Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. 21 Tryggvi Emilsson er fæddur 20. október 1902 og var einn af átta systk- inum. Móöir hans lést af bamsförum daginn fyrir sex ára afmæliö hans. Heimilið leystist upp og bömin þurftu að vinna hörðum höndum. Frá því segir Tryggvi í bókum sínum Fátækt fólk og Baráttan um brauðið. „Þetta voru erfiðir tímar,“ segir hann. Tryggvi á tvær systur á lífi og einn bróður en sá er kominn á tíræð- isaldur. Með frægum skáldum Bækur Tryggva, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið, hafa verið gefnar út á þýsku en þær voru báðar tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. „Ég fór þangað með frægum skáldum, Thor Vil- hjálmssyni fyrra árið og seinna árið með Þorsteini frá Hamri.“ Tryggvi segist vonast til að fleiri bækur eigi eftir að koma út eftir hann. Besti tími til skrifta segir hann vera morgnana og þegar hann skrif- aði fyrstu bækurnar byrjaði hann að vinna klukkan fimm á morgnana. „Ég átti alltaf gott með að hugsa og muna á morgnana. Hugurinn var opinn,“ segir Tryggvi. Eiginkona Tryggva lést árið 1977. „Hún hafði einnig gott minni. Ef það var eitthvað sem ég mundi ekki fór ég til hennar. Við bjuggum saman í 52 ár.“ „Mér fmnst að alhr gamlir menn ættu að hafa eitthvað til að fást við,“ segir rithöfundurinn. „Annars er tíminn svo lengi að líða.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi verið í póhtík, segir hann: „Já, róttækur og fátækur. Það fór saman þar sem bar- áttan var slík. Þetta er alit orðið öðruvísi í dag. Mér hst vel á lífið því fólk á íslandi hefur aldrei haft það eins gott og undanfarin ár. Þetta hef- ur verið góðæri og fólk hefur al- mennara haft það sænúlegt. Hér áð- ur fyrr kvartaði fólk ekki heldur barðist fyrir því sem það vildi fá,“ segir Tryggvi ennfremur. „Ég var ekki góður ræðumaður en Sigfús Sigurhjartarson, sem var mik- Tryggvi ásamt dóttursyni sínum, Þórarni Friðjónssyni, sem aðstoðað hefur við útgáfu bókarinnar. Þórarinn vinnur hjá Vöku-Helgafelli. ih ræðusnilhngur, kenndi mér að skrifa ræðuna upp og læra hana síð- an, en hafa aðeins htinn minnismiða með á fundi. Þetta gerði ég eftir að ég kynntist honum og tókst þá mun betur með ræðumar enda hafði ég gott minni. Ég var líka vel kunnugur öðrum ræöusnhlingi sem var Einar Olgeirsson. Við vorum fæddir sama árið á Akureyri og höfum verið vinir alla tíð. Ég hef samband við hann einstöku sinnum í síma,“ segir Tryggvi Emhsson rithöfundur sem ætíar ekki að láta staðar numið að miðla af þekkingu sinni, reynslu og frásagnargleði þó aldurinn færist yfir.“ -ELA ©Husqvarna og brother saumavélar ÓTRÚLEGT ÚRVAL Verðfrá 18.900," til 128.000;' Sýnikennsla alla daga frá kl. 12-17. Husqvarna og Brother saumavélaumboðið er flutt í nýtt og glæsi- legt húsnæði að Faxafeni 14 (Nútíð). Sala, nám- skeiðahald, þjónusta. VÖLUSTEINN Faxafeni 14, s. 679505. Umboðsmenn um allt land. Demparar í margar gerðir bíla. Gæðademparar. Hagstætt verð. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 ! é. : - Kellen rannsóknarlögreglu- maður kemst að því við rann- sókn morðmáls að hann á i höggi við glæpamenn sem reyndu að heilaþvo hann fyrir 20 árum. Þetta verður til þess að sársaukafullar ofskynjanir og martraöir fara að hrjá hann á ný. Komið er með sundurskorið lik óþekkts manns i likhús borgarinnar. Dr. Dori Caisson hefst handa við krufningu líksins en verður þess áskynja sér til mikiilar undrunar að skotsár mannsins hafa gróið og hann (Tow- nsend) rænir Dori. DREIFING MYNDFORM Mario gjörbreytist þegar hann kemur til New Yorfc. Hann verö- ur gjörsamlega truflaöur og sleppir fram af sér beíslinu. Og þá er ekki Öll sagan sögð, þvi HÚN birtist, hún Nicolel SÍMI 651288

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.