Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. 15 !§1» DV-mynd Hanna Þarf flokk launþega? Þeir sem töpuöu Dagsbrúnar- kosningunum nefna sumir hverjir, að þeir hyggist stofna nýjan flokk, Verkamanr.aflokk eða Flokk laun- þega. Þessir menn eru kannski ekki liklegir til þess. En Dagsbrúnar- kosningarnar voru skemmtilegri en oftast áður. Við forystuna, sjálfa verkalýösrekendurna, barðist sveit, sem í þetta sinn voru ekki bara örfáir svokallaðir lýðræðis- sinnar eins og í gamla daga. Nei, nú voru það ungir og djarfir menn, sem gerðu atlögu að forystunni. Þeir fengu um þriðjung. Forystan sigraði. En þetta var skemmtilegt. Ungu byltingarmennirnir skrifuðu fjölda kjallaragreina í DV og vöktu á sér athygli. Kvartanir þeirra og sakargiftir á forystuna voru yfir- leitt réttmætar. Láglaunafólkinu blæðir Nú hafa þeir tapað Dagsbrúnar- slagnum þessu sinni. En dagur kemur eftir þennan dag. Líklega líða ekki mörg ár, þar til svona framboð sigrar í kosningum, í Dagsbrún og viðar, þar sem foryst- an er orðin þreytt og værukær. Þetta gildir einkum um félög lág- launafólks. Hvað um Verslunar- mannafélag Reykjavíkur? Hvað um Iöju? Það er einkum í síðar- nefndu félögunum, sem finna má fjölda láglaunafólks. Það er á ís- landi í dag fólk, sem rétt ríflega hefur til hnífs og skeiðar. Sam- dráttur síðustu ára hefur komið hart niður á þessu fólki. Það gleym- ist yfirleitt í allri umræðunni. Menn sjá, að svokallaðar efnahags- stærðir hafa orðið skárri en áður var. Menn sjá að vísu, að mörg fyr- irtæki hafa farið á hausinn og margar fjölskyldur hafa misst hús og íbúðir undir hamarinn. En þeir yppta öxlum. Þetta sé sem sé „bara“ tilkostnaður þjóðfélagsins við að rétta úr kútnum. Framfarir kosti sitthvað, einhverjir verði undir. Þjóðarsáttin hefur kostnað í för með sér, en þjóðarsáttin er góð, segja toppamir. Þjóðarsáttin er góð að mörgu leyti. Einar Oddur og félagar stóðu að tímamótasamningum. Ríkis- stjórnin drattaðist með. Við fórum að lesa um minni verðbólgu en lengi hafði verið. Við tölum um, að verðbólgan sé loksins komin niður á svipað stig og í nágrannaríkjun- um. Við tölum um, að minni verð- bólga sé miklu betri kjarabót til handa launþegum en kauphækk- anir í krónutölum. Þetta er vissu- lega rétt. En galli er á þjóðarsátt- inni, mikill annmarki. Þjóðarsáttin kann að gefa sig, af því að stjórn- völd hafa ekki fylgt henni eftir. Til dæmis er ríkissjóður rekinn enn einu sinni með geigvænlegum halla. Fólk fmnur nú til verð- hækkana. En þetta er ekki mergur- inn málsins. Hann er, að hinir lægstlaunuðu voru settir hjá, hafð- ir út undan, þegar þjóöarsáttin var gerð og þegar þjóðarsáttin var framlengd. í raun voru hinir lægst- launuðu látnir greiða kostnaðinn við þjóðarsáttina, herkostnað sam- félagsins. Þetta hefur verið nefnt en alls ekki undirstrikað nægilega. Þetta hefur einnig komið æ betur í ljós, þegar reikningar hafa verið gerðir upp að undanförnu. Er vit í þessu? í rauninni ekki. Hinir lægst- launuðu bera svo lítiö úr býtum, að ekki er vit í að láta þá bera þenn- an herkostnað. Hann hefðu aðrir átt að bera. Við veröum að líta á, að launakjör hinna lægstlaunuðu eru langt fyrir neðan það, sem vera ætti í ríki, sem þrátt fyrir allt er í hópi hina auðugustu. Flestir ís- lenzkir launamenn hafa það sæmi- legt, og þeir hafa getað þolað þjóð- arsáttina og kjararýnun, sem henni fylgdi, svo fremi þeir hafa ekki ver- ið skuldum vafnir og vextirnir slig- að þá. En fráleitt var að höggva svo að láglaunafólki eins ög gert var. Leiði í samningamönnum Og þetta er ekkert einsdæmi. Áratug eftir áratug hefur láglauna- fólkið verið svikið í kjarasamning- um. Verkalýðsforystan fer svo sem af stað meö djarfar kröfur um hækkun launa, með „sérstakri áherzlu" á laun hinna lægstu. Síð- an er karpað vikum saman, mán- uðum saman. Kannski verða ein- hver verkfóll. Loks kemur að því, Laugardagspistill Haukur Helgason aðstoðarrltstjóri að samningamenn semja. Þeir setj- ast á karpfundi daglangt, nætur- langt. Fréttir berast um, að nú sé alveg að slitna upp úr samningun- um. Menn séu að fara heim, og kannski þreytast samningamenn á hangsinu, svo að þeir fara eitthvaö áleiðis heim, þótt svona seta sé vel greidd og minni ekki á vökur á tog- urum. En þeir koma brátt allir aft- ur, fá sér sæti, fá sér í nefið, kaffi, pilsner og kók. Kannski hafa þeir uppisetumátt til að kíkja í spil eða tefla skák. Þegar þetta hefur fram farið í eina eða tvær nætur enn, fara menn að semja. Undirritun samninga er þá ekki talin langt undan, er sagt. Hljóöið fer aö batna í mönnum, enda fer þá að langa til að gera eitthvað annað en hanga í karphúsi. Þeir hafa unnið sér inn nægilegan tekjuauka. Og um hvað semja svo þessir menn? Jú, þeir semja fyrst og fremst um það, að „því miður“ verði að fórna hinum lægstlaunuðu á altarið. Allar kröf- ur um sérstakar hækkanir til handa hinum tekjulægstu verði að víkja. Nú ríði á að ljúka svokall- aðri samningagerð. Þjóðfélagið þoli ekki meira af þessu. „Vinnuveit- endur", atvinnuekendurnir, sem gátu fyrir skömmu ekki hækkað laun um krónu, eru nú reiðubúnir til aö veita einhverjar smávegis hækkanir. Launþegarnir draga úr kröfugerð, úr hundrað prósentum niður í tíu. Þetta er samþykkt og síðan keyrt gegnum einstök verka- lýðsfélög í krafti valds verkalýðs- rekendanna. Nokkur félög fella en samþykkja fljótlega þar á eftir, þeg- ar búið er að samþykkja eitt par af sokkabuxum til viðbótar. Þetta er allt slétt og fellt. Þjóðin er á- nægð. Vafalaust eru þetta einhvers konar tímamótasamningar. Fljót- lega birtast í fjölmiðlum tölur um, hvað verkfall hafi kostað þjóðfélag- ið, hvaö tafirnar hafi kostað, kannski eitthvert yfirvinnubann, skæruverkfoll. En verkalýðsrek- endumir hafa undir lokin séð til þess, að smuga verður eftir fyrir hina hæstlaunuðu að komast eitt- hvað fram úr samningunum, tölu- vert, fá meiri hækkun en hinir. Þetta gerist jafnan að lokum, og þá er það til dæmis uppmælingaaðall- inn, sem hiröir. Engir alþýðuflokkar Láglaunafólkið fær molana, sem detta af borðinu, og það heldur áfram sinni píslargöngu. Hvað um flokka alþýðunnar? Hafa Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag eitt- hvað um þetta að segja? Auðvitað ekki. Þessir flokkar, brynjaðir hæfilegum hópi verkalýðsrekenda, fagna með meirihlutanum, að nú hafi kjarasamningar loks náðst. Síðan fer það eftir því, hvort flokk- arnir sitja í stjórn eða ekki, hvað þeim yfirleitt finnst um það, að ekki sé bardagi í þjóðfélaginu þá stundina. Hentar það viðkomandi flokki eða ekki? Svona velta menn vöngum, en flokksbroddarnir em yfirleitt ánægðir. Og Sjálfstæðis- flokkurinn, flokkur allra stétta, heldur þó fyrst og fremst með at- vinnurekendum og gleðst. En sum- ir urðu út undan. Þetta gerðist enn í þjóðarsátt. Vissulega voru þeir samningar um margt góðir eins og nefnt hefur verið. Það vantaði bara í þá, og það vantaði, að hinir lægstlaunuðu ættu frambærilega talsmenn við samningaborðið. Ekki bara fólk, sem horfði með aðdáun á einhverja brodda verkalýðshreyfingarninn- ar, sem töluðu af viti og sögöu hæfilega hnittnar gamansögur inni á milli. Ekki bara þá, sem gátu reiknað, hvað þessi og hin hug- myndin mundi kosta, kosta at- vinnulífið, fyrirtækin, þjóðfélagið. Það skorti sé sé alvörufulltrúa al- þýðunnar. Sameining flokka Þess vegna mætti ræða, hvort ekki þyrfti launþegaflokk. En hann fæðist ekki nú í vetur, eða þá and- vana, og kannski aldrei. Við vitum, aö hinir lægstlaunuðu eiga enga frambærilega fulltrúa. En þaö verður þannig áfram. Nokkrir for- ystumenn eru nú af góðsemi sinni farnir að tala um, að sérstaklega þurfi að bæta kjör hinna launa- lægstu í næstu samningum. Þeir samningar gætu mætavel orðið ný þjóðarsátt. Hætt er við, að forystu- mennirnir verði gleymnir á orð sín um láglaunafólkið, þegar þeir hafa setið nógu lengi í Karphúsinu, við skák og spil. í rauninni mun hveijum manni finnast, að hér sé svo sem nóg af stjórnmálaflokkum. Hér er urmull flokka, smárra og stórra. Rétt væri að hauga einhverjum af þessum flokkum saman, til dæmis svo- nefndum vinstri flokkum, enda ekki séð, að ágreiningur þeirra skipti máli. Hér ætti að koma sam- an jafnaðarmannaflokki, og hér þarf að draga skýrar mörkin, hverjir vilja viðhalda afturhalds- sjónarmiðum við rekstur þjóðfé- lagsins, svo sem í landbúnaðarmál- um, og hverjir ekki, ef einhverjir eru. En ef við lítum á hag láglaua- fólksins, þá verður víst bara að bíða og vona. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.