Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. Útlönd Óttast að miMl mengum verði á Rivierimni eftir að olíuskip sprakk og sökk: Olía lekur úr f lakinu á hafsbotni Sjónarvottar segja að olía streymi nú úr flaki olíuskipsins Haven þar sem það sökk í gær rúma mílu fyrir utan höfnina í Aernzano, nærri Genúa á Ítalíu. Mikil sprenging varð í skipinu seint í síðustu viku og log- uðu eldar í þvi allt þar til það sökk. Yfir hundrað þúsund tonn af olíu voru í skipinu þegar slysið varð. Nokkur hluti olíunnar brann en mik- ið fór einnig í sjóinn og er óttast að mengunin eigi eftir að aukast þegar olían streymir úr tönkum skipsins á hafsbotni. Fuglar við ströndina eru þegar teknir að drepast í olíunni og meng- unarsérfræðingar segja að veruleg hætta sé að olían berist einnig á frönsku Rivieruna. Þetta er 'eitt versta mengunarslys sem orðið hef- ur á Miðjarðarhafi. í umhverfisráðuneytinu í Róm hafa fengist þær upplýsingar að um 430 þúsund tunnur af olíu hafi enn verið í Haven þegar það sökk. Það er um helmingur farmsins. Fjar- stýrður kafbátur með myndavél hef- ur verið sendur niður að skipinu til að kanna ástandið. Sagt var að olíu- skipið liti ekki verr út en búist var við. Nú eru uppi hugmyndir um að dæla olíunni úr skipinu. Það hefur verið gert áður við líkar aðstæður en skipsskrokkurinn er á um 70 metra dýpi. Þetta er þó verk sem krefst töluverðs undirbúnings og hefsi ekki fyrr en eftir nokkra daga. Björgunarmenn segja að ef veður haldist gott og lekinn úr skipinu auk- ist ekki frá því sem nú er muni tak- ast að koma í veg fyrir alvarlega mengun við strendur Ítalíu og Frakklands. Haven var skráð á Kýpur en sigldi með olíu fyrir íran. Áhöfnin var frá ýmsum löndum og fórust flmm úr henni við sprenginguna. Reuter Miklir eldar brunnu í olíuskipinu Haven þangað til það sökk í gær. Nú streymir olía úr tönkum þess á hafsbotni. Símamynd Reuter Lögðuáflótta frá milljarða þýfi Þjófamir, sem stálu 20 my ndum eftir listmálamann Vincent van Gogh í Amsterdanm, skildu ailt þýfið eftir í bíl í borginni og lögðu á flótta. Myndimar eru vart metnar til íjár en þó er talið að verðmæti þeirra nemi milljörð- um króna. Lítil von er þó um að selja stolnar myndir eftir van Gogh vegna þess hve þekktar þær eru. Ránið á myndunum var óvenju bíræfið en þó lýsti lögreglan ræn- ingjunum sem viðvaningum þvi harla lítil von er um að komast undan með málverk sem er vand- lega gætt. Ræningjarnir tóku verði í safninu i gíslinu og létu greipar sópa um sýningarsalina. Talið er að þeir hafi hugsað sér að fá lausnargjald fyrir myndirn- ar en gáfust upp á öllu eftir að hafa verið meö myndirnar i nokkra klukkutíma. Ræningjamir hafa ekki fundist enn og telur lögreglan litlar likm* á að þeir komi nokkru sinni í leit- irnar. Málið verður samt rann- sakaðíþaula. Reuter — Ferðamenn sneru vonsviknir frá van Gogh safninu í Amsterdam morguninn eftir að 20 myndum þaðan var stolið. Símamynd Reuter fólk fyrir fólk FRJÁLSLYNDIR FRAMBOÐSLISTI FRJALSLYNDRA, F-LISTINN, í REYKJANESKJÖRDÆMI 1. Júlíus Sólnes, alþingismaður, Seltjarnarnesi 2. Ólína Sveinsdóttir, deildarstjóri, Kópavogi 3. Hilmar Þorbjörnsson, lögregluvarðstjóri, Mosfellsbæ 4. Sigríður Jónasdóttir, varðstjóri, Kópavogi 5. Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði 6. Guðvarður Haraldsson, flugvallarstarfsmaður, Sandgerði 7. Kristján ingvarsson, verkfræðingur, Garðabæ 8. Davíð W. Jack, flugvirki, Garðabæ 9. Einar Júlíusson, sölumaður, Seltjarnarnesi 10. Bára Magnúsdóttir, verslunarkona, Kópavogi 11. Gunnþór Sigurgeirsson, sölumaður, Hafnarfirði 12. Einara S. Einarsdóttir, verslunarkona, Setjarnarnesi 13. Gréta Jónsdóttir, húsmóðir, Grindavík 14. Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur Garðabæ 15. Gerður Einarsdóttir, húsmóðir, Hafnarfirði 16. Henning L. Guðmundsson, pípulagningam., Keflavík 17. Þorsteinn Geirsson, verktaki, Seltjarnarnesi 18. Málfríður Þórðardóttir, Kópavogi 19. Heiðrún Sigurbjörnsdóttir, Kópavogi 20. Björn Haraldsson, verslunarmaður, Grindavík 21. Heimir Br. Jóhannsson, prentsmiðjustjóri, Kópavogi 22. Guðmundur Jóhannson, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.