Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990.
13
Fréttir
Rekaviður á Langanesi:
Bændur geta aukið
tekjur um milljónir
„Til að vinna rekaviðinn var á sín-
um tíma keypt notuð sögunarmylla
frá Danmörku, sem flutt var til Þórs-
hafnar. Þá var stofnað hlutafélagið
Sögunarmillan h/f til þess að sjá um
framkvæmdir. Afköst myllunnar við
bestu aðstæður eru um það bil 4000
rúmmetrar á ári, og er þá reiknað
með að sagað sé í algengar borðviöar-
stærðir. Tveir menn munu hafa at-
vinnu við sögunina en það þarf að
sjálfsögðu íleiri starfsmenn við að
safna saman rekaviðnum og flytja
hann að Sauðanesi þar sem sögunar-
myllan er staðsett," segir Sigurður
R. Einarsson, einn af landeigendun-
um á Eiði, en nokkrir bændur og
áhugaaðilar á Langanesi og í Þistil-
flrði hófu tilraunavinnslu á rekaviði
í haust.
„Við gerum þó ekki ráð fyrir að
afköst sögunarmyllunnar verði
nema 50 prósent til að byrja með eða
um 2000 rúmmetrar á ári. Kemur þar
ýmislegt til, til að mynda mismun-
andi þykkt og lengd rekaviðarins."
Miðað við að meðal útsöluverð á
rúmmetra af borðviði sé rúmar
20.000 þúsund krónur þá telja bænd-
ur að þeir geti skapað verðmæti úr
rekaviðnum fyrir allt að 40 milljónir
á ári.
Miðað við að framangreind verð-
mætasköpun náist, bendir allt til að
meðal rekajörð á Langanesi og í Þist-
ilfirði, geti aukið tekjur sínar um
nokkrar milljónir á ári á bú, ef vel
tekst til.
-J.Mar
Á ári hverju fellur mikið til af rekaviði á Langanesi, bændur þar um slóðir hafa nú ákveðið að hefja nýtingu á honum.
Menriing
Laddi - Of feit fyrir mig:
Enginn grínverji,
guði sé lof
Laddi er skemmtilegur fýr. Hann hefur sýnt það
margoft á liðnum hálfum öðrum áratug. Hann er
reyndar svolítið mistækur en alveg dásamlega fyndinn
á sínum bestu stundum.
Á plötunni Of feit fyrir mig tekst Ladda sums staðar
fantavel upp. Titillagið er bráðfyndið. Ég er afi minn
er vafalaust einn af hápunktunum á ferli Ladda sem
Nýjar plötur
Ásgeir Tómasson
tónlistarmanns. Óhappa Pési er dæmigerður Laddi og
sömuleiðis Pabbi minn.
Hins vegar dettur grínstemmningin sums staðar nið-
ur á plötunni Of feit fyrir mig. Bláhetta er full lang-
dregin þótt hún eigi sína góðu punkta. Þá hefði að
skaðlausu mátt sleppa Sjálfsalanum. Bæði þessi lög
eru þó hátíð miðað við bansettan Grínverjann sem
Laddi býður upp á á plötunni Bestu vinir aðal sem
einnig er með í jólaílóðinu að þessu sinni.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að best heppn-
ast plötur Ladda þegar Björgvin Halldórsson er við
stjórnvölinn. Hann hefur gert góða hluti í útsetningun-
um að þessu sinni í samvinnu við hinn fjölhæfa Vil-
hjálm Guðjónsson. Sér í lagi eru útsetningar fyrir
blásturshljóðfærin áheyrilegar.
Söngtextar Ladda eru jafnbetri að þessu sinni en
stundum áður. Hann semur að sjálfsögðu alla texta
Þórhallur Sigurðsson (Laddi).
plötunnar. Hins vegar hefði ég ekkert haft á móti því
að vita einhver deili á lagahöfundunum. Gleymst hef-
ur að láta þeirra getið en það skrifast væntanlega frek-
ar á reikning útgefanda en listamanns.
í heildina tekið er Of feit fyrir mig ein af betri plötum
Ladda. Nýjar persónur mæta til leiks í bland við aðrar
eldri. Aðeins ein spurning að lokum varðandi þær
nýju: Er sjónvarpskempan Dengsi laglaus?
TOSHIBA
Hátækni sjónvörp
með afburða mynd og hljómgæðum
Það stórglæsilega 34"
Eitt glæsilegasta sjónvarpstækið sem
sést hefut í Evrópu. Hlaðið tækninýj-
ungum. Sjón er sögu ríkari.
Takmarkað magn á jólatilboðsverði.
II
Það vinsæla 28
Gerð 285D8D
2x15 vött, nicam
.stereo, 4 hátalar-
ar, skjátexti, tele-
text-super VHS,
fjarstýring.
Vérð
129.800, -
Staðgr.
120.800, -
Það kraftmikla 21
Gerð 218D9D
stereo, 2x15 vött,
lausir hátalarar,
super-VHS,
euro-multi stand-
ard.
Verð 86.900,-
Staðgr. 79.900,-
Það hagstæða 25'
Gerð Tatung 25
stereo, 2x10 vött,
FST flatur skjár,
CX gangverk, fjar-
stilling, euro-scart
tengi.
Verð 79.900,-
Staðgr. 74.300,-
Það ódýra 20'
Gerð Tatung 20
Black Quarts,
myndlampi, full-
komin fjarstýring.
Verð 44.900,-
Staðgr. 42.700,-
Euro - Visa greiðslukjör
Einar Farestveit&Co.hf.