Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 23
 ur irvegari LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. hann var fimmtán ára og tróö upp meö hljómsveit sem hét Púkó og Gummi. Þetta gerði feikna lukku og var meira að segja fest á filmu og gert ódauðlegt þrátt fyrir að þeir kæmu aðeins fram í eitt skipti. „Þetta var aldrei endurtekið og fé- lagar mínir áttu ekkert við tónlist eftir þetta. Einn þeirra er kjötiðnað- armaður í dag og annar skipstjóri. Hins vegar hefur stundum verið rætt um að endurreisa bandið fyrir eitt kvöld svona til skemmtunar." Eyjólfur gekk til liðs við samtök vísnavina 1980 og kom fram á þeirra vegum með kassagítar ásamt Tex- astríóinu og síðar með hljómsveit sem nefndist Hálft í hvoru og starf- aði mikið og gerir annað veifið enn. DV-myndir Brynjar Gauti Kollvik að komast í tísku - Nú er starfsferill skemmtikrafta misjafnlega langur og flestir þekkja hugtakið skallapoppari. Sér Eyjólfur sjálfan sig í anda raulandi ástar- söngva eftir 20 ár? „Ef mér gengur vel á Ítalíu þá verð ég náttúrlega stjarna á íslandi en ef mér gengur illa þá get ég bara farið að vinna í malbikinu í sumar. Fyrir tónlistarmann er þetta hálfgert happdrætti þar sem ferillinn er lagð- ur undir,“ segir Eyjólfur og glottir. „Hvað varðar framtíðina í víðara samhengi þá er það mín skoðun að ef maður liflr heilbrigðu lífi og held- ur sér við þá get ég átt býsna mörg ár eftir í þessum bransa. Svo er ég svo stálheppinn að há kollvik eru komin í tísku svo ég þarf engar áhyggjur að hafa,“ segir sigurvegar- inn að lokum og strýkur höfuð sitt. -Pá Gerðu allt vitlaust Stóra tækifærið kom hins vegar 1986 þegar Jón nokkur Ólafsson var að smala saman mönnum í hljóm- sveit fyrir skemmtun í Verslunar- skólanum og átti að flytja lög frá sjötta áratugnum. Eyjólfur var kall- aður til sem kassagítarleikari og þá varð Bítlavinafélagið til. Hljómsveit- in varð gífurlega vinsæl þann tíma sem hún starfaði og ferðaðist vitt um landið við góðar undirtektir. Þeir Bítlavinir vöktu athygli fyrir líflega sviðsframkomu sem einkenndist af gamansemi og stráksskap. Meðlimir gerðu óspart grín hver að öðrum, léku létt lög liggjandi í gólfmu og fieiri brellur af því tagi gerðu allt vitlaust. „Við höfðum ekki minna gaman af þessu en áheyrendur. Þetta var óskaplega skemmtilegur tími og líf- legur þó veisluhöldin hafi ekki verið eins umfangsmikil og sögusagnir vilja vera láta,“ segir Eyjólfur. - Hvernig virkaði frægðin á Eyjólf? Var hann umsetinn æstum aðdáend- um hvar sem hann fór? „Það venst fljótt. Frægðin veitir manni ákveðið öryggi í fjármálum og það skiptir kannski mestu máli. nýt þess að skemmta mér i glöðum hópi og hef gaman af aö fara út að borða góðan mat. Ég held hins vegar að mér hafi tek- ist að þræða meðalveginn milli hófs og óhófs í flestum tilfellum. Það gera auðvitað allir einhver mistök,“ segir Eyjólfur og glottir skelmislega. - Hvað um sögur af mikilli kven- hylli þinni. Eiga þær við rök að styðj- ast? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Sumar þeirra sem ég hef heyrt eru stórkostlega orðum auknar en öðrum verð ég náttúrlega að gang- ast við. Ég hef aldrei verið giftur eða trúlof- aður en var í sambúð um nokkurra ára skeið sem lauk fyrir nokkrum mánuðum. Ég á hins vegar kærustu, Vigdísi Stefánsdóttur frá Akranesi, sem er reyndar við nám úti í Frakklandi eins og er. Við erum nýlega búin að kynnast en hún er hinn besti kven- kostur." Frægðin skiptir engu máli Frægðin sjálf skiptir kannski minnstu máli í svona litlu þjóðfélagi þar sem stór hópur manna setur sig upp á móti manni bara fyrir það að vera frægur. Menn verða að læra að Ufa með því. Fólk kemur og tekur í höndina á manni og óskar manni til hamingju, sérstaklega núna síðustu dagana. Eg er sem betur fer orðinn vanur þessu svo ég kippi mér ekkert upp við athyglina lengur. Ef þessi sigur í Eurovision hefði stigið mér til höf- uðs þá sæti ég sjálfsagt ekki hér. Það þýðir ekkert annað en að vinna hörð- um höndum ef maður ætlar að kom- ast áfram. Mér finnst óskaplega gaman að vera númer eitt, að sigra, og þaö er gaman þegar gengur vel en reynslan hefur kennt mér að komást fljótt nið- ur á jörðina. Það eru mörg dæmi um unga menn sem hafa skotist upp á stjömuhimininn en hrapað jafn- skjótt niður aftur.“ Eyjólfur hélt áfram aö syngja við ýmsis tækifæri og má nefna sýning- una Allt vitlaust í Broadway sem naut mikilla vinsælda árin 1986 og ’87. Síðan kom sólóplata með söng Nýbakaður sigurvegari á þönum eftir Eurovision. hans út 1988 og fékk sæmilegar við- tökur. Er sukkað og svallað? - En það þarf sterk bein til að þola góða daga og flestir hafa eflaust heyrt sögur af svalli og sukki innan skemmtanabransans. Er mikið svall- að í poppinu? „Tíðarandinn innan poppsins hef- ur breyst gífurlega gagnvart skemmtunum og slíku. Fyrir tuttugu árum hefði verið hlegið að poppara sem væri á kafi í líkamsrækt en nú. eru allir á kafi í lyftingum, veggtenn- is og skokki. Nú er það heilbrigðið sem gildir." - Ert þú mikill íþróttamaður sjálfur? „Ég hef óskaplega gaman af öllum íþróttum og nægir að nefna vegg- tennis, keilu og skíði. Enska knatt- spyrnan er auðvitað helgistund á laugardögum sem ég sleppi ekki. Það víkur allt annað, eins og vinstúlkur mínar í gegnum tíðina hafa iðulega kvartaö undan,” segir Eyjólfur og glottir. Það má gjarnan koma fram að Eyjólfur er ákafur stuðningsmað- ur Manchester United í ensku knatt- spymunni og hefur verið síðan 1968. Hans menn njóta nokkurrar vel- gengni um þessar mundir, rétt eins og hann sjálfur. Frægur skíðakennari og kvennagull - Eyjólfur stundaði skíðakennslu í Kerlingaríjöllum um árabil og byrj- aði þar 17 ára gamall. Það fór fljót- lega orð af honum þar sem talsverð- um gleði- og kvennamanni sem sló í gegn á hverri kvöldvökunni eftir aðra. Eru þær sögur réttar? „Þetta var afskaplega skemmtileg- ur og lærdómsríkur tími. Ég fer enn- þá á sumrin inn í Kerlingarfjöll til þess að vinna og slappa af í faðmi fjallanna. Hvað varðar sögumar þá er ég mikill bóhem og gleðimaöur og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.