Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 43
55 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. Heimurinn og ég Hvers vegna hugsar enginn til Kína? Mér þykir einsýnt að enginn al- þingismaður hafi haft tíma til að hugsa til Kína í vikunni. Skiijanlega kannski, svo lengi sem Alþingi heldur uppi reglulegum sætaferðum í lýðræðisvorið í Lithá- en, líkt og það sé eini staðurinn í heiminum, þar sem samúðar er þörf. Einn í vikunni færði dómari þeim Chen Ziming og Wang Juntan, tveimur af Umsjón Þorsteinn J. Vilhjálmsson leiðtogum lýðræðishreyfingarinnar í Kína, allan tímann í heiminum, til frjálsra afnota í eins og þrettán ár, innan ijögura veggja rammgerðs fangelsis, mestmegnis fyrir þær sak- ir, að hafa mótmælt friðsamlega á Torgi hins himneska friðar, fyrir réttum tveimur árum, og að hafa ekki sýnt nein merki iðrunar við réttarhöldin. Mér fmnst satt best að segja fremur smánarlegt að þingheimur skuii varla ná andanum yfir óréttlætinu í Eystrasaltsríkjunum, á meðan rang- indi eru praktíseruð annarstaðar í heiminum, í Kína til dæmis. *V>' Hvers vegna hugsar enginn til Kina? Tveir Ég geri þess vegna að tillögu minni, að fulltrúi okkar fólksins í utanríkis- málum, Jón Baldvin Hannibaisson, taki upp símann, hringi í höfuðstööv- ar Kínakommúnismans við Víðmel í Reykjavík, og segi fáein vel valin orð við fulltrúa heimsveldisins, í nafni þingheims og þjóðarinnar ailrar, þótt ekki sé nema til að sanna að Chen Ziming, Wang Juntan, og aðrir lýð- ræöissinnar í Kína, eigi sér stuðn- ingsmenn, utan lögsögu kínverska einræðsins. Og þrír Á íslandi, sem og áreiðanlega ann- arstaðar í heiminum, heitir þetta að vera sjálfum sér samkvæmur, og mér firinst stuðningur íslendinga við lýðræði, hvar sem er í veröldinni, eiginlega viðeigandi úr því sem kom- ið er, nú þegar þingmenn virðast orðnir meðvitaðirjam, hvað heimur- inn er í raun og veru vondur. Helgarvísur Kolbeinn í Kollafirði Kolbeinn Högnason, skáld og bóndi í Kollafirði, varð snemma þjóð- kunnur fyrir smellnar og haglega orðaðar vísur sínar. Hann var með- al þeirra hagyrðinga sem fengu inni í þriggja hefta riti sem Stuðla- mál hét. Margeir Jónsson, bóndi og fræðimaður í Skagafirði, valdi og ritstýrði og Þorsteinn M. Jóns- son gaf út. En það var þó ekki fyrr en á ellidögum, seint á þriðja ára- tugnum, sem Kolbeinn safnaði saman vísum sínum, kvæðum og nokkrum smásögum og gaf út í fimm bókum. Hann vann seinni hluta ævinnar á vegum vinsæls ríkisfyrirtækis í höfuðborginni. Var alltaf kenndur við jörð sína. Fæðingarár 1889. Við skulum fyrst snúa okkur að þeim vísum Kolbeins sem voru í Stuðlamálum 1925: Oft hef ég saman orðum hnýtt einum mér til gleði. Það er annars ekki nýtt, að íslendingur kveði. Vormorgunn Ægir kringum eyjarnar ótal hringi setti. Geislafmgur glóeyjar gull að lyngi rétti. Snjókoma Hokin detta dauöafjúk, dika þétt í fylking kvik, moka grettan mjöllum hnjúk, mikil slétta gil og vik. Laxárdalur í Kjós Ljósasalar lýkst upp hlið, léttur svali morguns hlær. Breiður dalur brosir við. Bæjaval á hendur tvær. Heimkoma Jór í traðir ólmur óð, eldur skín við hófadyn. Vísnaþáttur Stóö á hlaði fagurt fljóð, fagnar sínum besta vin. Heilræði Láttu hljótt um hjartans sorg, heimur íljótt um breytir. Tæpt mun sótt í tildursborg trú, er þróttinn veitir. Eirðarleysi Aldrei frið ég öðlast má, auðnu svo ég hrósi. Alltaf vakir einhver þrá eftir meira Ijósi. Brosið Bæði orð og atlot snýst eftir hugans losi. Það er allra veðra víst von, af þessu brosi. Rúnir Höfuð, bak og hönd af list, hörðum lífs á vetri, hafa íslensk örlög rist, allt með breyttu letri. Kröggur Þetta dundu hretin hæst, heillastundin dáin. Öll eru sundin ísum læst, innsta bundin þráin. Auðnuleysinginn Dána grét hann eina ást úti á lífsins sandi. Ævispor ei annað sást eftir hann í landi. Tilviljanir Óverðskuldað alveg hreint eltir suma lánið, en sumir ana alveg beint út í gæfuránið. Fjarlægð Geislabrotin glitra best í gleymsku misbrestanna. Þaö er eins og fegri flest fjarlægð minninganna. Viðkvæmni Þeir hafa best á brautu þrætt, sem brast ei viljann seiga. En þeim er oft við hrösun hætt, sem hjartað viðkvæmt eiga. Sólskinsblettir Gott er að eiga glaða lund, gamans njóta af konum, þessa lífsins stuttu stund og stikla á ferskeytlonum. Ami Leitt við arg um lífdaga, láni fargar hryggur. Undir fargi örlaga illa margur liggur. Hlýindi Vona minna himinhaf heiðum faldi blánar. Kona, þinni elsku af auðnin kalda hlánar. Lífið Af því lífið er svo kalt, illt og hart viö flesta, visnar á þess vori allt hið viðkvæmasta og besta. Þung eru örlög þessa manns. þar er hætt að vona. Ógæfan og ástin hans er ein og sama kona. Byltist margt í brjósti mér, berst um hjartað auma. Frost er hart og fallinn er fífill bjartra drauma. Öllum fannst, er svanninn sást, svarra brim á hausti. Hvernig gat því göfug ást gróið í þessu nausti. Við höfum ekki alveg kvatt Kol- ^e'n- Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. freeMMiz MARGFELDI 145 PÖNTUNARSIMI • 653900 Veður Á hádegi i gær var austlæg étt á landinu, stinnings- kaldi syðst en annars yfirleitt gola. Skýjað og él vora á Austur- og Suðausturlandi, þokuloft sums staðar vestantil á Norðurlandi en léttskýjað í öðrum lands- hlutum. Vægt frost var norðantil á landinu en allt að 5 stiga hiti við suðvesturströndina. Akureyri léttskýjað -3 Eg/lsstadir skýjað -1 Hjaröarnes snjóél 4 Galtarviti hálfskýjað 3 Kefla vík urflug völlur skýjað 3 Kirkjubæjarklaustur snjóél 0 Raufarhöfn skýjað -1 Reykjavik léttskýjað 2 Vestmannaeyjar úrköma í gr. 2 Bergen snjókoma 0 Helsinki snjókoma -4 Kaupmannahöfn snjókoma 0 Osló skýjaö -8 Stokkhólmur snjókoma -7 Þórshöfn skýjað 2 Amsterdam snjókoma 0 Berlin snjókoma 0 Feneyjar þokumóða 3 Frankfurt snjókoma 0 Glasgow þoka 3 Hamborg snjókoma -1 London alskýjað 8 LosAngeles skýjað 14 Lúxemborg snjókoma -3 Madrid mistur 4 Montreal snjókoma -7 Nuuk snjókoma -2 Orlando heiðskirt 10 París snjókoma -2 Róm heiðskírt 15 Valencia heiðskírt 10 Vin léttskýjað 0 Winnipeg heióskírt -25 Gengið Gengisskráning nr. 32. -15. febrúar 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 53,960 54,120 54,690 Pund 106,868 107,195 107,354 Kan. dollar 46,840 46,979 47,027 Dönsk kr. 9,5631 9,5915 9,5553 Norsk kr. 9,4007 9,4286 9,4034 Sænskkr. 9,8127 9,8418 9,8416 Fi. mark 15,1276 15,1724 15,1896 Fra. franki 10,7979 10,8300 10,8260 Belg.franki 1,7871 1,7924 1,7858 Sviss. franki 42,9174 43,0046 43,4134 Holl. gyllini 32,6486 32,7454 32,6361 Þýskt mark 36,7876 36,8966 36,8023 It. lira 0,04894 0,04908 0,04896 Aust. sch. 5,2289 5,2444 5,2287 Port. escudo 0,4174 0,4186 0,4153 Spá. peseti 0,5887 0,5904 0,5855 Jap. yen 0,41625 0,41748 0,41355 irskt pund 97,870 98,160 98,073 SDR 78,0828 78,3143 78,4823 ECU 75,6492 75,8735 75,7921 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaðurinn 15. febrúar seldust alls 104.170,86 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 129,00 33,97 20,00 72,00 Gellur 16,00 275,00 275,00 275.00 Hrogn 574,00 127,48 95,00 150,00 Karfi 719,00 41,00 41,00 41,00 Keila 1 627,00 20,00 20,00 20,00 Langa 2.270,00 62,03 55,00 63,00 Lúða 160,00 349,28 240,00 410,00 Lýsa 37,00 40,00 40,00 40,00 Skarkoli 297,00 55,28 49,00 57,00 Skötuselur 4,00 165,00 165,00 165,00 Steinbítur 6.697,30 28,17 20,00 70,00 Þorskhausar 311,00 6,00 6,00 6,00 Þorskur, sl. 38 613.00 84,57 70,00 96,00 Þorskur, smár 1.096.00 74,00 74,00 74,00 Þorskur, ósl. 19.632,00 91,61 72,00 116,00 Ufsi 4.693,00 36,27 20,00 39,00 Undirmálsfiskur 1.710,00 45,03 20,00 88,00 Ýsa, sl. 17.219,56 80,79 66,00 95,00 Ýsa, ósl. 8.366,00 65,63 60,00 87,00 Fiskmarkaðurinn, Hafnarfirði 15. febrúar 1991 seldust 227.298,61 tonn. Skötuselur 31,00 415,00 415,00 415,00 Rauðm/gr. 12,00 106,00 106,00 106,00 Steinbítur 5.503,00 39,59 38,00 41,00 Langa 94,00 67,00 67,00 67,00 Ýsa, ósl. 12.117,95 75,54 30,00 81,00 Ufsi 6.287,65 41,70 25,60 46,00 Keila, ós. 4.113,00 26,50 24,00 32,00 Hrogn 1.189,95 183,93 160.00 200,00 Þorsk, ós. 19.945,99 87,91 70,00 106,00 Ýsa 28,612,24 84,46 65,00 93,00 Þorskur 119.316,- 95 11.023,24 90,94 88,00 95,00 Steinbítur 38,96 36,00 44,00 Lúða 321,00 444,09 370,00 500,00 Koli 9.948,42 57,52 47,00 64,00 Karfi 8.764,22 44,83 44,00 46,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.