Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990.
Útlönd
Tarfuríárásarhug
Sveiney Svexxiadóttix, DV, Fíexeyjum;
Ötlendingur, sera var á ferðalagi um Færeyjar, varð nýlega fyrir árás
í tjaldi sínu um miöja nótt. Flúði ferðaraaðurinn upp á stóran stein og
húkti þar til morguns á meðan árásaraðilinn, sem var tarfur, eyðilagði
tjald hans og allt sem i því var. Hjálp barst þegar þorpsbúar vöknuðu
um morguninn og heyrðu köU mannsins.
Reyndar er þess getið í ferðabæklingum að varhugavert sé að tjalda á
þeim stööum þar sem viUtir tarfar ganga lausir.
Innrásarminnst
Tékkar hafa nú í fyrsta sinn getað minnst opinberlega jnnrásar Sovét-
manna í Tékkóslóvakíu 20. ágúst 1968. Á myndinni eru Vaclav Havel,
forseti Tékkósióvakíu, og Alexander Dubcek þingforseti. Símamynd Reuter
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, hvatti í gær landsmenn sína til
að halda á lifí byltingunni er hann ávarpaði um hundrað þúsund manns
sem höfðu safnast saman á Wenceslastorgi í Prag. Tékkar gátu nú í fyrsta
sinn minnst innrásar Sovétmanna í ágúst 1968 opinberlega. Fyrir bylting-
una í nóveraber síðastliðnum dreifði lögregla öUum sem söínuðust saman
á götum úti.
Sagði Havel að gamla „maíían“ gegndi enn lykUembættum og reyndi
aö hægja á umbótum. Nefndi forsetinn sérstaklega að efnahagsumbæturn-
ar gengju hægt og sagði hann vera nauðsyn á löggjöf um brottvikningu
gömlu maflunnar.
Mikill barnadauði á Grænlandi
Bamadauði er hlutfaUslega miklu meiri á Grænlandi en í Danmörku.
Ætla nú danskir og grænlenskir læknar að rannsaka dauðsföUin nánar
i þeirri von að geta fimdið út hverjar orsakimar em. Búist er við aö ár-
lega deyi á miUi fjörutíu og fimmtíu grænlensk böm á næstu ámm og
þar af muni helmingurinn vera ungböm.
Ekki er taliö aö um geti veriö aö ræða skort á heUbrigðisþjónustu held-
ur frekar þær aðstæður sem bömin alast upp við. Bent hefur veriö á að
oft þurfi að flyija böm langar leíöir tíl að koma þeim undir læknishendur.
Lést af völdum eigin sprengju
Lögreglumenn virða lyrir sér flak bifreióarinnar sem sprakk fyrir utan
stórmarkað I bænum Oyarzun á Norður-Spánl. Simamynd Reuter
Meintur aðskUnaðarsinni Baska lét i gær lífiö er sprengja, sem hann
ætlaði að koma fyrir við stórmarkað á Norður-Spáni, sprakk í bíl hans.
Var maðurínn að fjarlægja sprengjuna undan farþegasæti í bílnum þegar
hún sprakk.
Ekki þykir Ijóst hvort tUræðismaðurinn hafi ætlað að koraa sprengj-
unni fyrir inni í stórmarkaðnum þar sem var fuUt af viðskiptavinum eða
skUja hana eftir í bílnum. AöskUnaöarsinnar hafa áður beint spjótum
sínum að stórmarkaönum og öðrum sem er í grenndinni við hann.
Síðastliöna viku hafa ETA-samtökin, hryöjuverkasamtök aöskUnaöar-
sinna, staðið á bak við ijórar sprengjuárásir á jámbrautarteina. Engir
hafa særst viö árásimar.
Sjö Kúbumenn í bústaö belgíska sendiherrans i Havana gáfust upp í
gær, aö því er talsmaður utanríkisráðuneytis Kúbu og sljómarerindrekar
sögöu. Þeir greindu einnigfrá uppgjöfKúhumannsviö spænska sendiráð-
ið.
Enn eru tveir Kúbumenn í bústað belgíska sendiherrans og fimmtán í
spænska sendiráðinu. Tveir Kúbumenn fóru úr spænska sendiráðið á
laugardagskvöld.
Yfirvöld á Kúbu hafa neitað að verða við kröfum flóttamannanna um
leyfi tU aö fara úr landi. Hins vegar hefur þeim sem gefast upp af fúsum
og frjálsum viJja verið lofað að þeim verði ekki refsaö. Reuter og Rltzáu
13 V
Sameining þýsku
ríkjanna í óvissu
- samkomulag frá 1 gær er farið út um þúfur
AUt er nú í óvissu um sameiningu
þýsku ríkjanna eftir að slitnað hefur
upp úr samkomulagi sem náéist í
gær um að sameina ríkin 14. októb-
er. Þaö vom jafnaðarmenn í Austur-
Þýskalandi sem ekki gátu fallist á
skilmála sameiningarinnar.
í gær náðist samkomulag um dag-
setninguna milli Kristilegra demó-
krata og jafnaðarmanna á austur-
þýska þinginu en þessir flokkar hafa
tU samans þá tvo þriðju hluta at-
kvæða sem þarf til að samþykkja
stjómarskrárbreytingar.
Þegar jafnaðarmenn settust á þing-
Dokksfund eftir þingfundinn reynd-
ist ekki vera meirihiuti í flokknum
fyrir tilhögun sameiningarinnar og
var hún felld. Þar með er aUt í óvissu
á ný um hvort og hvenær af samein-
ingu verður með þeim hætti sem
stefnt hefur verið að undanfarna
mánuði.
Þegar sameining ríkjanna var
rædd á þinginu í gær virtist sem 12
af þeim 14 flokkum sem þar sitja
væm fylgjandi sameiningu þann 14.
Lothar de Maiziere, forsætisráð-
herra Austur-Þýskalands, og Ric-
hard Schröder, formaður þingflokks
jafnaðarmanna, þegar allt leit út fyr-
ir samkomulag um sameiningu
þýsku ríkjanna. Það samkomulag
er nú Úr sögunni. Simamynd Reuter
október. Meðal andstæðinga var
gamli kommúnistaflokkurinn, sem
nú er kenndur við lýðræðislegan sós-
íaUsma, sem viU sameiningu 2. des-
ember um leið og kosningar fara
fram í báðum löndunum. Aðrir hafa
lagt áherslu á að kosið verði í ríkinu
sameinuðu.
Undanfarnar vikur hefur verið
deUt um sameiningardaginn. Það
hefur dreift kröftunum frá umræð-
um um mun alvarlegra mál sem er
breytingin frá miðstýringu til mark-
aðsbúskapar.
SameiningarmáUn hafa þegar orð-
ið stjóm Austur-Þýskalands að faUi
og nú sitja KristÚegir demókratar
einir í minnihlutastjórn undir for-
sæti de Maiziere.
Jafnaðarmenn vUja að nú verði
stefnt að sameiningu 15. september.
Flokksbræður þeirra í Vestur-Þýska-
landi standa með þeim að samein-
ingu þann dag og telja að ekki megi
dragast öllu lengur að sameina vegna
þess að efnahagur Austur-Þýska-
landseraðhrunikominn. Reuter
Taylor grípur til örþrifaráða í stríðinu 1 Líberíu
Hótar að myrða útlendinga
Charles Taylor, uppreisnarforingi
í Líberíu, hefur hótað aögerðum gegn
fólki frá Vestur-Afríku, sem innlyksa
er í landinu, ef þessi sömu ríki gera
svo mikið sem tUraun til að senda
friðarsveitir til landsins.
Um 3000 manna herlið frá ríkjum
í Vestur-Afríku er tilbúið aö fara til
Líberíu og ganga þar mUli stríðndi
fylkinga. Hersveitir Samuels Doe for-
seta og skæruUðar hUðholUr Prince
Johnson hafa þegar gert með sér
vopnahlé en Taylor vUl berjast til
þrautar.
„Ef hermenn frá erlendum ríkjum
koma til Líberíu þá verða þau að
gjalda fyrir þungu verði,“ sagði Tayl-
or í gær. „Fyrir hvem líberíumann
sem fellur í þeim átökum mun ég
krefjast lífs eins útlendings í staöinn.
Ef einn af mínum mönnum á að deyja
því þá ekki að láta einn frá Nígeríu
og einn frá Gana deyja líka.“
í Líberíu eru nú um 2000 Nígeríu-
menn og hafa þeir leitað hæUs í
sendiráði landsins í Monróvíu. Þar
em einnig um 60 manns frá Guineu
sem komist hafa í sendiráð lands síns
en taUð er að um 5000 þúsund aðrir
Guineumenn séu í landinu án skjóls
eftir að uppreisnarmenn hröktu þá
úr sendiráðinu.
íbúar fleiri Vestur-Afríkuríkja eru
í landinu og nú hótar Taylor að nota
sömu aðferð og Saddam Hussein í
írak og hindra innrás í landið með
því að ógna þegnum erlendra ríkja.
Flestir Vesturlandabúar eru þegar
farnir frá Líberíu. Hafa Bandaríkja-
menn séð um flutning þeirra frá
Monróvíu um borð í skip við strönd
landsins. Reuter
Á fimmta hundrað blökkumenn fallnir í Suður-Afríku:
Ætftarhöfðingjar mynda friðarsveit
Pik Botha utanríkisráðherra og Buthelesi, höfðingi zúlúmanna, eftir samn-
ingafundinn í gær.
Símamynd Reuter
Tveir af leiðtogum blökkumanna í
Suöur-Afríku hafa skorað á lands-
menn að hætta átökum en þar hafa
405 faUið á síðsutu níu dögum og í
það minnsta 1500 særst.
Það voru ættarhöfðingjamir Man-
gosuthu Buthelesi, fyrir hönd zúlú-
manna, og Bantu Holomisa, fyrir
hönd xhosa, sem sendu frá sér ákall-
ið eftir fundahöld með fuUtrúun rik-
isstjómarinnar.
Nelson Mandeja átti ekki hlut aö
viðræðum þessara aðila en Ula hefur
gengiö að koma á viðræðum milli
helstu fyUdnga blökkumanna sem
em Afríska þjóðarráðiö og Inkata-
hreyfingin sem Buthelesi fer fyrir.
í yfirlýsingu ættarhöfðingjanna
segir að blökkumenn verði að gera
aUt þrátt fyrir ágreining til aö.hætta
blóðsúthellingum. „Sundmngin
okkar í miUi verður ekki þoluð öllu
lengur," segir þar.
Mynduð hefur verið 30 manna
nefnd, skipuð að jöfnu xhosum og
zúlúmönnum, tíl að fara um átaka-
svæðin og reyna aö tala um fyrir
mönnum. í nefndinni eru helstu ætt-
arhöfðingjar beggja ættflokka og
hafa þeir hvatt menn til aö leggja
niður vopn.
Viðræður höfðingja xhosa og zúlú-
manna stóðu í tvær klukkustundir í
gær. Af hálfu ríkisstjómarinnar
vora þar Pik Botha utanríkisráð-
herra og Adriaan Vlok öryggismála-
ráðherra. Áður hafði Buthelesi hitt
de Klerk forsætisráðherra að máh.
Ættarhöföingjamir sögðust hafa
komist að samkomulagi um leiðir til
að binda enda á átökin en vUdu ekki
segja nánar hveijar þessar leiðir
væm.
Ríkisstjómin ætlar að ræða viö
fulltrúa Afríska þjóðarráðsins í þess-
ari viku um skilyrðin fyrir því að
Þjóðarráðið hætti vopnaðri baráttu
gegn stjóminni eins og samþykkt var
fyrir tveimur vikum. Mandela hefur
hótað að ekkert verði af slíku sam-
komulagi ef her og lögregla gæti ekki
hlutleysis í deilum blökkumanna.
Buthelesi hefur hvatt Mandela tU
að koma tU viðræðna en þessi tveir
áhrifamestu leiðtogar blökkumanna
hafa ekki getað ræðst við. Mandela
hefur þegar hafnaö tilboðinu um við-
ræður og segir að hreyfmg Buthelesi
vUji með ofbeldi ná stöðu Afríska
þjóðarráðsins í viðræðum viö ríkis-
stjórnina um afnám aöskUnaöar-
stefnunnar. Reuter