Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 16: TEBRÚAR.1991. 39 Helgar popp Hljómsveitin Bless hefur síðustu misseri verið ein framsæknasta rokksveit landsins. Fyrir fáum vik- um kom í plötuverslanir fyrsta stóra hljómplata Bless en áður hafði komiö út önnur minni. Nafn þeirrar stóru er Gums og er þar á ferð hinn dægilegasti gripur. Harð- ur á íslenskan mælikvarða en þó má greina breytingar á lagasmíð- um Gunnars Hjálmarssonar frá því hann stýrði Sh. draumi á síðasta áratug. Því er eins farið með melód- íur Gunna og kvikuna í Heklu. Hvort tveggja leitar upp á yfirborð- ið eftir að hafa falið sig í iðrum tónlistar annars vegar og jarðar hins vegar um áraraðir. Á Gums er eins og melódían sleppi úr álög- um villtra gítara, sem áöur fóldu hana, og nú nýtur hún sín eins og blómstrið eina. í tilefni af útgáfu Gums á íslandi, sem Smekkleysa gefur út, mælti undirritaður sér mót við Gunna. Hann var að koma úr musteri Mammons þar sem hann elur manninn frá níu til fimm. Hann lá því vel við höggi. Hvemig lyndir gjaldkeranum við rokkarann? „Svo merkilega sem það nú hljómar þá fer þetta ágætlega sam- an, rokkið og bankinn. Ég er ekki á neinn hátt samgróinn bankanum. Ég fer þangað og klára mína vinnu. Vinnutíminn er stuttur og að með- altali ekki mikil einbeiting sem starfið útheimtir. Fyrir vikið get ég sinnt mínu lífl sem tónlistar- maöur nokkuð vel. Bankinn er Gunni i Bless og Rósa „kynnir" Ingólfsdóttir á Smekkleysukvöldi á liönu ári. Mynd BS Bless sendir frá sér Gums: Hljómsveit er eins og gallabuxur sem fara oft í þvottavél áferðin breytist og þær slitna ágætur upp á að geta hvílt sig and- lega og um leið kemur maður fersk- ari inn í rokkið á kvöldin.“ Efni samið á löngum tíma - Bless? „Bless er í grundvallaratriðum eins og aðrar hljómsveitir, þetta er hópur hljóðfæraleikara. Bless er ekki skrásett vörumerki. Sérstaðan er kannski einkum fólgin í því að ég sé einn um að semja bæði lög og texta. Bless er tiltölulega ungt fyrirbæri en á sitt þróunarskeið eins og hvað- eina í þessum heimi. Þróun Bless er viðlíka og gallabuxna sem fara oft í þvottavél. Þær mýkjast og enda á því að verða gatslitnar. Það sama hefur gerst í tónlist Bless þó ekki vilji ég viðurkenna að hljóm- sveitin sé þegar orðin slitin. Viö höfum verið að mýkjast, poppast frekar en hitt. Harða rokkið er á undanhaldi. Ég persónulega hef verið að víkka út sjóndeildarhring- inn, verið að hlusta á tónlist sem ég hef ekki gefið mikinn gaum áður og slíkt hefur auðvitað áhrif þegar maður er að semja. Gömul íslensk sýrutónlist, Creedence Clearwater, Lovin Spoonful, Love og fleira gam- alt popp hefur veriö þaulsætið á fóninum hjá mér upp á síðkastið. Einnig má nefna sem áhrifavalda tónlist Angelo Badalamenti og það sem hann hefur verið að gera með David Lynch. Efnið á Gums er samið á tiltölu- lega löngum tíma og því margvísleg áhrif sem koma inn í. Fyrir vikið er platan ijölbreyttari en ella og þó við höfum poppast þá er enn að finna harða nýbylgju á Gums.“ Pitsan semjóká andagiftina - Textar þínir í gegnum tíðina hafa Umsjón Snorri Már Skúlason ekki verið neinar sérstakar barna- gælur. Breytast textarnir með tón- listinni? „Já, þetta tvennt fylgist að. Á Gums eru textarnir t.d. leiðinda- naflaskoðun í hnotskurn. Lítil sögubrot og stemningar sem ég dreg upp á einfaldan máta.“ - Gums? „í þessu tilfelli þótti nauðsyniegt að hafa nafn sem gengi bæði á ís- lensku og engilsaxnesku. Það var gums ofan á pitsu sem varð kveikj- an að nafninu. Hljómsveitin sat við sjónvarpsskjá norður í landi og fylgdist með hrakfórum íslenska landshðsins í handbolta. Þá varð einhverjum að orði: „Það er lítið gums á þessari pitsu." Andartaki síðar kviknaði ljós yfir höfðum meðlima." - Bless í Bandaríkjunum „Gums var gefin út í Bandaríkj- unum í september og við fórum í nóvember í 5 vikna ferð til að fylgja plötunni eftir. Við fengum misjafn- ar viðtökur og þær voru kannski í samræmi við þá kynningu sem hljómsveitin hafði fengið þar vestra en hún var mjög takmörkuð. Það var helst á nýbylgjukrám og skemmtistöðum sem við tróðum upp og við öðluðumst mikla reynslu á þessu flakki. Þetta var fyrst og fremst gaman." Mannabreytingar - Árangur? „Markviss dreifmg á Gums hefur aðeins veriö í Bandaríkjunum og á íslandi og platan hefur selst í nokk- ur þúsund eintökum í Bandaríkj- unum. Það er Rough Trade í Amer- íku sem sér um dreifingu, en Gums hefur lítið eða ekki fengist í Evrópu hingaö til. Innflutningur á plötunni til Islands dróst á langinn og því er tiltölulega stutt síðan hún kom á markað hérlendis. Á þeim tímapunkti sem fyrsta alvöru plata Bless er að koma út á íslandi stendur hljómsveitin á viss- um tímamótum. Helmingur hljóm- sveitarinnar, þeir Birgir Baldurs- son og Ari Eldon, er hættur. Þeir hafa fundið sér farveg annars stað- ar en rétt er að taka fram að um það var fullt samráð haft viö okkur hina í hljómsveitinni og allt í góðu. Birgir hefur nú gengið til hðs við Mannakorn. Þetta brotthvarf tvímenninganna hefur þær breytingar í fór með sér að ég fer aftur á bassa, Pétur Þórð- arsson verður áfram á gítar og síð- an erum við með nýjan trymbil, sem heitir Logi, í sigtinu. Þannig skipuð er líklegt að Bless komi til með að birtast mörlandanum á tón- leikum á næstu mánuðum." -SMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.