Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ólafsfirði,
auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra frá og með 15. júlí
'91. Upplýsingar um starfið og starfskjör, húsnæði
og fríðindi veitir forstöðumaður, Kristján Jónsson, í
síma 96-62480
Höfum opnað að nýju flísaverslun
Nýborgar hf. að Skútuvogi 4. Vandaðar
vörur á betra verði. Frá Spáni, Ítalíu og
Þýskalandi. Fúgi og lím frá Kerakoll-
verksmiðjunum á ítalíu. Leiðandi fyrir-
tæki á sínu sviði.
Leggjum áherslu á betra verð og gæði.
Nýborg c§þ
Skútuvogi 4, sími 82470.
BORCARA
FLOKKURINN
Þorrablót
Borgaraflokkurinn í Reykjavík heldur sitt árlega
þorrablót í Drangey, Síðumúla 35, laugardaginn 23.
febrúar kl. 1 9.30. Verð aðeins 2.800 kr. Takmarkað-
ur miðafjöldi. Miðasala og frekari upplýsingar á
skrifstofu flokksins í Síðumúla 33. S. 685211.
Stjórnin
FERÐAR
HVÍTUR STAFUR
TÁKN BLINDRA
UMFERÐ
FATLAÐRA ’
VIÐ EIGUM
SAMLEIÐ
í>
Aukablað
Hljómtæki
DV-hljómtæki, sérstakt aukablað um
hljómtæki, er fyrirhugað miðvikudaginn
27. febrúarnk.
í DV-hljómtækjum er ætlunin að sega
frá hljómtækjum, sem eru á markaðin-
um, og slfyra út fyrir lesendum hin mis-
munandi gæði hljómtækja.
Bent er á að auglýsingum i þetta upplýs-
ingablað þarf að skila í síðasta lagi
fimmtudaginn 21. febrúar.
ATH.! Póstfaxnúmerið okkar er 27079
og auglýsingasíminn 27022.
Hinhliðin
Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus.
Egerfarand-
verkamaður
hin hliðin á Jóhannesi í Bónus
Rétt fyrir áramótin var opnuö
Bónusverslun á Smiðjuvegi i Kópa-
vogi og var það fjórða verslunin af
því tagi sem er opnuð á tæpum
tveimur árum. Jóhannes Jónsson
kaupmaöur, sem stýrir Bónus-
verslununum, er enginn nýgræö-
ingur í kaupmannastétt. Hann var
um árabil verslunarstjóri hjá Slát-
urfélagi Suðurlands meðan veldi
þess reis sem hæst. Með tilkomu
Bónuss kvað við nýjan tón í mat-
vöruverslun á íslandi. Bónus legg-
ur áherslu á lágt vöruverð og litla
yfirbyggingu. Starfsfólk er fátt en
vinnur mikiö. Innréttingar eru
ekki eins íburðarmiklar og víða
tíðkast og síöast en ekki síst var
Bónus fyrst matvöruverslana til
þess að taka upp strikamerkingar
í matvöruverslun. Það stuðlar aö
skjótari afgreiðslu og öruggari
verðmerkingum. DV náði aðstöðva
Jóhannes á sprettinum og fá hann
til aö sýna lesendum hina hliðina
á sér.
Fullt nafn: Jóhannes Jónsson.
Fæðingardagur og ár: 31. ágúst
1940.
Maki: Ása Ásgeirsdóttir.
Börn: Kristín, 28 ára lögfræðingur,
og Jón Ásgeir, 23 ára verslunar-
stjóri.
Starf: Ég er svo mikið á ferðinni
milll verslananna að ég kýs að
kalla mig farandverkamann.
Laun: Viðsættanieg.
Áhugamál: Ég hef engan tíma til
þess að rækja nein áhugamál önn-
ur en starfiö sem ég hef mikinn
áhuga á.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur íiottóinu? Ég spila ekki í lottó-
inu. Þaö er nóg áhætta fólgin í
kaupmennskunni.
Hvað fmnst þér skemmtilegast að
gera? Að gera viðskiptavininn
ánægðan. Það er reglulega góð til-
finning.
Hvað fmnst þér leiðinlegast að
gera? Að þurfa að reka fólk úr
vinnu vegnaþess að það hefur ekki
staðið sig sem skyldi.
Uppáhaldsmatur: Þessa stundina
er það saltkjöt og baunir að göml-
um og góðum sið í tilefni sprengi-
dagsins.
Uppáhaldsdrykkur: Núorðiö drekk
ég mest af Seltzer frá honum Davíð
vini minum í Sól.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur i dag? Ég fylgist
ekki nógu mikið með íþróttum til
þess geta dæmt um það.
Uppáhaldstímarit: Eg hef mikið
dálæti á Frjálsri verslun og fylgist
með þvi sem þar er skrifað.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Það eru
allar konur fallegar hver á sinn
hátt. Ég get þess vegna ekki gert
upp á milli þeirra.
Ertu hlynntur eða andvígur rikis-
stjórninni? Ég er andvígur henni
þó ég verði að viðurkenna að hún
hefur komíð ýmsu þarílegu í verk.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Margréti Thatcher, fyrr-
um forsætisráðherra Bretlands.
Uppáhaldsleikari: Bessi Bjarnason.
Uppáhaidsleikkona: Margrét Ólafs-
dóttir.
Uppáhaidssöngvai-i: Björgvin Hall-
dórsson.
Uppáhaidsstjórnmáiamaður: Dav-
íð Oddsson borgarstjóri.
Uppáhaidsteiknimyndapersóna:
Denni dæmalausi.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir
eru svo til það eina sem ég horfi á
i sjónvarpinu.
Ertu hiynntur eða andvigur veru
varnarliðsins hér á landi? Andvígur
en ég tel að við höfum ekki efni á
aö missa það.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Eiríkur
Jónsson á Bylgjunni.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Eg horfi áh'ka mikið á
báðar rásir.
Uppáhaidssjónvarpsmaður: Ég get
ekki tekiö neinn einn fram yfir
annan. Dálæti mitt á þeim fer eftir
því hvað þeir eru að segja.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer
svo til aldrei út að skemmta mér
nú í seinni tíð.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ég fylg-
ist ekkert með íþróttum.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að efla Bónus og
stuðla að því að okkar stefna verði
almenningi tii heilla hér eftir sem
hingað tiL
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Þaö er ekkert ákveðiö. Ég hef
ekki tekið neitt frí að ráði síðustu
ár og það verður sjálfsagt ekki
nema vika í sumar.
-Pá