Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 21
LAÚGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991. 21 Á vísundaveiðum með indíánum. Regnboginn - Úlfadansar ★★★ Óður til hinna óspilltu Regnboginn hefur tekið til sýningar stórmyndina Dances With Wolves sem er frumraun Kevins Costner sem leikstjóra. Jafnframt því að sitja við stjórnvölinn leikur Costner aðalhlutverkið, John Dunbar liðþjálfa. Hvað sem segja má um Costner þá skortir hann ekki hugrekki því hér er um talsvert flókna kvikmynd að ræða. Við töku myndarinnar þurfti fjölda indíana sem þurftu að geta leikið og þeyst berbakt á hesti, rösklega 3.000 vísundar voru á óskalistanum auk annarra tan> inna dýra eins og Tvísokka, úlfsins sem fer með stórt hlutverk. Allt þurfti að vera ekta og fjöldi sérfræðinga um menningu indíána, búninga þeirra og lifnaðarhætti lagði hönd á plóginn svo þetta mætti allt takast. Ofan á allt saman heimtaði Costner að indíánarnir í mynd- inni töluðu sitt eigið tungumál sem síðan yrði textað. Þegar þetta bættist við þá staðreynd að myndin yrði tæplega þrír tímar á lengd kipptu flest kvikmyndaver í Hollywood að sér hendinni hvað varðaði fjármögnun og á endanum lagði Costner sjálfur fram háar upphæö- ir til þess að draumur hans gæti ræst. Sjálfsagt naga einhverjir peningamenn sig í budduna því myndin hefur hlotið góða dóma vestanhafs og þyk- ir líkleg til þess að hreppa einhver af hinum eftirsóttu óskarsverðlaunum. Sagan, sem hér er sögð, gerist 1863 og fjallar um ungan liðþjálfa í her Norðurríkjanna. Hann liggur særður í subbulegu sjúkraskýli og gegnum þokuna heyrir hann lækna ræða um aflimun. Honum tekst að komast út og með fifldjarfri reið þvert gegnum skot- hríð óvinanna tekst honum að btjóta upp pattstöðu sem komin var upp í bardaganum. Að launum hlýtur hann bestu meðferð sem bjargar fæti hans og að auki má hann velja sér stöðu. Hann biður um að verða sendur til framlínunnar þar sem yfirráðasvæði hvíta mannsins nær lengst í vestur inn á ókannaðar sléttur þar sem indíánar ráða ríkjum. Eftir langt og strangt ferðalag kemur Dunbar á leið- arenda í Fort Sedgewick. Það reynist autt og yfirgefið og engan hermann þar að finna. Dunbar sest samt að og reynir að koma sköpulagi á virkið sem er reyndar aðeins moldarkofi í niðurníðslu. Hann verður ekki var við neitt líf utan stakan úlf sem læðupokast í kringum hann og reynist furðu gæfur þegar til á að taka. En hæðimar hafa augu og fljótlega hafa Sioux indí- ánar, sem búa í grenndinni, samband við Dunbar. Báðir eru afar varkárir í fyrstu en smátt og smátt tekst með þeim góð vinátta og Dunbar lifir með indiánum, lærir mál þeirra og siði og kynnist ástinni sem birtist honum í ekkju í hópi indíánanna. Sú er reyndar hvít á hörund en var ungri rænt af indíánum. Hann berst ennfremur við hlið þeirra í stríði við hina grimmu Pawnee stríðsmenn. Manndómsvígsla Dunbars meðal fmmbyggjanna er þegar hann fer með þeim á vísundaveiðar sem em eitt stórkostlegasta atriði myndarinnar og ekki möpg í amerískum kvikmyndum seinni tíma sem jafnast á við það í glæsileik. Við tökuna voru notaðir 3.500 vís- undar, 150 aukaleikarar, 24 reiðmenn, 25 gervivísund- ar og sjö myndavélar. En Adam var ekki lengi í paradís og Dunbar ekki heldur. í síðustu ferðinni til virkisins rekst hann á hermenn sem halda hann vera Uðhlaupa og svikara. Hann er settur í járn, úlfur hans og hestur skotnir og hann sjálfur fluttur nauðungarflutningi áleiðis til næsta virkis þar sem gálginn bíður hans án efa. Á leiðinni gera Siouxar hermönnunum fyrirsát og bjarga Dunbar úr tröllahöndum. Þó hann sé þeim þakklátur gerir hann sér jafnframt ljóst að hefnda sé að vænta og ennfremur að nú dragi fljótlega til tíðinda í sam- skiptum hvítra manna og indíána. Skemmst er frá að segja að Costner kemst frá þess- ari frumraun sinni með nokkrum glæsibrag. Þó mynd- in um úlfavininn sé tveir tímar og fimmtíu mínútur Kvikmyndir Páll Ásgeirsson að lengd er vandséð hvar hún hefði átt að styttast og víst að að fáum getur leiðst undir þessari áhrifamiklu sögu. Hugtakið stórmynd kemur hvað eftir annað upp í hugann. Hér er sögusviðið stórfenglegt, hátt til lofts og vítt til veggja á sléttunum endalausum og mikil örlög manna og þjóða sem sagt er frá. Styrkur myndarinnar felst fyrst og fremst í agaðri en hægfara frásögn og vandvirkri beitingu myndavél- arinnar. Sú mikla vinna, sem lagt var í til þess að gera allt í samræmi við rétta sagnfræði, gefur mynd- inni aukinn þunga og eykur gildi hennar talsvert. Costner leikur býsna vel og Mary McDonnell mjög vel í hlutverki unnustu hans úr hópi indíána. Af einstök- um indíánum er þó minnisstæðastur Sparkandi fugl, töfralæknir og andans maður sem er frábærlega vel leikinn af Graham Greene. Sá er reyndar kynhreinn indíáni og þrautreyndur leikari. Þó fogur náttúran leiki stórt hlutverk þá logar undir réttlát reiði vegna þess þjóðarmorðs sem hvítir menn frömdu á indíánum þegar þeir voru að leggja undir sig guðs eigið land. Sú smán er aflið sem knýr söguna áfram. Óspilltri náttúru og óspilltu fólki er vottuð virð- ing á þann hátt sem höfundar mega vera stoltir af. A köflum er tónlistin ef til vill yfirdrifin og á stund- um jaðrar frásögnin við væmni. Nokkur atriði eru samt án allrar væmni svo sorgleg að heyra mátti hálf- an salinn snökta yfir sorglegum örlögum úlfsins Tví- sokka svo dæmi sé nefnt. Fari svo að sagan um Dunbar liðþjálfa, sem steig dans með úlfum, fái einhver margnefndra óskarsverö- launa, sem hún hefur hlotið 12 tilnefningar til, verður það kannski til þess að endurreisa eitthvað af trú manna á gildi verðlaunanna. Víst er að myndin verð- skuldar verðlaunin fyllilega. Amerisk - Dances With Wolves Leikstjórn: Kevin Costner Handrit: Michael Blake eftir sinni eigin sögu Aðalhlutverk: Kevin Costner, Mary McDonnell, Graham Greene, Rodney A. Grant, Floyd Red Crow Westerman, Tantoo Cardinal, Jimmy Herman, Charles Rocket og Tony Pierce STRÆTISVAGNAR REYKJAVIKUR in JL U ' M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.