Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. Fréttir______________________________________________________________________________pv Ríkisendurskoðun um ríkissjóð: Utgjöld 4,4 milljarða umfram fjárlög í ár Það er nánast enginn munur á mati Ríkisendurskoðunar og fjár- málaráðuneytisins á aíkomu ríkis- sjóðs á þessu ári. Mismunur á mati þessara tveggja aðila felst í því aö Ríkisendurskoðun vill gjaldfella yfir- töku á lánum Verðjöfunarsjóðs fisk- iðnaðarins á þessu ári þó þessi lán komi ekki öll til greiðslu í ár. Fyrir utan þetta eru áætlanir Ríkisendur- skoðunar og ráðuneytisins nánast samhljóða. Eins og DV hefur skýrt frá gerir ráðuneytið ráð fyrir um 3,9 milljarða halla en Ríkisendurskoðun reiknar hins vegar með 5,4 milljarða halla. Afstaða stofnunarinnar til bókhalds- álit stofnunarinnar nánast samhljóða mati hármálaráðuneytisins meðferðar á yfirtöku á lánum Verð- jöfnunarsjóðs skýrir þennan mun. í raun er mat Ríkisendurskoðunar á hallanum lægra en mat ráðuneytis- ins að þessu atriði slepptu. Samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjárlaga gerir stofnunin ráð fyrir að tekjur ríkissjóös verði um 92,5 milljarðar á þessu ári. Áætlun stofnunarinnar er því samhljóma mati ráðuneytisins varðandi tekjur. Þetta eru um 3,6 milljörðum meiri tekjur en fjárlög og fjáraukalög gerðu ráð fyrir. Breyt- ingin felst í aukinni innheimtu beinna skatta upp á 1,6 milljarð, hækkun innheimtu á virðisauka- skatti um 600 milljónir, hækkun á sköttum af launagreiðslum um sömu fjárhæð, hækkun á tekjum af jöfun- argjaldi um 500 milljónir og auknar skatttekjur upp á um 400 milljónir. Hækkun á tekjum af jöfnunargjaldi fellst í því að ríkisstjómin hefur enn ekki lækkað það þrátt fyrir að gert hafi verið ráö fyrir því í fjárlögum. Ríkisendurskoðun gerir ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs verði um 97,9 milljarðar króna eða 4,4 milljöröum meiri en fjárlög og fiáraukalög gerðu ráö fyrir. Fjármálaráðuneytiö ráð- gerir hins vegar útgjöld upp á um 96,5 milljarða eða um 1,4 milljörðum minni en Ríkisendurskoðun. Þar sem ráðuneytið gjaldfærir ekki 1,6 millj- arða yfirtöku á skuldum Verðjöfun- arsjóðs er áætlun þess í raun um 200 miÚjónum lægri en Ríkisendurskoð- unar. Ríkisendurskoðun segir að rekja megi umframeyðsluna til eftirfar- andi: Framlag til vegamála hækkar um 400 milljónir. Lán vegna útflutn- ingsbóta gjaldfalla á árinu og nemur það um 550 milljónum. Framlög til lífeyris- og sjúkratrygginga hækka um 900 miÚjónir. Utgjöld vegna óbreytts rekstrarumfangs sem ekki er gert ráð fyrir í fiárlögum, halla- reksturs sjúkrahúsa og fleira nema síðan um 900 milljónum. Ríkisendurskoðun gerir jafnframt sérstaka úttekt á launakostnaði rík- isins. í henni kemur fram að í megin- atriðum hefur verið staðið við áætl- anir fiárlaga um starfsmannahald. Það er tekið sérstaklega fram að þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt ger- ist og virðist því vera sem tekist hafi að setja fyrir þá sjálfvirku útþenslu í starfsmannaúaldi ríkisins sem blas- að hefur við í öll önnur skipti sem Ríkisendurskoðun hefur gert athug- aniráþví. -gse Flas gerir engan flýti. Það sannaðist áþreifanlega þegar þessi ökuþór hugðist flýta fyrir sér með þvi að nota gangstéttina. Þar komst hann í sjálfheldu sem hann komst ekki út úr aftur fyrr en ferðamaður kom aövífandi og leiðbeindi ökumanninum út úr klemmunni. DV-mynd JAK Akureyri: 22 fyrirtæki fá heimsókn lögreglu -hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu skatta Gylfi Krisqansson, DV, Akureyri: „Þetta er þessi „rassía“ sem hefur verið í Reykjavík og á að vera um allt land vegna ógreidds virðisauka- skatts og staðgreiðslu," segir Björn Rögnvaldsson, fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri, en á vegum embættisins standa nú yfir heimsóknir í fyrirtæki sem ekki úafa staðið skil á þessum greiðslum. Björn sagði aö lögreglan á Akur- eyri hefði verið beðin að heimsækja 22 aðila en margir þeirra hafa gert hreint fyrir sínum dyrum eftir að þessar heimsóknir úófust. „Þetta verður í gangi þessa vikuna. Svo gæti farið að einhverjum fyrirtækj- um verði lokað en reyndar á ég'síður von á því. Þessir 22 aðilar sem um ræðir fengu alhr á sig áætluð gjöld, þar sem þeir skiluðu ekki inn réttum gögnum, og skulda samtals um 14 milljónir króna,“ sagði Björn. Hann sagði að á listanum væri eng- in verslun heldur væru það allskyns önnur fyrirtæki. „Einn hópur, sem er ekki á þessum lista, eru iðnaðar- menn en þeir eru sá hópur sem hefur staðið sig einna verst í að skila. Það eru 74 slíkir aðilar sem hafa verið boöaðir í lögtak því það er htið hægt að innsigla hjá þessum sjálfstæðu iðnaðarmönnum sem eru með allt dótið sitt íbílskottinu," sagði Björn. I dag mælir Dagfari Eins og Dagfari hefur skýrt frá áður gladdist margur atvinnurek- andinn, þegar Saddam Hussein réðist inn í Kúvæt. Ekki vegna þess að atvinnurekendur séu á móti sjeikunum í Kúvæt og öllum þeirra fimmtíu eiginkonum. Atvinnurek- endur jafnt sem aðrir líta shkt fiöl- kvæni hýru auga. Það sem gladdi htil Ifiörtu hér uppi á íslandi var möguleikinn til að hækka verðið á vörunni og þjónustunni og hossa sér dálítið á ohuveröshækkuninni sem mun áreiðanlega einhvem tímann skha sér ef þeir halda nógu lengi áfram að berjast við Persaf- lóa. Enda var þaö eins og við mann- inn mælt að verðlagsskrifstofan þurfti aö vera á harðahlaupum á eftir verðhækkunum í kjölfarið á átökunum við Persaflóa, án þess að nokkurt sýnilegt samband væri á milh verðmiða á íslandi og stríðs- ástandsins austur þar. Það var ein- mitt í þessari lotu sem Samtök feröaskrifstofa tílkynntu meðhm- um sínum aö hagdehd samtakanna hefði reiknað út fyrir þær að hækk- unarþörfin væri 2,34% og ástæð- umar vora nefndar ohuhækkun og gengisbreytingar. Enginn annar hafði orðið var viö ohuhækkun enn Misskilin hækkun sem komið var og gengið var hvorki hærra né lægra en það hafði verið undanfama daga, nema ef vera skyldi aö það hefði breyst til batnaðar í Evrópumyntinni. En þetta var samt tilkynning hinna vísu manna í hagdeUd Sam- taka ferðaskrifstofa og íslenskar ferðaskrifstofur þáðu þessa til- kynningu með þökkum og skrifuðu út nýja miða. Það lætur enginn segja sér tvisvar að hækka verð á sólarlandaferðum, sér í lagi þegar hagfræðingar og herfræðingar leggja saman. Veshngs verðlagsstjóri, sem hafði verið á hraðferð um bæinn til að stöðva verðhækkanir í verslunum og var um þaö bU að fara í helg- arfri, gaf sér tíma tU að kíkja á hækkunarforsendur feröaskrif- stofanna og gat bara alls ekki séð neina hækkunarþörf. Hann sagðist ætla að líta betur á þetta eftir helgi en hann þurfti samt ekki meir en nokkurra mínútna rannsókn á föstudaginn til að finna út að hækk- unin var byggð á misskUningi. Svo kom Alþýðusamband íslands og skoraði á ferðaskrifstofumar að draga hækkunina til baka og Flug- leiðir komu og sögðust ekki kann- ast við hærra flugfargjald, olíufé- lögin könnuðust ekki við neina hækkun á olíunni og Seðlabankinn kannaðist ekki við neinar gengis- breytingar. Svo leið helgin og talsmaður Samtaka ferðaskrifstofa sagði að hugsanlega hefði einhver miskUn- ingur verið hér á ferðinni og hann ætlaði að skoða málið betur. Sam- vinnuferöir-Landsýn sögðust ekki ætla aö hækka og Úrval, Útsýn sagðist ekki ætla aö hækka og Ver- öld ætlar ekki að hækka. Forstjóri Samvinnuferða tók reyndar fram að þessi hækkun skipti engu máh, þeir væm búnir að selja aUa miða og fólkið búið að borga og þess vegna gætu þeir alveg sleppt því að hækka miðana. Ergó: engin hækkun. Hækkunar- þörfin, sem reiknuð hafði verið út af hagfræðingi og hagdeUd Sam- taka ferðaskrifstofa, fannst ekki. Verðlagsstjóri fann hann ekki, verkalýðsúreyfingin fann hana ekki, flugfélögin könnuðust ekki við hana og talsmaður Samtaka ferðaskrifstofa játaði að veriö gæti aö einhver misskUningur hefði ver- ið á ferðinni. Það besta við þetta allt saman er að hækkunin var óþörf vegna þess að búiö var aö selja miðana á lága verðinu. Það er engin önnur skýring fil á þessu upphlaupi heldur en sú að stríðið við Persaflóa hafi tekið menn á taugum. Ef menn hækká verðlag tU að lækka það aftur niður í það sama og það var era þeir farn- ir að panikera og þjófstarta á undan bæði Saddam Hussein og Amerík- önum. Við eram miklir stríðs- menn, íslendingar, en svona skjót viðbrögð era ástæðulaus þegar það er haft í huga að íslendingar eru ekki ennþá búnir að lýsa stríði á hendur írökum. Viö stöndum enn í sömu sþoram og þegar átökin hófust og meðan íslenskar ferða- skrifstofur skipuleggja ekki ferðir á vígstöðvamar eiga þær að reyna að halda aftur af hagfræöingum sínum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.