Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1991.
7
dv Fréttir
Þj óöhagsstofnun:
Eitft prósent hag vöxtur
íjárþörf ríkisins hækkar raunvexti á árinu
Þjóðhagsstofnun spáir í nýrri þjóð-
hagsspá að hagvöxtur, aukning
landsframleiðslunnar, verði 1 pró-
sent á þessu ári og að þjóðartekjur
aukist um 2 prósent á árinu. Verð-
bólga er áætluð um 7 prósent á árinu.
í þjóðhagsspá er ennfremur gert
ráð fyrir að viðskiptahallinn á þessu
ári verði mun minni en í fyrra, eða
um 2 prósent af landsframleiðslu,
samanborið við um 3 prósent í fyrra.
Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að
atvinnuleysi aukist lítillega á milli
áranna 1990 og 1991 og verði um 1,9
prósent að jafnaði á þessu ári. Sam-
kvæmt fyrstu niðurstöðum atvinnu-
könnunar frá því í janúar síðastliðn-
um virðist ríkja jafnvægi á vinnu-
markaðnum.
Gert er ráð fyrir að verð á sjávaraf-
urðum haldist út árið og verði að
meðaltali sem næst því sem það er
um þessar mundir.
Þá er áætlað að skattbyrði haldist
því sem næst óbreytt frá því í fyrra
og að ráðstöfunartekjur á mann
hækki um 8 prósent eða ámóta og
tekjur atvinnuveganna.
í lánsfjáráætlun fyrir þetta ár er
miðað við að lánsfjárþörf opinberra
aðila verði nær eingöngu mætt með
innlendum lántökum, eins og gert
var í fyrra. Hér er um að ræða 23
milljarða króna.
Seðlabanki telur að nýr peninga-
legur sparnaður þjóðarinnar á þessu
ári geti numið allt að 38 milljörðum
króna á árinu. Ef ríkið þarf þar af
um 23 milljarða eru ekki eftir nema
um 15 milljarðar fyrir einkageirann.
„Þessi lántökuáform ríkisins draga
úr líkum á lækkun raunvaxta, eins
og að er stefnt, og kunna jafnvel að
leiða til hækkunar þeirra,“ segir í
þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar.
-JGH
ísafjörður:
PASKAFERÐ
Flug, bíl/ og lúxushús
Í HOSTENBERG VIÐ SAARBURG
Vandræðaástandinu með
heilsugæslulækna lokið
Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði:
Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á
ísaflrði hefur nú samþykkt fastráðn-
ingu fjögurra nýrra heilsugæslu-
lækna á Isaflrði, sem koma munu til
starfa í sumar og næsta haust. Þessir
læknar koma í stöður sem ekki hefur
verið fastráðið í frá því að læknadeil-
urnar margfrægu á ísaflrði blossuðu
upp og læknar ýmist fóru í fússi eða
voru látnir fara. Þessar stöður hafa
síðan verið mannaðar lausráðnu
fólki til bráðabirgða, allt frá einni
viku og upp í nokkra mánuði í senn.
Nú virðist þetta vandræðaástand á
enda, en það hefur verið heldur
hvimleitt við að búa, hvernig sem á
það er litið.
Að sögn Fylkis Ágústssonar,
stjórnarformanns Heilsugæslu-
stöðvarinnar á ísafirði, er hér um
ungt fólk að ræða. Þorsteinn Njáls-
son læknir er væntanlegur til starfa
1. júlí, og kemur hann ásamt konu
og þremur börnum frá Kanada, þar
sem hann hefur verið við nám. í
haust eru væntanleg hingað vestur
hjónin Elínborg Bárðardóttir og Ól-
afur Þ. Gunnarsson, sem bæði eru
læknar og búa nú í Kópavogi, og í
haust kemur einnig til starfa Friðný
Jóhannesdóttir læknir, eiginkona
Þorsteins Jóhannessonar, sem tók
við stöðu yfirlæknis á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á ísafirði um síðustu
mánaðamót.
É1M|
ferðdæmi um páska:
Verð frá kr. 39.600
(4 fullorðnir i húsi og bill)
aðeins u.þ.b. 20 min. akstur til Trier sem er
fjölda íslendinga kunn. Þar er að finna frábær-
ar verslanir og hagstætt verð.
5 dagar/4 nætur
Aukadagur: kr. 450 á mann
Ibúðarhúsin í Hostenberg búa yfir hinu róm-
aða þýska yfirbragði, eru rúmgóð, hlý og vist-
leg. í húsunum er stór dagstofa með svölum
og arni, nýtísku eldhús með öllu tilheyrandi,
svefnherbergi (1-3, eftir húsagerð), snyrtiher-
bergi og bað. Hægt er að fá hús með sauna
og Ijósalömpum. Einnig er hægt að fá stúdíó-
og 2-3 herbergja íbúðir. Frá Hostenberg er
Innifalið í verði er: Flug, Keflavík-Luxem-
bourg-Keflavík, bíll með ótakmörkuðum akstri,
kaskótryggingu og söluskatti, hús/íbúð.
Fcrtkkr &
Hafnarstræti 2 - Sími
MITSUBISHI
BÁÐIR GÓÐIR — HVOR Á SINN HÁTT
□ Framdrif
□ Handskiptur / Sjálfskiptur
□ Aflstýri, Veltistýrishjól
□ Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verð frá kr. 895.680,-
MITSUBISHI
□ Framdrif / Aldrif
□ Handskiptur / Sjálfskiptur
□ Aflstýri, Veltistýrishjól
□ Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verðfrákr. 922.560.-
HEKLA
LAUGAVEGI174
SIMI695500