórdaníu til að fara þaðan.
Andúðin gegn Bretum og Banda-
ríkjamönnum fer vaxandi í Jórdan-
íu. Margir þeirra þora ekki lengur
út úr húsum sínum eða hótelum í
höfuðborginni Amman. Margar
kvennanna, sem undirrituðu bréfiö
til Bush, eru giftar Jórdönum.
Straumur flóttamanna til Jórdaníu
virtist í gær hafa minnkað en frá því
að írakar gerðu innrás í Kúvæt 2.
ágúst síðastliðinn hafa allt að 150
þúsund manns, flestir arabar, flúið
til Jórdaníu. í gær tókst að minnsta
kosti fimmtán Bandaríkjamönnum
að komast yfir landamærin og voru
nokkrir þeirra sendiráðsstarfsmenn.
Tveir starfsmenn Sameinuðu þjóð-
anna komu með flugvél frá Bagdad.
Tvær norskar konur höfðu ráðgert
að koma með sömu vél ásamt sex
bömum sínum en þær komu ekki.
Óttast menn að eitthvað hafi komið
fyrir í Bagdad en telja jafnframt að
mikil samkeppni sé um sæti í vélun-
um.
TT
V-Þýskaland:
Sending til
íraks stöðvuð
Vestur-Þjóðveijar hafa lagt hald að beiðni svissneskra yfirvalda.
á farm sem flytja átti til íraks. Að Talsmaðurinn vildi ekki ijá sig um
sögn yfirvalda í Sviss er ekki úti- hvaö heföi verið í kössunum né
lokað að í farminum sé búnaöur til hvenær lagt heföi verið hald á þá.
aö gera kjarnorkuvopn. Að sögn Reuterfréttastofunnar
Að sögn talsmanns rikissaksókn- náðist ekki í talsmenn fyrirtækis-
ara í Sviss var lagt hald á kassa frá ins sem framleiðir stál.
svissnesku fyrirtæki á flugvellin- Reuter
um í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi
NATO aflýsir
heræfingum
Atlantshafsbandalagið, NATO,
hefur aflýst heræfingum sem fram
áttu að fara í Danmörku og Norður-
Þýskalandi í lok næsta mánaðar.
Ákvörðunin var tekin eftir að Banda-
ríkjamenn tilkynntu í síðustu viku
að þeir gætu ekki lagt til 6.300 her-
menn til æfinganna eins og ráðgert
hafði verið vegna ástandsins við
Persaflóa.
Jafnvel áður en Bandaríkjamenn
höfðu dregið sig í hlé hafði verið
ákveðið að hafa æfingarnar ekki
jafnviðamiklar og venjulega vegna
breytinganna í Austur-Evrópu. Upp-
haflega hafði verið gert ráð fyrir
samtals 60 þúsund hermönnum frá
Bandaríkjunum, Bretlandi, Dan-
mörku og Vestur-Þýskalandi.
Stjórnarandstæðingar í Danmörku
höfðu hvatt til þess að hætt yrði við
æfingarnar vegna mikils kostnaðar
við þær. Danir senda hvorki her-
menn né herskip til Persaflóa en þeir
hafa sagst myndu senda kaupskip til
að flytja egypska hermenn til Saudi-
Arabíu.
Reuter og Ritzau
Jemenar losa
ekki olíuskip
Sendiherra Jemen hjá Sameinuðu
þjóðunum hefur borið til baka fréttir
um að olíuskip frá írak hafi verið
losaö í Aden. Jemenar hafa jafnframt
lýst furðu sinni á að hollusta þeirra
við viðskiptabannið á írak skuh
dregin í efa.
Jemenar hafa verið hikandi í að
beita sér gegn írak til þessa. Sendi-
herra þeirra hjá Sameinuðu þjóðun-
um sagði að Jemen mundi áfram
leita pólitískra leiða til að leysa deil-
una við Persaflóann en stjóm
landins hefur neitað að taka þátt í
hernaðaraðgerðum gegn írak.
Reuter
Hermenn úr bandariska flughernum koma til Saudi-Arabiu. Stuðningur við aðgerðir
meðal bandarísks almennings.
forseta fer vaxandi
Símamynd Reuter
íraksforseti
býst við stríði
Utanríkisráðherra íraks, Tareq Aziz, bauð í gær Bandaríkjamönnum viðræð-
ur. Því boði var hafnað. Símamynd Reuter
Saddam Hussein, forseti íraks,
hvatti í gær bandarísk yfirvöld til að
leita friðsamlegrar lausnar á deil-
unni við íraka. Að öðrum kosti
myndi stríð bijótast út. Og það er
ekki bara Hussein sem gerir ráð fyr-
ir átökum því mikil ólga ríkti í morg-
un og í gær á verðbréfamörkuðum
víðsvegar um heiminn þar sem menn
virtust ekki sjá fram á friðsamlega
lausn. Bandarísk yfirvöld höfnuðu
boði íraskra yfirvalda um viðræður
sem utanríkisráðherra íraks, Tareq
Aziz, lagði fram í gær.
Fulltrúar þeirra fimm þjóða, sem
eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna, ræddu í gærkvöldi
drög að ályktun þar sem kveðið er á
um heimild til valdbeitingar til að
framfylgja hafnbanni. Heimildar-
menn innan Sameinuðu þjóðanna
tjáðu fréttamanni norsku fréttastof-
unnar NTB að Öryggisráðið myndi
líklega samþykkja beitingu hervalds.
Utanríkisráðherra Kúvæts greindi
frá því í morgun að Kínveijar myndu
ekki hindra tillögu Bandaríkja-
manna að ályktun um leyfi til vald-
beitingar. Sagði utanríkisráðherr-
ann að ef Kínverjar greiddu ekki at-
kvæði með ályktuninni myndu þeir
ekki heldur greiða atkvæði gegn
henni. Kínveijar hafa neitunarvald
í Öryggisráðinu eins og hinar þjóð-
irnar fjórar, Bandaríkin, Sovétríkin,
Frakkland og Bretland.
Saddam Hussein ítrekaði í gær að
hann myndi nota Vesturlandabúa
sem skildi til að koma í veg fyrir
árásir á mikilvæga staði í írak. írask-
ir hermenn ógnuðu í gær Bretum og
Bandaríkjamönnum með byssum er
þeir komu til að sækja þá á heimili
þeirra í Kúvætborg.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, fordæmdi í gær ír-
aksforseta og sagði að hann væri að
skýla sér á bak við vestrænar konur
og böm. Bætti hún við að ekki yrði
samið um gísla.
Búist er viö að Bush Bandaríkjafor-
seti kalli út þúsundir manna í vara-
lið þegar hann hittir Powell, yfir-
mann herafla Bandaríkjanna, og
Cheney varnarmálaráðherra sem
nýkominn er frá Miðausturlöndum.
Samkvæmt skoðanakönnunum í
Bandaríkjunum fer stuðningur við
aögerðir Bush forseta vaxandi meðal
almennings. Það er skoðun banda-
rísks almennings að stríð við íraka
veröi stutt og að það verði Banda-
ríkjamenn sem fari með sigur af
hólmi.
Reuter, NTB
Scud-eldflaug á hersýningu á Rauða torginu í Moskvu. Það eru eldflaugar
af þessari gerð sem írakar hafa flutt til Kúvæt. Hægt er að búa þær eitur-
hleðslum. Simamynd Reuter