Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 20
1_________ Kvikmyndir DV Snotur perla Meðan erlendir kvikmyndagagn- og þurfa ekki fleiri selda aðgöngu- rýnendur hafa verið að hrósa myndum eins GOODFELLAS eftir Scorsese eöa DANCES WITH WOL- VES eftir Costner upp í hástert og veita þeim verðlaun sem besta myndin eða besti leikstjórinn, hef- ur myndin MR. AND MRS. BRIDGE hægt og rólega veriö að vinna hug og hjörtu kvikmynda- unnenda um allan heim þar sem hún hefur verið sýnd. Þeir sem standa að gerð MR. AND MRS. BRIDGE eru heldur ekki neinir aukvisar og með margra ára reynslu að baki. Það eru þeir félag- ar Ismail Merchant og James Ivory. Þeir hafa mjög skýra verkaskipt- ingu þar sem Merchant er fram- leiðandinn en Ivory leikstjórinn. Einnig vinna þeir mikið með hand- ritahöfundinum Ruth Prawer Jhabvala. Yfir myndum þeirra félaga hvílir sérstakt og persónulegt handbragð. Þeir Merchant, sem er indverskur, og Ivory sem er bandarískur, hafa starfaö saman Lein 29 ár og eru því farnir að þekkja hvor annan vel. Jhabvala er hins vegar þýskur rík- isborgari og kom seinna inn í sam- starfið. Góö samvinna í nýlegu viðtali við Ivory í banda- rísku kvikmyndatímariti gaf hann eftirfarandi lýsingu á velgengni þeirra félaga: „Til þess að geta haft í sig og á í þessum iðnaði er nauðsynlegt að vera meö meira en eitt verkefni í gangi á hverjum tíma svo hægt sé að halda uppi stöðugri kvikmynda- framleiðslu. Við vinnum eins og lítið kvikmyndaver. Einn okkar getur verið að lesa handrit, annar að vinna meö rithöfundi og sá þriöji að vinna með leikstjóra. Stóru kvikmyndaverin eru alltaf hrædd við að gárfesta mikiö í hverri kvikmynd vegna þess hve mikið er í húfi. Auðvitað tökum við líka áhættu en myndir okkar kosta ekki nema um 275 milljónir króna miða en sem nemur fiór- til fimm- faldri þeirri upphæö til að sýna hagnað.“ Góöborgarar í Kansas Þessir heiðursmenn hafa gert margar góðar myndir sem þeir geta státað sig af eins og HEAT AND DUST (1983), BOSTONINANS (1984), A ROOM WITH A VIEW (1985), og MAURICE (1987) svo ein- hverjar séu nefndar. En um hvað er þá MR. AND MRS. BRIDGE? Myndin gerist fyrir 50 árum og fiallar um lögfræðing- inn Walter Bridge og konu hans, India. Þau tilheyra heldri borgur- um Kansas og fiallar myndin um helstu atburði í lífi þeirra. Hand- ritahöfundurinn Jhabvala fór ótroðnar slóðir við gerð handrits- ins. Myndin er nefnilega byggð á tveimur bókum eftir sama höfund, Evan S. Connell. Fyrri bókina gerði hans 1959 sem bar heitið Mrs. Bridge og fiallaði um líf og störf India sem var þriggja barna móðir sem helgaði líf sitt eiginmanni sín- um og fiölskyldu. Telja margir að Connell hafði þarna verið að lýsa minningum um móður sína. Ixjkaður persónuleiki Einum tíu árum síðan skrifaði Connell aðra bók sem hét Mr. Bridge og í þetta sinn var tekinn fyrir sjónarhóll eiginmannsins. Myndin MR. AND MRS. BRIDGE er hins vegar samantekt á báðum þessum ágætis bókum. Handrit Jhabvala samanstendur af fiölda áhrifaríkra jafnt sem afdrifaríkra atburða úr lífi þeirra hjóna, sigrum þeirra og vonbrigðum. Þungamiðja myndarinnar er hvernig India áttar sig smátt og smátt á því að hlutverk hennar hefur alltaf verið að dveljast í Mr. '&) Mrs. Þetta eru þeir félagar Ivory og Merchant. skugga eiginmanns síns. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að það eigi ekki að vera sjálfgefið en hins vegar eru mörg ljón í veginum til að hægt sé að breyta hlutunum í eðlilegra form. Erfiður eiginmaður Eiginmaðurinn er þrjóskur mað- ur með fornaldarhugsunarhátt sem fer versnandi með aldrinum. Hann er ekki fær um aö tjá tilfinn- ingar sínar og gefa þannig India þá ást og umhyggju sem hún svo nauðsynlega þarfnast. í örvænt- ingu sinni reynir hún því að halda dauðahaldi í þá hluti og lífsviðhorf sem hún hefur byggt sitt líf á eins og siðsemi, velsæmi og góða mannasiði. Þegar hún leitar hjálpar hjá börn- unum sínum þremur sýna þau lít- inn skilning á lífsmati hennar og ást. Þau neyða því móður sína til aö endurskoöa líf sitt enn frekar. Þau eru öll örg út í lífið og þar með foreldra sína. Því fær frú Bridge sinn skammt frá þeim sem lætur hana velta fyrir sér þeirri spurn- ingu hvað hún hafi eiginlega gert af sér í lífinu. Börn India núa henni því um nasir að hún hafi eyðilagt líf þeirra. Dóttirin Ruth Elsta dóttirin Ruth lifir lífinu á þann máta að siðgæðisvitund þeirra Bridge hjóna er ofboðið. Hún hendir hlutum og kaupir nýja í staö þess aö þvo þá móöur sinni til mik- illar sálarangistar ásamt því aö eiga til að fara út og skemmta sér án þess að hafa herra sér við hlið. Umsjón: Baldur Hjaltason Föður sínum til mikillar hrellingar tollir hún illa í vinnu og til að kór- óna allt saman kom hann einu sinni að henni í ástarleik inni í borðstofu þeirra hjóna. Eftir að hafa lokið menntaskóla flytur Ruth til New York til að verða leikkona. „Ég hef ekki hugs- að mér aö eyða ævi minni í þessu úthverfi við aö ala upp börn,“ kall- ar hún í einu atriði myndarinnar til fóður síns. „Þú getur sagt að það hafi verið nógu gott handa mömmu en þaö er ekki nógu gott fyrir mig.“ Ruth fyrirlítur í sjálfu. sér ekki foreldra sína heldur getur ekki lif- aö eftir þessu takmarkaða, niður- reyröa lífsmynstri þeirra. Góöur leikur Við fáum einnig að kynnast Feisty Margaret, hinni dótturinni, sem segir móður sinni stríð á hend- ur eftir að hafa rifist við hana um hjónaband sitt sem hafði farið út um þúfur. Robert Sean Leonard, bróðir þeirra, virðist heilsteyptari og ekki jafnmikið upp á kant við foreldra sína og systurnar. Ivory fékk til liðs við sig hjóna- kornin Paul Newman og Joanne Woodward til að leika Bridge hjón- in. Hefur þeim verið hrósað upp í hástert, ekki síst leik Joanne Wo- odward sem hefur verið líkt við þegar Geraldine Page tekst sem best upp. Telja margir að Wood- ward eigi góöan möguleika á aö verða tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir besta leik í kvenhlutverki. I sumum atriðum myndarinnar fara þau hjónin á kostum eins og þegar þau fara til Parísar 1939 í frí til að reyna að endurvekja rómantíkina í lífi sínu. Ferð þeirra verður hins vegar stutt vegna tilkomu seinni heimsstyrjaldarinnar. í raun hefur þeim hjónakornunum Newman og Woodward tekist svo snilldarlega vel að túlka Bridge hjónin að það er ekki hægt annað en velta fyrir sér hvort þetta sé þeirra eigið líf. Skemmtileg útfærsla Þeir félagar Ivory og Merchant hafa lagt mikla vinnu í að gera sviðsmyndina vel úr garði eins og allt annað sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeir sviðsetja jafnvel hvirfilbyl í atriöi þar sem hr. Bridge er sallarólegur aö snæða kvöldverð með konu sinni í sveita- klúbbnum og ræða um væntanlega Parísarferð. Hingað til hafa myndir Ivory og Merchant ekki slegið í gegn hér á landi þótt A ROOM WITH A VIEW hafi gengið vel í nokkurn tíma. Með tilkomu minni sýningarsala kvik- myndahúsanna skulum við vona að MR. AND MRS. BRIDGE komi hingað til lands fyrr en síðar og verði sýnd í kvikmyndahúsi áður en henni verður dreift sem mynd- bandi. Einnig eigum viö von á kvik- myndahátið listahátíðar í haust og myndi þessi mynd án efa sóma sér þar vel. Heimildir: Variety, American Film, Sight & Sound.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.