Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990. 9 Utlönd Sextíu og sjö lögfræðingar myrtir á ári Sextíu og sjö lögfræðingar og dóm- arar hafa veriö myrtir í heiminum síðustu 12 mánuði, að því er Alþjóða- samband lögfræðinga segir. Meir en helmingur morðanna hefur verið framinn í Kólombíu þar sem stríð hefur staðið yfir viö eiturlyfjabarón- ana margfrægu. í Kólombíu er vitað að 37 lögfræð- ingar og dómarar hafa látið liflð meðan þeir hafa rannsakað eitur- lyfjamál. Þá eru á skrá hjá samtök- unum 360 lögfræðingar í 45 löndum sem hafa orðið fyrir árásum eða set- ið undir alvarlegum hótunum síðasta árið. Samtök lögfræöinga segja að árásir á lögfræðinga séu 145 fleiri þessa síð- ustu 12 mánuði en næstu 12 mánuð- ina á undan. Það er einkum vaxandi óstjórn í Kólombíu, Kenya, Sri Lanka og Súdan sem gerir störf lögfræöinga hættulegri nú en verið hefur lengi. í Bandaríkjunum var einn lögmað- ur, sem beitti sér í mannréttindamál- um blökkumanna, myrtur og einn dómari. í báðum tilvikum voru morðin rakin til kynþáttahaturs. Á Sri Lanka voru 10 lögfræðingar myrtir og einnig 10 í Perú. Reuter Sovésku flugræningjamir: Vilja pólitískt hæli í Pakistan Yfirvöld í Pakistan segja að flug- ræningjarnir sem lentu í Karachi á mánudaginn hafi sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn í landinu og farið yröi með þá eins og lög gerðu ráð fyrir þar í landi. Sovétmenn hafa krafist framsals mannanna, enda voru hér refsifang- ar á ferð auk þess sem ránið hefur verið lagt út á verri veg fyrir Sovét- menn á alþjóðavettvangi og þeim því nokkuð í mun að því ljúki án frekari málalenginga. Pakistanir hafa þá reglu aö leyfa aldrei flugræningjum að lenda í landinu en breyttu út af því nú að beiðni Nikolai Ryskov, forsætisráð- hera Sovétrikjanna, enda lá líf allra um borð viö. Sovétmenn hafa ekki lagt trúnað á að fangarnir hafi fariö fram á að fá pólitískt hæli í Pakistan. Aðalræðis- maður þeirra í Karachi hefur beðiö um að fá að tala við fangana til að ganga úr skugga um að ekki séu brögð í tafli. Sovétmenn eru tilbúnir að senda sveit til Pakistans til að ná í fangana en heimamenn vilja skoða mál þeirra nánar og á meðan verður flugræn- ingjunum ekki sleppt. Reuter MOTTU OG TEPPA 20*50% Gram Tcpp' ofslánw . yM mmm _ september ,;ö tnngang'nr^ BisarokH i Ósóttar pantanir fullum krónur Miðaverð: á laugar' i tlestum be .tubúðum iandsins. Önn.g Tað s,á Wbitesna^^---------_____ m kreditmánudur X Hægt er að greiða miða að risarokkinu í Reið- höllinni með Eurocard eða Visa. Flugleiðir veita Rísarokksgestum 35% afslátt á flugfargjaldi gegn framvísun aðgöngumiða. kaupa m\ða a js/\onsters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.