Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Síða 20
t 4^, l ! 1 \ 20 -1 J J * -» IM -'rrT^S^1! MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. Viðhorf Heimastjórnarsamtakanna Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur fjallað um landsfundarályktun Sjálfstæöis- flokksins og lýst þeirri skoðun sinni að mögulega aðild íslendinga að Evrópubandalaginu ætti að bera undir þjóðina. Þjóðaratkvæði um mikilsverð- ustu þjóðmál er eitt af baráttumál- um Heimastjórnarsamtakanna, frá miðstýringu til valddreifmgar. íslendingum eru hins vegar sett- ar allt of þröngar skorður með því að fá einungis þjóðaratkvæði um aðild að Evrópubandalaginu. Fjórar leiðir Meginleiöimar, sem til athugun- ar koma í utanríkisviðskiptunum, erufjórar: 1. Óbein aðild að Evrópubandalag- inu með evrópsku efnahags- svæði. 2. Bein aðild að Evrópubandalag- inu. 3. Að staða íslands veröi að mestu óbreytt en gerðir verði sérstakir KjaUarinn Tómas Gunnarsson 1. maður á lista Heimastjórnar- samtakanna í Reykjavík milbríkjasamningar sem ekki breyta þjóðréttarlegri stöðu landsins. 4. Að lögð verði áhersla á að efla ísland sem birgða- og viðskipta- miðstöð milli Evrópu og Banda- ríkjanna sem jafnframt gæti haft góðar tengingar við Asíulönd með pólarflugi og siglingum norðan Síberíu. En áætlanir eru nú uppi um þær. Heimastjórnarsamtökin telja leiðir 1 og 2 ekki koma til greina, m.a. vegna ógurlegs laga- og reglu- fargans, yfirþjóðlegs valds Evrópu- bandalagsins og miðstýringar frá Brussel. Áhrif íslendinga sem 0,1% aðila að Evrópubandalaginu munu verða lítil ef til aðildar kemur. Tímaskekkja Óbreytt ástand eða lítið breytt staða í utanríkisviðskiptum er miklu betri kostur en bein eða óbein aðild að Evrópubandalaginu. Fjórði kosturinn er ábtlegastur. Stærstu möguleikar Islendinga í atvinnumálum eru þeir að þeim takist að selja sjálfir afurðir sínar sem næst neytendum í öðrum lönd- um og hætti að vera hráefnisfram- leiðendur í þeim mæli sem þeir hafa veriö. Þeir verða að setjast á bekk með öðrum þróuðum þjóðum og taka þátt í viðskiptum heimsins á sama hátt og þær. Þau úrræði sem best duga í utan- ríkisviðskiptum eru nú þegar í höndum íslendinga sjálfra. En við þurfum að breyta atvinnuháttum okkar og stórbæta samgöngur, sérstaklega innan einstakra lands- hluta og milli þeirra og útlanda. Þá þarf að mennta fólk i utanríkis- viðskiptum og laða að erlend við- skipti með fríhöfnum og skatt- frjálsum svæðum. Evrópubandalagið sem yflrþjóð- legt ríkjasamband, sem reisir um sig tollmúr, er tímaskekkja í við- skiptum heimsins. Aðild að Evr- ópubandalaginu verður íslending- um fyrst og síðast fjötur. Tómas Gunnarsson „Þau úrræði, sem best duga í utanríkis yiðskiptum, eru nú þegar í höndum íslendinga sjálfra. En við þurfum að breyta atvinnuháttum okkar og stór- bæta samgöngur.. Vetrarkosningar án ábyrgðar Senn göngum við til þriðju vetr- arkosninganna í röð á íslandi. Þröngsýn lagatúlkun einstakra stjórnmálamanna og flokka hefur oröið til þess að þetta form virðist vera aö festast í sessi og má vænt- anlega búast við því að einungis stóráföll í stjórnarsamstarfl geti breytt þessu. Fyrir kjördæmi eins og Reykja- vík, Reykjanes og Suðurland skipt- ir þetta ekki máli því að samgöngur eru þar greiðar innan héraös allt árið um kring að undanskildum einstökum óveðursdögum. Kjósendur hafi jafna aðstöðu Þennan vetur hefur verið hag- stæð veðrátta til landsins, einnig hér á Vestfjörðum, þannig að ástand fjallvega er eins gott og bú- ast má við eftir árstíma. Samt sem áður þýðir það að fjallvegir eins og Breiðadals- og Botnsheiðar ásamt Steingrímsfjarðarheiöi lokast um leið og hreyfir vind þótt þeim sé haldið opnum þá daga sem rutt er. Aðrir fjallvegir, svo sem Kletts- KjaUarinn Pétur Bjarnason fræðslustjóri í Vestfjarðaumdæmi háls, Dynjandisheiði og Hrafns- eyrarheiði, eru ekki mokaðir að jafnaði yfir veturinn og þeir þvi ekki færir nú. Því má svo bæta viö aö mokstursreglur Vegagerðar eru allt of bundnár dögum, óháð veðri, og væri það fyrirkomulag efni í aðra grein ef rætt yrði til hlítar. Það verður að gera þá kröfu til stjómvalda, þegar efnt er til vetrar- kosninga, að reynt verði að gæta þess að kjósendur hér eigi þess kost aö fá að sjá og heyra þá sem sækjast eftir atkvæðum þeirra, eins og annars staðar gerist. Svo sem fyrr getur hefur vetur- inn verið snjóléttur og spamaður Vegagerðar ríkisins vegna snjó- moksturs því verulegur. Því væri eðlilegt að einhveiju af þeim sparn- aði væri varið til þessara mála. Nýleg dæmi Nú kann einhver aö halda að hér sé fyrst og fremst um að ræða sjón- armið frambjóðenda sem vildu létta sér ferðalögin. Vissulega væri bót aö því en staðreyndin er sú að fram- bjóðendur leggja á sig ferðalög á snjóbílum, vélsleðum, sjóleiðis, gangandi eða flugleiðis og komast þannig leiðar sinnar, að vísu bæði með æmum kostnaði og mikilli fyr- irhöfn. Það er því ekki stærsta vandamálið. íbúar ýmissa byggðarlaga eiga ekki þess kost að sækja kosning- afundi vegna þess að fjallvegir eru lokaðir. Nýleg dæmi eru fundir for- manna tveggja stærstu stjómmála- flokka landsins á ísafirði, fyrst Dav- íðs Oddssonar og síðan Steingríms Hermannssonar. íbúar Vestur-ísa- fjarðarsýslu og e.t.v. Barðastrandar- sýslu hefðu margir hverjir gjarnan viljaö koma á þessa fundi, heyra hvaða boðskap þessir áhrifamenn flyttu hingað vestur og ekki siður spyrja þá margs og fræða þá um málefni byggðanna hér. Þessir fund- ir verða ekki endurteknir hér og íbú- ar hér hafa ekki allt of mörg tæk- ifæri til að nálgast þessa ágætu menn og hitta þá augliti til auglitis. Það verður ekki við það unað að réttur manna til frjálsra kosninga og aðgangur að undirbúningi þeirra sé skertur með þessum hætti. Við krefjumst þess hér að þegar vetrarkosningar eru ákveðn- ar þá verði séð til þess að úr þessu verði bætt, einkum í ljósi þess að vilji er allt sem þarf. Vegagerð rík- isins hefur tæki, mannafla og lík- lega vilja til þess að bæta úr þessu, það eru fyrirmælin sem vantar. Pétur Bjarnason „íbúar ýmissa byggöarlaga eiga ekki þess kost að sækja kosningafundi vegna þess að fjallvegir eru lokaðir. Nýleg dæmi eru fundir formanna tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins á ísafirði.“ Málefni aldraðra er mál okkar allra Á undanförnum áratugum hefur margt breyst til batnaðar í málefn- um aldraöra. Þar niá nefna þjón- ustuíbúöir aldraðra, sem er snar þáttur i bættri aðstöðu þeirra, svo og aukið félagslíf. Aldraðir hafa m.a. stofnað með sér sérsamtök sem margt gott hafa gert. Rétt er einnig aö nefna mikils- verðan þátt frjálsra félagasamtaka, sveitarfélaga og dugmikilla ein- staklinga á þessu sviði. Nægir þetta? Hvert stefnir? Hvað er gert? Má betur gera í málefnum aldraðra? Getum við sem nú erum á besta aldri raunverulega sætt okkur við marga hluti sem aldraðir verða að láta sig hafa? Þaö fer eftir því hvemig við lítum á málið. Trú mín er sú að hvergi á landinu séu eins margir einmana og á Reykjavíkur- svæöinu. Fólk hreinlega gleymist í öllum fjöldanum. Getur þetta verið satt? spyrja margir. Hér er allt til alls. Möguleikar á sviði afþreying- ar og tómstundaiðkana eru nær ótakmarkaðir. En nægir þetta? Kjallaxinn Jón Bjarni Þorsteinsson heilsugæslulæknir Mörgum er þó vel sinnt af ættingj- um sínuiii. Fjölskyldan er hom- steinn þjóðfélagsins. Þegar á bjátar hjá öldruðum er nú erfiðara en áður að sinna ættmennum heima þar sem flest hjón vinna bæöi úti. Hvað er til ráða? Mótum skýra stefnu í málefnum aldraðra. Tök- um tillit til viðhorfa þeirra, gætum þess ætíð að þeir haldi virðingu sinni og reisn og að sjálfsákvörðun- arréttur þeirra sé virtur. Tillit þarf m.a. að taka til nýrra og breyttra aðstæöna í þjóðfélaginu. Þar má nefna eignastoðu, viðhorf til frí- tíma, umhverfis, fæðuvals og Meðalaldur hæstur Ef unnt er ber að gera starfslok sveigjanleg eftir óskum og getu hvers og eins. Við íslendingar fögn- um því að stór hópur aldraðra býr við góða heilsu og er andlega hress. Mqöalaldur er einna hæstur í heimi. Konur ná að maöaltali 8C ára aldri en karlar 74 ára. En aðrir njóta ekki góðrar heilsu og þá ber að aðstoöa og efla, m.a. með heima- Endurskoða þarf menntunar- og launamál heilbrigðisstétta og ann- arra sem við öldrunarþjónustu starfa til að auðvelda mönnun við heimaþjónustu og á öldrunarstofn- unum. Gefa skal fijálsum félaga- samtökum, einstaklingum og fyrir- tækjum kost á því að annast þjón- ustu við aldraða með það fyrir aug- um að þjónustan verði betri, skil- virkari og ódýrari. Margt er vel gert. En nauðsynlegt er að auka fræðslu um réttindi aldraðra, m.a. um almannatrygg- ingar, lífeyrissjóðsgreiöslur og á sviöi húsnæðismála vegna kaupa á hentugra húsnæði. Því fé sem varið væri til kynningar á þessum atrið- um væri vel varið. Landsmenn góö- ir, fylgjumst vel með þróuninni. Fyrr en síðar verðum við öll í þess- um hópi. Höfum aö markmiði að málefni aldraðra eru málefni okkar allra. Styðjum stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Jón Bjarni Þorsteinsson „Tillit þarf m.a. að taka til nýrra og breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Þar má nefna eignastöðu, viðhorf til frí- tíma, umhverfis, fæðuvals og heilsu- ræktar.‘ heilsuræktar. Fagna ber uppbygg- þjónustu sem auðveldar þeim að ingu þeirri sem orðin er í málefn- búa sem lengst á eigin heimilum um aldraöra, m.a. fyrir tilstilli og síðan þurfa þeir að eiga aögang frjálsra félagasamtaka, sveitarfé- að þjónustuíbúðum, vistheimilum laga og dugmikilla einstaklinga. eða hjúkrunarheimilum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.