Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Með hindurvitni við hún
Hindurvitni af ýmsu tagi hafa verið í mikilli sókn á
íslenzkum markaði á undanförnum árum. Opnaðar
hafa verið verzlanir á sviði hindurvitna og sett á fót
fyrirtæki, sem halda námskeið á sama sviði. Allur pakk-
inn í heild hefur verið markaðssettur sem „nýöldin“.
Hvarvetna má sjá þess merki, að þetta er ekki lengur
grín, heldur fúlasta alvara. Ráðherrar trúa á konur með
svarta kassa eða álfa út úr hól. Fólk gengur með seg-
ularmbönd og kristalla. Það les framtíð sína úr stjörnum
eða spilum, kindagörnum eða með samtölum við látna.
Sameiginlegt eiga öll þessi hindurvitni, að þau stríða
eindregið gegn kristinni trú og vísindum nútímans. Það
er eins og fólk hafi gert einhverjar þær kröfur til þess-
ara tveggja höfuðstrauma vestrænnar hugmyndafræði,
sem þeir hafa ekki getað staðið undir.
Forlagatrú er sterkur þáttur í mörgum greinum hind-
urvitna, svo sem skýrast kemur fram í stjörnuspek-
inni. Innhverf heimsmynd eða naflatrú er líka afar öflug
og andstæð hinni opnu heimsmynd, sem kemur fram
bæði í kristinni trú og í vísindum nútímans.
Þriðji þátturinn, sem er áberandi í ýmissi nýaldar-
hyggju, er hin gamla trú á stokka og steina, segulmátt
og náttúruöfl. í hindurvitnum nútímans er forn heiðni
í rauninni að sækja fram að nýju gegn háþróuðum trúar-
brögðum og ennþá þróaðri og flóknari vísindahyggju.
Bæði kristin kirkja og vísindin hafa snúizt til varn-
ar. Hér á landi hefur þjóðkirkjan reynt, með takmörkuð-
um árangri, að vekja athygli á, hvílíkur grundvallar-
munur er á kennisetningum hinna ýmsu kirkjudeilda
kristninnar annars vegar og hindurvitnum hins vegar.
íslenzkir vísindamenn hafa ekki hirt um að leggja í
hliðstæða vinnu. Erlendis er þó reynt að skoða hindur-
vitni á vísindalegan hátt. Til er sérstakt tímarit, „The
Sceptical Inquirer“, þar sem tekin hafa verið í gegn
ýmis hindurvitni, sem markaðssett hafa verið.
Svo virðist sem íslendingar séu sem þjóð hvorki eins
kristnir og kirkjan æskir né eins upplýstir og vísindin
æskja. Við erum óeðlilega móttækileg fyrir fornum
hindurvitnum, ekki sízt ef þau eru markaðssett sem
eins konar ný sannindi 1 eins konar „nýaldarhyggju“.
Halldór Laxness segir á einum stað um okkur: „Því
hefur verið haldið fram, að íslendingar beygi sig lítt
fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla held-
ur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi
vandamál sín með því að stunda orðhengilshátt...“
Þótt við höfum marga kosti, er áberandi, hve lítið
mark er tekið á skynsamlegum rökum og rökum krist-
innar trúar hér á landi. Ef eitthvað er sagt eða skrifað,
eru viðbrögð manna ekki: „Hvað var sagt?“, heldur t.d.:
„Hver sagði það?“ og „Hvaða hvatir lágu að baki?“
Ef hagfræðingar rökstyðja rækilega, að háir vextir
dragi úr verðbólgu, segir forsætisráðherra hið gagn-
stæða og stýrir þjóðfélaginu í samræmi við það. Ef ótal
fræðimenn á mörgum sviðum rökstyðja sölu veiðileyfa
á rækilegan hátt, er því svarað með skætingi. '
Ef ótal fræðimenn rökstyðja rækilega, að þjóðin tapi
um það bil tuttugu milljörðum á hverju ári á hinum
hefðbundna landbúnaði, er því ekki svarað efnislega,
heldur með útskýringum á sálarlífi þessara fræði-
manna, illum hvötum þeirra og skorti á þjóðhollustu.
Þannig mótast viðhorf af hindurvitnum, hvort sem
íjallað er um stjórn- og efnahagsmál eða um sannindi
tilverunnar, hvort sem það er á sviði trúar eða vísinda.
Jónas Kristjánsson
Þegar „snjöllum
sprengjum" er miðað
á vitlaus skotmörk
Sérstakt framlag tuttugustu ald-
ar til aö mágna stríðshörmungar
og rækta grimmd er getan til að
fremja út lofti hryðjuverk á varn-
arlausu fólki á jörðu niðri. Dráps-
maðurinn er tiltölulega óhultur og
þarf aldrei að vita afleiðingar verka
sinna, hvað þá heldur að sjá fóm-
arlömbin.
Þessi árásartækni til að vinna svo
til kostnaðarlaust á þeim sem eng-
um vömum koma við náði sér
verulega á strik í hernaði Breta
gegn Kúrdum í íraksfjöllum á
þriðja tug aldarinnar. Bretar höfðu
búið írak til úr þrem stjórnamm-
dæmum tyrkneska soldánsveldis-
ins. í því nyrsta, Mosul, vom þeir
önnum kafnir við að koma í gagnið
auðugum olíulindum. Þeirri starf-
semi og breskum yfirráðum stóð
ógn af hemaði Kúrda, sem ekki
vildu una því að svikin væm fyrir-
heit sem þeir töldu sig hafa um
stofnun sjálfstæðs Kúrdistans að
fyrra stríði loknu.
í stjórnarskrifstofum í London
óaði mönnum kostnaður af fjalla-
hernaði með hefðbundnum hætti
til að brjóta Kúrda á bak aftur. Þá
kom til skjalanna Trenchard lá-
varður og kvaðst skyldu vinna
verkið ódýrt og án breskra mann-
fórna með flugsveitum sínum.
Hann fékk fulltingi Winstons
Churchill og stóð við orð sín. Upp
úr því varð til breski flugherinn
sem sérstök hergrein, Royal Air
Force. Um þetta efni fjallar David
Omissi í bók sinni, Air Power and
Colonial Control (Flughernaðar-
máttur og vald yfir nýlendum.)
í vikunni hafa blasað við sjón-
varpsáhorfendum um allar jarðir
myndir frá Bagdad, þá sem nú höf-
uðborg íraks. Úr sundursprengdu
loftvarnabyrgi em borin lík mis-
jafnlega lemstruð og brennd, sum
barnslíkin meira að segja ósködduð
og í svefnstellingum, hafa verið
kæfð í svefni.
Síðan koma á skjáinn myndir af
mönnum í ræðustólum í Ríad og
Washington, öðrum í einkennis-
búningi bandarískra landgöngu-
liða, hinum borgaralega klæddum.
Þeir eru Richard Neal, talsmaður
bandarísku herstjómarinnar í
Saudi-Arabíu, og Dick Cheney
landvarnaráðherra. Þeir skýra
hróðugir frá „afar nákvæmri" árás
(orðin eru Cheneys) á fjarskipta-
og herstjórnarstöð í höfuðborg ír-
aks. Hafi óbreyttir borgarar farist
sé það Saddam Hussein einum að
kenna.
Að svo komnu máli er þessi út-
gáfa atburðarins ámóta trúleg og
fullyrðingar fjölmiðla undir opin-
berri stjóm í Moskvu um að fólkið
sem skriðdrekar tróðu undir belt-
um við sjónvarsturninn í Vilnius
hafi ráðist á stríðsvagnana að fyrra
bragði. Stóra lygin blómstrar. Þeg-
ar risaveldin snúa bökum saman
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
viö að bera blak hvort af öðru við
stórræðin.
Vestrænum fréttamönnum hefur
fjölgað mjög í Bagdad upp á síð-
kastið og þeir segjast hafa fengið
frjálsar hendur til að kanna rústir
loftvarnabyrgisins í hverfinu Am-
irija og umhverfi þess eftir árásina.
Tveir fréttamenn breska útvarps-
ins BBC sögðust einskis hafa orðið
varir sem styddi fullyrðingar
bandarísku herstjórnarinnar um
að þar hafi verið fjarskipta- og her-
stjórnarstöð. Enginn móttöku- né
sendibúnaður hafi verið sjáanlegur
og engin hk verið í herbúningum.
Þá hafa þeir eftir fólki í hverfinu
að byrgið hafi verið reist í stríðinu
við íran. Þær íjórar vikur sem liðn-
ar eru frá því loftárásir hófust á
Bagdad hafi fólk leitað þar skjóls
hudruðum saman á hverri nóttu,
aðallega konur, börn og öldungar.
Vegvísar vekja athygh á byrginu.
Meginmálið, og það sem þegar
hefur vakið reiðiöldu meðal araba-
þjóða sérstaklega, er að bandarísk-
ar flugvélar hafa ráðist samkvæmt
fyrirfram gerðri áætlun og með
öflugustu vopnum á byrgi sem
reyndist hýsa hundruð óbreyttra
borgara að leita skjóls fyrir loftár-
ásum. Þetta gerir ótrúverðugar all-
ar fullyrðingar herstjórnenda um
að þeir kosti kapps um að halda
„hliöartjóni" (les mannfalli meðal
óbreyttra borgara) í lágmarki.
Og sér í lagi sýnir atburðurinn
að tæknihrokinn sem felst í fullyrð-
ingum um að hátæknin hafi fært
herforingjum í hendur „snjallar
sprengjur“ sem geri þeim fært að
halda uppi loftárásum á valin skot-
mörk „af skurðlækningalegri ná-
kvæmni" á engan rétt á sér. Þótt
sprengjurnar hitti beint í mark
kemur það að engu haldi ef skot-
markið hefur verið rangt valið.
Reynslan sýnir að í hernaði, og al-
veg sérstaklega við val á skotmörk-
um í áköfum sprengjuárásum flug-
véla, eru upplýsingar sem á er
byggt oftast ófullnægjandi og í
fjölda tilvika beinlínis rangar.
Annað dæmi shks úr Íraksstríð-
inu liggur þegar fyrir. Rétt eftir að
loftárásir hófust í janúar voru Pet-
er Arnett, fréttamanni CNN í
Bagdad, sýndar rústir verksmiðju
og honum sagt að þar hefði eina
verksmiðja íraks til framleiðslu á
ungbarnamat og þurrmjólk verið
eyðilögð í einni árásinni. Banda-
ríska herstjórnin svaraði að bragði
og sagði að þarna hefðu verið fram-
leidd sýklavopn.
A1 Kamen, fréttamaður Was-
hington Post, hefur fylgt þessu
máli eftir. Hann hefur haft uppi á
forstöðumanni franska fyrirtækis-
ins, Pierre Guerin, sem reisti verk-
smiðjuna á árunum 1977 til 1979.
Sá staðfestir að vélabúnaöur hafi
allur verið miðaður við framleiðslu
á barnamat og fyllyrðir í viðbót að
ógerlegt sé að breyta honum til
sýklavopnaframleiðslu.
Líka náðist í nýsjálenska tækni-
menn, sem voru í Bagdad fram í
maí síðastliðið vor, og komu nokkr-
um sinnum í verksmiðjuna. Þar
var þá einungis framleitt mjólkur-
duft en verið að vinna að því að
koma framleiðslu á blönduðu
barnafæði í gang á ný. Nýsjálend-
ingamir vísa á bug fullyrðingum
talsmanna bandarísku herstjórn-
arinnar um að hervörður hafi gætt
verkmsiðjunnar og setuliðsbúðir
staðið við hliðina.
Fréttamaður Washington Post
leitaði líka til embættismanna í
stjórnarstofnunum í Washington
og bar undir þá upplýsingar sem
hann haföi fengið hjá Frakkanum
og Nýsjálendingunum. Þar fékk
hann svör í sama dúr og fyrstu
fullyrðingar yfirherstjórnarinnar
en ósamþýðanleg í einstökum at-
riðum. Þegar hlutaðeigendum var
bent á að þeir væru margsaga inn-
byrðis báru þeir við „hömium
vegna öryggissjónarmiða" á miðl-
un leynilegrar vitneskju.
Síðast hefur það gerst í málinu
að íraksstjórn hefur óskað eftir að
Sameinuðu þjóðirnar sendi sér-
fræðinga á vettvang til að ganga
úr skugga um hvort verksmiðjan
sprengda hafi framleitt barnamat
eða sýklavopn.
Jórdönsk kona grýtir bandaríska sendiráðiö i Amman í mótmælum við loftárásinni á loftvarnabyrgið i Bagdad.
Lögreglumaður reynir að halda aftur af henni. Símamynd Reuter