Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 15,-APRÍL 1991. 3 Fréttir Þröstur Sigtryggsson, fyrrum skipherra, um væntanleg þyrlukaup fyrir Landhelgisgæsluna: Betra að kaupa þrjár litlar „Þaö hefur oft heyrst í fjölmiðlum eftir að þyrluáhafnir Landhelgis- gæslunnar hafa unnið björgunaraf- rek að okkur „vanti“ stóra þyrlu með afísingarbúnaði. Rökin fyrir þessu hafa verið sett þannig fram að hinn almenni borgari hefur tahð að þyrla með afísingarbúnaði geti flogið í nán- ast hvaða veðri sem er. ísingin í lofti myndi ekki hafa þar nein áhrif á. Þetta er rangt. Þyrla með afísingar- búnaði getur ekki ílogið við ísingar- skilyrði nema stuttan tíma. Afísing- artæki eru til þess að þyrlur komist út úr ísingu en ekki til að fljúga í henni,“ sagði Þröstur Sigtryggsson, fyrrum skipherra hjá Landhelgis- gæslunni, í samtali við DV um þyrlu- kaupin sem nú eru fyrirhuguð. Þröstur hefurt verið skipherra hjá Landhelgisgæslunni í meira en.30 ár er hann með um 2.700 flugtíma sem skipherra bæði á þyrlu og öðrum flugfórum. Hann segist vera mjög óánægður með það að til standi að kaupa eina stóra þyrlu fyrir Land- helgisgæsluna. Hann telur að selja eigi bæði minni og stærri þyrlur Landhelgisgæslunnar og kaupa í staðinn þrjár af sömu gerð og stærri þyrlan, bara með kraftmeiri mótor- um og betri búnaði. Rangar fullyrðingar „Menn hafa talað um að ef þyrla hefur afísingartæki geti hún flogið beint yfir landið, stystu leið á slys- stað við flest veðurskilyrði. Þetta er ekki rétt. Hún þarf viö ísingarskil- yrði að fljúga meðfram ströndum, rétt eins og þyrla án afísingartækja. í Noregi hefur þyrlum með afísingar- búnað verið bannað að fljúga yfír land við ísingarskilyrði. Þess vegna vil ég að keyptar verði 3 þyrlur af sömu stærð og stærri þyrlan sem nú er hjá Landhelgisgæslunni í stað einnar stórrar, sem kosta mun á ann- an milljarð króna. Þessar þrjár þyrl- ur á svo að staðsetja á þremur stöð- um á landinu. Stöðum, vandlega völdum meö tiiliti til verður og flug- skilyrða. Með þessu móti væri mun styttra fyrir þyrlumar á slysstað, hvort heldur væri um að ræða slys á sjó eða landi, heldur en að staö- setja eina eða fleiri þyrlur á suðvest- urhomi landsins eins og nú er. Með þessu móti kæmum við fleirum til hjálpar og á styttri tíma en með því að kaupa eina stóra þyrlu eins og nú virðist vera fyrirhugað,“ sagði Þröst- ur. Hann benti á að önnur rök sem Þröstur Sigtryggsson: betra að kaupa þrjár litlar þyrlur en eina stóra. DV-mynd GVA notuð hefðu verið fyrir þvi að kaupa stóra þyrlu væru þau að hún gæti bjargað heilli áhöfn af frystitogara. Þyrlan sem nú er í notkun geti ekki híft upp frá borði nema 2 til 3 menn í einu. Misskilningur „Ég er viss um að þarna er líka misskilingur á ferðinni. Sú þyrla sem menn hafa helst haft augastað á, Super Puma, getur alls ekki við allar aðstæður lyft upp 26 mönnum í kyrr- flugi. Hún hefur að vísu pláss fyrir 26 maims og getur við bestu skilyrði, og litlar eldsneytisbirgðir, lyft þeim hópi manna. En langt frá strönd við erfiðar aðstæður fer því fjarri að hún geti þetta. Ég kem heldur ekki auga á hvenær þyrla þyrfti að bjarga 26 manna áhöfn frystitogara úr sjávar- háska. Þetta eru bestu búnu skip flot- ans. Helst dettur mér í hug að þessi staða kæmi upp ef þau stranda. Þá er það oftast nærri landi. Þannig að fljótlegt er að flytja áhöfnina til lands í nokkrum ferðum eins og dæmin sanna,“ sagði Þröstur. Nýjar þyrlur varnarliðsins Þá nefndi hann einnig að varnar- hðiö væri að fá fjórar nýjar, stórar þyrlur á þessu ári. Hann leggur til að reynt verði að semja við varnar- liðið um að hjá því verði staðsettur íslenskur maður kunnugur staðhátt- um til sjós og lands. Þá væri hægt að bjarga öllum þeim sem þyrlurr á annað borð geta bjargað hér við land. Þröstur nefndi sem dæmi að ef þyrla af meðal stæð hefði verið staðsett á Austurlandi þegar Syneta strandaði við Skrúð, hefði auðveldlega áátt bjarga allri áhöfninni. Þyrlurnar tvær til hægri eru af Puma-gerð. DV-mynd S „En eftir stendur samt að eins og urnar sem til er í landinu eru stað- landsins. Því verður að breyta,“ mál eru nú er allar björgunarþyrl- settar á htlu svæði á suðvesturhorni sagðiÞrösturSigtryggsson. -S.dór / •• UTSOLU Á meðan bírgðír endast seljum við margar þýskar rúmgerðir, mjög vandaðar, með 20-30% afslætti Aðeins eítt tíl tvö stykkí tíl af hverrí tegund svo nú er bara að koma strax og velja sér vandað rúm. BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199- FAX 91-673511 við flytjum-sendum-sækjum 25050 & SENDIBILASTOÐIN HF opið um kvöld og helgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.