Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1990, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST 1990.
Spumingin
Lesendur
Þjóöarsáttin um efnahags- og kjaramálin:
Að undirlagi valda-
og áhrif aafla
- ekki almennings
Hvað lestu helst
í dagblöðunum?
Ásmundur H. Sturluson nemi: Sjón-
varpsdagskrána og almennar fréttir.
Óttar Bjarnason bakari: íþróttafrétt-
ir en ekki mikið meira.
Haraldur Haraldsson skrifar:
Mér hefur oft orðið hugsað til
ástandsins í þjóðfélaginu að undan-
fómu. Ekki síst vegna þess að mér
sýnist að nú sé að draga til alvarlegs
uppgjörs á milli stétta, hinna al-
mennu launþega og þeirra sem raun-
verulega ráöa þjóðfélaginu, valda- og
áhrifaaflanna. Aflanna sem létu
verkalýðsleiðtogana efna til skyndi-
undanhalds á vinnumarkaði og sam-
þykkja fyrir hönd umbjóðenda sinna
að þeir skyldu bara bíða rólegir á
meðan aðrir taka út milljónir úr sjóð-
um sínum til að leika sér með - og
það með aðstoð sjálfs ríkisins.
í forystugrein Tímans sl. laugardag
er viðurkennt að „þjóðarsáttin" sé
byggð á víðtæku samkomulagi valda-
og áhrifaafla þjóðfélagsins. - Það er
rétt, og þá vitum við það! Það er hins
vegar ekki rétt hjá þeim sem heldur
á penna í þessum leiðaraskrifum
Tímans að upphaf samkomulagsins
verði rakið til sameiginlegs skilnings
þjóðfélagsaflanna á nauðsyn efna-
hagslegrar jafnvægisstefnu og standi
með því að öll þessi valda- og áhrifa-
öfl standi saman um framkvæmd
hennar.
Þetta er langt frá sannleikanum því
aö í þessum valda- og áhrifaöflum
þjóðfélagsins eru ekki hinir almennu
launamenn sem hafa að jafnaði inn-
an við 100 þúsund krónur í laun- (og
þótt þeir renni rétt yfir 100 þúsund-
in). Það er hins vegar rétt hjá Tíman-
um að ríkisvaldiö hefur gætt síns
hlutar, þ. á m. á þann hátt sem vald-
ið hefur deilum og ásökunum um að
hafa beitt of ströngum valdboðum
eins og þeim sem felast í bráða-
birgðalögum um efnahagsmál.
Það væri þó ekki til að fjargviðrast
út af - ef ríkisvaldið hefði sett alla
við sama borð. En það er langt í frá
að svo sé. Kaupin á hlut Aðalverk-
taka t.d. eru ekki til þess fallin aö
lægja kurrinn hjá almennum laun-
þegum. Og skipun ríkisvaldsins um
að Verðlagsstofnun skuli nú skyndi-
lega eiga að hemja verðhækkanir hjá
einstaka söluaðilum hefur lítið að
segja úr því sem komið er. Valda- og
áhrifaöfl þjóðfélagsins hafa þegar
eyðilagt undirstöðuna og hún verður
ekki rétt af nema með víðtæku sjálfs-
afneitunarframtaki - ekki hjá laun-
þegum einum, heldur hjá þessum
valda- og áhrifaöflum fyrst og fremst.
Guðbrandur Stefánsson flugaf-
greiðslum.: íþróttir en mest lítið af
öðru. Helst eitthvað ef það er mikið
um að vera í heimsmálunum eins og
t.d. við Persaflóann þessa stundina.
Sigrún Waage húsmóðir: Það er nú
voða lítið. Ég fletti aðallega í gegnum
þau - kíki reyndar á smáauglýs-
ingamar.
Hafþór Svavarsson kokkur: Allt sem
er fréttnæmt, bæði innlent og erlent.
Ég fylgist nokkuð vel með öllum
fréttum.
Pétur Pétursson nemi: Bara allt -
íþróttir og teiknimyndir meðal ann-
ars.
Á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. - Eru hraðahindranir skammt frá ekki ágæt slysavörn?
Hraðahindranir á hraðbrautir
Skáti skrifar:
Ég verð oft vitni að því þegar ó-
prúttnir ökumenn aka yfir á gulum
og jafnvel rauðum ljósum. Með þessu
háttalagi skapa þessir ökuþórar
mikla hættu. Eg þykist vita að þeir
sem annast um að umferðin gangi
sem best og slysalaust hafi af þessu
áhyggjur og það eflaust talsverðar.
Lausn þessa máls hefur legið á mér
í mörg ár. Ég tel mig hafa fundið
lausnina á þessu mikla vandamáli.
Ég kýs að nefna hér ein ákveðin
hraðbrautamót í Reykjavík. Þaö er
þar sem Kringlumýrarbraut og
Miklabraut mætast með sínum
þungum umferðarstraumum. Ef
hraðahindrunum verður komið fyrir
í um eitt hundrað metra fjarlægð frá
þeim punkti þar sem straumarnir
mætast er ég viss um að allir venju-
legir ökumenn svo og ökuþórarnir
ógurlegu verða búnir að draga svo
úr ferð ökutækja sinna að engum
dettur í hug að auka hraðann á ný
til þess eins að fara yfir á gulu eða
rauðu ljósi.
Ég hef rætt þetta við marga af mín-
um vinum, samstarfsmönnum og
annað gott fólk. Það hefur ekki
brugðist, allir eru mér sammála um
að þetta sé ekki aðeins rétta lausnin,
heldur líka hin eina sem getur stöðv-
að þennan óhugnað.
Áhugi opiuberra aðila á SS-húsinu:
SS óskar ekki eftir
styrk frá ríkissjóði
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfé-
lag Suðurlands, skrifar:
Það hefur vakið undrun mina að
DV, eitt dagblaða, skuli róa að því
öllum árum að ekki takist samningar
á milh Sláturfélagsins og ríkissjóðs
um ráðstöfun á húseign SS í Laugar-
nesi. - Þessi afstaða DV hefur komið
fram í ritstjómargrein og lesenda-
bréfum sem eru í það minnsta birt
með velþóknun ritstjómar DV ef þau
em þá ekki samin af blaðinu.
Eins og öllum mun kunnugt hefur
verið unnið að endurskipulagningu
SS undanfarin tvö ár og er það verk
vel á veg komið. Eitt af því sem SS-
hefur orðið að horfast í augu við er
að geta ekki lokið bið byggingu sína
við Laugarnesveg. Reynt hefur verið
að selja húsið á frjálsum markaði og
jafnframt kannaður áhugi opinberra
aðila til að nota húsið.
Aðilar á vegum ríkisins hafa lýst
miklum áhuga á að nota húsið og
talið sig geta notað kosti byggingar-
innar mjög vel. Rétt er að ítreka að
SS er EKKI að óska eftir styrk frá
ríkissjóði, heldur eingöngu að geta
komist frá of stórri fjárfestingu.
Viðhorf DV em þeim mun undar-
legri í ljósi þess að aöaleigendur DV
era jafnframt aðilar að Amarflugi,
sem hefur ítrekað leitað á náðir rík-
issjóðs og fengið samþykktan háan
styrk frá ríkissjóði. Ekki hefur oröið
vart harðrar gagnrýni DV á þessa
ráöstöfun, hvorki í ritstjómargrein-
um né lesendabréfum.
Það er von mín aö DV einbeiti sér
að öðrum þarfari verkefnum en að
hnýta í SS og sýni í verki að það sé
fijálst óháð dagblað en láti ekki vera
svo augljósan þann tvískinnung sem
er í umfjöllun blaðsins um málefni
SS annars vegar og Amarflugs hins
vegar.
Af dvolinm
á Litla-
Hrauni
Fangi skrifar:
Þaö er með ólíkindum hve fang-
ar hér á Litla-Hrauni mega þola
aö á þeim séu brotin Iög lands og
þjóðar. Verslunarrekstur lijá
hinu opinbera er t.d. í líkingu við
austantjaldsmenninguna sálugu
og er þjóðinni til skammar.
Launamálum er þannig háttað að
geðþóttaákvörðun ræður því
hvort fangi fær 2, 3, 5, eöa 8 þús-
und kr. í laun á viku. - Flestir fá
að vísu 2-3 þúsund kr.
Afþessum launum skal fanginn
sjá sér farborða, hann skal gieiða
allar hreinlætisvörur, svo sem
sápu, rakáhöld, klippingu og allt
annað sem hann kann að van-
haga um. - Gerist einlwer fangi
svo djarfur að veikjast missir
hann launin sín en samt skal
hann greíða öll lyf án undantekn-
ingar, ásamt lækniskostnaði.
Þess eru að sjálfsögðu dæmi að
menn hafi alls ekki efni á aö nota
nauðsynleg lyf, sem þeim eru
ætluð, og líði því vítiskvaiir.
Annað dæmi um það fyrir-
komulag sem hér rikir: Fái fangi
nú t.d. móður sína í heimsókn eöa
vin og þeim hinum sama dytti í
hug að færa fanganum einhverjar
nauðsynjar, t.d. tóbak, kaffi eða
sælgæti, svo að ekki sé nú talaö
um smápening, þá er það hrein
geðþóttaákvörðun hveiju sinni
hvað fanganum er leyft að fá -
eða hvort hann fær nokkuö yfir-
leitt. Svörin era þau aö þetta fáist
í sjoppunni hjá „okkur“.
Það hlýtur aö vera spurning,
hver stjórnar þessu, eða hvort
fangelsið sé stjórnlaust að því
marki að fangaverðir, a.m.k.
sumir hveijir, seija reglur sem
henta hverju sinni. - Þaö hlýtur
að vera spuming hvað þessir
menn, sem era héðan úr sveitinni
og fá vinnu hér, eru að hér að
gera. - Og hvaða völd skyldu þeir
hafa til að haga sér á þennan Mtt?
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16
eða skrifið