Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. Fréttir DV Bílslys kom henni í Fordkeppnina: ,,Voru sárabætur mínar“ „Ég lenti í bílslysi í janúar en þá hafði ég hugsað mér að fara sem skiptinemi til Suður-Ameríku. Þegar ég sá að ekkert gat orðið úr því sendi móðir mín mynd af mér í Ford- keppnina í sárabætur. Það hvarflaði aldrei að mér sigur enda var ég búin að sjá út annan sigurvegara," sagði Birna Bragadóttir, 16 ára nemandi í Kvennaskólanum, eftir að Eileen Ford hafði valið hana sem sigurveg- ara Fordkeppninnar í gærkvöldi. Birna sagðist fyrst ekki hafa heyrt þegar Eileen Ford nefndi nafnið hennar og liðu nokkrar sekúndur áður en hún áttaði sig a því að hún væri sigurvegari keppninnar. Hún var að vonum glöð og taugaóstyrk enda rigndi hamingjuóskunum yfir hana. Sextán stúlkur kepptu til úrslita í keppninni. Eileen Ford bauð tveimur - sagði sigurvegarinn Bima Bragadóttir, 16 ára þeirra, fyrir utan sigurvegara, til að koma til New York og starfa hjá sér sem fyrirsætur. Það eru þær Þórunn Lárusdóttir og Kamilla Rún Jó- hannsdóttir sem munu væntanlega áður en langt um líður íljúga vestur þar sem þeirra bíða eftirsóknarverð störf og miklir peningar. Birnu Bragadóttur bíður hins veg- ar feröalag til Los Angeles í byrjun júlí þar sem hún tekur þátt i keppn- inni Supermodel of the World. Þar keppa fjörutíu stúlkur til úrslita en í boði er tíu milljón króna samningur við Ford Models skrifstofuna í New York auk annarra glæsilegra vinn- inga. Fordkeppnin fór fram í Súlnasal Hótel Sögu og svo mikill var áhuginn á keppninni að uppselt var í salinn á tíu mínútum. Komust því færri að en vildu. Jazzkvartett Jónasar Þóris Birna Bragadóttir ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Gísladóttur og Braga Guðmundssyni. Fjölskyldan býr á Álftanesi en Birna stundar nám I Kvenna- skólanum. DV-mynd Hanna lék fyrir gesti, Jóhanna Linnet söng við undirleik kvartettsins en að auki spilaði Jónas Dagbjartsson á fiðlu. í fyrsta skipti voru Módelsamtökin og Módel 79 með sameiginlega tískusýn- ingu sem vakti mikla athygli gesta, sérstaklega þó heiðursgesta kvölds- ins Eileen og Jerry Ford. Simbi og Biggi og starfsfólk Jóa og félaga sáu um hárgreiðslu stúlkn- anna og Lína Rut Karlsdóttir og Guð- rún Lilja Gunnlaugsdóttir um snyrt- ingu. Stúlkurnar fengu allar að gjöf frá heildversluninni Klassík glænýj- ar snyrtivörur frá Benetton og Rose Cardin ilmvatnið. Þorgeir Ástvaldsson og Heiðar Jónsson voru kynnar kvöldsins. Nánar verður sagt frá Ford-úrslitun- um í helgarblaði DV nk. laugardag. -ELA Fordkeppnin: Hef ur yf ir sér klassíska fegurð - sagði Eileen Ford um sigurvegara keppninnar „Þessar þrjár stúlkur, sem ég valdi, voru svo fallegar að ég hefði hæglega getað tekið þær allar þrjár. En í keppni er alltaf ein best. Birna er mjög falleg og hefur yfir sér klassíska fegurð, þar að auki Eileen Ford, hin heimsfræga fyrir- sætumamma, ásamt sigurvegara kvöldsins, Birnu Bragadóttur, 16 ára stúlku úr Kvennaskólanum. er hún einungis sextán ára og á langa framtíð fyrir sér. Ég get varla beðiö eftir að hitta hana í Los Ange- les í sumar en þar verða teknar margar myndir af henni sem ég er spennt að sjá. Ég veit að hún verð- ur yndisleg. Við Jerry ákváðum ekki úrslitin fyrr en alveg í lokin og það er áreiöanlegt aö við kusum rétt,“ sagöi Eileen Ford í samtali viö DV eftir að úrslitin lágu fyrir. Jerry Ford sagði að Birna hefði verið valin ekki eingöngu vegna fegurðar sinnar heldur einnig vegna þeirrar birtu sem stafaði frá henni, sérstaklega augunum. Hjónin Eileen og Jerry Ford voru himinlifandi meö ferðina til ís- lands. Þau ílugu héðan snemma í morgun til Kaupmannahafnar en þaðan var feröinni heitið til París- ar. Eileen sagðist varla hafa séð jafnmargar fallegar stúlkur sam- ankomnar og í gærkvöld og hún þakkaöi foreldrum í salnum sér- staklega að eiga allar þessar fallegu dætur. Á laugardag hittu Eileen og Jerry Ford milli sextíu og sjötíu stúlkur í móttöku í Módelskóla Unnar Am- grímsdóttur. Þau ræddu við allar stúlkumar og möguleiki er á að þrjár þeirra fái störf hjá Ford Models. í gærmorgun heimsóttu þau hjónin Gunnar Dungal og fjöl- skyldu sem rekur stórt hrossabú í Mosfellssveit. Voru þau alsæl með þá heimsókn enda var á óskalistan- um að skoða íslenska hesta. Þá fóru þau einnig austur yfir fjall í skoð- unarferð. í gærdag hitti Eileen Ford stúlkurnar tvisvar áður en sjálft úrslitakvöldið hófst en eins og áður sagði var það á síöustu mínútunum sem hún tók endan- lega ákvörðun hvor af þeim þrem- ur stúlkum, sem hún tók í lokaúr- slit, yrði sigurvegari. -ELA Stúlkurnar þrjár sem komust í úrslit. Sigurvegarinn Birna Bragadóttir og þær sem fá vinnu við fyrirsætustörf í New York, Þórunn Lárusdóttir og Kamilla Rún Jóhannsdóttir. DV-myndir Hanna Bjami 1 Brauðbæ vildl nýjar innréttingar fyrir veitingarekstur Perlunnar: Breytingarnar kosta borgarbúa 100 milljónir - verkið tefst og allt of langur tími fór í samninga, segir verkefnisstjóri Kostnaður, sem bætist við vegna endurhönnunar og breytinga á Perl- unni eftir að ákveðið var að Bjarni Árnason í Brauðbæ tæki við veit- ingarekstri þar, verður um 100 millj- ónir króna. Auk þess tefjast fram- kvæmdir að minnsta kosti um tvo mánuði. Verkið þurfti að miklu leyti að hanna að nýju; jafnframt hefur Bjarni fengið samþykkt að bæta ýmsum þáttum við sem ekki stóð til aö gera á þeim tíma sem Skúli Þor- valdsson var inni í myndinni með veitingarekstur. Þetta kom meðal annars fram hjá Pétri Guðjónssyni, efsta manni á lista Þjóðarflokksins- Flokks mannsins í Reykjavík, á beinni línu DV á fóstudagskvöld. (Sjá bls. 62) Samkvæmt upplýsingum DV þýða breytingarnar meðal annars að 20-30 tonn af steypu þarf aö flytja burt úr Perlunni. Það sem bætist við, auk niðurrifsvinnu á hluta af „gömlu innréttingunum", er hönnunar- kostnaður, tvö jarðhýsi með aðstööu fyrir starfsmenn og geymslupláss, kaffitería, stækkun á bar og eldþúsi og fleira. Þessu var ekki gert ráð fyr- ir með Skúla Þorvaldssyni hjá Hótel Holti. Þrátt fyrir að aldrei hefði verið samiö formlega við Skúla hafði hann að mörgu leyti hönd f bagga með skipulagi og innréttingum fyrir veit- ingareksturinn. í september síðast- liðnum slitnaði síðan upp úr viðræð- um við Skúla. Benedikt Olgeirsson verkfræðing- ur sagði í samtali við DV í gær að verkiö hefði tafist á vissum hæðum Perlunnar þegar beðið var eftir nýrri hönnun á teikniborðinu í vetur. Varðandi þaö aö búið væri að semja við verkamenn um að vinna á frídög- um til að flýta verkinu ságði Bene- dikt að „allt sé reynt til að klára þetta hratt og örugglega". Samkvæmt upp- lýsingum DV var á tímabili miðað við að opna í seinni hluta aprílmán- aðar. Jóhannes Zoega verkefnisstjóri sagði í samtali við DV í gær að nú væri stefnt að opnun í júni: „Töfin varð fyrst og fremst vegna þess að ákvörðun um veitingamann var ekki tekin fyrr en í september,“ sagði Jóhannes. „Samningar höföu þá staðið yfir lengi við Skúla án ár- angurs. Það var á sínum tíma leitað til hans um ráðgjöf. Hitt er það að húsið hefur sjálft að mörgu leyti breyst. Vegna breytinga á veitinga- rekstrinum frá því sem upphaflega var ætlað þá er það rétt að það verða um hundrað milljónir. í raun og veru hefði verið hentugra ef búið heföi veriö að semja við veitingamann miklu fyrr. Kostnaðurinn er fyrst og fremst vegna aukningar á umfanginu. Bjarni í Brauðbæ ætlar sér að gera miklu meira í veitingarekstrinum heldur en Skúli ætlaði að gera.“ - Voru ekki mistök að semja ekki strax þegar í raun var ákveöið hver tæki veitingareksturinn að sér? „Skúli var ráðgjafi arkitektsins. Síðan var verkið boðið út. Af þeim tiu, sem melduöu sig, þóttu Skúli og Bjarni eftirsóknarveröastir. En það var byrjað á Skúla. Samningatil- raunir náðust ekki og síöan var farið í að tala við Bjama. Það má segja að allt of langur tími hafi farið i þetta,“ sagði Jóhannes Zoöga. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.