Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1990, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990. 35 Gillian og Chris. Gillian haföi byijað nýtt líf með dótturinni Nínu og hélt aö hún þyrfti hvorki að óttast ofbeldi né misþyrmingar framar. Svo gerðist það dag einn að fyrrverandi eigin- maður hennar, Tony, kom í heim- sókn og bað um að fá að sjá Nínu. Vildi verða ólétt Það var í mars 1976 að Gillian og Tony Maville gengu í hjónaband. Þá var Gillian komin fjóra mánuði á leið en hún hafði af ásettu ráði orðið ólétt til að geta fengið Tony til að kvænast sér. Nokkrum dög- um fyrir brúðkaupið varð Gilhan hins vegar ljóst hve heimskulega hún hafði hegðaö sér. Þá sá hún fyrir að hún myndi fá að gjalda fyrir hegðan sína en þar eð svo skammt var til brúðkaupsins treysti hún sér ekki til að snúa baki við Tony. Næstu fímm mánuði misþyrmdi hann henni reglulega. Þá beitti hann hana andlegum þvingunum. Gillian reyndi að fá aðstoð foreldra sinna en þeir töldu sig ekki vera í aðstöðu til að gera mikið. Þeir vöktu aftur athygli hennar á því að þeir hefðu varað hana við því að giftast Tony. Gillian hélt hjónabandið út í hálft annað ár til viðbótar en þá yfirgaf Tony hana. Einn góðan veðurdag hvarf hann af heimilinu án þess að gefa upp nokkra ástæðu. Og nokkrum dögum síðar kom hann til að taka eigur sínar. Æðiskast Ekki löngu eftir þetta komst Gilli- an að því að hann hafði tekið sam- an við stúlku, Ohve White, sem hann vann með. Gillian hafði hins vegar ekki trú á að samband þeirra stæði lengi. Til þess þóttist hún þekkja Tony of vel. Enginn veit hvaö Olive White, sem var aðeins tuttugu og tveggja ára er hún tók saman við Tony, fannst um hann eftir náin kynni. Til þess lifði hún ekki nógu lengi. Innan þriggja mánaða var hún lát- in. Tony varö henni að bana. Hann var ákærður fyrir morð en ákæruvaldið tók tillit til þess sem nefnt var mildandi aðstæður. Full- yrt var að Ohve hefði sífeht verið að gefa öðrum mönnum undir fót- inn og hefði Tony orðið henni að bana í afbrýðikasti. Þegar hann hefði áttað sig á því hvað hann var að gera hefði hún verið látin. Gillian trúði ekki frásögn Tonys. Til þéss þekkti hún hann aht of vel. Hún var sannfærð um að hann hefði drepið Ohve í reiðikasti. „Mig langarbara til að sjá Nínu" Tony var dæmdur í níu ára fang- elsi. Hann sat inni í sjö ár og var látinn laus í ágúst 1986. Þá hafði Ghhan tekið saman við Chris Glo- ver, þrjátíu og fimm ára gamlan sjónvarpsviðgerðarmann. Þau höfðu nú búið saman í allmörg ár, eða síðan 1981 þegar þau fluttust th Newton Aycliff fyrir utan Darl- ington á Englandi þar sem sagan gerðist. En fimmtudaginn 16. október 1986 var friðurinn úti á því heimili. Síðdegis var dyrabjöllunni hringt og þegar Gihian opnaði sá hún að fyrir utan stóð fyrrverandi eigin- maður hennar, Tony. „Hvað vht þú hér?“ spurði hún og vék ekki til hliðar til að .sýna honum að hann væri ekki velkom- inn. Hefði Chris verið heima hefði hún látið hann um að ræða við Tony. En Chrls var enn þá í vinn- unni. „Það er engin ástæða til að taka iha á móti mér,“ sagði Tony. „Mig langar bara th að sjá Nínu.“ „Gamallvinur" Ghlian þóttist sjá að Tony myndi ekki fara fyrr en hann hefði fengið að sjá dótturina. Hún bauð honum því inn í stofu þar sem Nína sat og var að horfa á sjónvarp. „Vertu svo góður að segja ekki neitt við hana sem getur komið henni úr jafn- vægi,“ sagði hún um leið og þau gengu í stofuna. Tony kinkaði kolli. „Þetta er TonýA gamall vinur minn,“ sagði Gilhan við Nínu. „Hæ,“ sagði Nína og hélt áfram að horfa á sjónvarpið. Skyndilega breyttist svipurinn á Tony. Hann gekk hratt út úr stof- unni og Gillian fylgdi á eftir hon- um. Þegar þau voru komin fram á gang spurði hann: „Hvað á það að þýða að kalla mig gamlan vin? Hef- urðu hugsað þér að neita barninu um að fá að vita hver faöir þess er?“ Gilhan th undrunar virtist hann rólegur. Svo leit hann á konu sína fyrrverandi og sagöi: „Jæja, þá. Hafðu það eins og þú vht. Ég skal lofa þér því að koma henni ekki úr jafnvægi ef þú lofar mér því að ég fái að sjá hana aftur.“ Móðursjúk Um kvöldið þegar Chris var kom- inn heim sagði Gihian honum frá heimsókn Tonys. Chris varð reið- ur. „Eru gengin af vitinu?“ sagði hann. „Þú veist að maðurinn er morðingi og samt býðurðu honum heim til þín.“ Gilhan lét þá þau orð faha að hvað svo sem hann kynni að hafa gert tilheyrði það nú fortíðinni. Þá yrði því ekki neitað að hann væri faðir Nínu og hún hefði rétt til að fá að kynnast honum. í raun væri eðhlegast að hún fengi að ráöa því hve mikið hún vildi umgangast hann. Chris var henni ekki sammála en Ghhan hélt fast við sitt. Næsta laugardag fór Chris út tveimur tím- um áður en Tony átti að koma í heimsókn. Sagðist hann ekki koma heim fyrr en hann væri farinn. Ghlian fannst það ágætt því þá fengi hún tækifæri til að vera ein með Nínu áður en Tony kæmi. Hún hélt að hún yrði glöð að heyra að Tony væri faðir hennar. En þar hafði hún rangt fyrir sér. Þegar hún sagði Nínu að Tony, maðurinn sem komið hefði í heim- sókn nokkru áður, væri í raun fað- ir hennar en ekki Chris, sem hún hafði fram til þessa tahð foður sinn, varð Nína hreinlega móðursjúk. Gillian reyndi að tala um fyrir henni en án árangurs og lauk sam- ræðum þeirra með því að Nína hljóp upp á loft og inn í herbergið sitt. „Farðuburt'' Tony kom á hádegi og þá var Nína enn uppi hjá sér. Gillian sagði honum hvernig hún hefði brugðist við því að heyra að hann væri faðir hennar. Hún þorði þó ekki að særa tilfiningar Tonys með því að segja honum að í reynd hefði Nína alltaf haldið að Chris væri faðir hennar. Tony hafði komið með gjöf handa Nínu. Gilhan varð hrærð þegar hún sá pakkann því Tony var iha klæddur og hafði greinhega ekki mikið fé mUli handa. GUlian vísaði Tony á herbergi Nínu og þangað fór hann. Hann gekk til hennar og rétti fram gjöf- ina. GiUian stóð fyrir utan dyrnar sem voru opnar. „Ég verð hérna fyrir utan, elskan, ef þú þarft á mér að halda,“ sagði hún við Nínu. Hún gekk síðan inn í baðherbergið við hliðina en þaðan taldi hún sig geta heyrt allt sem sagt væri inni í her- bergi dótturinnar. í fyrstu talaði Tony svo lágt að hún heyrði ekki hvað hann sagði. Svo heyrði hún að Nína hrópaði: „Nei! Nei! Þú ert ekki pabbi minn. Þú getur ekki mútað mér með gjöf- um. Farðu burt! Láttu mig í friði!“ „Það erumlífeða dauða aötefla" GUlian hélt niðri í sér andanum. Á næsta augnabhki heyrði hún skell. Það var greinUegt að Tony var að löðrunga Nínu. Um leið hrópaði Nína: „Mamma! Mamma!“ Gilhan hljóp fram á ganginn og ætlaði inn til Nínu. En um leið og hún tók um hurðarhúninn heyrði hún að hurðinni var læst. Hún hrópaði til Tonys og bað hann um að opna en það var ekki tíl neins. „Það er ég sem er pabbi þinn,“ •, hrópaði hann. „Ekki þessi aumingi sem hún mamma þín fór að búa með. Það er ég sem er pabbi þinn. Heyrirðu hvað ég segi?“ Nína hélt áfram að kalla á hjálp. Gillian hljóp nú niður stigann og hringdi á lögregluna. „Komið strax. Það er um líf eða dauða að tefla." Tveir lögregluþjónar komu von bráðar. Þá var Nína hætt að kalla á mömmu sína. Áður en þeir kom- ust að dyrunum á herbergi litlu stúlkunnar opnuðust þær. Fram gekk Tony, með blóð á höndunum og skyrtunni. Á gólfinu lá Nína. Þegar Gilhan sá hvað gerst hafði missti hún meðvitund. Lífstíðardómur Þegar GUhan rankaði við sér á ný lá hún í sófanum í setustofunni á neðri hæðinni. „Hún er dáin, er það ekki?“ voru fyrstu orð hennar. Ánnar lögreglu- þjónanna kinkaði koUi. Þegar Chris Glover kom heim klukkan hálffimm varð honum ljóst að eitthvað skelfilegt hafði komið fyrir. Þá beið hans Simon Perret yfirlögregluþjónn. Hann skýrði honum frá því sem gerst hafði. Svo leiddi hann hann inn í stofuna þar sem Gillian sat. „Þú hafðir rétt fyrir þér,“ var það fyrsta sem hún sagði þegar hún sá Chris. „Ég hefði ekki átt að hleypa honum inn.“ En sjálfsásakanir komu að htlu gagni. GUlian hafði haldið að hún hefði gert það sem best var fyrir dótturina en hún haföi enn á ný metiö Tony ranglega. Henni hafði aldrei komið til hugar að hann myndi vinna dóttur sinni tjón. Líkskoðun leiddi í ljós að Nína hafði látist af áverkum sem hún hafði fengið þegar Tony sparkaði í höfuð hennar. Þá var hún einnig með marbletti á hálsinum en það táknaði að hann hafði reynt að kyrkja hana. Tony ManviUe kom fyrir rétt þann 12. ágúst 1987 og málflutning- urinn stóð í sex daga. Kviðdómurinn var fljótur að taka ákvörðun. Tony var sekur fundinn um morð að yfirlögðu ráði og dæmdur í lífstíðarfangelsi, þyngstu refsingu lögum samkvæmt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.