Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 39
51
Afmæli
Kristinn Hóseasson
Kristinn Hóseasson, fyrrv. prófast-
ur í Heydölum, nú til heimilis að
Ofanleiti 17, Reykjavík, verður sjö-
tiu og flmm ára á morgun.
Starfsferill
Kristinn fæddist í Höskuldsstaða-
seli í Breiðdal í Suður-Múlasýslu og
ólst þar upp. Hann lauk námi frá
Eiðaskóla 1937, stúdentsprófi frá
MA1942 og embættisprófi í guð-
fræði frá HÍ1946 en jafnframt guð-
fræðináminu stundaði hann nám
við KÍ og lauk hann kennaraprófi
1943.
Kristinn vann sem þingskrifari öll
námsárin. Hann var settur sóknar-
prestur á Hrafnseyri í Vestur-ísa-
íjarðarprófastsdæmi 1946-A7 og var
síðan sóknarprestur í Heydölum
1947-86. Kristinn var prófastur í
Austíjaröaprófastsdæmi 1982-86.
Ásamt embættisstörfum stundaði
Kristinn æðarrækt og rak búskap.
Þá kenndi hann öðru hvoru í sókn-
um sínum. Hann var prófdómari við
barna- og unglingaskólann á Stöðv-
arfirði í mörg ár og sat um árabil í
ýmsum nefndum fyrir sveit sína,
s.s. skólanefnd, barnaverndarnefnd,
áfengisvarnarnefnd, sáttanefnd og í
stjórn slysavarnadeildarinnar Ein-
ingar. Þá sat hann í stjórn Prestafé-
lags Austfjaröa um skeið.
Kristinn ílutti til Reykjavíkur í
ársbyrjun 1987 og hefur búið þar
síðan.
Fjölskylda
Kristinn kvæntist 31.12.1944 Önnu
Þorsteinsdóttur, f. 8.4.1915, hús-
móður og kennara, en hún er dóttir
Þorsteins Þ. Mýrmanns, útvegsb. og
borgara á Óseyri á Stöðvarfirði, og
konu hans, Guðríðar Guttormsdótt-
ur.
Böm Kristins og Önnu eru Hall-
björn Kristinsson, f. 5.1.1953, vél-
stjóri í Reykjavík, og Guöríður
Kristinsdóttir, f. 22.5.1955, húsmóðir
og flugfreyja í Reykjavík, gift Óskari
Sigurmundasyni, f. 14.9.1954, en
dóttir þeirra er Anna Kristín, f.
21.11.1982. •
Kristinn á þrjú systkini. Þau eru
Helgi Hóseasson, f. 21.11.1919, húsa-
smíðameistari í Reykjavík, kvæntur
Jóhönnu Jakobsdóttur; Ragnheiður
Hóseasdóttir, f. 3.6.1921, bóndi í
Breiödal, en sambýlismaður hennar
var Björgvin Magnússon, sem er
látinn, og eru börn þeirra ijögur;
Sigrún Hóseasdóttir, f. 28.24.1924,
húsmóðir í Reykjavík, gift Sigurði
Þorsteinssyni og eiga þau tvö börn.
Foreldrar Kristins: Hóseas
Björnsson, f. 25.12.1885, d. 9.1.1985,
bóndi oghúsasmíðameistari í Hösk-
uldsstaðaseli í Breiðdal til 1947 en
síðan í Reykjavík, og Ingibjörg
Bessadóttir, f. 22.3.1895, húsmóðir.
Ætt
Hóseas var sonur Björns, b. í
Höskuldsstaðaseli Eiríkssonar, b. í
Hallberuhúsum, Einarssonar, á
Glúmsstöðum, Sigurðssonar. Móðir
Eiríks var Guðrún eldri Jónsdóttir
frá Vaðbrekku. Móðir Björns var
Margrét Guðmundsdóttir, b. á
Stórasteinsvaði, Þorteinssonar og
Guðlaugar Eiríksdóttur.
Móðir Hóseasar var Kristín Mar-
teinsdóttir, b. á Skriðustekk, bróður
Sigríðar, móður Margrétar Hösk-
uldsdóttur í Löndum, ömmu séra
Einars Þ. Þorsteinssonar, prófasts á
Eiðum. Marteinn var sonur Jóns,
b. í Flögu í Breiðdal, Gunnlaugsson-
ar Ögmundssonar. Móðir Gunn-
laugs var Guðný Eiríksdóttir Hall-
dórssonar en móðir Halldórs var
Þórunn, dóttir Sigurðar, prests á
Breiðabólstað í Fljótshlíö, Einars-
sonar, prófasts og skálds í Heydöl-
um, Sigurössonar. Móðir Kristínar
var Sigríður Einarsdóttir, b. á Stóra-
steinsvaði, Gíslasonar en Sigríður
var hálfsystir, sammæðra, Margrét-
ar í Hallberuhúsum.
Kristinn Hóseasson.
Ingibjörg var dóttir Bessa, b. á
Brekkuborg, Sighvatssonar, b. á
Ánastöðum í Breiðdal, Bessasonar,
b. á Dísastöðum í Breiðdal, Sig-
hvatssonar. Móðir Bessa var Guð-
rún Jónsdóttir frá Hallbjarnarstöð-
um í Skriðdal, dóttir Jóns Guð-
mundssonar frá Gröf í Eyjafirði og
Guörúnar yngri Sigmundsdóttur.
Móðir Ingibjargar var Ljósbjörg
Guðlaug Helga Magnúsdóttir, b. á
Eyjólfsstöðum í Fossárdal, Jónsson-
ar. Móðir Helgu var Ingibjörg Er-
lendsdóttir.
Kristinn verður ekki heima á af-
mælisdaginn.
Karl Elíasson
Karl Elíasson, fyrrv. umsjónarmað-
ur á Skjólvangi í Hafnarfirði, til
heimilis að Hjallabraut 33, Hafnar-
firði, verður áttræður á morgun.
Starfsferill
Karl fæddist að Kjalvegi við Hell-
issand og ólst þar upp. Framan af
ævinni vann Karl ýmis almenn störf
til sjávar og sveita, m.a. við fisk-
vinnslu og almenna verkamanna-
vinnu.
Hann flutti til Hafnarfjarðar 1948
og fór að vinna á Sólvangi 1953 þar
sem hann starfaði síðan, lengst af
sem umsjónarmaður, eða þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir.
Karl hefur ætíð látið sig félagsmál
mikið varða. Hann var m.a. í stjórn
verkalýðsfélagsins Aftureldingar á
Hellissandi og Kaupfélags Hellis-
sands á fjórða áratugnum og eftir
komuna til Hafnarfjaröar starfaði
hann mikið í Verkamannafélaginu
Hlífog síðar í Starfsmannafélagi
HafnarQarðar. Hann var virkur fé-
lagi í Alþýðuflokknum i Hafnar-
firði, starfaði mikið í Kaupfélagi
Hafnarfjarðar og í Byggingafélagi
alþýðu í Hafnarfirði og sat lengi í
stjórnþess.
Fjölskylda
Kona Karls er Guðríður Fj óla
Óskarsdóttir frá Bervík á Snæfells-
nesi, f. 23.12.1917. Sambúð Karls og
Guðríðar Fjólu hófst 1944 en þau
giftu sig 1949. Foreldrar hennar
voru Óskar Jósep Gíslason frá Tröð
í Eyrarsveit og Pétrún Sigurbjörg
Þórarinsdóttir frá Saxhóli í Breiðu-
víkurhreppi.
Karl og Fjóla eignðust fimm börn
og eru fjögur þeirra á lífi. Börn
þeirra: Elías Ándri, f. 1946, flugvirki
í Hafnarfirði, kvæntur Rannveigu
Jónsdóttur frá Vík í Mýrdal; Ómar
Sævar, f. 1949, pípulagningameistari
í Hafnarfirði, kvæntur Fjólu Valdi-
marsdóttur frá Dalvík; Óskar Gísli,
iðnrekstrarfræðingur í Hafnarfirði,
kvæntur Brynhildi Jónsdóttur úr
Kópávogi; Sólbjörg, f. 1959, skrif-
stofumaður í Bessastaðahreppi, gift
Tómasi Þorsteinssyni úr Garðinum.
Hörður
Falsson
Hörður Falsson, Heiðarvegi 10,
Keflavík, verður fimmtugur á morg-
un.
Eiginkona Harðar er Ragnhildur
Árnadóttir.
Þau taka á móti gestum í Golfskál-
anuni í Leiru frá klukkan 17.00-20.00
á afmælisdaginn.
Hörður Falsson.
Karl Eliasson.
Barnarbörn Karls og Fjólu eru nú
tíu talsins.
Karl átti eina hálfsystur, sam-
mæðra, Helgu Illugadóttur, f. í Ól-
afsvík 1901, d. í janúar 1991, en hún
bjó lengst af á Laugalandi í Reyk-
hólasveit og eru börn hennar fiögur.
Foreldrar Karls voru Elías Krist:
jánsson, bóndi og sjómaður, og Guð-
björg Guðmundsdóttir frá Ólafsvík.
Karl tekur á móti gestum að
Hjallabraut 33,1. hæð, frá klukkan
15.00 á afmælisdaginn.
Birgir Dagbjartsson
Birgir Dagbjartsson verkstjóri,
Krókahrauni 12, Hafnarfirði, verð-
ur fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Birgir fæddist í Hafnarfirði. Hann
lærði rafvirkjun og vann fyrstu árin
hjá Rafmagnsveitum ríkisins, m.a.
undir verkstjórn fóöur síns. Birgir
réðst til Rafveitu Hafnarfiarðar árið
1964 og hefur starfað þar síðan.
Birgir hefur um langt árabil starf-
að með Hjálparsveit skáta í Hafnar-
firði. Hann var sveitarforingi þar
1970-71 og 1981-83 og sat í stjórn
Hjálparsveitarinnar í tíu ár. Auk
þess situr hann í stjórn Rauða kross
deildarinnar í Hafnarfirði.
Fjölskylda
Birgir kvæntist21.7.1961 Hönnu
Helgadóttur, f. 12.1.1940, banka-
starfsmanni, en hún er dóttir hjón-
anna Helga Sveinssonar og Láru
Þorsteinsdóttur frá Ólafsfirði.
Birgir og Hanna eiga þrjár dætur.
Þær eru Lára, f. 13.11.1961, kaup-
maður, búsett í Hafnarfirði, gift
Ragnari Guðlaugssyni vélvirkja og
eiga þau þrjú böm, Matthildi, Haf-
dísi, og Birgi; Brynja Dögg, f. 1.8.
1963, starfsmaður á Hrafnistu í
Hafnarfirði og á hún þrjár dætur,
Magdalenu Kristínu, Hönnu Láru,
og Sólveigu Dóru en sambýlismaður
Brynju Daggar er Hannes Guð-
laugsson; Margrét Jonný, f. 13.4.
1969, verslunarmaður en sambýlis-
maður hennar er Magnús Arnar-
son.
Dóttir Birgis frá því fyrir hjóna-
band er Sigrún, f. 25,10.1959, starfs-
maður hjá Pósti og síma, búsett í
Reykjavík, gift Ingvari Sigurðssyni
og eiga þau tvö börn, Sigurð og Ellý
Söndru.
Birgir átti þrjú alsystkin. Þau eru:
Reynir, f. 5.11.1932, starfsmaður hjá
Hafnarfiarðarbæ, kvæntur Ástu
Valdimarsdóttur, f. 19.10.1937,
starfsmanni hjá Hafnarfiarðarbæ,
og eiga þau fimm börn; Fjóla, f. 18.7.
1945, d. 7.11. samaár; Brynjar, f.
23.11.1947, húsasmiður í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Kristinsdóttur
skrifstofustjóra, f. 21.7.1949, og eiga
þauþrjúbörn.
Börn Reynis og Ástu eru Fjóla, f.
28.3.1955, sjúkraliði í Hafnarfirði en
sambýlismaður hennar er Erlendur
Ingvaldsson sendibílstjóri og eiga
þau tvo syni; Guðlaug, f. 9.7.1956,
sjúkraliði í Bandaríkjunum, og á
hún tvö börn; Dagbjört Bryndís, f.
25.12.1958, húsmóðir í Hafnarfirði,
gift Eiríki Haraldssyni sendibíl-
stjóra og eiga þau eina dóttur auk
þess sem þau ala upp dóttur Bryn-
dísar; Sverrir, f. 22.10.1962, símvirki
í Svíþjóð, giftur Soffiu Matthías-
dóttur og eiga þau tvo syni; Guð-
bjartur Heiðar, f. 25.10.1971, nemi í
foreldrahúsum.
Börn Brynjars og Guðrúnar eru
Dagbjartur Kristinn, f. 7.10.1971,
Dagbjört, f. 7.12.1973, og Þorleifur
Jón,f. 5.6.1978.
Hálfsystir Birgis er Bergþóra, f.
10.7.1938, húsmóðir í Hafnarfirði,
gift Ellert Svavarssyni leigubfi-
Birgir Dagbjartsson.
stjóra og eiga þau fiögur börn.
Foreldrar Birgis voru Dagbjartur
Guðmundsson, frá Urriðakoti við
Hafnarfiörð, f. 6.11.1910, d. 2.2.1960,
verkstjóri í Hafnarfirði, og kona
hans, Dagbjört Brynjólfsdóttir frá
Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, f.
6.4.1912, d. 30.7.1968, húsmóðir.
Dagbjartur var sonur Guðmundar
Jónssonar frá Urriðakoti og konu
hans, Sigurbjargar Jónsdóttur frá
Setbergi við Hafnarfiörð. Börn
þeirra voru alls tólf en þeirra á
meðal má nefna Jónínu, móður dr.
Guðmundar Bjömssonar augn-
læknis; Guðmund, föður Alfreðs
Guðmundssonar, fyrrv. forstöðu-
manns Kjarvalsstaða; Jórunni,
móður Ragnar's Júlíussonar skóla-
stjóra og Bjargmundar, fyrrv. raf-
stöövarstjóra í Hafnarfirði, sem er
faöir Ingólfs raffræðings.
Til hamingju með afmælið 17. febrúar
Lyngbergi 37, Hafnarfirði. Halldóra Filippusdóttir, Heimagötu 28, Vestmannaeyjum, Ólöf Halblaub, Aðaistræti 21, Akureyri. Hún tekur á móti gestum í félags- heimili Flugbjörgunarsveitarinnar laugardaginn 16. febr. kl. 19.00. Rósa Aðalsteinsdóttir, Stóru-Mörk II, Vestur-Eyjafjallahreppi.
80 ára
Sigríður S. Sigurðardóttir, Skúlagötu 76, Reykjavík. Lártis Scheving Ólafsson, Dalbraut 27, Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir, Torfnesi, Hlif II, ísafirði.
70 ára 40 ára
Anna Björnsdóttir, Laugarvegi 30, Siglufirði, tekur á móti gestum að heimili dóttur sinnar, Sóleyjar Ólafsdóttur, Huldu- iandi3, Rvk, á afmælisdaginn kl, 15-18. Jóbann Eyþórsson, Hvammsgerði 3, Reykjavík. Olga Sigvaldadóttir, Hamarlandi, Reykhólahreppi. Þóra Sigriður Einarsdóttir, Austurholti 8, Borgarnesi. Eydís Guðmundsdóttir, Þórðargötu 24, Borgarnesi. Guðmundur Þórhallsson, Lindarseli 6, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Vestursiðu 5A, AkureyrL
60 ára
Marel Jóhann Jónsson, Álíhólsvegi 139, Kópavogi. Ágúst Kristmanns, Eskiholti 10, Garðabæ. Þorvaldur Jósefsson, Skúlagötu 14, Borgamesi. Sigurgeir Bjarnason, Hjaröartúni 7, Ólafsvik. Guðm Birgir Sigfússon, Viöililíð 40, Reykiavík. Ásgeir Kristófer Ásgeirsson, Baldursgötu 14, Reykjavík. Guðríður Haraidsdóttir, Flúðaseli 86, Reykjavík. Sigurður Kristófersson, Víðilundi 15, Garðabæ. Guðmundur Óli Guðmundsson, Dverghömrum 5, Reykjavík. Ragnheiður Stefánsdóttir, Lindargötu 62, Reykjavík.
50 ára
Ragnheiður Pálsdóttir Látraströnd 4, Seltjarnamesi. Guðniundur Sigurpálseon,
Dagbjört var dóttir Brynjólfs Ól-
afssonar frá Uxahrygg og konu
hans, Jónínu Jónsdóttur. Áttu þau
tvær dætur auk Dagbjartar, Ólafíu
Margréti og Ragnhildi. Seinni kona
Brynjólfs var Guðrún Árnadóttir en
sonur þeirra er Rúnar, forstöðu-
maður Hjúkrunarheimilisins
Skjóls. Þá ólu Bryifiólfur og Jónína
upp einn fósturson.
Birgir tekur á móti gestum í húsi
Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði,
við Hraunvarig, á milli klukkan
17.00 og 19.00 á afmælisdaginn.
Studioblóm
Þönglabakka 6
Mjódd, sími 670760
Blóm og
skreytingar.
Sendingarþjónusta.
Munid bláa kortiö.