Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 36
48 ;]/ ’!?! yón ,31 íI jDAöilADUAw LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. Smáauglýsingar -Sími 27022 Cherokee Limited ’89 til sölu, ekinn 20 þús. km, einn með öllu, gott eintak. Bein sala. Uppl. í síma 91-624522. Mazda 323 GT 1,6i '87 til sölu, rauður og grár, vökvastýri, rafmagn í spegl- um, ekinn 62.000 km. Uppl. í síma 91-12495. Mercedes Benz 1419, árg. '77, 6 hjóla framdrifsbíll. Mikið upptekinn og ný- sprautaður. Uppl. í síma 96-41076 og 96-52235. árg. ’70, í góðu ástandi, lyftigeta 20 tonn. Bílasala Alla Rúts, símar 91- 681667 og 91-667734. Dodge Mirada ’81 til sölu, ekinn 120 þús. km, rafmagn í öllu, tauáklæði, álfelgur, cruisecontrol, vel með farinn, tveir eigendur. Uppl. í sima 91-14334. Suzuki Switt GTi '88, til sölu, hvítur, 5- gíra, ekinn 40 þús. Ekki skipti. Góður staðgreiðsluafsl. Uppl. í síma 91-37439. Ford Explorer '91 til sölu. Uppl. í síma 91-31322. Toyota LandCruiser, árg. ’86, ekinn 96.000 km. Mjög glæsilegur bíll. Verð kr. 2.100.000. Uppl. í síma 93-71365. ■ Ymislegt Einbýlishús við Vesturfold til sölu, til afhendingar íljótlega, samtals 188 m2, 1000 m2 jaðarlóð með góðu útsýni. Sveigjanleg greiðslukjör. Uppl. í sím- Parhús til sölu við Berjarima. Vel stað- sett á jaðarlóð, suðurgarður, stórar sólstofur, 4 svefnherbergi, tvöfaldar bílageymslur. Góð greiðslukjör. Uppl. í símum 91-611635 og 91-37372. ■ Líkamsrækt Æfingakertið Flott form býður upp á þægilega leið til að styrkja og liðka líkamann án þess að ofreyna vöðva og fá harðsperrur. Vegna einstaks samblands af líkamlegum síendur- teknum æfmgum, þar sem vöðvarnir eru spenntir án þess að lengd þeirra breytist, geta bekkirnir okkar sjö styrkt og liðkað mismunandi hluta líkamans. Auknar birgðir súrefnis og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta niður erfiða appelsínuhúð og losa um vöðvabólgu, bakverk svo og aðra álagssjúkdóma. Flott form, Kleif- arseli 18, s. 91-670370. Honum fannst í lagi að keyra heim... Eftireinn-ei aki neinn! yUMFERÐAR RÁÐ Afmæli Davíð Gíslason Davíð Gíslason læknir, Eskiholti 8, Garðabæ, verður fimmtugur á morgun. Starfsferiil Davíð fæddist á Mýrum í Dýrafirði og ólst upp við Dýrafjörð. Hann lauk landsprófi frá Núpsskóla 1957, stúd- entsprófi úr stærðfræðideild MA 1961 og embættisprófi í læknisfræði frá HÍ1968. Davíð starfaði við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri 1968-70 en stundaði síðan sérnám í lyflækning- um í Eskilstuna 1970-73 og í ofnæm- issjúkdómum í Gautaborg 1973-76. Hann hefur verið starfandi læknir hér á landi frá 1976 og sérfræöingur við Vífilsstaðaspítala frá 1977. Davíð er formaður Æðarræktarfé- lags íslands, varaformaöur Sam- bands íslenskra berkla- og brjóst- holssjúklinga, situr í stjórn Múla- bæjar, Hlíöabæjar, Læknasetursins og Medic Alert á íslandi. Hann hefur ritað greinar um læknisfræðileg efni og heilbrigðismál í ýmis tímarit. Fjölskyida Davíð kvæntist 15.5.1965 Guðrúnu Jónsdóttur, f. 27.9.1938, ritara og kennara, en hún er dóttir Jóns Guð- bjartssonar, trésmíðameistara á Flateyri, og Ólafiu Steingrímsdóttur húsmóður. Stjúpsonur Davíðs er Jón Magnús Kristjánsson, f. 30.5.1962, viðskipta- fræðingur og starfsmaður SH, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Fríðu Torfadóttur, og eiga þau eina dótt- ur. Sonur Davíðs og Guðrúnar er Árni Davíðsson, f. 3.12.1965, líffræð- ingur, búsettur í Kópavogi.en sam- býliskona hans er Edda Yr Guðna- dóttir og eiga þau eitt barn. Dóttir Davíðs og Guörúnar er Lóa Guðrún Davíðsdóttir, f. 2.10.1970, háskóla- nemi í foreldrahúsum. Systkini Davíðs: Einar Gíslason, f. 18.3.1924, starfsmaður Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, og á hann einn son; Þuríður Gísladótt- ir, f. 6.7.1925, húsfreyja á Kirkju- bóli í Bjarnardal, gift Guðmundi Inga Kristjánssyni, og á hún einn son; Sigurbjörg.f. 2.10.1927, nú lát- in, húsfreyja í Hjarðardal í Dýra- firði, var gift Sigurði Guðmundssyni og eru börn þeirra fimm; Una Gísla- dóttir, f. 8.10.1928, starfsstúlka í Reykjavík, en sambýlismaður henn- ar er Snorri Ólafsson; Álfheiður Gísladóttir, f. 14.11.1929, starfs- stúlka í Reykjavík, en sambýlismað- ur hennar er Pálmi Gunnarsson og á hún eina dóttur; Jón Gíslason, f. DavíðGístason. 8.8.1932, vélsmiður í Garðabæ, kvæntur Gestheiði Þorgeirsdóttur, og á hann einn son; Valdimar Gísla- son, f. 30.3.1934, skólastjóri og hreppstjóri í Dýrafirði, kvæntur Eddu Arnholz; Bergsveinn Gísla- son, f. 2.2.1938, b. á Mýrum í Dýra- firði, kvæntur Elínborgu Snorra- dóttur. Foreldrar Davíðs voru Gísli Vign- ir Vagnsson, f. 3.8.1901, d. 14.10.1980, b. að Mýrum í Dýrafirði, og Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 17.5.1895, d. 7.10.1975, húsfreyja. Davíð verður að heiman á af- mælisdaginn. Láras Jónasson Lárus Jónasson, fyrrv. strætis- vagnastjóri, Snorrabraut 85, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Lárus fæddist í Veszprém í Ung- veijalandi og ólst þar upp til fimm ára aldurs en þá slitu foreldrar hans samvistum og flutti hann þá með móður sinni og bróður til Búdapest. Hann flúði síðan ásamt þeim og mág- konu sinni tilAusturríkis er bylting- in var gerð 1956. Sama ár bauðst þeim búseta á íslandi sem þau þáðu. Lárus starfaði fyrst skamma hríð á Álafossi eftir komu sína til landsins en hóf síðan störf hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík, fyrst á mjólkurstöð- inni en síðan sem bflstjóri í fjögur ár. Hann var síðan strætisvagnastjóri frá 1962 og þar tfl nú fyrir skömmu er hann lét af störfum vegna heilsu- brests. Fjölskylda Lárus kvæntist 24.8.1963 Aðal- heiði Erlu Jónsdóttur, f. 1.11.1943, húsmóður, en hún er dóttir Jóns S. Guðmúndssonar, f. 4.7.1907, d. 15.1. 1980, smiðs á Brandagili í Hrútafirði og síðar í Reykjavík, og Sigrúnar Sigurbjömsdóttur, f. 11.5.1913, d. 9.9.1987, húsmóöur. Böm Lámsar og Aðalheiðar Erlu eru María Sigurbjört, f. 12.5.1963, lög- reglumaður í Reykjavík, í sambúð með Sigurði Þórðarsyni lögreglu- manni, og Lárus Jón, f. 24.4.1964, verslunarmaður á Borðeyri við Hrútafjörð, í sambúð með Öldu Befg- lindi Sverrisdóttur verslunarmanni. Systkini Lárusar: Jónas Kl. Jónas- son (áður Klimits Janos) f. 26.11.1936, verslunarmaðurí Reykjavík, kvænt- ur Elísabetu Alexandersdóttur (áður Erdelyi Erzsébet) f. 25.7.1930, póst- burðarmanni, en dóttir þeirra er Eva Lárus Jónasson. Jónasdóttir, f. 4.9.1966, nemi. Foreldrar Lárusar voru Klimits Janos, f. 25.11.1910, d. 1984, bifreiðar- stjóri í Ungverjalandi, og Jóna Dani- elsdóttir (áður Varga Jólán) f. 9.5. 1914, d. 23.4.1986, saumakona. Tilkyimingar Sameiginleg messa safnaða Hafnarfjarðarkirkju og Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði Á sunnudaginn kemur, fyrsta sunnudag í fóstu, 17. febrúar, fer fram í Hafnarfjarð- arkirkju sameiginleg messa safnaða Hafnarfjarðarkirkju og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og hefst hún kl. 14. Séra Ein- ar Eyjólfsson prédikar og séra Gunnþór Ingason þjónar fyrir altari. Kórar kirkn- anna leiða saman söng undir stjórn org- anista sinna, þeirra Kristjönu Ásgeirs- dóttur og Heíga Bragasonar. Eftir messu bjóða safnaðarstjórn og kvenfélag Hafn- arfiarðarkirkju til kafftsamsætis í Álfa- felli, íþróttahúsinu við Strandgötu. Und- anfarin tvö ár hafa þessir söfnuðir hist á þessum árstíma og staðiö saman að messu. í fyrra fór slík messa fram í Frí- kirkjunni. Félag eldri borgara Opið hús í dag frá kl. 13. Frjáls spila- mennska. Göngu-Hrólfar hittast á morg- un, laugardag, í Risinu kl. 10. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Vígslutónleikar I Nýja tónlistarskólanum Nýi tónlistarskóiinn flutti nýveriö í eigið húsnæði sem skólinn hefur fest kaup á að Grensásvegi 3. Þar hefur verið innrétt- aöur tónleikasalur sem tekur um 160 áheyrendur í sæti. Sunnudagskvöldið 17. febrúar kl. 20 veröa kennarar skólans með tónleika og leika á hin ýmsu hljóð- færi og að auki verður söngflutningur. Á efnisskránni verður tónlist eftir Schubert og Hándel og aö auki verður flutt hljóm- sveitarverk eftir skólastjóra skólans, Ragnar Björnsson. Verkið samdi hann í tilefni þessara tímamóta. Ókeypis að- gangur er að tónleikunum og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ný umferðarljós Laugardaginn 16. febrúar, kl. 14, verða tekin í notkun ný umferðarljós á mótum Bæjarháls, Bæjarbrautar og Hálsabraut- ar. Ljósin verða umferðarstýrð að hluta. Umferðarskynjarar eru á Bæjarbraut og Hálsabraut. Ef engin þverumferð er logar að jafnaði grænt fyrir umferð á Bæjar- hálsi. Fótgangandi geta „kallað” á grænt ljós yfir Bæjarháls með þvi að ýta á hnapp. Tfl að minna vegfarendur á hin nýju umferðarljós eru þau látin blikka gulu ljósi áður en þau verða tekin í notk- Frímerki ’91 Landssamband íslenskra frimerkjasafn- ara heldur frímerjasýningu, Frímerki ’91, í húsakynnum sambandsins að Síðumúla 17 dagana 15.-17. febrúar. Sýning þessi er landsýning fyrir árið 1991 og mun þar verða sýndur fjöldi frímerkjasafna sem ekki hafa verið sýnd hér á landi áður. Á staðnum verður pósthús og ýmislegt ann- að gert tfl dægrastyttingar. Sérstaklega er vonast eftir aðsókn barna og unglinga. Sýningin verður opnuö í dag kl. 17. Á laugardag verður opið kl. 13-20 og á sunnudag kl. 13-18. Afhending verðlauna fer fram á sunnudag kl. 17. Fávitinn eftlr Dostojevskí sýndurIMÍR Nk. sunnudag, 17. febrúar, kl. 16, sýnir 'MÍR sovésku kvikmyndina Fávitann í bíósal félagsins að Vatnsstíg 10. Kvik- mynd þessi var gerð á árinu 1958 undir leikstjórn hins kunna kvikmyndagerðar- manns, Ivans Pyriev, og byggð á fyrri hluta samnefndrar skáldsögu eftir Fjodor Dostojevskí. Undirtitiil myndarinnar er Nastasja Filippovna. Með helstu hlutverk í myndinni fara þau J. Jakovlév, J. Bor- isova, N. Krúkov og R. Maksimova. Skýr- ingar á islensku eru með myndinni. Áð- gangur er öllum heimill og ókeypis. Slys af völdum rafmagns Mánudaginn 18. febrúar, kl. 20, veröur haldinn fræðslufundur á vegum Félags leiðbeinenda í skyndflijálp í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Þar munu þeir Jón Gamalíelsson deildar- tæknifræðingur og Haukur Ársælsson yfireftirlitsmaður flytja erindi en þeir eru starfsmenn hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og hafa mikla reynslu í rannsóknum á rafmagnsslysum. Munu þeir m.a. fjalla um áhrif rafmagns á mannslíkamann, tfldrög að slysum og dæmi um slys, slysa- tíðni og hvers ber að gæta við rafmagns- slys. Munu þeir einnig sýna litskyggnur og myndbönd og að lokum verða fijálsar umræður. Aðgangur er ókeypis og fund- urinn öllum opinn. un. Bestu kveðjur og þakkir til aiira þeirra sem giöddu mig með heimsóknum, heillaóskum, blómum og góðum gjöfum á sjötugsafmæli mínu þann 8. febrúar síðastliðinn. Sérstakar þakkir til Þórsara sem aðstoðuðu mig dyggilega í Hamri þennan dag. Lifið heil! Haraldur Helgason Goðabyggð 2, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.