Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Strikað yfir bolsévismann Þing Sovétlýðveldisins Georgíu samþykkti fyrir helgi, að lýst skyldi yfir algeru sjálfstæði landsins. Það á þó að taka um fimm ár að ná sjálfstæðinu. Einkar athyglis- vert er, að Georgíumenn ætla beinlínis að strika yfir tímabil bolsévismans og byrja, þar sem frá var horfið, eftir að mensévíkar lýstu yfir sjálfstæði ríkisins 1918. Leitað er aftur til fortíðar, þess þriggja ára tímabils, sem Georgía var sjálfstæð fram til 1921, þegar Rauði herinn braut frelsið á bak aftur. Mensévíkar minntu á sósíaldemókrata á Vestur- löndum. Þeir urðu undir í baráttunni við bolsévíka, kommúnistana, í flokki, sem á sínum tíma nefndist rúss- neski sósíaldemókrataflokkurinn, eins og flestum er kunnugt. Æ fleiri Sovétþegnum hefur orðið ljóst, að valdaskeið bolsévismans var ömurleg tímaeyðsla. Best , sé að taka upp þráðinn, þar sem skipan mála fyrir valda- skeið kommúnismans endaði. Svipað hefur gerzt í Rúmeníu í síðustu viku. Þar tókst kommúnistum að halda völdum með því að setja upp grímu og kalla sig Þjóðfrelsisráð. Þetta ráð sigraði í kosningum. Nú kemur fram, að Rúmenar voru illa sviknir og tugþúsundir þeirra fara út á göturnar til að freista þess að kollvarpa kommúnistum. í öngum sínum veðjar fólkið jafnvel á konungdæmið, sem endaði við valdatöku kommúnista. Einnig þar virðast menn ætla að strika yfir kommún- ismann og margir kjósa helzt að byrja einfaldlega, þar sem konungdæminu lauk. Þing Eystrasaltsríkjanna Eistlands og Lettlands hafa gert ályktanir svipaðar samþykkt Georgíumanna. Þess- ar þjóðir eru staðráðnar að ná sjálfstæði undan Sovét- stjórninni. Litháar hafa gengið lengst og samþykkt tafar- laust sjálfstæði. íslendingar ætla sér stórt hutverk í þessum efnum. Við stefnum að því að styrkja þessar þjóðir til sjálfstæðis flestum öðrum fremur. Brýnast er, að næsta ríkisstjórn okkar meti réttilega, að landsmenn horfa ekki á þær tiltölulega lágu fjárhæðir, sem við kynnum að glata í viðskiptum með síld og ull. Meiri- hluti íslendinga mun án efa kjósa, að við tökum áhættu af hugsanlegum slitum á stjórnmálasambandi íslands og Sovétríkjanna, til þess að við getum staðið við stór orð um stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingar Eystrasalts- ríkjanna. Við eigum þannig að láta rödd okkar heyrast eftir megni. Það er þungamiðjan. Mörgum fmnst sem við fáum lítið að gert. En Litháenmálið hefur sýnt, að við getum í smæð okkar tekið frumkvæði. Árið 1991 verður merkt ár í falli kommúnismans. Það segja okkur fréttir viku eftir viku. Nú má vera ljóst, að meirihluti manna í mörgum Sovétlýðveldunum og Austur-Evrópu í heild sinni hefur brotizt eða er að því kominn að brjót- ast undan oki kommúnisma, sem hefur hindrað fram- farir í þessum löndum drjúgan hluta aldarinnar. Það er aðeins tímaspursmál, hvenær Sovétveldið sundrast með öllu. íslenzkur rithöfundur orðaði það eitt sinn svo, að Georgíumaðurinn Stalín hefði lagt af stað með „lítinn geitarost“ í farteski sínu. Stalín þessi hafði nærri sigrað heiminn. En nú er tímanna tákn, að landar Stalíns í Georgíu hafa skilið eins og aðrir, hversu það veldi, sem hann og éftirmenn hans reistu, var á misskilningi byggt. Veldi bolsévíka reyndist verra en svo, að það væri fram- hald rússnesku keisarastjórnarinnar. Hefði bolsévismi ekki komið til, byggju þjóðir Sovétríkjanna nú við svip- uð kjör og fólk á Vesturlöndum. Haukur Helgason hér gæti orðið vindasamara og uppblástur þá aukist,“ segir m.a. í greininni, Verða gróður- húsaáhrifin köld á íslandi? Gróöurhúsaáhrifin svonefndu geta valdið verulegri kólnun hér á landi á næstu áratugum. Þetta er uggvænlegt, einkum þegar sam- band veðurfars og ástands sjávar og fiskigengdar á miðum landsins er haft í huga. Ekki endanlega sönnuð Þetta eru athyglisverðustu niður- stöður námsstefnu um vatnafræði Norðurlanda og gróöurhúsaáhrifin á vegum íslensku vatnafræða- nefndarinnar sem nú er nýlokið í Reykjavík. Þangað voru sérstak- lega boðnir tveir þekktir sérfræð- ingar, þeir H. Cattle frá bresku veð- urstofunni í Bracknell og U. Cu- basch frá Max-Planck stofnuninni fyrir veðurfræði í Hamborg. Þeir skýrðu stöðu rannsókna á gróður- húsaáhrifunum og helstu atriði varðandi hin stóru reiknilíkön sem eru í þróun hjá þessum tveim stofn- unum. Miklar framfarir hafa orðið í þessum fræðum á undanförnum árum. Það getur þó enn allt eins verið að þær breytingar, sem sést hafa á veðurfari síðustu áratugi, hefðu orðið án gróðurhúsaáhrif- anna, þannig að tilvist þeirra telst ekki endanlega sönnuð. Ef sjórinn bregst... Nú sem fyrr er skortur á nægi- lega öflugum tölvum til að unnt sé að fara nógu fint í smáatriðin. Tal- ið er að úr þessu rætist eftir 10 ár eða svo. Reiknilíkönin eins og þau eru nú gefa samt nokkrar almenn- ar vísbendingar sem ástæða er til að taka alvarlega. Líklegast er talið að næstu tvo til þrjá áratugi hækki meðalhiti á jörðinni um 2,5 til 3 gráður á Celcius, mest við norður- pólinn að vetrarlagi. ísland og hafið þar sunnan af yrði undantekning frá þessari meg- inreglu, því þar gæti kólnað um einhverjar^ gráður, a.m.k. tíma- bundið. Úrkoma vex lítillega. Reikningarnir gefa einnig til kynna aukna ókyrrð í lofti þannig að hér gæti orðið vindasamara og upp- blástur þá aukist. Á næstu árum verður lögð áhersla á að rannsaka betur hafsvæöin á mótum heim- skautasvæðanna og tempruðu belt- anna, m.a. svæðið kringum ísland, því eins og Howart Cattle sagði, „það er þar sem hlutirnir gerast“. Þær niðurstööur, sem sérfræð- ingar kynntu á námsstefnunni um þróun framtíðar, eru langt frá ein- hlítar, en margt bendir þó til að breytingar geti orðiö á straumkerfi N-Atlantshafsins ef bráðnun jökla og aukin úrkoma á norðurslóðum bæta í Pólstrauminn svo hann ýtir hinum mikla lífgjafa okkar, Golf- straumnum, suöur á bógin. Fleiri öfl, svo sem minni hitamunur milli hitabeltis og heimskauta, geta Kjallarinn Elías B. Elíasson forstöðumaður tækniþróunar- deildar Landsvirkjunar og fyrrum formaður Norræna vatnafræðifélagsins, 1985-86 hugsanlega verkað til sömu áttar. Alvarlegustu afleiðingar þeirrar þróunar yröu að landið yrði allt umlukið íshafssjó og straumamót- in, þar sem lífsskilyrði eru hvað best, mundu færast suður fyrir land. Ef eitthað svona gerist, þá bregst sjórinn okkur, og hvað þá? í okkar þjóðfélagi, þar sem gjald- eyrissköpun er einhæf og byggir á sjávarútvegi, gæti það orðiö býsna erfitt. Tæplega hefur nokkur at- vinnuvegur staðið undir jafnmikl- um hagvexti hjá nokkurri þjóö og sjávarútvegurinn hér, en nú segja menn að náttúran vilji ekki meir og við þurfum aö hægja ferðina. Þessi námsstefna um gróðurhúsa- áhrifn vekur upp spurninguna hvort það sé nóg. Mésta röskun á jaðarsvæðum Enn vitum við ekki með fullri vissu hvort gróðurhúsaáhrif geta verið slík sem hér hefur verið lýst, en eins og málin standa nú er hætt- an raunveruleg. Einhverjar veður- farsbreytingar munu veröa og lík- ur á því að gróðurhúsaáhrifin hafi óheppileg áhrif eru mjög verulegar. Án efa eigum við eftir að sjá ný met í sveiflum fiskigengdar, eða við gætum staðið frammi fyrir þvi að veðurfarsleg áhrif á fiskveiðar annarra þjóða yrðu jákvæð og veið- ar þeirra ykjust svo aö fiskverð félli. Nútíma áætlanagerð byggir ekki á því að spá í framtíðina og veðja síðan á réttan hest, fremur er leit- ast við að veðja nokkru á sem fiesta möguleika, minnka áhættur og standa alltaf uppi með einhvern hagnað, sama hvað verður ofan á. Það blasir því við að viö þurfum, eftir því sem stærð okkar og geta á alþjóðavettvangi leyfir, að draga sem mest úr þeirri mengun sem eykur gróðurhúsaáhrif. Það áhrifa- ríkasta, sem við getum gert, er aö virkja vatnsföllin og nýta raf- magnið til iðnaðar sem er frekur á orku og þá einkum raforku eða varma sem fá má úr jarðhita og sem að öðrum kosti fengi orku frá mengandi kolaorkuverum í öðrum löndum. Ef við jafnframt gætum þess að gera ýtrustu kröfur um meðferð og hreinsun úrgangsefna minnkum við mengunina á tvennan hátt, bæði með hreinni orkuvinnslu og hreinni iðnaöarframleiðslu en hægt er að búast við af öðrum. Með markvissu starfi í þessa veru styðj- um við einnig vel við bakið á þeim málsvörum okkar á erlendum vett- vangi sem berjast fyrir bættu um- hverfi. Þótt gróðurhúsaáhrifin geti vissulega náð til reksturs vatns- orkuvera, þá getur það varla haft neitt svipað afgerandi áhrif á orku- vinnslu og á fiskveiðar. Uppbygg- ing iðnaðar á grunni hinnar hag- kvæmu vatnsorku mundi því til viðbótar viö önnur hagstæð áhrif draga verulega úr því hvaö íslenskt efnahagslíf er næmt fyrir afleiðing- um hugsanlegra veðurfarsbreyt- inga. Ein meginniðurstaða þessarar námsstefnu norrænna vatnafræð- inga er sú að mestra breytinga sé að vænta á heimskautasvæðunum og mestrar röskunar í sjó sé hugs- anlega aö vænta á jaðarsvæðum þeirra. Fyrsta skrefið í gagnráð- stöfunum er stóraukin áhersla á vatnafræðilegar rannsóknir, bæði þær sem stuðla að auknum skiln- ingi á mögulegum áhrifum veöur- farsbreytinga, svo sem rannsóknir á jöklum, og þær sem tryggja ör- yggi í uppbyggingu orkuvera. Elías B. Elíasson „Alvarlegustu afleiðingar þeirrar þró- unar yrðu að landið yrði allt umlukið íshafssjó og straumamótin, þar sem lífsskilyrði eru hvað best, mundu fær- ast suður fyrir land.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.