Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 22
22'S
MÁNBDA'títJR Í5. ÁRRÍIÍ199Í;
Réttur samkynhneigðra
„Kvennalistakonur hafa sýnt bæði kjark og þor með því að lýsa því yfir
að þær ætli að beita sér fyrir afnámi misréttis gagnvart hommum og
lesbium á komandi kjörtímabili," segir hér m.a.
Virðing fyrir einstaklingnum og
rétti hans er grundvallaratriði í
lýöræðislegu þjóðfélagi þar sem
mannúð er í hávegum höfö. Þetta
er ein af forsendum þess að gagn-
kvæmur skilningur ríki milli þjóð-
félagshópa.
Fordómar í garö tiltekinna hópa
eiga sér oftar en ekki rætur í þekk-
ingarskorti og ótta við hið óþekkta.
Samkynhneigðir hafa um aldaraðir
verið fórnarlömb slíkra fordóma.
Bæði einstaklingar og yfirvöld hafa
litið á kynhneigð þeirra sem ógnun
við siðferðilegan grundvöll þess
samfélags þar sem karl og kona eru
sögð eitt - á forsendum karlsins.
Samkynhneigðir hafa því mátt þola
margháttað misrétti; lagalegt, fé-
lagslegt og menningarlegt. Á ís-
landi birtist lagalegt misrétti gagn-
var þeim m.a. í því að annað ald-
urstakmark gildir um kynmök
samkynhneigðra en gagnkyn-
hneigðra. Þá nýtur sambúð sam-
kynhneigðra ekki sömu viður-
kenningar og verndar laganna og
sambúð gagnkynhneigðra. Mörg
dæmi eru til um félagslegt misrétti
gagnvart samkynhneigöum á
vinnumarkaði, í húsnæðismálum
og menningarlegt misrétti kemur
m.a. fram í tungumálinu.
Vegna alls þessa hafa samkyn-
hneigðir lengst af reynt að leyna
kynhneigð sinni. Þeim hefur því
verið meinað að lifa með fullri
reisn og sjálfsvirðingu. Á þessu
hefur þó orðið breyting til batnaðar
á undanförnum árum og æ íleiri
samkynhneigðir hafa gengið fram
fyrir skjöldu og krafist réttar síns
til fullrar aðildar að samfélaginu á
jafnréttisgrundvelli. Stjórnvöld
verða að opna augu sín fyrir rétt-
KjaUarinn
Sigurborg Daðadóttir
skipar 2. sæti á lista Kvenna-
lista á Norðurlandi eystra
mætum kröfum samkynhneigðra,
og gagnkynhneigðir einstaklingar
að gera sér grein fyrir að önnur
kynlífsform eru jafnrétthá og
þeirra eigin.
Bannorð og kjarkur
Hver skyldi hafa trúað því fyrir
10 árum, þegar Samtökunum 78,
félagi lesbía og homma, var meinað
að auglýsa félagsfundi sína í fjöl-
miðlum, að ofangreindur texti yrði
á stefnuskrá íslensks stjórnmála-
flokks? í þá daga mátti hvorki tala
né skrifa í fjölmiðla orðin hommi
og lesbía.
í dag er þaö staðreynd að
Kvennalistakonur hafa sýnt bæði
kjark og þor með því að lýsa því
yfir að þær ætli að beita sér fyrir
afnámi misréttis gagnvart homm-
um og lesbíum á komandi kjör-
tímabili. Kvennalistinn vill að ís-
lendingar fari. eftir ályktunum Evr-
ópuráðsins frá 1981 og Norður-
landaráðsins frá 1984 um afnám
misréttis gagnvart samkynhneigðu
fólki.
Réttur og misrétti
Hommar og lesbíur eru ekki að
fara fram á nein forréttindi, aðeins
jafnrétti á við aðra þegna þjóðfé-
lagsins, fá sömu réttindi og sömu
lagalega vernd og aðrir. Við sem
erum samkynhneigð viljum fá að
lifa við sömu skyldur og réttindi
og aðrir. Við búum við réttinda-
leysi í sambúð, við ákvöröun for-
ræðis barna og okkur eru meinaðar
ættleiðingar.
Algjört réttindaleysi er við fráfall
maka, samkvæmt lögum erfir nán-
asti ættingi hins látna en eftirlif-
andi maki er eins og hver annar
maður eða kona úti í bæ. Þegar
samkynhneigður maki hggur á
gjörgæslu er misréttið í algleym-
ingi. Hommi eða lesbía fær ekki
upplýsingar um líðan maka og
þeim eru meinaðar heimsóknir til
maka síns á gjörgæslu. Foreldrar
og systkin eiga þann rétt.
Feluleikur
í daglegu lífi erum við sífellt
minnt á ósýnileika okkar, t.d. við
útfyllingu eyðublaða, þar er bara
gert ráð fyrir manni og konu í sam-
búð. Allt þetta grefur undan sjálfs-
virðingu okkar, meðvitað og ómeð-
vitað. Þegar þú gengur að kjörborð-
inu þá veistu hvaða innri mann
kvennalistakonur hafa að geyma.
Þar situr framapot ekki i öndvegi
heldur líðan manneskjunnar, jafn-
rétti og sanngirni. Sjálfsvirðing
einstaklings fæst ekki fyrir pen-
inga. Ef þú ert sammála þessu þá
kýst þú Kvennalistann því enginn
annar stjórnmálaflokkur hefur
jafnrétti í sinni víðustu merkingu
á stefnuskrá sinni.
Sigurborg Daðadóttir
„Stjórnvöld verða að opna augu sín
fyrir réttmætum kröfum samkyn-
hneigðra og gagnkynhneigðir einstakl-
ingar að gera sér grein fyrir að önnur
kynlífsform eru jafnrétthá og þeirra
eigin.“
Karp um sannleikann
„Stjórn Seölabanka íslands virðist vera biðsalur margra þingmanna fjór-
flokkanna fyrir elliárin," segir höf. m.a.
Ríkisstjórnarflokkarnir rembast
eins og rjúpan við staurinn við að
eigna sér þann ávinning sem náðst
hefur í efnahagsmálum síðustu tvö
ár. Eins og allir vita er hin svokall-
aða þjóðarsátt fyrst og fremst átak
milli vinnuveitenda- og launþega-
samtaka.
Sú umræða, sem nú fer fram á
opnum fundum um land allt, ein-
kennist af skítkasti í garö andstæð-
ingsins og allt púður fjórflokkanna
fer í að karpa um hið liðna. Hver
hefur þorað að taka á vandamálum
framtíðarinnar? Hvað verður nú
um hina góðu þjóðarsátt í haust?
Loforðablaður
Er ekki kominn tími til aö endur-
greiöa launþegum þjóðarsáttina?
Jú, allir vilja koma til móts við
launþega með ýmsum skrautlegum
aðgerðum. Skattmann vill hátekju-
þrep í dag við 500.000 kr. mánaðar-
laun en á morgun liggja mörkin við
400.000.
Hvar eru línuritin og útreikning-
arnir hans Ólafs um þessi mál? Þau
eru hvergi og hann er ekki einn
um það því fjórflokkurinn eins og
hann leggur sig gjammar í skatta-
málum í tóma tunnu. Frjálslyndir
er eini flokkurinn sem er með út-
reiknað dæmi í skattamálum frá
skattstjóra sem sýnir svart á hvítu
að tekjuskattstofnar ríkisins rýrna
ekki vð okkar mildu aðgerðir.
Atvinnumál
Það verður að segjast eins og er;
atvinnumál þessarar þjóðar eru í
ógöngum. Þar hefur engu breytt
hver á heldur. Á vandanum er
hreinlega ekki faglega tekið. Hver
kannast ekki við ævintýri í loð-
dýrarækt og fiskeldi. Hér voru op-
inberir sjóðir tpemdir og fyrirtækin
skilin eftir í sárum. Nú og ekki síð-
ar en strax verður að snúa blaöinu
Kjallariim
Hafsteinn Helgason
verkfræöingur, skipar 4. sæti
F-listans í Reykjavík
við. Stolt eigum við að brjótast úr
skel minnimáttarkenndar og
byggja hér upp öflugan iðnað og
þjónustu tengda auölindum okkar.
Auðlindir okkar eru: Fiskur - orka
- hugvit - hreint og fagurt land -
hraust og fámenn þjóð.
Á sama tíma og fjárfest hefur
verið í undirstöðuatvinnugreinum
hefur einnig verið íjárfest í raf-
orkuverum og hugviti. Nú er einn-
ig svo komið að erlendar skuldir á
hvern íslending nema um 700.000
kr. Undirstöðuatvinnugreinarnar
eiga einungis lítinn hluta þessara
skulda. Á sama tíma og komið er
að skuldadögunum eykst skuld-
setningin. Með hverju ætlar ís-
lenska þjóðin að greiða til baka?
Við þurfum að skapa verðmæti á
öðrum vettvangi en með sölu sjáv-
arafurða og raforku. En hvernig?
Verum raunsæ
Komum í veg fyrir að hugvits- og
athafnamenn hrökklist héðan.
Bætum skattlegt umhverfi fyrir-
tækja þannig að þau geti safnað
upp hagnaði og fjárfest í t.d. vöru-
þróun og framleiöslu. Ríkisvaldið á
að hætta óþarfa afskiptum af at-
vinnufyrirtækjum, t.d. með afnámi
aðstöðugjalda, fyrirbrigði sem fælt
hefur margan atvinnurekandann
frá landinu og komiö í veg fyrir
erlendar íjárfestingar í atvinnufyr-
irtækjum. Við eigum að nýta okkur
reynslu okkar í sjávarútvegsmál-
um og byggja upp iönað tengdan
fiskvinnslu, veiðum og skipasmíð-
um. Vita landsmenn að á erlendri
grundu starfa um 1000 einstakling-
ar við að þjóna nauðsynlegu við-
haldi og endurbótum á íslenska
kaupskipa- og fiskveiðiflotanum? Á
sama tíma berjast íslenskar skipa-
smíðastöðvar í bökkum. Þrátt fyrir
þetta eru til framtakssamir aðilar
í skipasmíöum sem tóku til hendi
og smíöuðu skip af mikilli röggsemi
og myndarskap. Þessir áðilar sitja
nú uppi með glæsilegt skip bundið
við bryggju, og eru til eilífðar
brennimerktir af kerfistregðu og
þvermóðsku yfirvalda. En ekkert
er sjálfsagðara en að láta smíð skip
erlendis. Er þetta raunsæi? Svona
er nú tekið á framtakssemi í iönaö-
armálum á íslandi.
Tvær flugur í einu höggi
Mikið er talað um aðhaldslausan
rekstur ríkisfyrirtækja og stofn-
ana. Á sama tíma er rætt um nauð-
syn þess aö spara í ríkisgeiranum.
Hví ætti ríkið ekki aö nýta sér sér-
færðiþekkingu aöila eins og al-
menn hlutafélög. Sláum tvær flug-
ur í einu höggi með því að setja
rétt fólk á rétta staði í kerfinu og
náum hámarks nýtingu frá hinu
opinbera. Frjálslyndir beita sér fyr-
ir faglegri stjórnun opinbera stofn-
ana.
Við höfum sem betur fer dæmi
um ríkisstofnanir sem eru til fyrir-
myndar og nægir þar að nefna Póst
og síma. Svo dæmi sé tekið úr
menntakerfmu, þá er það okkur
ftjálslyndum óskiljanlegt af hverju
skólastjórar stærri skóla eru lang-
þreyttir miðaldra kennarar. Væri
ekki nær að skipa í þeirra stað
rekstrarstjóra með menntun á við-
skiptasviðinu og um leið gera
stofnanirnar ábyrgari fyrir út-
gjöldum sínum. Annað dæmi úr
bankakerfmu. Stjórn Seðlabanka
íslands virðist vera biðsalur
margra þingmanna fjórflokkanna
fyrir elliárin. Er stjórnunin fagleg?
Gömlu dansarnir
Skynsamt fólk í þessu landi tekur
ekki lengur þátt í þeim gömlu döns-
um sem stignir hcifa verið og tengj-
ast óstjórn, pólitísku poti og miö-
stýringu þeirra fjórflokka sem setiö
hafa við völdin síðustu áratugi. Nú
þarf að taka til hendi, blása í lúðra
og vinna saman að uppbyggingu
landsins óháö þessu gamla hjali um
hægri og vinstri Fólkið í landinu
fer fram á raunhæfa pólitík. Pólitík
sem lætur hið vitræna hafa meira
vægi en hið pólitíska.
Hafstcinn Helgason
„Vita landsmenn að á erlendri grundu
starfa um 1000 einstaklingar við að
þjóna nauðsynlegu viðhaldi og endur-
bótum á íslenska kaupskipa- og fisk-
veiðiflotanum?“