Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1990, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990. Meiming Tveir raddmenn Þegar skýrt var frá því aö verið væri að safna saman upptökum með söng Eggerts Stefánssonar til útgáfu á geisladiski varð mér fyrst hugsað til hrollkalds vetrarmorg- uns í Flórens fyrir röskum átján árum er ég í einsemd minni fór að hitta þann eina íslend- ing fyrir utan mig sem þá var staddur í borg- inni, en undir grænni torfu. Réttara sagt, undir veglegri marmarablökk, ásamt ítalskri konu sinni, Leliu Crespi Stefánsson. Þá hafði ég lítið heyrt af söng Eggerts nema fáeinar sérkennilegar rokur í “útvarpstæki afa míns og ömmu. Aukinheldur hafði lýsing Halldórs Laxness á tiktúrum Eggerts ekki liðið mér úr minni. Allt um þaö hafði nafn hans yfir sér nægilegan ljóma til að lokka ungan íslending út í Cimitero di Firenze um hávetur. Og sem ég heyröi þessa útgáfu nefnda sagði ég einnigvið sjálfan mig: Á disk- ur með svona rokum, í bland við fyrirsjáan- legan skammt af braki og brestum, erindi við aðra en örfáa íslenska ellilífeyrisþega? Söngur einfarans Svona Tómás eins og ég er því ekki besti maðurinn til að fara orðum um útgáfu RÚV Nýjar plötur Aðalsteinn Ingólfsson og Steina á söng Eggerts Stefánssonar. Sann- ast sagna flúðu bæði fjölskyldan og kötturinn „tónstofuna" við fyrstu hlustun á disknum, enda vön hátækni og óaðfinnanlegum bel- canto. Þorsteinn Hannesson kom mér hins vegar til hjálpar. í samtali um næfista, ein- fara í myndlist, sem við áttum fyrr á þessu ári, tók hann Eggert Stefánsson sem dæmi um einfara á tónlistarsviði. Þetta samtal kom upp í hugann og varð til þess að ég hætti að bera söng Eggerts saman við meðallagið í sönglistinni, reyndi að láta rispur og bresti ekki fara í taugarnar á mér og fór að hlusta eftir sérkennum raddarinnar og skapandi frávikunum í túlkuninni. Ég held þetta sé rétt athugað hjá Þorsteini. Eggert Stefánsson er íslenskri sönglist það sem þeir ísleifur Konráðsson og Karl Dung- anon eru myndlistinni; allir stóðu þeir „nær einhverju upprunalegu og dularfullu í list- inni en aðrir; (voru) einkennilegri og tilfinn- ing (þeirra) persónulegri“, svo vitnað sé í aðfaraorð Kristjáns Karlssonar skálds með geisladisknum. Það er út af fyrir sig næg ástæða til að kaupa diskinn. Heimilisvinur Hvað er svo hægt að-segja um heimilisvin íslenskra viðtækjaeigenda, Guðmund Jóns- son stórsöngvara, sem ekki hefur verið sagt af meiri fróðleiksmönnum en mér? Enga söngrödd þekkja íslendingar betur, hún er „samofin íslenskú þjóðlífi eins og landvætt- ur“, eins og Þuríður Pálsdóttir kemst svo skemmtilega að orði í bæklingi með nýrri geisladiskaútgáfu með söng Guðmundar, 1945-1990. Skyldi samt ekki þyrma yfir einhverja við að fá í hendur svona mikinn söng frá svona miklum söngmanni, fjóra diska (RÚV & Steinar), sem gera fjórar klukkustundir af músík eða áttatíu og sex lög? En auðvitað á Guömundur inni veglegt „homage" frá íslenskum menningarstofnun- um og meira til. Hann er snillingurinn sem nennti ekki að eltast við heimsfrægðina, heldur helgaði sig íslensku tónlistarlifi, söng einsöng, í óperum, með kórum, í kirkjum, alls staðar þar sem einhver vildi hlusta á hann, auk þess sem hann sinnti tímafreku starfi fyrir Ríkisútvarpið. íslensk tónmennt Nú er vitanlega engin leið að íjalla um all- an þennan útgefna söng hér og nú og því best að halda sig við beinharðar upplýsing- ar. Diskarnir fjórir geyma Metsölulög, Hljóð- ritanir á fyrri árum, Atriöi úr óperum og Hljóðritanir frá síðari árum, sem minnir okkur á óvenjulega fjölhæfni Guðmundar. Það kom mér á óvart hve fáar þessara hljóðritana hafa komið út áður, eða hartnær tveir þriðj u. Af þeim eru aðeins tólf lög tekin upp í stereó. Flestar eru hljóðritanirnar þó bæði gallalitlar og áheyrilegar. Öllum disk- unum fylgja nákvæmustu upplýsingar sem völ er á. Þessi útgáfa hefur ómetanlegt gildi bæði fyrir íslenska tónmennt og tónlistar- sögu. Hvernig skyldu menn skilgreina fyrirbærið handbók? Einhvers staðar las ég fyrir löngu að það væri bók sem fólk fletti upp í til að afla upplýsinga. Þær eru sjaldnast lesnar frá upp- hafi til enda eins og skáldsögur. Fyrir bragðið hljóta slíkar bækur að metast eftir aögengi- leika. Góð regla, þegar verið er að kanna áreið- anleika bókanna, er að finna eitthvert það svið sem lesandinn þekkir vel. íslenskar fjörur er bók sem nýlega kom út hjá Bókaútgáfunni Bjöllunni. Höfundur henn- ar er Agnar Ingólfsson. Agnar er prófessor í vistfræði við Líffræðiskor Háskóla íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir á lífríki fjö- runnar um land allt. Auk starfa sinna við Háskólann hefur hann starfað mikið að um- hverfismálum. Fjaran er á mörkum lands og sjávar. Líf- heimur hennar ber enda talsverðan svip af því. Það er eins og lífverurnar eigi erfitt með aö gera upp við sig hvorum megin þær eigi að vera og því er fjaran eins konar málamiðlun. Sjávarföll setja sterkan svip á fjöruna. í fjörunni er fjölbreytt líf. Við fyrstu sýn mætti ætla að þar væri jöfn blanda af sjávarlíf- verum og landlífverum en raunin er sú að sjáv- arlífverur eru í miklum meirihluta. í fjörunni Líf ið í fjórunni Bókmeimtir Sigurður Helgason er gróður, skeljar, smádýr og fuglar. í bókinni er gerð ljós grein fyrir þessu öllu. Og þar kem- ur líka fram að fjörur eru ekki allar eins og fyrir bragðið er þeim skipt niður eftir tegund- um. Meðal þess sem undirritaður leitaði uppi voru upplýsingar um kræklinga í fjörum landsins. A síðari árum hefur verið vinsælt meðal fólks að tína kræklinga til matar. Oft hefur sú regla gilt að aðeins megi tína þá til matar í mánuðum þar sem stafurinn r kemur fyrir í nafninu. Þannig eru mánuðir frá maí til ágúst ekki kræklingamánuðir. Hins vegar kemur fram í bókinni nánari skýring á þessu hvers vegna þessi regla er til komin. Tengist það hitastigi sjávar. í formála segir höfundur að bókinni sé ætlað að vera alþýðlegt fræðslurit um íslenskar fjör- ur og lífríki þeirra. Mér virðist mjög vel til takast. Lesandi, sem litla þekkingu hefur á líf- fræði og kannski takmarkaðan áhuga, getur ekki annað er hrifist af efnistökum Agnars. Efnið er mjög skýrt og vel fram sett. Myndirn- ar, sem Agnar hefur sjálfur tekið, ná mjög vel að undirstrika efni bókarinnar og auka mikið við gildi hennar. Þær eru reyndar ekki hægt að nota til að greina fjörulífverur en gefa ljósa mynd af fjörulífinu og ná áreiðanlega að svara spurningum leikmanna. Til viðbótar við texta Agnars er í bókinni að finna stuttar klausur úr ýmsum ritum þar sem fjöruiíf og fjörunytjar koma við sögu. Vitnað er í Egils sögu, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar, Hornstrendingabók Þór- leifs Bjarnasonar, auk margra annarra rita sem ástæðulaust er að telja öil upp. Þessar greinar eru skemmtileg viðbót og sýnir að margir hafa lýst þessum hlutum. Það er sífellt algengara að skólabörn fari út fyrir skólastofuna til að auðga kennsluna. Meðal þeirra staða sem algengt er að þau heim- sæki er fjaran. Alls staðar er hún nálæg. Og þar er hægt að finna ýmislegt, bæði sem hægt er að skoða á staðnum eða taka með sér í skóla- stofuna og skoða nánar þegar þangað er kom- iö. Bæði er þetta góð líffræðikennsla og ef vel er að verki staöið ætti það að geta aukið virð- ingu barna fyrir náttúrunni og náttúruvernd. Agnar Ingólfsson gefur náttúruvernd svo sannarlega gaum í bók sinni. Lögmál fjörulall- ans eru á blaðsíðu 79 í kafla sem heitir Gildi fjörunnar og verndun hennar. Þar er að finna reglur sem lúta að náttúruvernd og mann- vemd því vissulega leynast ýmsar hættur í fjöruiíni eins og annars staðar. Gott efnisyfirlit og atriðisorðaskrá eykur á gildi bókarinnar sem handbókar. í henni er skrá yfir heiti lífvera bæði á íslensku og latínu. Bókaútgáfan Bjallan bætir með þessari bók einni skrautfjöður í hatt sinn. Á undanfórnum áratug hafa forráðakonur fyrirtækisins staðið fyrir metnaðarfullri bókaútgáfu. Fyrst ein- göngu fyrir börn en á sei'nni árum hefur hún í auknum mæli nýst öllurh sem vilja fræðast. Og náttúran skipar stóran sess í þeirri útgáfu. Vonandi halda þær mikilvægu starfi sínu áfram. Prentsmiðjan Oddi hefur annast pren- tvinnslu bókarinnar og þar sannast eins og oft áður að ekki þarf að leita til útlanda eftir fag- mannlegri prentvinnu. Agnar Ingólfsson íslenskar fjörur Reykjavík, Bjallan, 1990 Geisladiskamúrarnir falla Breytingamar í Austur-Evrópu segja til sín á öllum mögulegum sviðum. Þær hafa tii dæmis haft afgerandi og jákvæð áhrif á geisladiskaiönaðinn. í fyrsta sinn hafa vest- rænir framleiðendur geisladiska fengið nær ótakmarkaðan aðgang að upptökum á sí- gildri tónlist í meðfórum hæfustu hljóð- færaleikara og söngvara í Austur-Evrópu en sem kunnugt er eru í þeirra hópi margir bestu tónlistarmenn heims. Hafa þessar upp- tökur farið beint í endurvinnslu í Japan eða Þýskalandi og komið út á geisladiskum með það sama. Þökk sé hagstæöum samningum við útg- áfufyrirtæki í Austur-Evrópu, Supraphon, Hungaroton, Balkanton, Melodyia, og hvað þau nú heita öll sömul, hefur mönnum í of- análag tekist að halda verði þessara geisla- diska langt fyrir neðan það sem gengur og gerist hjá stóru útgáfufyrirtækjunum á Vest- urlöndum. Veitir ekki af því ekki er forsvar- anlegt að láta fólk greiða sem svarar 1800- 2000 ísl. krónur fyrir stakan geisladisk, þó svo tónlistarmaðurinn á diskinum heiti Domingo eöa Karajan. Tekið upp fyrir austan Hafa tónlistarunnendur tekið þessum ódýru austurevrópsku upptökum fagnandi. Naxos, fyrirtæki sem sérhæfir sig í upptök- um frá Tékkóslóvakíu, selur nú 20% þeirra geisladiska sem Þjóðverjar kaupa. Hafa framleiðendur geisladiska ekki ein- asta keypt upptökur að austan og markaðs- fært þær fyrir vestan, heldur hafaþeir einn- ig hagnýtt sér lága launataxta austurevróp- skra tónlistarmanna, svo og hljómburð gömlu tónlistarhúsanna þar, og látið taka upp fjölda sígildra verka fyrir austan, eink- um stór hljómsveitar- og kórverk. Þessar upptökur hafa þeir einnig getað boðið tón- listarunnendum á ótrúlega góðum kjörum. Væntanlega eiga þær samt eftir að hækka í verði þegar austurevrópsku tónlistarmenn- irnir fá pata af kjörum kollega sinna á Vest- urlöndum. Tilgangur þessara rabbþátta um geisla- diska er framar öðru sá að benda íslenskum tónlistarunnendum á ódýra og góða val- kosti. Fyrr á þessu ári fjallaði ég um hræbil- lega og mjög áheyrilega geisladiska sem gerðir hafa verið eftir júgóslavneskum upp- tökum (AVM Classics). Algeng verk og sjaldgæf Nú er hins vegar völ á meira og betra úr- vali geisladiska af austurevrópskum upp- runa en nokkru sinni fyrr. Hér á ég við geisladiska frá ungverska fyrirtækinu Hungaroton (White Label) annars vegar og tékkneska fyrirtækinu Naxos hins vegar, sem Japis flytur nú inn og selur á 690 krónur stykkið.f . Eru diskarnir frá Hungaroton langflestir stafrænir að einum þriðja (ADD) en Naxos sendir einvörðungu frá sér nýlegar og full- komlega stafrænar (DDD) upptökur á disk- um. Hljóðfæraleikarar og söngvarar eru að mestu þarlendir en þó má finna ítalska, breska, jafnvel japanska listamenn þar á meðal. Utgefin tónverk og tónskáld eru að sönnu þau allra þekktustu en þar að auki luma þessi fyrirtæki á sjaldgæfum verkum eftir austurevrópsk tónskáld eins og Bartók, Takako Nishizaki. Tóiilist Aðalsteinn Ingólfsson Kodály og Dvorák. En hvað með hljómgæði þeirra og listræn gæði? Standast þessir 690 króna diskar snúning dýru geisladiskunum frá vestrænum fyrirtækjum? Sjötíu mínútna diskar Þetta ákvað ég að kanna og hef veriö með tylft þessara diska í hlustun um hálfs mánað- ar skeið. Á þeim eru meðal annars hljóm- sveitarverk (Haydn, Mozart), ópera (La Bo- héme), söngur (Mozartaríur), fiðlukonsertar (Mendelssohn og Tsjækofski), fiölusónötur (Haydn), óbó og fagottkonsertar (Bach, Hándel, Vivaldi o. fl.) og strengjakvartettar (Beethoven). Niðurstaða mín er sú að hvort sem litið er til frágangs, hljómgæða eða flutnings stand- ast flestir þessara geisladiska fyllilega sam- anburð við vestræna diska sem hér eru seld- ir á tvöfalt eða þrefalt hærra verði. Auk þess eru þeir vel húðaðir og undantekningarlaust yfir klukkustund á lengd, sumir yfir sjötíu mínútur. í framhaldi af því spyr maður sjálfan sig hvers vegna fólk láti hafa sig í að greiða tvö- falt verð fyrir sama „pródúkt". Svari nú hver fyrir sig. Einhverjir eru sjálfsagt hræddir við hið óþekkta. Oþekktir en jafngóðir Hver hefur til dæmis heyrt minnst á tékk- nesku hljómsveitina Capella Istropolitana? Þessi hljómsveit túlkar Mozart hins vegar betur en flestar hljómsveitir á Vesturlönd- um. Raunar er hægt að mæla heils hugar með öllum upptökum þessara fyrirtækja á barokktónlist. Luba Orgonasova er ein af þeim mörgu frábæru tékknesku sópransöngkonum sem nú eru að brillera í vestrænum óperuupp- færslum. Hana er að finna á glæsilegri upp- töku á La Bohéme frá því í vor (Naxos, 2 diskar, 1690 kr.) Ég segi kannski ekki að japanski fiðluleik- arinn Takako Nishizaki fái allan þann stuðn- ing sem hún þarf á að halda í fiðlukonsertum Mendelssohns og Tsjækovskís (Naxos), en leikur hennar sjálfrar gefur í engu eftir því sem ég hef heyrt frá Anne-Sophie Mutter eða Kyung Wha Chung. Nú veit ég sem sagt hvar ég á að fá verkin sem vantaði í geisladiskasafnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.