Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1991, Blaðsíða 25
WlPIIfflÍl: 37 Handbolti unglinga - hörð keppni liða um fall í 2. deild Keppni í 2. umferð íslandsmóts 4. ílokks kvenna var mjög skemmtileg á að horfa og sáust oft á tíðum skemmtileg tilþrif til leikmanna sem lofa góðu varðandi framtíð íslensks kvennahandknattleiks. Hart var bar- ist í öllum deildum um sæti því nú líður að lokum íslandsmótsins og átta efstu liðin í þessum flokki leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn en önnur lið verða að gera sér að góðu að leika í neðri úrslitum. Gottgengi Stjörnunnar Stjarnan átti góðu gengi að fagna á fyrri leikdegi 1. deildar og bar sigur- orð af liðum KR, 8-7, Hauka, 10-8 og FH, 13-7. Seinni leikdaginn hélt sig- urganga þeirra áfram og unnu Stjörnustúlkurnar UBK, 15-9, og gerðu jafntefli við Gróttu í hörku- spennandi og skemmtilegum leik, 9- 9, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lok leiksins. Grótta, sem vann 1. umferð 1. deild- ar með nokkrum yfirburðum fyrir áramót, varð að gera sér annað sætið að góðu að þessu sinni en Grótta vann UBK, 11-8, Hauka, 13-9, og FH, 10- 8 og gerði síðan jafntefli við Stjörnuna eins og áður sagði. Fyrsti tapleikur Gróttu á íslandsmótinu að þessu sinni leit dagsins ljós er Gróttustúlkurnar öttu kappi við KR, en KR vann öruggan sigur að þessu sinni, 8^4. Keppni um fall í 2. deild var mjög Gróttustúlkunar töpuðu gegn KR, 4-8, og var það jafnframt fyrsta tap þeirra í deildarkeppninni í vetur. Þær töp- uðu einnig stigi er þær gerðu jafntefli við Stjörnuna, 9-9, og misstu þar með fyrsta sætið úr höndum sér. Stelpurnar úr Breiðabliki voru sterkar í vörn eins og þessi mynd ber með sér. Blikastúlkurnar héldu sæti sínu í fyrstu deild með sigri á KR, 9-8, og féll KR þar með niður, nokkuð óvænt. hörð og spennandi og þurfti að kanna úrslit innbyrðisleikja þriggja félaga til að finna út hvaða lið féllu milli deilda ásamt FH, sem vann aðeins einn leik að þessu sinni. Keppnin um fallið stóð á mOli KR, Hauka og UBK og að loknum öllu leikjum tamarinnar vom liðin jöfn að stigum með fjögur stig í 3.-5. sæti. Haukar tryggðu sér þriðja sætið með því að vinna KR, 17-14 og UBK, 13-11 og vom þvímeð fjögur stig úr innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Ljóst var því að leikur KR og UBK var hreinn úrslitaleikur um fall í 2. deild að þessu sinni og bar hann þess greinilega merki. Hart var barist í vörninni og komust liðin lítið áleiðis í sóknarleiknum. Jafnræði var með liðunum allan leikinn og tryggði UBK sér áframhaldandi veru í 1. deild með eins marks sigri, 9-8. KR féll því í 2. deild að þessu sinni, en liðið var í 2. sæti eftir fyrstu um- ferðina. Litlu munaði að KR héldi sæti sínu að þessu sinni því jafntefli gegn UBK hefði tryggt sæti þeirra og UBK hefði fallið þess í stað. Valurvann alla leiki sína Stúlkurnar í Val tryggðu sér sæti í 1. deild er þær unnu alla leiki sína í í 2. deild, en keppni fór fram að Varmá. Valur vann flesta leiki sína nokkuð örugglega en lenti þó í miklum vand- ræðum gegn Fram. Valur vann eftir spennandi leik, 10-9, og skoraðu Valsstúlkurnar sigurmarkið á síð- ustu sekúndum leiksins. ÍBV tryggði sér annað sætið eftir harða baráttu við Víking og Fram. ÍBV bar sigurorð af Fram, 8-8 og UMFA, 6-5 en tryggði sér síðan ann- að sætið með jafntefli gegn Víkingi, 3-3 og UMFG, 9-9. Víkingur, sem vann Fram, 7-8 og UMFA, 11-6 tryggði sér þriðja sætið, og gaf janframt frá sér annað sætið, með því að gera jafntefli við ÍBV. Fram hélt sæti sínu í 2. deild með því að sigra UMFA, 8-4 og UMFG, sem mætti ekki til leiks gegn Fram, 10-8. UMFG, féll í 3. deild með þrjú stig sem þeir fengu með því að vinna Víking, 13-8, og gera jafntefli við ÍBV. UMFA féll í 3. deild ásamt UMFG en UMFA vann aðeins innbyrðisleik þessara liða. ÍRog Selfoss í 2. deild ÍR og Selfoss tryggðu sér rétt til að leika í 2. deild í næstu umferð með því að verða í tveimur efstu sætum 3. deildar. HK og UFHÖ urðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og falla í 4. deild. í stað þeirra komu liö Fylkis og Leiknis, sem urðu í tveimur efstu sætum 4. deildar. í tveimur neðstu sætum 4. deildar urðu lið UMFN og Reynis, Sandgerði. Aðeins fjögur lið leika í 3. og 4. deild og mætti mótanefnd HSÍ hug- leiða hvort ekki mætti fjölga liðum í neðri deildum því baráttan í deildum, þegar aðeins fjögur hð leika þar, stendur aðeins um það hvort liðin vinni sig upp um deild eða falli í næstu deild fyrir neðan. Frestuðu leikjunum enn ekki lokið Framarar tryggðu sér 3. sæti 1. deildar 4. flokks karla með því að vinna KR örugglega og féllu KR-ingar við það í 2. deild. Línur í 2. og 4. flokki eru að skýr- ast en eins og greint var frá um síð- ustu helgi þurfti að fresta fjölda leikja vegna veöurofsans sem geisaði þegar keppnin átti að fara fram. KRog Stjarnan féllu í 2. deild Þremur leikjum var ólokið í 1. deild 4. flokks karla og skiptu þeir allir máli til að fá endanlega röð liðanna. Framarar tryggðu sér þriðja sæti deildarinnar með því aö vinna KR örugglega, 14-9. FH-ingar tryggðu sér hins vegar flórða sætið með því að vinna Stjörn- una, 16-12, og kom það því í hlut KR og Stjömunnar að falla í 2. deild. Leik Þórs og Týs er enn ólokið en þessi lið eru örugg með tvö efstu sæti deildarinnar. Keppni í 2. deild er ekki enn lokið ÍR og Haukar tryggðu sér tvö efstu sæti 3. deildar með því að vinna frest- uðu leiki sína nokkuð örugglega en það kom í hlut UFHÖ og Fylkis að falla í 4. deild. Grótta og Selfoss héldu sætum sínum. Frestuðu leikirnir í 4. deild verða leiknir í dag i Vogaskóla. Fjölda leikja enn ólokið Fjölda leikja í 2. flokki karla og kvenna er ólokið og er enn óljóst hver röð liðanna í 1. deild 2. flokks kvenrta og 2. deild 2. flokks karla verður. Keppni í 3. deild 2. flokks karla lauk nú í vikunni og tryggðu ÍR-ingar sér rétt til að leika í 2. deild í næstu umferð og eiga þeir því möguleika á að komast í úrslitin í vor. Selfoss, Grótta og HK halda sætum sínum í 3. deild og eiga því enga mögleika á að komast í úrshtakeppn- ina í vor. Þrjú lið dæmd úr keppni Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að festi mótanefnd það á fundi sínum vísa þremur liðum úr keppni á ís- nú í vikunni. landsmóti 3. flokks karla. Það er alltaf leiöinlegt þegar fé- Liðin, Grótta, Reynir, Sandgerði, lögum er vísað úr keppni en þrátt og Ungmennafélag Bessastaða- fyrir að forráöamenn þessara fé- hrepps, voru ósátt við framkomu laga væm ósáttir við umsjón tarn- umsjónaraðila og slepptu af þeirri arinnar mega þeir ekki frekar en ástæðu tveimur leikjum, hvert fé- aðrir í siðmenntuöu þjóðfélagi taka lag. Skv. reglugeröum mótanefnd- ákvarðmiirbeintgegnöllumlögum ar HSÍ segir að það hð, sem sleppi og reglum. Það er vonandi að þetta tveimur leikjum eða meira úr mál verði Öðrum liðum og um- keppni, falli sjálfkrafa út og stað- sjónaraðilum víti til varnaöar. Cadillac de Ville, árg. 1990 Af sérstökum ástæöum er þessi glæsibifreið til sölu, framhjóladrifin, litur dumbrauður, ekin 20.000 km. Verð kr. 3.750.000. Nánari upplýsingar í síma 666631

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.