Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Page 25
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. 33 gaman og gefandi starfl. Ég stend á dálitlum tímamótum og þarf að gera. upp hug minn hvar ég vil starfa því þörfin er víða fyrir hendi, það er augljóst." - En heldur fólk að þú sért fullkomin á þessu sviði, vitir allt, lifir full- komnu kynlífi o.s.frv.? „Já, ég býst við því. Margir vita náttúrlega ekkert í hveiju starfið er fólgið. En þaö er erfitt að vera kyn- fræðingur. Maður þarf virkilega að hafa kjark og sterka og góða sjálfsí- mynd og þekkja sín takmörk og geta aðskilið starfið og einkalífið. Þetta er það sem mér hefur þótt erfiðast. Ég verð að þekkja mín takmörk. Ég fræði og gef ráð eins og ég get en ég tek ekki fólk í sálræna meðferð. En undanfarin ár hef ég unnið mikið með sjálfa mig, verið í svona nafla- skoðun og gegnum námið, verið að uppgötva sjálfa mig sem kynveru. Þetta hafa verið erfið ár en góð. Vil ekki taka vinnuna með mér heim Það er erfitt þegar fólk hringir í kvöldmatartímanum og vill fá ráð við áhugaleysi sínu á kynlífi þegar ég stend yfir pottunum og er að reyna að skilja vinnuna eftir í vinnunni. Hér áður hafði ég svo mikinn áhuga á kynlífi að ég tók vinnuna með mér heim og sofnaði út frá fræðibókum um kynlíf. Þessu hef ég verið að reyna að breyta. Ég vil geta komið heim og slakað á, farið í bað og sinnt syni mínum og farið snemma að sofa. Ég er ekki boðin og búin hvenær sem er þó fólk eigi bágt.“ Jóna Ingibjörg á einn son sem heit- ir Kári Svanur Rafnsson og er fjög- urra ára og rúmlega þó. Hann er á barnaheimilinu Sælukoti í Skeija- firði sem Ananda Marga hreyfmgin rekur. Faðir hans heitir Rafn Geirdal og er menntaður nuddari en þau skildu fyrir tveimur árum eftir tveggja ára hjónaband. „Við höfðum þekkst frá 1983 og staðið í ástarsambandi með eldheit- um bréfum meðan hann var úti í sínu námi sem nuddari. Síðan fórum við saman út til Bandaríkjanna þegar ég fór að læra, þá með strákinn 6 vikna gamlan. Rafn var heima meö hann og sá um heimilið meðan ég var í skólanum en ég var samt með hann á bijósti.“ - Nú vinnið þið bæði náið með fólk. Hvers vegna gátu ekki nuddari og kynlífsfræðingur lifað í velheppnuðu hjónabandi? „Eflaust hefði þetta allt getað þjappað okkur betur saman ef við hefðum getað unnið í okkar persónu- legu málum. Okkar leiðir áttu hins vegar ekki eftir að hggja saman og okkar menntun og starfsferill kom því ekkert við þó margir haldi það. Skilnaður getur verið þroskamerki Skilnaður getur að mínu viti verið þroskamerki en alls ekki merki um vanþroska og mistök. Mér leið samt mjög illa fyrst eftir skilnaðinn og fannst eins og mér hefði mistekist og kenndi sjálfri mér um. Svo lærði ég að, skilja að það þurfti ekki að þýða'að ég væri misheppnuð þótt hjónabandið hefði ekki gengið. En skilnaður getur aldrei orðið annað en erfiður þó fólk skilji í fullri vin- semd. Síðan hefur Jóna Ingibjörg verið einstæð móöir og hefur einbeitt sér að starfmu og því að vera samvistum við son sinn og skapa honum gott heimili. En er það ekki galli fyrir starfandi kynfræðing að hafa ekki karlmann? „Nei,“ segir hún eftir nokkra um- hugsun. „Persónuleg þekking er eflaust af hinu góða en ég þarf ekki að hafa upplifað allt sem fólk leitar til mín með. Ég hef reynslu af hjóna- bandi og sambúð og hef sótt í þann sjóð. En ég þarf ekki aö hafa upplifað sifjaspell til þess að geta rætt við fólk með þá reynslu." - Þú hefur oft talað um að þú viljir taka þitt starf alvarlega. Hvernig virkar það á þig þegar Flosi Ólafsson skrifar grínaktuga pistla um það sem þú segir og gerir? Þolir ekki hræsni og yfirdrepsskap. „Ég tek það ekki nærri mér. Ég er viss um að Flosi er vænsti maður og alls ekki eins forpokaður og hann vill vera láta. Ég þekki hann ekki neitt en veit þó að við eigum sama afmæhsdag. Hann er 31 ári eldri en ég. Hitt er svo annað mál að fólk hefði gott af því að komast af flissstiginu þegar kynlíf er til umræðu. Það er reyndar mjög eðlilegt þegar fólk er hissa, forvitið og kvíðafullt. Allt um kynlíf hefur fram til þessa veriö fyrst og fremst fyndið. En ég vil láta taka það alvarlega og sem betur fer er þetta mikið að breytast. Nýjabrumið er að fara af opinskárri umræðu um kynlíf og ég er mjög ánægð með það. Ég held stundum fyrirlestra um kyn- líf hjá ýmsum karlaklúbbum og þar hefur verið algengt að einhveijar fyrirspurnir eru settar fram í hálf- kæringi, svona dæmigerðum neðan- beltishúmor sem kallaður er. Mér hefur reynst mjög vel að slá vopnin úr höndummanna með því að svara þeim af fullri alvöru á fræðilegum grundvelli. Þeir virðast vera óstyrk- ari gagnvart þessu en konur. Kannski finnst þeim sér ógnað af konu sem þykist vita allt um kynlíf. Konurnar taka af meiri alvöru á málunum og ræða þau yfirleitt af meiri hreinskilni. Þetta fyndna viðhorf viðheldur for- dómum og vanþekkingu sem ríkir um kynlíf á íslandi. Dansað við dynjandi þungarokk - Nú er andlit þitt þekkt vegna skrifa um starfið og fastra skrifa í dag- blöðin. Finnst þér það óþægilegt t.d. þegar þú ferð út að skemmta þér? „Það hefur komið fyrir eins og ég býst við að aðrir megi þola sem eru þekktir. Hitt er svo annað mál að ég fer lítið út að skemmta mér þó mér finnist afar gaman að dansa. Mér leið- ist drukkið fólk þó ég sé ekki templari og það sem fer fram hér á skemmti- stöðum er ekki að mínum smekk. Mér fmnst mest gaman að hlusta á þungarokk og fíla það alveg í botn eins og unglingarnir segja. I augna- blikinu eru mínar uppáhaldshljóm- sveitir Cult og Motley Crue svo eitt- hvað sé nefnt. Þessi tónlist er ekki spiluð hér á skemmtistöðum. Ég fór hins vegar í leðurjakka og gallabux- um á Whitesnake tónleikana um dag- inn og dansaði og skemmti mér alveg konunglega. Ég býst við að þetta sé unglingurinn í mér sem er að brjót- DV-myndir GVA ast út og er alveg sama þótt ein- hverjum þyki það ekki hæfa. Mér finnst gaman að ögra fólki og gera það sem má ekki. Ég þoli ekki hræsni og yfirdrepsskap og því vil ég ögra fólki til þess að fá það til þess að koma fram eins og það er.“ Jóna tekur sér frí frá allri kynlífs- umræðu á hverju sumri og notar sumarfríið til þess að starfa við land- vörslu í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Þar fer hún með fólki í gönguferðir og kynnir því íslenska náttúru og sögu staðarins. „Þarna er afar gott að slaka á og taka sér frí. Þarna get ég haft strák- inn hjá mér og enginn nefnir kynlíf við mig. Það finnst mér dásamlegt og heillandi og hefði viljað leggja fyr- ir mig eitthvað svona ef ég hefði ekki orðið kynfræðingur.“ -Pá f «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.