Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Qupperneq 24
Tric^íAio ÚRVALSMYND MEÐ ÚRVALSLEIKURUM DREIFT Á MYNDBANDALEIGUR í DAG 5JÁLFSTÆDISFLOKKUR1NN UTANKJÖRSTAÐARKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT 1, 3. HÆÐ. SÍMAR: 679902 - 679903 - 679904 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstof- una ef þið verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk. EINKARÉTTUR OG DREIFING: ARNARSEL H/F, s. 82128 fl'90^ ^ Sérfræðingar í stríkamerkjum Prentmyndastofan hf. framleiðir öll strikamerki í nákvæmum tölvubúnaði fyrir hverskonar prentun og vinnslu. Merkin okkar eru viðurkennd af Iðntæknistofnun og unnin samkvæmt staðli EAN 8, EAN 13, UPC-A og UPC-E. Hafðu samband í síma 84010 og fáðu faglegar ráðleggingar. Stuttur afgreiðslutími. I? Prentmyndastofan hf. Súðarvogi 7,104 Rvík., telefax 84980, sími 84010 og 687677. MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. Geysiháar þjóðartekjur Islendinga: Skila sér illa til launþega Greinarhöfundur vann fyrir þrjár Noröurlandaþjóöir í liðlega áratug. Allar götur síðan hef ég haft greiöan aögang aö blaðakosti þeirra og keypt í áskrift í áratugi eitt merkasta dagblað sem gefið er út. Mér eru því nokkuð kunnug kjör hins vinnandi manns. Þó get ég ekki leynt undrun minni er ég las um kaup verkamanna í hinum ýmsu Evrópulöndum og jafnframt um þjóðartekjur viðkomandi þjóða. ísland er ýmist í fyrsta eða öðru sæti í þjóðartekjum en ef deilt er í meðalkaup verkamanna þeirra átta þjóða, sem næst okkur koma í þjóðartekjum, kemur í ljós að ís- lenskt verkamannakaup er aðeins 24% (tuttugu og fjögur prósent) af meðaltali fyrrgreindra þjóða sem þær greiða verkamönnum sínum. Vaxtakostnaður er frádráttarbær En sagan er ekki öll sögð. Sam- kvæmt tveim verðlagskönnunum, sem ég hef í höndunum, er verðlag á íslandi á matvörukörfunni 50% hærra en í Danmörku, 29% hærra en í Svíþjóð, 100% hærra en í Eng- landi og 77% yfir frönsku veröi. Nú munu lýðskrumarar þessa lands, er á skrifandi stundu þeysast um landið þvert og endilangt, full- yrða að skattar séu miklu hærri í viðkomandi löndum en hér. Því vil ég svara að miklum hluta neitandi því að allur vaxtakostnaður er frá- dráttarbær, auk ýmissa annarra liða, áöur en farið er með stofninn til skatts. Sem yfirstýrimaður á nokkrum KjaUarinn Sigurbjörn Guðmundsson starfsmaður Tryggingarstofnunar ríkisins skipum reiknaði ég út allt kaup áhafnarinnar ásamt sköttum svo að máhð er mér ekki alls ókunn- ugt. Þess má og geta að sjómanna- skattar á Norðurlöndum eru því miður (fyrir sjómenn) mjög dottnir út og ekki mikill munur á þeim og landssköttum. Þá má og geta þess að þeir sem vilja geta með hluta- bréfakaupum nánast keyrt skatta sína 1 það horf er þeir óska og hafa lengi haft aðgang að þeim kjörum sem nú eru nýbyrjuð á íslandi. Þjóðarsáttin Nýverið sá ég úttekt á launakjör- um er títtnefndir samningamenn þjóðarsáttarinnar hafa. Er útkom- an eðlileg? Spyiji nú hver sjálfan sig. Fulltrúar atvinnurekenda voru að meðaltali með „sjöföld laun“ verkamanna en fulltrúar launþeg- anna voru hógværari, með „fimm- fóld“ laun umbjóðenda sinna í lág- launastéttum. Ég leyfi mér að spyrja hvort viðkomandi samn-' ingamenn séu ekki komnir svo langt frá þeim starfshópum, er þeir semja fyrir, launalega séð, að þeir séu ekki hæfir til starfans. Ég bið lesendur að skoða vel þær tölur er fylgja greininni og ef til vill komast þeir að svipaðri niðurstöðu og und- irritaður, að kökunni sé ekki rétt skipt, eða er einhvers staðar vit- laust gefið? Með kveðjum: Sigurbjörn Guðmundsson „ ... þeirsemviljagetameðhluta- bréfakaupum nánast keyrt skatta sína í það horf er þeir óska og hafa lengi haft aðgang að þeim kjörum sem nú eru nýbyrjuð á íslandi.“ Fjórf lokkurinn og fjöregg þjóðarinnar Heimastjórnarsamtökin eiga að- eins einum andstæðingi að mæta f komandi kosningum: Það er hinn fjórhöfða þurs, fjórflokkurinn. Hann hefur haft völdin í þessu landi allnokkra áratugi. Svardagar þeirra einskis virði Stærsta deild fjórflokksins, sú sem kennir sig við sjálfstæði, hafði í upphafi þá eina stefnuskrá að ís- land væri fyrir íslendinga og sjálf- stæði skyldum við öðlast 1943. Nú er þessi sami flokkur löngu horfmn á vit öfugmæla og hefur samþykkt sem „framtíðarstefnu“ að Island gangi í Efnahagsbandalag Evrópu. Af hagkvæmnisástæðum nú í kosningaslagnum er þessari stefnu þó stungið undir stól og sagt: Aðild að Efnahagsbandalaginu er ekki á dagskrá i þessum kosningum! Þetta er óskhyggja þeirra sem ekki þora að kannst við eigin stefnu. - Öfug- mælin eru víðar en í nafni flokks- ins. Ef marka mætti og taka trúanleg- ar yfirlýsingar hinna reyndu stjómmálamanna nú í hita bardag- ans mætti halda aö enginn íslend- ingur vildi stefna að inngöngu í EBE. Þeir virðast ekki eiga sér for- mælendur innan fjórflokksins! En svardagar þessara manna eru einskis virði. Þeir vita ofurvel - og viðurkenna raunar þegar þeir deila innbyrðis - að innganga íslendinga í Evrópskt efnahagssvæði jafngild- ir tveimur skrefum af þremur inn í Efnahagsbandalagið. Allir angar fjórflokksins eru á kafi í samningum um þátttökuna í EES og þegar þeir ljúga að þjóöinni aö það sé eitthvað aiínaö og óskylt inngöngu í Efnahagsbandalagið KjaUarinn Sigurjón Þorbergsson skipar 2. sæti á lista Heima- stjórnarsamtakanna í Reykjavík verður því ekki líkt við annað en manninn sem kastaði sér fram af hömrum en tautaði í miöju fallinu: Ég er ekki á niöurleið þótt ég sé reyndar kominn % leiðarinnar. Spillingin kærð Heimastjórnarsamtökin saka fjórflokkinn um getuleysi og sóöa- skap við stjórn landsins. Sóðaskap- urinn lýsir sér í því hvernig þeir umgangast sannleikann um hrap okkar inn í EBE, hvernig staðið er að byggða- og kvótamálum, hvern- ig búið er að láglaunafólki þessa lands og margvíslegri spillingu og fjárdrætti fjórflokksins þegar hann lætur ríkissjóð kosta kosningabar- áttu sína með margvíslegum hætti. Þann hluta spillingarinnar er snertir opinbera fjölmiðla og fram- kvæmd kosningabaráttunnar hafa Heimastjórnarsamtökin kært til landskjörstjórnar og umboðs- manns Alþingis. Verður nú fróðlegt að fylgjast með fréttum hinna frjálsu fjölmiðla af þeim málum! Getuleysi fjórflokksms lýsir sér í uppgjöf hans við að varðveita sjálf- stæði landsins þrátt fyrir eiða og heit sem alþingismanna að vernda og hafa í heiðri stjórnarskrá lýð- veldisins íslands. Þursinn hampar fjöregginu og telur sig eiga það. Mun þjóðin sætta sig við að hann sjóði það og éti? Fjórflokknum og öllum öngum hans verður fólk aö hafna í koíh- andi alþingiskosningum. Sigurjón Þorbergsson „Ef marka mætti og taka trúanlegar yfirlýsingar hinna reyndu stjórnmála- manna nú í hita bardagans. mætti halda að enginn íslendingur vildi stefna að inngöngu í EBE. Þeir virðast ekki eiga sér formælendur innan fjór- flokksins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.